Dagblaðið - 10.03.1980, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 10.03.1980, Blaðsíða 32
32 Flug- áhugamenn athugið: Bóklegt námskeið til einkaflugprófs hefst um miðjan marz nk. Upplýsingar og innritun í síma 28122. Hafnarfjörður - Norðurbær Óska eftir að kaupa 3 til 4 herb. íbúö í Hafnarfiröi, helzt Noröurb*. ,Góð útborgun fyrir rétta eign. Tekið er á móti upplýsingum á auglýsinga- þjónustu DB, simi 27022 á daginn. Eftir kl. 19.00 i sima 76863. H—49. ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir til- boðum í að reisa 4 3.3 rúmmetra miðlunargeyma úr stáli. Reisa skal 2 geyma á þessu ári og 2 á árinu 1981. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36 Ytri-Njarðvík, og Verkfræðistofunni Fjarhitun hf., Álftamýri 9 Reykjavík, gegn 50 þúsund króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja þriðjudaginn 1. apríl 1980 kl. 14. SIÓNVARPSBÚDIN DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. MARZ 1980. Leiklist Af æfingu á Landkröbbum SEM KEWJj" OKKURM® Verk: Landkrabbar. Höfundur: Hiimar Hauksson. Flytjandi: Leikfélagið Grímnir, Stykkishólmi. Leikstjóri: Þórunn Pálsdóttir. Þeirrar viðleitni áhugafélaga, að vilja fást við meira krefjandi verkefni en létta farsa og gamanleiki, hefur gætt i æ rikari mæli undangengin ár. Hver orsök þessarar þróunar er mun erfitt að segja til um en þó má ætla að til dæmis vaxandi gróska í innlendri leikritasmíð valdi þar töluverðu, sem og aukið námskeiðahald Bandalags leikfélaga. Þó væri það til lítils ef áhugafélögin hefðu ekki á að skipa fólki sem hefur listrænan ntetnað og löngun til að reyna sífellt eitthvað nýtt — eða nteð öðrunt orðum sagt: vill reyna á sjálft sig og áhorfendur sina. En i þvi er vissulega fólgin ákveðin áhætta. Ef hvergihel'ur reynt á aðsókn verks hjá atvinnuleik- húsunum eða annars staðar getur ætíð brugðið til beggja vona. Opinberir styrkir nægja engan veginn fyrir uppsetningarkostnaði og því verður að treysta á velvilja áhorf- enda. Samúð, en ósammála Leikfélagið Grímnir í Stykkishólmi frumsýndi á sunnudaginn fyrir viku nýtt íslenskt leikrit, Landkrabba, eftir Hilmar Hauksson og er þetta hans fyrsta verk i fullri lengd. Hilmar hefur töluvert að segja okkur með leikriti sínu. Það gerist að stærstum hluta í frystihúsinu í Bakkavík og fjallar um kjör verka- fólksins sem þar vinnur. Hilmari tekst ágæta vel að draga upp að mínu viti marktæka mynd af aðstæðum persóna sinna. Ýmis þekkt baráttu- mál verkafólks eru til umfjöllunar í verkinu, mál sem koma okkur öllum við: atvinnuöryggi, umráðaréttur yfir atvinnutækjum, öryggi á vinnustað. Hér væri vissulega freistandi fyrir höfund að gerast predikari og draga upp einlitar myndir. En Hilmar fellur ekki i slíkar gryfjur og er það án efa meginstyrkur verksins. Fyrir bragðið Söngvarnir í verkinu eru eigi all- fáir og hefur Hilmar einnig samið þá og lögin við þá. Söngvarnir konta víða i orðræðna stað og hnykkja skemmtilega á ýntsu því sem frarn kemur i verkinu. Lögin eru lipur og trúlega vel til vinsælda fallin. Þórunn Pálsdóttir hefursett Land- krabba á svið. Og ekki varð betur séð á frumsýningu verksins en að henni hefði farist það ágætlega úr hendi. Hópsenur eru margar og vandmeð- farnar en þær skiluðu sér ágæta vel og hvergi var að ftnna dauða punkta á sviðinu. Þórunni tókst að skapa trúverðuga frytihúsastemmningu og þau atriði sem gerast annars staðar voru einnig ágætlega af hendi leyst. Ég nefni einkum sem dæmi atriðið á bryggjunni sem var lipurt þó leik- svæðið væri þröngt og afmarkað. Atriðið, þar sem bankastjórinn birtist var að minu viti óþarft með öllu og úr stil við sýninguna í heild. Skiptingar voru helst til langdregnar en það má vera að sá stirðleiki eldist af sýningunni. Samstillt átak Á frumsýningunni, sem var þvi miður eina sýningin sem ég sá, gætti í upphafi töluverðrar spennu hjá leik- hópnum. En hópurinn var furðu fljótur að jafna sig og sýndi að hann hafði náð ágætum tökum á viðfangs- efninu og tókst að skila þeirri hugsun sem í verkinu býr með vel samstilltu átaki. Ég tel ekki rétt að nefna neinn öðrum fremur, það var greinilegt að hver og einn gerði sitt besta. Leikskrá var skemmtilega unnin og vel uppsett. Þó saknaði ég þess að finna hvergi upplýsingar um leik- félagið Grímni og fyrri uppsetningar þess. Einnig hefði e.t.v. mátt birta þar einhverja söngva úr verkinu og jafnvel annað efni því tengt. Ég þakka leikfélaginu Grimni fyrir skemmtilega kvöldstund og vona að sýningunni verði langra lífdaga auðið. Hún á það svo sannarlega skilið. Jakob S. Jónsson fáum við, sem á horfum, samúð með þvi fólki sem á sviðinu stendur — og það þó við séum því svo innilega ósammála í skoðunum. Næmt eyra f yrir talmáli Nú fer reyndar ekki hjá því að ýmislegt hefði mátt lagfæra í textanum. Að mínu mati er til dæmis unnið á ófullnægjandi hátt úr þeirri deilu og þeim vandamálum sem tilvist hins nýja verkstjóra að sunnan veldur. Nú er ég ekki að falast eftir örlögum einstaklinganna en ég held að verkið hefði orðið ívið efnismeira hefði niðurstaða deilunnar birst okkur á ótvíræðari hátt. Þarna er þó, að ég hygg, hægur vandi úr að bæta. Eins er um nokkra smærri hnökra og nefni ég þar einkum ívið tilgerðarlegt orðfæri á stöku stað sem var þó hverei til áberandi baga. Það verður að'segjast höfundi til hróss að hann hefur næmt eyra fyrir talmáli. r Sími 39244 Rúöuísetningar & réttingar Eigum fyrirliggjandi rúður i flestar tegundir bifreiða. H. OSKARSSOM DUGGUVOGI21.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.