Dagblaðið - 07.03.1980, Side 4

Dagblaðið - 07.03.1980, Side 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1980. DB á ne ytendamarkaði ANNA BJARNASON Nýtt og f ullkomið alif uglasláturhús í Mosf ellssveit: Sendir 6000 kjúklinga inn i eilífðina í hverri viku f ramleiðsla samkvæmt ýtrustu kröf um „Sláturhúsið er byggt eftir kröfutn og tillögum yfirdýralæknis, fyrsta og eina hús sinnar tegundar á landinu, öll önnur alifuglasláturhús eru á undanþágu,” sagði Skarphcðinn Össurarson varafor- maður hlutafélagsins Hreiðurs, sem rekur nýtt og mjög fullkomið alifuglasláturhús nálægt Teigi í Mos- fellssveit. Þar eru framleiddir alifuglar undir vörumerkinu ísfugl. Slátrun hófst i húsinu í september sl. og kostnaður við húsnæði og tækjabúnað er um 200 milljónir króna. Afköst eru 500—600 fuglar á Enginn fiskur, ekkert kjöt og engar hreinlætisvörur — segir „Patróna” sem er með rúmlega 19 þúsund kr. meðaltal ,,Þá sendi ég minn fyrsta seðil, sem er í rauninn lítið marktækur, þar sem ekkert var keypt af kjöti, fiski eða srnjöri. Nóg var til al' þvi i frysli- skápnum," segir í brél'i frá „Patrónu”, húsmóður á Patreks- lirði. Hún er með rúml. 19 þús. á mann og fimm manna fjölskyldu. „Eins var með hreinlætisvörur. Þær voru keyptar í heildsölu i haust og duga frameftir árinu. 1 liðnum „annað” (sem er upp á rúml. 300 þúsund kr.), er t.d. síma- reikningur 24.330 kr., brunabóta- gjald upp á 12.891 kr., vixill upp á) 148.667 kr„ þorrablót á 25.000 ásamt ýmsu fleiru.” klukkustund. Markaður fyrir kjúklingakjöt er áætlaður 500—800 tonn á ári og fyrir hænsnakjöt 100—200tonn áári. Forráðamenn Hreiðurs hf. sögðu að framleiðsla og neyzla kjúklinga- kjöts hefði farið hraðvaxandi á síðustu árunt. Það var árið 1963 sem framleiðsla kjúklingakjöts hófst í nokkrum mæli og í framhaldi af þvi voru 5 sláturhús fyrir fugla reist i landinu. Þegar liða tók á 7. áratuginn stóðu flestir þeir aðilar sem stunduðu alifuglaslátrun framrni fyrir þvi að þurfa að endurnýja húsa- og vélakost sinn og aðlaga reksturinn tækni og heilbrigðiskröfum. Komu upp hug- myndir um að kjúklingabændur slægju saman í eina vinnslustöð af hagkvæmri stærð sem einnig gæti séð um dreifingu. Árið 1977 var hafizt handa um undirbúning og hlutafélag myndað um byggingu sláturhúss. Hluthafar eru nú liðlega 40 talsins, fiestir bændur sem hafa atvinnu af fram- leiðslu alifuglaafurða. Upplýsingaseðill til samanburöar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvaö kostar heimilishaldiö? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi i upplýsingamiðlun mcðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von f að fá nytsamt heimilistæki. Kostnaður í febrúarmánuði 1980, Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. m Y IKiX Fjöldi heimilisfólks Stöðinni var valinn staður í Mos- vellssveit með hliðsjón af því að hún skyldi þjóna Suður- og Vesturlandi' og er þvi miðsvæðis þar. Vegna ná- lægðar við Reykjavíkursvæðið, aðal- markaðssvæði, er aðveldara að sinna viðskiptum. Þannig má setja á markað án fyrirhafnar ferskt kjöt til aukinnar hagkvæmni og samkvæmt óskum neytenda. -ARH. Kjúklingar renna eftir færiböndunum einn á eftir öðrum. Framleitt er undir eftir- liti heilbrigðisyfirvalda og sláturhúsið byggt i samræmi við tillögur og kröfur yfir- dýralæknis. DB-mynd Hörður. GLÓÐAR KIÚKLINGUR 700-1000 GR. 8VIKNA HOLDA UNGHANI FRÁ1800GR 10-20 MÁjJAÐA HOLDA KIÚKLINGUR 1000-1200 GR. 8-10 VIKNA HOLDA UNGHÆNA FRA 1400 GR. 10-20 mAnaoa HOLDA REGINN 1200-1800£R. 10-14 VIKNA UNGHÆNA FRA 1000 QR 10-20 MANAÐA Nýtt f lokkunarkerf i fyrir kjúklin; ga „Áður hafa neytendur aðeins átt kost á að kaupa kjúklinga senr í stórum dráttum eru flokkaðir í unghænur annars vegar og holda- kjúklinga hins vegar. Með fiokkuninni sem við innleiðum gefst í fyrsta sinn kostur á mun nákvæmara vali eftir aldri og þyngd. Þeir er gera miklar kröfur, t.d. veitingahús, geta þannig valið sér hráefni af ná- kvæmni,” sagði Halldór Hestnes sölustjóri hjá Hreiðri hf. Hér á síðunni er birt spjald með vöruflokkum fyrirtækisins. Glóð- arkjúklingur er einkum notaður til að grilla, unghæna er ung varphæna, holdaunghæna er hæna notuð til undaneldis fyrir holdafugla, holdareginn er stærsti kjúklingurinn. Auk þess er framleidd „súpu- hæna”, fugl sem er rneira en 20 mánaða, aðallega ætluð til súpu- og salatgerðar. Hægt er að fá bæði heila fugla og brytjaða og ennfremur er von á lifur og hjörtum í neytendaumbúðum. -ARH. Halldór Hestnes sölustjóri. DB-mynd: Hörður.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.