Dagblaðið - 07.03.1980, Qupperneq 5

Dagblaðið - 07.03.1980, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR7. MARZ1980. 5 10. umferð Reykjavíkurskákmótsins: BROWNE ÞARF AÐ BERJAST FYRIR JAFNTEFU V» HAUK — Margeir vann Jón L. f f lóknustu skák umf erðarinnar Biðskák Vasjúkovs og Torre úr níundu umferð. Það fór eins og margan grunaði. Vasjukov átti ekki í neinum erfiðleik- um með að innbyrða vinninginn í jressari biðskák. Frípeðin þrjú sem hann átti á kóngsvæng sáu um sig sjálf og runnu upp í borð. Guðmundur — Miles 1/2 : 1/2 Þeir voru ekki beint hressir stór- meistararnir. Eftir aðeins sextán leiki sömdu þeir um jafntefli og var þá ntikil barátta eftir í stöðunni. Schiissler— Helgi 1/2 : 1/2 í drottningarindverskri byrjun urðu snemma uppskipti sem urðu hvorugum keppandanum í hag. Var þá sætzt á skiptan hlut. Kupreitshik — Vasjukov 1/2 : 1/2 Jafntefli eftir aðeins þrettán leiki í uppskiptaafbrigði spánska leiksins. Landarnir voru greinilega búnir að semja fyrir skákina, þeir brostu allan timann framan i hvor annan og léku hratt. Heel Bxa6 25. Dxa6 Hd2 26. Hfl Dxb2? Eftir 26. — Hxb2 hefur svartur mun meiri vinningsmöguleika 27. Habl Da2 28. Hbcl h6 29. Dxc6 Dd5 30. Dc3 Dd4 Tímahrakinu er nú lokið og það er Ijóst að ameríski stórmeistarinn þarf aðberjast fyrir jafnteflinu. 31. Dc6 Ha2 Browne — Haukur Biðskák Skák dagsins að þessu sinni verður á milli Hauks og Browne frá Banda- rikjunum. Haukur hefur svart og byrjunin er móttekið drottningar- bragð. 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 Miles lék hér 4. — Bg4 gegn Browne fyrr í mótinu, sem er skarpari leikur. 5. Bxc4 c5 6. 0—0 a6 7. a4 cxd4 8. exd4 Rc6 9. Rc3 Be7 10. Hel 0—0 11. Bg5 Rb4 12. Db3 Rc6 13. Ddl Rb4 Býður upp á jafntefli en það er greinilegt að Browne sættir sig ekki við skiptan hlut. 14. Re5 Rc6 Kemur hann enn! Haukur teflir svarta taflið markvisst til jafnteflis. 15. Rxc6 bxc6 16. Re4 Rxe4 17. Bxe7 I)xe7 18. Hxe4 Bb7 Staðan hefur nú einfaldast nokkuð og möguleikarnir vega nokkuð jafnt. 19. He5 Ilfd8 20. Dd3 Hd6 21. h3 Had8 22. Bxa6 Hxd4 23. Dfl Df6 24. 32. Hc4 Da7 33. Dc7 Dxc7 34. Hxc7 Hd4 35. Ha7 Hxa4 36. Hxa4 Hxa4 37. Hbl Ha2 38. h4 g6 39. g3 Kg7 40. Kg2 f5 41. Kf3 Kf6 42. Hb6 g5 43. hxg5 hxg5 44. Hc6 Ha4 45. Hb6 Hel 46. Ha6 g4+ 47. Kg2 Hel 48. Hb6 Hdl 49. Ha6 Ke5 50. Ha5+ Ke4 51. Ha4+ Hd4 52. Ha6 e5 53. He6 Hc4 og hér fór skákin i bið. Jafntefli eru liklegustu úrslitin. Kupreitshik vantar einn vinning í stórmeistarann Með jafntefli sinu við Vasjúkov í gærkvöld nálgaðist Kupreitshik alþjóðlega stórmeistaratitil sinn um hálfan vinning. Hann á nú ótefldar þrjár skákir á mótinu. Honum nægir einn vinningur eða tvö jafntefli til þess að öðlast réttinn til að verða alþjóðlegur stórmeistari. Hann er nú alþjóðlegur meistari. Fyrri áfangann að þessu marki fór hann á sovézka meistaramótinu, sem fram fór í desember síðastliðnum. Þeir, sem hann á eftir að tefla við á Reykjavíkurmótinu eru reyndar engir liðléttingar. í kvöld teflir hann við Torre, annað kvöld við Sosonko, og á sunnudagskvöldið við Browne. -BS. Úrslit í 10. umferðinni: Fjögur jafntefli urðu í gærkvöld, þegar 10. umferð Reykjavíkurskák- mótsins var tefld á Loftleiðahótelinu. Úrslit urðu þessi: Kupreitshik — Vasjúkov: 1/2—1/2 Schússler— Helgi: 1/2—1/2 Guðmundur—Miles: 1/2—1/2 Sosonko — Torre: 1/2 — 1/2 Jón L. — Margeir : 0— 1 Browne — Haukur: Biðskák. Sosonko — Torre 1/2 : 1/2 Þetta var þung skák þar sem tékkneskur benóní var tefldur. Sosonko komst litt áleiðis gegn sterkri vörn Filippseyingsins og varð að lokum að sætta sig við sitt_ fynsta jafntefli með hvítu mönnunum. Jón L. — MargeirO : I Flóknasta skák umferðarinnar. Jón náði snemma tveim mönnum fyrir hrók og tvö peð og hafði lengst af vænlegastöðu. I tiinahraki urðu honum síðan á alvarleg mistök þannig að taflið snerist við. Margeir vann biskup og átti síðan ekki i erfiðleikunm með að vinna taflið nieð hrók á móti riddara. H. schussler 242o Sosonko litur ekki af skákinni, þótt hann rísi á fætur með kaffibollann. Þorsteinn Þorsteinsson er dómari og einn i móts- stjórn. Hann hefur augun á skákinni hjá Miles og Schiissler. Lognið á undan storminum? FJOGUR JAFNTEFLI ÍGÆRKVÖLDI — þrjár umferðir eftir á mótinu „Þetta getur nú varla batnað meira,” sagði einn áhorfenda, þegar hann sá að á ganga og skákskýringa- sal voru komin litsjónvarpstæki, sem sýndu skákir og keppendur beint úr keppnissal. ,,Það er erfitt að hugsa sér annan stað fyrir svona mót,” sagði annar. Menn eru sammála um, að á Loftleiðahótelinu er nú orðið sú aðstaða fyrir keppendur og áhorf- endur að til fyrirmyndar er. Áhorfendur komu æði dreift á 10. umferðina, sem tefld var i gærkvöld. Þeir urðu reyndar ekki mjög margir. Ég þykist sjá, að ýmsir fastagestir hafa verið að hvíla sig, ef svo má segja, til þess að sækja með fullum þunga þrjár síðustu umferðirnar. Það er jafnvel ástæða til að benda mönnum á, að þeir sem fyrstir koma eiga kost á að velja sér sæti. Annars er aðstaðan svo góð, að nærri má segja, að ekki skipti verulegu máli, hvar setið er. Allir þekkja, hvað það er þægilegt að teygja úr sér og rápa milli salarkynna við slíkar aðstæður. Þetta sást til dæmis í gær, þegar skákskýrendur og áhorfendur voru mislangt komnir við að skoða æsi- spennandi skákir þeirra Jóns L. og Margeirs annars vegar og Hauks Angantýssonar og Browne hins vegar. Þessir voru meðal áhorfenda í gær- kvöld, svo að einhverjir séu nefndir: Ólöf Þráinsdóttir, Guðjón Sig- urðsson verkstj., Magnús Sigurjóns- son forstm., Þórir Oddsson vara- rannslögreglustj. Egill Valgeirss. hár skerani., Jónas Pétur Erlingsson, Ingvar Ásmundsson fjármstj., dr. Ingimar Jónsson, Ólafur H. Ólafsson viðskfr., Kristinn Bergþórsson stór- kaupm., Jón Þorsteinsson lögfr., Thomas Martin, deildarstj. 'Menningarstofn. Bandar, Kristín Guðjohnsen, Bragi Kristjánsson, Pósti & sima, Jónas Bjarnason efna- verkfr., Haraldur Haraldsson verzlm, Áslaug Kristinsdóttir, Guð- mundur G. Þórarinsson alþm, dr. Hallgrimur Helgason tónskáld, Ólafur Helgason Útvegsbanka isl., Guðriður Friðriksdóttiur, Birna Norðdal, Atli Ólafsson forstj., Signntndur Böðvarsson lögm., Björn Sigurðsson, póstm., Björgvin Gríms- son stórkaupm., Alda Snæhólm. SKÁKMAÐURINN —f rímerki með stimpli mótsins Tímaritið Skák kernur út eftir hverja umferð og er að sjálfsögðu seit á Loftleiðahótelinu. Auk þess gefst mönnum kostur á að skoða og kaupa sitthvað sem skákunnendur láta sig ekki vanta. Bæði eru það skákborð og annað, sem til þarf, og skák- bókmenntir. Þar á meðal er saga „Einvígisins” árituð og í geitaskinn. bandi. Það nýjasta á skákmarkaðinum eru frímerkjaumslög með sérstimpli mótsins í fjórum Iitum. Auk þess er hægt að fá með þessum sérstaka póst stimpli mótsins umslag með skemmtilega hönnuðu merki FIDE- þingsins, sem haldið verður hér i Reykjavik i aprilmánuði næst- komandi. Þarna er lika skákdæmakorl frímerkt og alveg tilbúið til að senda þeim er maður vill fá eitthvað til að iglíma við, svo eitthvað sé nefnt.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.