Dagblaðið - 07.03.1980, Page 10

Dagblaðið - 07.03.1980, Page 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1980. WMBIMW fijálst, áháð dagblað litgafandi: Dagblaðlfl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Riutjóri: Jónas Kristjánsson. RitstjórnarfuNtrúi: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Vaidimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. iþróttir: Hallur Sfmonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aöstoðarfróttastjóri: JÖnas Haraldsson. Handrit: Asgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Asgeir TómassoftTBrag^ Sigurösson, Dóra Stafánsdóttir, EHn Atoertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur; Geirsson, Siguröur Sverrisson. I Ljósmyndir: Ami Páll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Pormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorlerfsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúia 12. Afgreiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalslmi blaösins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagblaöið hf., SMumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun Arvakur hf., SkeHunni 10. Askriftarverð á mánuöi kr. 4500. Verö í lausasölu kr. 230 eintakið. Þeir tala og við hlustum Vandi Ingvars Gíslasonar mennta- málaráðherra í norræna sjónvarps- þættinum á þr.ðjudaginn endurspeglar vanda íslendinga almennt í norrænni samvinnu og á ekkert skylt við meinta ást íslendinga á engilsaxnesku máli og menningu. Ingvar sagði fátt í þættinum og sagði það hægt. Hann lagði lítið til málanna annað en að taka undir sjónarmið hinna. Hann varð utanveltu í umræðunum, beinlínis af því að hann varð að tala annað mál en móðurmálið. í norrænu samstarfi hafa Danir, Norðmenn og Svíar orðið. Þeir tala sitt móðurmál og tala það hratt. Smám saman fer umræðan framhjá íslendingum og mörgum Finnum, sem ekki eru jafn flugfærir í skandinavisku og móðurmálinu. Við slíkar aðstæður hefur komið fyrir, að íslendingar og Finnar hafi óskað eftir, að enska yrði notuð í stað skandinavisku. Með þessu eru þeir aðeins að biðja um að geta tekið þátt í norrænum umræðum á jafnréttisgrundvelli. Þegar enska er notuð i norrænum umræðum, verða allir að tala hægt, líka Danir, Norðmenn og Svíar. Þannig kemur hraði umræðunnar í þann farveg, að Finnar og íslendingar geta tekið þátt án minnimáttar- kenndar. Enska er nokkurn veginn hlutlaust mál á Norðurlöndunum. Þar með er ekki sagt, að hún sé hlutlaus í evrópsku eða víðtækara samhengi. Það er einmitt oft áberandi, hvernig enskumælandi menn ráða ferðinni í alþjóðlegum umræðum. Ef til vill þurfum við á að halda esperanto eða latínu, svo að umræðumenn úr öllum heimshornum hafi jafnrétti á við engilsaxa í alþjóðlegu ráðstefnulífi. En á Norðurlöndum út af fyrir sig getur enskan dugað. Þegar Danir, Norðmenn og Svíar heyra íslendinga halda slíkum skoðunum fram, telja sér gjarnan trú um, að við séum að sogast hættulega mikið burt frá norrænni menningu inn í engilsaxneska menningu. í umræddum sjónvarpsþætti var greinilegt, að bæði norski og sænski ráðherrann voru úti að aka á þessu sviði. Sá sænski kvartaði um, að hér vildi fólkið á götunni fremur tala við sig ensku en skandinavisku. Gaman hefði verið, ef Ingvar hefði sagt honum, að fólkið á götunni í Stokkhólmi vildi heldur tala við sig á ensku en íslenzku! Frændur vorir mega nefnilega gæta sin ofurlítið á hinum svonefnda stórskandinavisma. Norski ráðherrann virtist dauðhræddur um, að íslenzk menning væri að líða undir lok og nefndi það sérstaklega, að íslendingar væru farnir að tala ensku! Svona er nú þekkingin á íslandi hjá nágrönnum okkar. íslenzk dægurlög í útvarpinu eru þó í minna mæli með enskum textum en hliðstæð lög nágranna okkar á Norðurlöndum. Við köllum ,,teve” sjónvarp og ,,radio” útvarp. Daglegt mál okkar er minna enskuskotið en danska, norska og sænska. Þegar sænski ráðherrann í sjónvarpinu talar um, að stjórnmálamenn verði að hafa „courage”, talar Ingvar Gíslason um, að þeir verði að hafa hugrekki. Jafnvel árið 1980 varðveitum við okkar mál betur en þeir sitt. Það setur íslendinga að óþörfu upp á móti norrænu samstarfi, að ráðamenn menningarmála í nágranna- löndunum skuli vera jafn fullir af fordómum í garð íslendinga og sjónvarpsþátturinn bar vitni um. Þessir fordómar eru sumpart afleiðing af einhliða ráðstefnum, þar sem þeir tala og við hlustum. ...... Fiskveiðiævintýri áratugarins: Smárækjuveiéar f Suður-íshafi — hugmyndir Norðmanna að fara með móðurskip með bræðslu og tfu stór veiðiskip eftir þrjú til fjögur ár Um miðjan níunda áratuginn munu hefjast mikilfenglegustu fiskveiðar okkar tíma. Þar er átt við svif- og smárækjuveiðar (á norsku krill) í Suður-ishafinu. Samkvæmt rannsóknum má gera ráð fyrir að hver togari muni geta veitt um það bil 150 tonn af smárækju á sólar- hring. Samkvæmt rannsóknum sovézkra og vestur-þýzkra skipa hefur veiðin leikið frá 139 tonnum og allt upp i 292 tonn. Ekki er full- kunnugt um hvers konar skip er hér um að ræða en einnig má vísa til niðurstaðna af athugunum Pólverja sem fullyrða að vænta megi 150 tonna meðalafla á dag við veiðar á smárækjunni. Norðmenn ætla sér að taka fullan þátt i' þessu væntanlega veiðiævintýri og telja sig að þrennu leyti vel til þess búna og jafnvel betur en flestir aðrir. Kemur þetta fram i norska blaðinu Fiskaren hinn 29. febrúar síðastliðinn. í fyrsta lagi mundu Norðmenn byggja á fyrri reynslu af hvalveiðum i Suðurhöfum, í öðru lagi hafa norskir fiskimenn lært hina réttu veiðitækni við flotvörpuveiðar sinar á kol- munna. Og t þriðja lagi eiga Norðmenn heppilegustu veiðiskipin sem þekkjast til smárækjuveiðanna. Er þá átt við skip sem jafnt geta stundað veiðar með botnvörpu, flot- vörpu og hringnót. Norðmenn hafa látið kanna hvort nokkrir tæknilegir og fjárhagslegir vankantar séu á þvi að hefja innan tíðar veiðar á smárækjunni i Suður- íshafinu. Hafa þeir bæði gert eigin rannsóknir og einnig byggt á rannsóknum annarra þjóða eins og Sovétmanna, Vestur-Þjóðverja og Pólverja. Engin þeirra vandamála, sem upp hafa komið við könnunina eru sögð vera svo stór að ekki megi finna á þeim lausn innan nokkurra ára. Könnunin var gerð við Norska tækniháskólann og var í meginat- riðum framkvæmd á árunum 1978og 1979. Var þar einn nemendanna að verki. Byggði hann meðal annars á niðurstöðum tveggja vestur-þýzkra rannsóknarskipa sem farið höfðu suðurá bóginn. Samkvæmt þeirri niðurstöðu sem komizt er að í norsku könnuninni þá mundi smárækjan og svifin verða nýtt í fiskimjöl, I það minnsta í fyrstu. Talið er að Norðmenn gætu dregið mikla lærdóma af skipulagi hvalveiðileiðangranna áður fyrr til Suðurhafa. Norskur leiðangur suður á bóginn til að veiða smárækju og svif mundi samanstanda af einu móðurskipi og um það bil tíu veiðiskipum. Móður- skipið mætti gjarnan vera endur- byggt flutningaskip á milli tuttugu og þrjátíu þúsund tonn. Þar um borð T ollalögin taka ,hundabörn’ fram yfir mannabörn V Fyrir stuttu komu til mín nokkrar ungar vinkonur, sem áttu það sam- eiginlegt að þær eiga allar ung börn. Allar voru mjög sárar vegna hins háa verðs á barnamjólkurdufti og verðs á öðrum tegundum barnamatar.' Útgjöld þeirra voru um 2000—3000 krónur á viku fyrir mjólkurduft fyrir börn á öðrum mánuði. Ákvað ég þvi aðkynnamérmálin. Lengur á brjósti sem deyr undir 1 árs aldri og fjölda lif- andi fæddra barna á einu almanaksári. 1871—75, eða fyrir öld, dóu 21,9% allra barna. Nú, 1976 dóu aðeins 0,77 , þ.e.a.s. minna en eitt barn af 100 lifandi fæddum börnum. Er staða Islands þá bezt samanborið við hin Norðurlöndin o.fl. Sýnir það greinilega, að meðferð barna er mjög góð og einnig barnafæði. Allir barnalæknar eru sammála um að móðurmjólkin er bezt handa ung- bömum. Þvi miður geta mæðurnar ekki haft börnin á brjósti eins lengi og bezt væri. Hve lengi bömin eru á brjósti er mismunandi. Skv. upplýsing- um frá Halldóri Hansen, yfirlækni i Barnadeild Heilsuverndarstöðvarinn- ar, reyna íslenzkar mæður að hafa börnin á brjósti lengur en áður, en þetta þýðir í einn eða tvo mánuði. þó nokkrar lengur. Þá er það nauðsynlegt aðfinna aðra mjólk. Skv. upplýsingum frá Halldóri Han- Heilsa íslenzkra ungbarna er mjög góð. 1 Fréttabréfi um heilbrigðismál í júní 1979 var sýnt línurit og tafla um ungbarnadauða. Hugtakið „ungbarna- dauði" er samanburður á fjölda barna. ,Lúxustollur er lagöur á barnamjókur- duftiö.”

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.