Dagblaðið - 11.02.1980, Page 21

Dagblaðið - 11.02.1980, Page 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1980. „ÞAÐ HEFDIVERH) SJALFS- MORD AÐ FARA í BÁTANA” — segir Hörður Baldursson frá Reykjavík sem vinnur við rafsuðu á borpalli í Norðursjó, í viðtali við -emm 21 „Vinnuharkan er mikil á borpöll- unum, — maður verður að halda sér vel að verki á 12 lima vöktunum, aðeins hálftími í mat og kaffi eftir þörfum,” sagði Hörður Baldursson, ungur Reykvíkingur, sem unnið hefur sem rafsuðumaður á bor- pallinum Frigg í Norðursjónum, á vegum Rosenberg Verft, í Stavanger, „ekki má reykja utan dyra og enginn má bragða bjór eða vin, — þá er hann sendur með næstu þyrlu í Iand. Myndir má alls ekki taka, — það flokkasl undir njósnir.” Sjálfsmorð að fara í bátana Hörður sagði að aðbúnaðurinn væri góður á borpöllunum og ýmis- legt gert til að stytta mönnum stundir þann hálfa mánuð sem þeir dvelja þar í einu, kvikmyndir.sjónvarp, spii tafl og fleira. Þrátt fyrir alll væru menn orðnir langeygir á að koma í land, þegar liða færi á tímann. „Áreiðanlega eru menn þar einungis vegna launanna sem eru mun betri en i landi og engu hægt að eyða. Maður finnur ekki mikið fyrir því að vera úti í hafsauga nema þegar hvessir. Sælöðrið gengur yfir pallana og ekki bætir úr skák, ef viðvörunarbjöll- unar gefa hættu til kynna, eins og í óveðrinu sem geisaði um miðjan desembermánuð, skömmu áður en ég hélt heim i jólafríið. Reyk lagði um vistarverur og eldhús ög okkur var skipað að vera við því búnir að yfir- gefa pallinn og fara í björgunarbát- ana. Það hefði raunar verið sjálfs- morð, sjórinn freyddi vegna stormsins, svo bátarnir hefðu ekki haldist lengi á floti. Eftir kiukku- stundar bið úti á pallinum, í hífandi roki og sælöðri, fannst hvað olli reyknum. Viftureim á hitablásara hafði „snuðað” á trissunni og ofhitnað. Alvarlegra var það nú ekki." Greiddu lægri skatta Eng- landsmegin Frigg er gamall franskur borpallur, en stendur á mörkum lögsögu Englands og Noregs. „Sumir greiða þvi skatta til Englands — ég er þeirra á meðal, vegna þess aðaðseturspallur minn er þeirn megin og það munar miklu, um 20 prósentum, hvað þaðet lægra heldur en hjá þeim sem greiða sín gjöld til Noregs. Yfirmennirnir voru yfirleitt ágætir, nema einn franskur, sem erfitt var að lynda við enda talaði hann ekkerl nema frönsku, sem fáir skildu. Hann var að lokum látinn hætta slörfum að ósk starfsmanna,” sagði Hörður. Hörður fór til Noregs á fyrra ári, ásamt unnuslu sinni í ársbyrjun 1979, i atvinnuleit og einnig til að skoða sig um í heiminum. Hann leitaði til at- vinnumálaskrifstofu i Osló, sem vísaði honum á áðurnefnt fyrirtæki i Stavanger. Eftir að hafa lokið raf- suðuprófi, vann Hörður um sinn í landi, í alþjóðabænum Stavanger, en eftir að olían kom til sögunnar, úir og grúir af fólki af um 80 þjóðernum, en mest ber þar þó á Bandaríkjamönn- um. En strax og færi gafst lét hann senda sig út á Frigg, þar sem launin voru mun hærri en í Iandi. Samt hafði Hörður sitt heimili í Stavanger, en unnusfan fékk starf í möluneyii. Gestgjafinn reyndist vera „Höróur Baldursson: . á meðan við sátum að snæðingi kom lögrejtlan. Daginn eftir sá ég i blöðunum að blámaðurinn var eftirlýstur mannræningi... ” DB-mynd: -emm. mannræningi „Sambúðin á milli „þjóðarbrot- anna” er ekki ávallt góð,” sagði Hörður, ,, batnaði þó mikið við að stia þeim í sundur, sérstaklega Finn- unt og Svium, sem kom illa santan. Eilt morð var framið þarna í fyrra, en annars er víst best að halda sér frá fólki, ég er búinn að fá smérþefinn af því. Eitt sinn kynntisl ég manni frá Uganda, blámanni, sem var á göt- unni. Mitjnugur þess að ég átti sjálfur í húsnæðishraki, veitli ég honum aðstoð á nteðan hann var að koma sér fyrir ásamt fjölskyldu sinni. Seinna bauð hann mér í kvöldverð, en á meðan við sáium að snæðingi, kom lögreglan. Daginn eftir las ég í blöðunum að hann væri eftirlýsiur mannræningi. Öðrum suðurlanda- búa kynntist ég og heimsótti hann einu sinni. Daginn eftir var gerð skot- árás á hús hans. Enginn var þó drep- inn, en ástæðan fyrir árásinni var sú að hann þóttisl vera að selja „dóp”, sem voru aðeins saklausar pillur, vitanií i cða eitthvað þessháltar.” Hörður Ityggst halda áfrant starfi á Frigg, og er Iiklega kominn lang- leiðina þangað núna, en hve lengi er óráðið: Ótryggt ástand heima l'yrir ýtli undir þá ákvörðun. „Þegar ég hef svo fengið nóg af vistinni á Norðursjónum, _ ætlum við, ég og unnustan, að kaupa bifreið og skoða okkur um á Norðurlöndunum og viðar. Maður er ekki ungur nema' einu sinni.” Bréf frá nemendum íþróttakennaraskólans: Undaríegar spamaðaraðgerðir íþrótlakennaraskóli íslands hefur um nokkurt skeið farið á viku skiða- námskeið til Akureyrar. Þelta hefur þótt hin þarfasta ferð i alla staði og gefið mjög góða raun. Nú bregður skyndilega svo við að Árni Guðmunds- son, skólastjóri Í.K.Í., telur þessa ferð óþarfa og ákveður að farið verði í nokkrar dags ferðir i Bláfjöll í staðinn. Við þetta vilja nemendur ekki una þar sem þeir sjá ekki neina haldbæra ástæðu fyrir þessari ákvörðun Árna. Saga málsins Kostnaður skólans vegna skíða- námskeiðs fellur undir svonefnda aðra kostnaðarliði í tillögum sem Árni gerir árlega lil fjárlaga. Þessi áætlun hljóðaði upp á 12.2 millj. fyrir árið 1980, en aðeins voru veiltar 7.8 millj. Síðan lók Árni þá ákvörðun án samráðs við skólaráð (þar sem sæti eiga kennarar og fulltrúar nemenda), að láta þennan niðurskurð bitna á skiða- námskeiðinu. Þetta telja nemendur mjög óráðlegt því skíðaíþróttin er ein vinsælasta iþróttin í landinu og auk þess gerir námsskrá um skólaíþróttir ráð fyrir því að kennarar séu færir um að sjá um skiðakennslu og skíðaferðir skólanna. Þess vegna bæri frekar að auka skíðakennslu í Í.K.Í. en minnka. Nemendur hafa átt erfitt um vik að gagnrýna þessa ráðstöfun Áma þar sem ekki hefur reynst mögulegl að fá að sjá áðurnefnda kostnaðaráætlun hjá honum, þrátt fyrir ílrekaðar tilraunir. Samt vita nemendur um ákveðna þælti sem bæri miklu frekar að fórna en skíðanámskeiðinu. Sem dæmi má nefna að á undanförnum árum hefur hundruðum þúsunda króna verið eyit afféskólansi i grasvöll sem nemendur I.K.Í. fá alls ekki að nota, heldur er nýttur af sumarbúðum Í.S.Í. Sjálfsagt mætti tína til fleiri kostnaðarliði sem hafa minna gildi en skíðanámskeið, en þar sem nemendur hafa aldrei séð árs- skýrslu né reikninga skólans er ekki hægt að gera það hér. Á þessu sviði er ekki við miklu að búast í íþróttakennaraskóianum þar sem ekki er einu sinni til samþykkl reglugerð fyrir skólann. Það er alkunna að þegar forstöðumenn rikisstofnana sækja um rekstrarfé gera þeir alltaf ráð fyrir einhverri skerðingu. Aðspurður sagði Árni það ekki vera „sina aðferð” Með „hans aðferð” má lelja vist að skólinn hafi orðið að draga saman seglin á hverju ári því hann hefur alltaf orðið að búa við skertar fjárveitingar. Hvað liggur þá að baki? Hvers vegna bitnar þessi niðurskurð- ur á skíðanámskeiði nú en aldrei áður? Á síðastliðnu skólaári börðust nemendur Í.K.Í. fyrir því að fá sérstaka fjárveitingu lil að greiða báðar flug- ferðir til Akureyrar bæði árin. Áður hafði ferðakostnaður aðeins verið greiddur að hálfu. Árni skólastjóri var þá mikill þrándur í götu nemenda. Hann hvatti nemendur stöðugt til að láta af þessum kröfum þrátt fyrir að fyrir lægju meðmæltar yfirlýsingar Birgis Thorlacius ráðuneytisstjóra. Yfirlýsing hans var á þá lcið að full greiðsla ferðakostnaðar bæði árin væri sjálfsagður hlutur. Þetta hefur fengisl staðfest í ár, þ.e. ef ákvörðun hefði verið tekin um Akureyrarferð hefði ferðakostnaður verið greiddur af ráðu- neyti. Árni lél einnig í ljós að þessar kröfur nemenda ættu eflir að draga dilk á eftir sér. — Því má leiða að þvi geiumað þessi ákvörðun (Bláfjöll) sé nokkurs konar hefndaraðgerð af hans hálfu gagnvarl nemendum. Það liggur Ijóst fyrir að Árni lagði þessa breylingarlillögu fram í ráðuneytinu upp á silt eindæmi og voru nemendur einskis spurðir um þessa „sparnaðar- ráðstöfun”. Er niðurskurður á námi sparnaðarráð- stöfun? Nemendur viðurkenna þá staðreynd að þessi tillaga Árna er sparnaður peningalega fyrir ríkið. Samkvæmt lauslegum úlreikningum virðisl sparnaðurinn aðeins vera 1.0—1.5 millj. Þarna virðist nemendum verið að spara eyrinn en kasta krónunni, því kostir Akureyrarferðar fram yfir Blá- fjallaferðir eru yfirgnæfandi. Hér á eftir fara nokkurdæmi: I. Engir skíðakennarar eru að stað- aldri starfandi i Bláfjöllum, þannig að útvegun þeirra væri óhjákvæmi- leg og er þaðerfitt verk. 2. Árangur stopulla ferða einn dag i senn er mjög lilill kennslufræðilega i samanburði við samfellda kennslu. 3. Þessi tilflutningur hefði í för með sér algerlega nýja kennara. Þannig yrði samræming og nýling kennsl- unnar við þann grunn, sem byggður var upp i fyrra ekki sem skyldi. 4. Þegar veður er viðunandi í Bláfjöll- um er þar alltaf krökkt af fólki og biðraðir við lyftur því miklar. Af því leiðir slæm nýting limans. 5. Óþægindi vegna skrinukosts og aðslöðuleysis til borðhalds yrðu talsverð. 6. Mjög slæm nýting hvers dags yrði óhjákvæmileg vegna ferðalagsins. Sýnt er að hver ferð tæki a.m.k. 3 klst. fram og til baka, auk hleðslu bíls, biðlíma o.s.frv. Af ofangreindu lelja nemendur kostnaðarmismun þann, sem er á þessum ferðum (1 —1.5 millj.), létt- vægan. Ekki má gleyma þeirri stað- reynd að nemendur Í.K.Í. eru 50 talsins og er þvi mikið i húfi að stuðla að sem bestri menntun svo margra verðandi iþróttakennara. Víðar er pottur brotinn Nemendur Í.K.Í. telja mörgu lleira ábótavant í stjórnun og skipulagi skól- ans. Þeim atriðum verða ekki gerð skil hér en nemendur hafa fullan lutg á að tjá sig frckar um þau mál siðar. Nemendur j.K.Í. vilja eindregið skora á hlutaðeigandi aðila að endur- skoða afstöðu sina i þessu tnáli, eða færa ella haldgóð rök fyrir máli sinu. Virðingurfyllst, nemendur íþrótta- kennuraskóla íslands. (Gieinin er undir- rituð af 35 nemendum). ctyárcjr&i&óluótolan iSpartci NORÐURBRÚN 2 - SÍMI 31755 Tempo — Retro Avant Garde — Nýjar greiðslur frá Ítalíu. Nýtt bylgjupermanent. OPIÐ LAUGARDAGA Gústa Hreins — Inga Gunnars

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.