Dagblaðið - 06.03.1980, Síða 16

Dagblaðið - 06.03.1980, Síða 16
\/ 24 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980. Litlir kassar Súrrealisminn þrífst á ýkjum og öfgum, en framar öðru á samspili gjörólíkra fyrirbæra úr hinum sjáan- lega heimi. Því ólíkari sem þessi fyrir- bæri eru, þeim mun líklegri eru þau til að koma áhorfanda i opna skjöldu, rugla hann í ríminu og vísa honum leið inn í nýjan heim, sbr. loðfóðraðan kaffibolla og undirskál Meret Oppenheim. Þeir súrrealistar sem ekki höfðu mikla tæknilega undirstöðu eða vildu stytta sér leið í myndlist, tóku gjarnan við að raða saman hlutum sem þeir höfðu fundið á förnum vegi. Ein leiðin var sú að koma þeim fyrir i kössum og fella gler yfir allt saman Einna þekktastur þeirra sem unnið hafa á þenna hátt er Bandaríkja- maðurinn Joseph Cornell. Hann bjó sér til þögla veröld í kössum þar sem brúður, glermunir, úrklippur og ýmislegt annað vinnur sanian eða togast á. Þetta eru þokka- full verk, full af eftirsjá eftir horfnum heinii, Ijóðrænni ígrundun og nær alveg án ádeilu þeirrar og ofbeldis sem einkenndi verk svo margra súrrealista og eftirmanna þeirra. Svipað mætti reyndar segja um Karl Júlíusson sem þessa dagana sýnir kassamyndir sínar i Djúpinu við Hafnarstræti, nema hvað ádeila á þjóðarbúið skýtur upp kolli á stöku stað í verkum hans. Karl er annars leðursmiður að atvinnu og hefur ekki áður haldið myndlistarsýningu. Það er víst óhætt að segja það strax: Hér er vel af stað farið, þótt farið sé varðaða leið. Kassamyndir eru annars ekki alveg nýtt fyrirbæri hér á landi. Magnús Tómasson sérhæfði sig á tímabili í gerð lítilla og stórra kassa, sem innihéldu draumsýnir hans svo og hugdettur eins og tilbrigði um sögu flugsins. Aðrir Súmarar fiktuðu við kassaformið öðru hvoru, hver með sínu lagi, en ég man ekki eftir eins hreinræktuðum súrrealisma og þeim sem kemur fram I kössum Karls. Vísaö til fortíðar Hann leitar víða fanga, — i tíma- ritum, gömlum ljósmyndumog sendi- bréfum, beinum, maskinum, taui o.m.fl. og áberandi er hve mjög hann vísar til fortíðar. Stundum er róman- tiskum blæ brugðið yfir liðna lið, stundumer hún notuð sem andstæða nútiðar og í enn öðrum verkum eru margþættir Ijóðrænir straumar gangsettir. Glerið sjálft utan á köss- unum notar Karl mjög skynsamlega, — til að afmarka hvern nyyndheim og loka af þá stemmningu sem fyrir- finnst í hverju verki. Þar er myndröð- in „Stiklur” eftirminnileg. Eins og í draumi birtast einfaldir hlutir að baki möttu gleri: barnaskór, hluti af göngustaf, o.fl. Speglar koma líka að góðum notum í mörgum þessara verka, sérstaklega í herjans mikilli „Talbeau” með gtnum og fleiru í þeim dúr. Kona með kampavínsaxlir Athyglisverð er líka brúkun Karls á afsteypum úr gipsi. Litlar mann- eskjur staðsetur hann I forgrunni sumra verka og þar er ekki laust víð Karl Júliusson — Kassi. Myndlist að þær rofni úr tengslum við bakgrunn. En þegar Karl fellir steypur af höndum eða andlitum inn í kassa sina, gerast oft undarlega seið- magnaðir hlutir. Manni dettur í hug skáldskapur eftir André Breton: „Konan mín með steinrunnin gagn- augu og gróðurhúsahimin / og raka á glerinu / konan mín með kampavínsaxlir / og gosbrunna í höfrungalíki undir ísnum / konan mín. , . .” Loks ber að þakka fyrir vandað handbragð sýnanda. Það hefur verið hár „standard” á því sem sýnt hefur verið í Djúpinu fram til þessa og hér hefur Valtingojer siðameistara stað- arins ekki brugðist bogalistin að heldur. -AI. UOÐAFLÓÐ Þátttakendur í námskeiði Werbahjónanna. Tónleikar þátttakenda á Ijóðanómskoiði ödu og Dr. Eriks Werfoa, á vegum Söngskólans ( ReykjavRc, ( Fálagsstofnun stúdenta 29. febrúar. Söngvarar: Már Magnússon, tenór; Asrún Daviðsdóttir sópran; Hrönn Hafliðadóttir, mezzosópran; Margrát Pálmadóttir, sópran; Jón Porsteinsson, tenór; Anna JúKana Sveins dóttir, mezzosópran; Valgerður Gunnarsdóttir, sópran; EKsabet F. Eirfksdóttir, sópran; Margrát Bóasdóttir, sópran og Signý Sœ- mundsdóttir, sópran. Pianóleikarar: Hrefna Eggertsdóttir, Lára Rafnsdóttir, Kolbrún Sœmundsdóttir, Jónína Gisladóttir, Krystyna Cortes og Soffia Guðmundsdóttir. Það var með eilitið blöndnum huga að ég leit yfir efnisskrá þessara tónleika. Í fyrsta lagi virtist mér hún svo löng og mikil að ég bjóst alveg eins við að þeim lyki vart fyrir mið- nætti. Á hinn bóginn þótti mér gaman að velta fyrir mér verkefna- valinu. Wolf, Berg, Mahler, Strauss bg jafnvel Schönberg eru orðnir heimilisfastir á íslenskum Ijóðaskrám og italska Ijóðabókin orðin að húspostillu i skólanum inni við Hverfisgötu. Þannig birtust áhrif starfs þeirra Werbahjóna áður en söngvararnir á námskeiðinu luku upp munni. Vel af stað farifl Már Magnússon hlaut það erfiða hlutskipti að ríða á vaðið. Honum til fulltingis var Jónína Gísladóttir. Byrjunin var örlítið stirð, í Dein blaues Auge eftir Brahms, en svo tóku við Der Musensohn, Schuberts, og Nimmersatte Liebe, Wolfs. Þar fann Már sitt rétta strik. Honum fellur einkar vel að lýsa á sinn kankvísa hátt óseðjandi áslarþörf Salómons konungs, hins vitra. En það var Jónína sem kom mér á óvart. Mér hefur þótt hún fullþung og heldur vilja draga úr, þótt vandvirk sé. En nú lék hún afar létt og veitti þeim söngvurum, sem hún lék með, góðan stuðning. Ásrún Davíðsdóttir söng Eine sehr gewöhnliche Geschichte, Haydns; Schwesterlein, Brahms og Liebhaber in allen Gestalten, Schuberts. Ás- rúnu fórst ákaflega vel. Söngur hennar var hlýr.viðfelldinn og skýr. Hún naut góðs stuðnings Kolbrúnar Sæmundsdóttur og Soffiu Guðmundsdóttur. Texti Einer sehr gewöhnlichen Geschichte reyndist henni fullþungur og skyggði það ögn á annars afar skemmtilega meðferð. Hrönn Hafliðadóttir valdi sér Ijóð Albans Berg, Schlafen; Um Mitternacht, Wolfs og Neue Liebe, Mendelsohns. Með henni léku Krystyna Cortes og Soffía Guðmundsdóttir. Lögin féllu vel að karekter raddar Hrannar. Ég er hins vegar hreint ekki viss um að hún sé á réttri leið með röddina í sér. Hrönn fer mjög vel með texta og túlkun hennar er á tíðum skemmtileg. Margrét Pálmadóttir söng Die Forelle, Schuberts; Lied der Suleika Schumanns og Die Georgine eftir Richard Strauss. Hálfpartinn varð ég hissa á að heyra til hennar því að einhvern veginn hélt ég að hún væri meira en bandvant hestefni i söng. Ágætur, þrátt fyrir kvef Jón Þorsteinsson söng Auf dem Wasser zu singeneftir Schubert, Ini Friihling, Wolfs, og Widmung Schumanns, við undirleik Jónínu Ciísladóttur og Hrefnu Eggerts- dóttur. Jóni tókst mjög vel upp, þótt kvefaður væri. Ég hef ekki heyrt til hans í ljóðasöng fyrr og þykir það miður því að hann liggur ekki síður vel fyrir Jóni en óratóríusöngur. Anna Júlíana Sveinsdóttir og Lára Rafnsdóttir fluttu Denk es, o Seele eftir Wolf, Mein Auge, Wagners Strauss og Tráume, Wagners. Sam- vinna þeirra var með ágætunt og flutningurinn í heild prýðilegur. Valgerður Gunnarsdóttir og Krystyna Cortes fluttu Den Zauberer, Mozarts, Nussbaum Schumanns og Liebestreu eftir Brahms. Afar skynsamlegt lagaval, þar sem mýkt og hlýja raddar Valgerðar fékk notið sín til fulls. Hörku lokasprettur Elisabet F. Eiríksdóttir söng Liebst du um Schönheit eftir Mahler, Dein Angesicht Schumanns og Unbewegte, laue Luft eftir Brahms, með aðstoð Hrefnu Eggertsdóttur og Láru Rafnsdóttur. Ég held mér sé óhætt að segja að með Elísabetu höfum við eignast eitt mesta stór- söngkonuefni siðustu ára. Margrét Bóasdóttir og Hrefna Eggertsdóttir tókust á við Wald- sonne, Schönbergs; Wofur eftir Marx og Begegnung, Wolfs. Þær vöktu sér- staka athygli mína fyrir einstaklega fágaða og góða nteðferð þessara erfiðu Ijóða. Signý Sæmundsdóttir rak svo smiðshöggið á tónleikana. Hún söng Schmetterling, Schuberts; Wonne der Wehmut, Beethovens og Pagenlied, Mendelsohns, við undirleik Kol- brúnar Sæmundsdóttur og Soffíu Guðmundsdóttur. örlítið þvældist fiðrildið fyrir henni en tvö seinni lögin söng hún með glæsibrag, svo að vel hæfði sem lokapunktur þessara ágætu tónleika. Uppskera Það stóð að vísu til að enda þessa tónleika með tveimur af Ástaljóða- völsum Brahms og slíkt hefði verið vel við hæfi, en þeir féllu því miður af skránni. — Að sjálfsögðu varð þessum uppskerutónleikum ekki lokið án þess að hylla þau Werba hjónin. Ada og dr. Erik Werba hafa með námskeiðum sínum veitt ferskum blæ i islenska ljóðasöng- mennt. Uppskeran virðist ríkuleg, nú þegar, en hins þykist ég einnig fullviss að árangur námskeiðanna konii ekki síður í ljós, og til góða, þegar fram i sækir. Hafi þau mætu hjón kærar þakkir fyrir ómakið. \

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.