Dagblaðið - 07.03.1980, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1980.
9
NORÐMENN EIGA STRAX
AÐ FÆRA ÚT EINHUDA
— við Jan Mayen,
segir Káre
Willoch, leiðtogi
norsku stjórnar-
andstöðunnar
„Ég tel engan vafa á hv>. að Jan
Mayen sé norsk samkvæmt þjóðrétt-
arlegum skilningi, og að þar eigi að
virða ákvarðanir norskra stjórn-
valda,” sagði Káre Willoch, stór-
þingsmaður Hægriflokksins i Noregi,
er fréttamaður DB leitaði álits hans á
Jan Mayen-málinu.
,,Ég tel, að norsk stjórnvöld eigi
að tilkynna einhliða útfærslu nú þeg-
ar,” sagði Willoch. „Ef við gerunt
þetta ekki, er augljós mikil hætta á
því, að fiskverndarsjónarmið verði
alveg fyrir borð borin,” sagði
Willoch. Hann taldi af þeirri ástæðu,
að Norðmönnum bæri skylda til út-
færslu efnahags- og fisk-
veiðilögsögunnar við Jan Mayen.
„Það er ásetningur norskra
stjórnvalda að hafa samráð við
Káre Willoch: Enginn vafi á að Jan Mayen er norsk eign samkvxmt þjóðréttar-
legum skiiningi.
DB-mynd: Hörður.
Islendinga unt sameiginlega hags-
nuini. Takist ekki slíkt santráð eða
samkomulag, þá er hætta á ferðum.
Ekki vegna veiða islendinga og ekki
sérstaklega vegna veiða okkar, heldur
vegna vaxandi sóknar allra annarra
fiskveiðiþjóða í miðin.sem yrðu
innan stækkaðrar lögsögti,” sagði
Káre Willoch.
Hann er leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar á Stórþinginu norska.
Hann hefur gagnrýnt sljórnina
Itarðlega fyrir linkind við íslendinga i
Jan Mayen-ntálinu.
„Bezt væri, ef samkomulag
næðisl,” sagði Willoch, ,,cn að öðru
leyti verður að haf'a i huga nauðsyn
þess, l'rá fiskverndarsjónarmiðum,
að l'æra út efnahags- og fiskveiðilög-
söguna við Jan Mayen".
-BS.
Norðmenn eiga allan
rétt til Jan Mayen
— og á það geta aðrar þjóðir vel fallizt, segir Johan J. Jakobsen,
þingmaður Miðflokksins íNoregi
„Það er að minu mati afar slæmt
að þurfa að bcita einhliða aðgerðum.
Það er yfirleitt ekki rétt að velta
fyrir sér alls konar möguleikum, sem
gætu haft vond áhrif á samkomulag,
sem annars er mjög vel hugsanlegt,”
sagði Johan J. Jakobsen, stórþings-
ntaður norska Miðflokksins, í viðtali
við DB.
Hann taldi að fyrst og fremst ættu
Norðntenn og íslendingar að komasl
að samkomulagi um Jan Mayen.
Jakobsen telur ekki neinn vafa á þvi,
að Norðntenn eigi réttinn til Jan
Mayen. „Ég býst við því að ekki
aðeins Norðmenn lelji allan rétt sin
megin, heldur hygg ég að aðrar
þjóðir fallist á það.”
„Samkvæmt viðteknum reglum
þjóðaréttar, ciga Norðmenn réttinn
til Jan Mayen að öllu leyti,” sagði
.lakobsen. „Þess vcgna geta engir
aðriren Norðmenn færi út lögsöguna
þar. Hins vegar hafa Íslendingar og
Norðntenn santeiginlega hagsmuni
varðandi lögsögu eyjunnar. Um þá
og vegna þeirra eiga þessar þjóðir að
ná samkomulagi,” sagði Jakohsen.
-BS.
Jakobsen: Sameiginlegir hagsmunir
Norðmanna og tslendinga við Jan
Mayen.
Hvers vegna er ekki töluð íslenzka og ekki túikað fyrir íslendinga á þingi Norðurlandaráðs?
OKKAR FULLTRÚAR HAFA
EKKIÓSKAÐ EFTIR ÞVÍ
— segir Friðjón Sigurðsson, f ramkvæmdastjóri íslandsdeildar
„Ástæðan fyrir því að ekki er
túlkað á islenzku hér er einfaldlega
sú, að íslenzku fnlltrúarnir hafa ekki
óskað eftir þvi. F.nda kjósa þeir
sjálfir að tjá sig á skandinaviskum
málum,” sagði Friðjón Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Íslandsdeildar
Norðurlandaráðs, við Dagblaðið.
Ýntsir hafa furðað sig á að ekki
skuli vera túlkað á islenzku það sem
fram fer á þingi Norðurlandaráðs og
að íslenzkir fulltrúar skuli ekki nota
sitt móðurmál i umræðum.
Allur málflutningur sem fram fer
á finnsku er túlkaður. Er það í fyrsta
sinn sem slíkt er gert á Norðurlanda-
ráðsþingi á Íslandi.
„Finnarnir hafa hér sérþjálfað lið
við túlkun. Þetta er ntjög kostnaðar-
santt fyrirtæki, en sanit býst ég við að
citthvað hel'ði verið gerl i málinu at
okkar hálfu el'okkar fulltrúar hefðu
óskað þess.
Friðjón sagði að þinghaldið hefði
gengið vel fyrir sig og erlendir
fulltrúar virtust ánægðir nteð fram-
kvæmdarhliðina. Að minnsta kosti
hafi ekki borizt kvartanir um l'yrir-
konnilag eða aðbúnað. Umræður
liafa stundum dregizt meira á
langinn en dagskrá gerir ráð l'yrir.
Annars heftir allt l'arið vel að
stöfnum.
Norðurlandaráðsþing hafa tvisvar
áður verið halditi i ÞjóðlcikhCisinn og
þvi reyndist l'remur fyrirhafnarlitið
að koma l'yrir nauðsynlegum tækjum’
og húsbúnaði. Margt af því sem
notað var áður hel'ur verið i
geymslum — og verður valalausi
gcymt þar til aljur verður þingað hér
á landi.
-ARII.
Friðjón Sigurðsson: islenzku l'till-
trúarnir kjósa aó tjá sig á
skandinavisku.
Ligflugfargjöld, bókamarkaður og
umferðaröryggisár 1982:
Glistrupist-
inn sagði
alltaf NEI
„Gamla fólkið á bara að fá hærri
ellilífeyri og það getur ráðið því sjálft
hvernig það eyðir sínunt peningum,”
sagði Leif Glensgaard þingmaður
Framfaraflokks Glistrups i ræðu á
þingi Norðurlandaráðs um tillögu
þar sem gert var ráð fyrir að flugfar-
gjöld fyrir aldraða yrðu tækkuð.
Glensgaard hefur greitt atkvæði
gegn eða setið hjá i atkvæða-
greiðslum um fjárframlög til
ntenningarmála á Norðurlöndum
þegar þau hefur borið á góma á
þinginu. Glensgaard hefur áður setið
þing Norðurlandaráðs og jafnan ver-
ið óspar á að nota orðið NEI er
greidd eru alkvæði unt fjárfrantlög
til menningarmála. Hann greiddi
nt.a.s. alkvæði gegn tillögu á þinginu
í Reykjavík um að árið 1982 skuli
vera sérstakt untferðaröryggisár á
Norðurlöndunt. Hann greiddi
söntuleiðis atkvæði gegn tillögu unt
santeiginlegan bókamarkað á
Norðurlöndum. Þar var gert ráð fyrir
að bækur útgefnar á Norðurlöndum
yrðu seldar á sama verði i öðrum
Norðurlöndum og i heimaiandinu.
-ARH.
INTERNATIONAL
Herzig
hártoppar
eru:
Eðlilegir, léttir og
þægilegir.
Auðveldir
í hirðingu og
notkun.
®
• Leitið upplýsinga
ogfáiðgóð
ráð án skuldbindinga.
• Fyrstaflokks
framleiðsla,
sem hœfir vel
tslendingum.
|HÁRSNYRTISTOFAN
«, itit
Y
Laugavegi24, II. hæö
Sími 17144.