Dagblaðið - 10.03.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 10.03.1980, Blaðsíða 17
I DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. MARZ 1980. 17 1 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Oruggur sigur hjá N jarðvík —lögðu KR að velli með 100-83 í „Ljónagryfjunni” ogstefna á íslandsmeistaratitilinn D KR-ingar voru engin hindrun fyrir Njarðvikinga á leið þeirra að íslands- meistaralitlinum, þegar liðin ittust við i Njarðvík í gærdag. Heimamenn sigruðu með 100 stigum gegn 83, sem er meiri munur heldur en flestir bjuggust við, þvi KR-ingar höfðu fengið nýjan Bandaríkjanna til liðs við sig, Keith Yow, 2,08 m að hæð. Hann kunni greinilega ekki við sig í fyrstunni. Skoraði ekki körfu fyrr en undir lok fyrri hálfleiks, en á eftir fylgdu aðrar 11 og varð hann stigahæstur KR-inga með samtals 24 stig. Njarðvíkingar eru sem sagt komnir með aðra höndina á meistarabikarinn, en það eru Valsmenn einnig, svo eftir er að sjá hvor verður sterkari þegar þau lið lenda saman eftir nokkra daga. Ted Bee átti afbragðsgóðan leik. Harður í vörn og djarfur í sókn og dugandi og skoraði einmitt þegar mest á reið fyrir liðið — en það gerði Guðsteinn Ingimarsson einnig. Hann er alhliða orðinn einn bezti körfuknatt- leiksmaður á íslandi í dag og var oft unun að sjá til hans i leiknum við KR- inga, útsjónarsemi og hittni af löngum færum, en samtals skoraði hann 32 stig. Gunnar Þorvarðarson gaf ekkert eftir að venju, sennilega aldrei betri en um þessar mundir og stigin urðu 19 hjá honum áður en yfir lauk. Jónas Jóhannsson fékk það hlutverk í leiknum að gæta Keith Yows og átti kannski stærstan þáttinn i hvað hann var lengi að komast á „bragðið” með að skora. Auk þess hirti Jónas mýmörg fráköst og skoraði 10 stig, flest af löngu færi, sem er nokkur nýbreytni hjá honum.Smári Traustason kom á óvart í lokin, þegar hann loks fékk að koma inn á, og Brynjar Sig- mundsson átti góða spretti. Garðar Jóhannesson barðist eins og Ijón í KR-liðinu og heimamönnum gekk illa að hemja hann. Jón Sigurðsson var eitthvað miður sín enda vel gætt. Ágúst Lindal sýndi oft góð tilþrif, var hittinn en sennilega of lítið hafður inn á. Geir Þorsteinsson velgdi sinum gömlu félögum undir uggum, Blaklandsliðkvenna: Oruggir sigrar gegn Færeyjum íslenzku kvennalandsliðin í blaki lögðu loks af stað til Færeyja kl. 10 á föstudagsmorgun eftir að verkfall færeyskra brunavarða hafði tafið för þeirra um sólarhring. Hófst þar með fyrsta utanlandsferð kvennalandsliðs í blaki en fyrstu kvennalandsleikirnir voru leiknir i fyrra við Færeyinga hér á landi. í ferðinni um helgina voru lciknir 4 leikir, 2 A-landsiiðsleikir og 2 B-landsliðsleikir. Á föstudeginum var leikið í Þórshöfn og léku B-liðin fyrri leikinn sem hófst kl. 18. Stúlkurnar komu þreyttar eftir strangt ferðalag beint í leikinn en íslenzka B-landsliðið vann engu að siður 3—1, 15—2, 15—10, 14—16 og 15—10. Leikurinn var 87 mínútna langur og frekar daufur, tækni fær- eysku stúlknanna var léleg og litið dæmt á þær. Þvi næst léku A-liðin og var þar um einstefnu að ræða. íslenzka liðið fékk Iitla mótstöðu og vann 3—0, 15—3, 15—5 og 15—6. Seinni leikirnir fóru fram í Klakksvík á laugardeginum, B-landsliðsstúlkurn- ar islenzku höfðu nú fengið smáhvíld og hreinlega möluðu þær færeysku á aðeins 44 mínútum, 15—6, 15—4 og 15—6. Var nú miklu meiri munur á liðunum en i fyrri leiknum. Hjá A-liðunum virtist það sama ætla að verða upp á teningnum, íslenzka liðið byrjaði á því að vinna fyrstu hrin- una 15—4 og þá aðra 15—6 og allt tefndi i enn eitt burstið en þá fannst þeim færeysku nóg komið og hófu þriðju hrinuna af miklum krafti. Þær leiddu leikinn lengst framan af og höfðu yfir upp i 12—11 en þá sneru þær islenzku blaðinu við og mörðu sigur 15—12. Siðasta hrinan var mikil baráttuhrina og rnjög skemmtileg að sögn Halldórs Jónssonar sem fór út með stelpunum sem liðsstjóri og þjálf- ari. Eftir þessa landsleiki er Ijóst að is- lenzka kvennalandsliðið er nánast á öðru plani en það færeyska, það hlýtur þvi að verða stefnan að leita á önnur mið en þau færeysku þegar næstu verk- efni verða valin, eigi islenzku stelp- urnar á annað borð að fá einhverja keppni i framtíðinni. Raunar er sömu sögu að segja af karlalandsliðinu, getu- munur íslands og Færeyja virðist vera aðaukast. -kmu Fermingarskór Litur: Vínrautt leöur skinnfóðraðir Stœrðir: 381/2 — 41 Kr. 25.400.- Litur: Tan- og rauðbrúnt leður Stœrðir: 40 — 45 Kr. 21.900.- Pástsendum Skóbúðin Suðurveri Stigehlíð 45-47. Sími 83225. ■ rr-iw------o" j .......... harður í vöm og skoraði 12 stig eins og Jón en Ágúst einu færra. Vafalitið Danir töpuðu yfirleitt í úrslitum Opna danska meistaramótinu í badminton lauk nú um helgina og máttu Danir iðulega bíta i það súra epli að tapa úrslitaleikjunum. í einliðaleik karla sigraði Prakash frá Indlandi Morten Frost frá Danmörku 15—7 og 18—13. 1 einliðaleik kvenna sigraði Yonekura frá Japan Ivana frá Indónesíu 11 —8 og 12—11. Í tviliðaleik karla sigruðu þeir Fleming Delfs og Steen Skovgaard þá Chandra og Hadinata frá Indónesíu 10—15, 15—10 og 15—10. í tvíliðaleik kvenna unnu þær Nora Perry og Gillian Gilks Englandi þær Yonekura og Tokuda frá Japan 18—15, 9—15, 15—9. Loks i tvenndarleik sigruðu þau Tredgelt og Perry Englandi þau Skovgaard og Köppen frá Danmörku 15—11 og 15—8. á Yow eftir að falla betur in í KR-liðið .— það verður ef til vill of seint — þar sem keppnistímabilinu er að Ijúka — en eftir er að útkljá deilumálið um bikar- leikinn við ÍS. KR á þvi ef til vill tækifæri þar. Njarðvikingar voru ávallt yfir, nema i fyrri hálfleik að KR-ingum tókst að ná frumkvæðinu 17—14 og 21 —18 en siðan ekki söguna meir. Þegar á leið þvarr þeim máttur, úthaldið ekki í lagi? — og Njarðvikingar sigruðu örugglega á góðum endaspretti, ef nota má það (orð um körfuknattleik. Rodnina ekki með Irina Rodnina frá Sovétríkjunum dró sig til baka í heimsmeistara- keppninni í listhlaupi á skautum vegna meiðsla um helgina. Rodnina og maður ihennar Saitsev voru talin langsigur- stranglegust fyrir keppnina, sem fram fer í Dortmund í þessari viku.Hörðuslu 'keppinautar sovézka parsins, Tai jBabilonia og Randy Gardner frá USA, hafa einnig dregið sig til baka vegna .meiðsla Gardner. Dómarar voru þeir Hörður Tuliníus og Guðbrandur Sigurðsson, rnjög góðir. ValuroglS leikaíkvöld í kvöld kl. 20 eigast við í íþróttahúsi ÍHagaskólans Valur og ÍS i úr- [valsdeildinni. Leikurinn ætti að geta orðið skemmtilegur, þar sem ÍS hefur verið að ná sér vel á strik að undan- jfórnu. Valsmenn hafa unnið alla þrjá ■ leiki liðanna i vetur mjög sannfærandi. Fyrst 95—82, þá 96—81 og loks 85— 72. Staðan í úrvalsdeildinni er nú þessi: ÍS-Fram 78—73 iNjarðvík-KR 100—83 jÍR—Fram 120—94 18 14 17 13 18 10 18 10 18 19 4 1529—1419 28 4 1521—1414 26 8 1474—1421 20 8 1622—1622 20 13 1534—1599 10 17 1479—1676 4 SKOT® 1 sjö daga, frá og meö morgundeginum 11. marz til og meö þriöjudeginum 18. marz, bjóöum viö í Sýningahöllinni aldeitís makalaus kjör, aöeins 100 þús. út og 80 þús. á mánuöi í hvaöa rúmsett sem er. Við bjóðum yður að veija úr 54 mismunandi tegundum af hjónarúmum. Komdu í Sýningahöllina Bíldshöfða 20 - Sv81410 - 81199 Sýningahöllin - Ártúnshöfða

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.