Dagblaðið - 17.03.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. MARZ 1980.
I
Iþróttir
Iþróttir
15
Iþróttir
Iþróttir
i
„Dortmundliðið virðist
mjög áhugavert”
—segir Atli Eðvaldsson. Þjóðverji staddur
hérmeðtilboðtil Atla
,,Þelta er vissulega allt mjög áhuga-
vert — og ég er mun betur undir það
búinn að fara nú út i atvinnumennsku í
knattspyrnu en áður. Hins vegar eru
þessi mál öll i mótun enn — og ég ein-
heiti mér að því að Ijúka námi mínu í
iþróttaskólanum að Laugarvatni.
I.okaprófin verða i júni, lokið um
miðjan þann mánuð," sagði landsliðs-
maðurinn kunni i knattspyrnunni, Alli
Kðvaldsson, Val, þegar Dagblaðið
ræddi við hann í gær.
Á föstudaginn kom þýzkur maður,
Reinke að nafni, hingað til lands með
ákveðin tilboð til Atia. Hann er einkum
með gott tilboð frá Borussia
Dortmund, sem er í sjöunda sæti i
Bundeslígunni í Vestur-Þýzkalandi —■
sjöunda sæti af 18 liðum, og hefur
mjög efnilegu liði á að skipa. Reinke
ræddi við Atla á laugardag og i gær og
þegar DB ræddi við hann sagði Þjóð-
verjinn:
„Atli Eðvaldsson er mjög góður
knattspyrnumaður og ég hef trú á því|
að hann geti náð miklum árangri i
Vestur-Þýzkalandi, þó keppni sé þar
harðari en viðast annars staðar i heim-
inum. Ég er ánægður með hvernig við-
ræður okkar hafa gengið — en á þessu
stigi málsins vil ég ekki tjá mig frekar
um það.”
Atli Eðvaldsson er 23ja ára að aldri
— bróðir Jóhannesar Eðvaldssonar,
Celtic, sem um langt árabil hefur verið
atvinnumaður í knattspyrnu og jafn-
framt fyrirliði islenzka landsliðsins i
knattspyrnu. Siðasta sumar var Atli
einn af sterkustu landsliðsmönnum
iíslands og hefur verið fastamaður i
islcnzka landsliðinu siðan 1976. Þá
vakti hann mikla athygli þýzkra sl.
haust, þegar Valur lék við Hamburger
SV i Evrópukeppni meistaraliða.
Skoraði mark Vals i Hamborg, þegar
Valur tapaði aðeins 2—1.
„Dortmund-liðið virðist áhugavert.
Þar eru margir ungir, efnilegir leik-
menn. Liðið hefur sárafáa landsliðs-
menn, tvo eða þrjá, og engan útlending
i sinum röðum. Það er lika atriði. Ég
þarf að athuga (vessi mál vel og mun
ekki flana að neinu — en það er alls
jekki útilokað að ég fari til Vestur-
Þýzkalands um miðjan júli," sagði Atli
Eðvaldsson i gær.
- hsím.
Viggo meistari á Spáni
— Barcelona sigraði örugglega í síðasta leik sínum í gær.
Spánverjar reiðir vegna Evrópukeppninnar
„Þeir voru búnir að lofa því fyrir
mig, félagar mínir í Barcelona-liðinu,
að sigra Marcol i Valeneia og tryggja
okkur spánska meistaratitilinn. Þafl
tókst þeim líka vel — sigruflu mefl tiu
marka mun eða 26—16 — og þeir ætla
allir afl koma hingafl til min í ibúflina
siflar í vikunni. Þá verflur mikill fögn-
uflur og myndir af meislurunum
teknar,” sagfli Viggó Sigurðsson,
landsliflsmaflurinn kunni i handknatt-
lciknum, þegar DB ræddi vifl hann um
mifljan dag í gær. Viggó var þá nýorfl-
inn spánskur meistari í handknattleik á
sínu fyrsta keppnisári á Spáni. Hann
var þó illa fjarri góflu gamni i Valencia.
Hlustafli á útvarpslýsingu á leiknum en
hann liggur nú í gulu eins og skýrt var
frá í DB á laugardag.
„Leikurinn við Marcol á sunnudag
var fyrst og fremst spurning um taugar
og þær voru í lagi hjá strákunum i
Barcelona-liðinu. Maður var þvi aldrei
neitt verulega taugaspenntur að hlusla
á útvarpslýsinguna. Barcelona náði
l'ljótt góðri forustu og greinilegt var að
hverju stefndi. Góður sigur og Barce-
lona er meistari. Hefur tveimur stigum
meir í lokin en Calpiza, sem sigraði
Atletico Madrid auðveldlega á fimmlu-
dagskvöld i Alecante 25—17.
Barcelona varð siðast meistari 1971
og hefur vist einu sinni orðið meistari
áður. Gifurlegur áhugi var á þessum
lokalcik hér i Barcelona. Átta stórar
rútur fóru kl. fintm i morgun til
Valencia — troðfullar af fólki — og
einkabilar skiptu tugum ef ekki
hundruðum. Heim verður aftur komið
undir miðnætti. Menn leggja mikið á
sig fyrir íþróttirnar,” sagði Viggó.
Hann var annar markhæsti leik-
maður Barcelona í meistarakeppninni
en með hæsta meðalhlutfallið. Skoraði
98 mörk í 18 leikjum. Castellvi skoraði
Viggó Sigurðsson.
I
flest mörkin, eða 104 í öllum 22 leikj-
unum. Þriðji maður var með 81 mark.
Hverniger heilsan?
„Ég er mjög að braggast. Það var
hjá mér læknir i gær og hann var mjög
ánægður með þróun mála. Þó sagði
hann að ég mætti ekki stunda iþróttir
næstu tvo mánuðina. Bikarkeppnin er
nú að hefjast á Spáni — úrslitalcikur-
inn verður 27. apríl. Ég er nú þverari en
allt . . . og kannski verð ég með, þegar
líða tekur á keppnina. Ég fékk mikið
ihögg i leiknum við San Sebastian fyrir
hálfum mánuði og þegar ég fékk hita
hélt ég i fyrstu, að hann væri út frá þvi.
Það var slegin úr mér framtönn. En svo
kom i Ijós, að ég var kominn með gulu.
Það er mikið skrifað hér i blöðin um
Evrópukeppnina i handknattleik —
Spánverjar eru reiðir. Það er þó ekki
svo mjög i sambandi við leikinn við
Val, heldur eru þeir reiðir út í alþjóða-
'handknattleikssambandið, Þjóðverja
og Svia. IHF hefur ákveðið að fyrri
leikurinn í úrslitum Evrópukeppni
bikarhafa milli Calpiza og Gummers-
bach verði 30. marz í Alecante, eða
viku siðar en ákveðið var sl. haust.
Síðari leikurinn verður svo ekki i'yrr en
30. april i Dortmund. Þetta kemur Ale-
cante-liðinu illa. Engin breyting fæst
þó hjá IHF. Þjóðverjarnir virðast alveg
ráða þessu. Þá höguðu leikmenn
sænska liðsins Heim sér eins og villi-
menn eftir stórtapið fyrir Calpiza í Ale-
cante. Brutu allt og brömluðu á hótel-
|inu, sem þeir dvöldu á, og gerðu viðar
óskunda. Mikið um það skrifað i
ispænsku blöðin, meira að segja hér i
Barcelona, og málið kært. IHF er þó
!ekki til viðtals um framkomu Svi-
anna. Það er ekki sama hver í hlut á,”
sagði nýi spánski meistarinn, Viggó
Sigurðsson, að lokum — fyrsti íslend-
ingurinn, sem verður spánskur meistari
i íþróttum.
- hsim.
A sjöunda hundrað áhorfendur
þegar Þór sigraði Tý í Eyjum
Stórleikur i 2. deild handknatlleiks-
ins var háflur í Vestmannaeyjum á
föstudagskvöld, þegar F.yja-liflin Þór
og Týr mættust þar. Áhorfendur troð-
fylltu íþróttahúsið — á sjöunda
hundraflið og stemmning gifurieg. Þór
sigrafli 20—19 eftir að hafa hafl for-
uslu nær allan leikinn. í hálfieik var
staðan 14—7 — yfirburðir Þórs al-
gjörír i fyrri háífleik.
Týr skoraði fyrsta markið en siðan
ekki söguna meir en hins vegar skoruðu
og skoruðu Þórarar. Eftir 20 min. var
staðan orðin 12—4. Sigmar Þröstur,
markvörður Þórs, átti afburðaleik.
Lokaöi alveg markinu langtimum
saman, varði m.a. þrjú vitaköst í röð.
Áhorfendur voru vel með á nótunum
og hvöttu sina menn ákaft.
En Þórarar hafa sennilega talið leik-
inn unninn í hálfleik því fyrsta mark
þeirra i siðari hálfleik var ekki skorað
fyrr en á 16. minútu. Þá höfðu Týrarar
náö að minnka muninn niður i tvö
mörk, 14—12. í þessum hálfleik varði
Egill Steinþórsson, markvörður Týs,
mjög vel og sóknarleikur Þórs var
slakur. En það breyltist mjög til hins
betra, þegar Albert Ágústsson kom inn
á. Hann skoraði fjögur af siðustu
mörkum Þórs, þar af sigurmarkið
skömmu fyrir leikslok eftir að Týrarar
höfðu með miklu harðfylgi jafnað i
19—19. Sanngjarn sigur Þórs i höfn.
Liðið lék mjög skcmmtilcga i f.h. en
mikill höfuðverkur hlýtur það að vera
fyrir liðið að tapa niöur sjö marka for-
skoti.
Bezti maður vallarins var Sigmar
Þröstur, sem sýndi snilldarmarkvörzlu
oft á tíðum. Varði vel yfir 20 skot.
Gústaf Björnsson átti einnig mjög
góðan leik. Albert kom inn á réttu
augnabliki og gerði út um leikinn.
Aðrir leikmenn Þórs voru góðir i f.h.
Hjá Tý bar Egill markvörður af —
varði mjög vel, m.a. þrjú viti. Óskar,
Helgi og Sigurlás voru i aðalhlutverk-
um af útileikmönnum og áttu allir
góðan leik.
Mðrk Þórs skoruðu Karl 4,
Ásmundur 4, Albert 4, Böðvar 3, Her-
bert 2, Ragnar 2 og Gústaf I. Mörk
Týs: Sigurlás 6, Helgi 5/5, Óskar 3,
Þorvarður 2, Ingibjartur 1, Benedikt I
og Magnús I. Dómararnir, Jens
Einarsson og Guðmundur Magnússon,
dæmdu vel.
- FÓV
Reinke og Atli Eðvaldsson á Hótel Holti I hádeginu i gær. DB-mynd Bjarnleifur.
VÍKINGAHÓF
í Vlkingasal Hótels Loftleiða
í framhaldi af
víkingahófi, sem
haldið var við
frábœrar
undirtektir á
Islandsviku i
Lundúnum
verður hóf á
Hótel Loftleiðum
fimmtudags
kvöldið 20. mars
SIÐAMAÐUR:
Hilmar B. Jónsson, veitingastjón
STEIKARI:
Þómrinn Guðlaugsson, yfirmatreiðslumaður
HÓFÞULUR:
Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur
VÍKINGARÉTTIR:
Blandaður fiskréttur vikingsins
Kjötseyði fjallanna
Lambalæri steikarans
Eldfjallais
Matur framreiddur frá kl. 19.00
Borðpantanir i síma 22321 og 22322
Velkomin í Víkingasal
HOTEL
LOFTLEIÐIR