Dagblaðið - 17.03.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 17.03.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. MARZ 1980. 3 Opið bréf til ríkisskattstjóra Sex hundruð þúsund kr. mistök ekki leiðrétt Stefán Pétursson, Skólavörðustig 26 (8358—3932) skrifar: Hr. rikisskaltstjóri. Ég skrifaði [rér brél' þann 31. janúar sl. og bað þig vinsamlegast að leiðrétta viðbótarútgjöld sem á mig voru lögð síðast á árinu '79. Um þá viðbólarálagningu vissi ég ekkert fyrr en ég fékk seðil um fyrirframgreiðslu sendan heim þann 28. janúar sl. Við- bótin liljóðaði upp á 586.097 kr. og var hún færð sem viðbót við fyrir- framgreiðsluna 1.2. ’80. Með henni átti ég að greiða tæpa milljón þann dag. Síðustu greiðsluna á árinu 1979 greiddi ég þann 27.11 ’79. Hún var 263.328 krónur og sýndi þá greiðslu- kvittun stöðuna 0 sem rétt var. Þá var ég búinn að greiða 1.923.328 kr. á árinu ’79, eða það sem á mig var lagt. Mér brá því ónotalega við út- gjaldaaukninguna og dreif mig á skattstofuna að fávitneskju unthverju þetta sætti. Þar voru mér sýnd tvö bréf sem mér höfðu verið send en þar sem heimilisfangið var ekki rétt skráð á þau hafði ég auðvitað aldrei fengið bréfin. Þegar ég sá þau svo á skatlstofunni kom í Ijós að um ntis- skilning var að ræða af hálfu starfs- manna hennar. Þau gögn sem þurfti til leiðréttingar fékk ég samdægurs. En þá hljóp andskotinn í spilið. Enginn taldi sér fært að leiðrétta þennan misskilning þó allir þættust sjá að hann væri augljós. Kærufrestur var útrunninn og það var ekki þeim á skattstofunni að kenna þó ég væri haldinn einhverju flökkueðli og eirði ekki við sömu götuna nenia takmarkaðan tíma og pósturinn minn glataðist. Einu leiðina sögðu þeir vera að ég skrifaði ríkisskattstjóra bréf og léti fylgja með öll gögn, þá fengi ég þetta lagfært. Ég rölti inn á Skúla- götu 57 og bað um viðtal við ríkis- skattstjóra. Prúðbúinn ungur maður sat þar fyrir innan afgreiðsluborð og vildi fá að vita hvaða erindi ég ætti við þig, sjálfan rikisskattstjórann. Þú værir alls ekki til viðtals við.Pétur eða Pál. Ég spurði manninn hvort þetta væri ekki þinn vinnustaður og ef svo væri taldi ég ekkert geta mælt því í mót að ég fengi viðtal við þig. Ég ætti brýnt erindi. 6 hundruð þúsund peningur fyrir mig Ég sýndi unga manninum afrit af báðurn bréfunum sem ég fékk hjá skattstofunni, svo og sönnunar- gögnin, sem beðið var um svo leiðrétting fengist. Eftir að hafa litið á pappírana sagði maðurinn að það væru fordæmi fyrir því aðsvona mis- tök væru lagfærð og ætti ég að skrifa þér og senda þér alla pappírana nteð bréfinu. Það gerði ég 31. jan. sl. og keypti auk þess ábyrgð og hraðsendingu undir bréfið til þess að leiðrétting fengist sem fyrst. í dag er 10. ntarz og svar hef ég ekkert fengið. Raddir lesenda Hringid í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið Þessar 6 hundmð þúsund krónur eru því enn til innheimtu hjá Gjaid- heimtunni og hlaða á sig vöxtum og vaxtavöxtunt. Örugglega hefur þú góðar tekjur og sex hundruð þúsund eru tittlinga- skítur í þínum augum og ættu menn ekki að gera rövl út af þeim. En því er á annan veg farið með mig. Ég hef slappar miðlungstekjur og því er þessi upphæð stór fyrir mig og getur raunar skipt sköpum um það hvort ég get haldið því húsnæði sem ég hef fest kaup á. Með tilliti til þess að þú nenntir ekki að tala við mig, þegar ég bað um viðtal 30. jan. sl., og eins þess að þú hefur ekki nennt að svara bréfinu sem ég skrifaði þér 31. jan. þá er ég alveg hissa á því að þú skulir nenna að vera ríkisskattstjóri. En þú hefur kannski ekki nennu til að hætta. Ef svona framkoma i starfi er ekki leti þá get ég ekki annað meint en það heiti embættishroki eða mannfyrirlitning á hæsta stigi. Stefán segir í bréfi sínu að tckið hafi verið af sér 6 hundruð þúsund krónum of mikið i skatta. Allir viðurkenni mistökin en enginn vilji leiðrétta þau. .....— ....... Hljómburðurinn einmitt eins og þú óskar þé hann... FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 I mótsetningu við öll önnurstereo-heyrnar- tæki getur þú á KOSS Technican/VFR stjórnað hljómburðinum alveg eftir þínu höfði. ístaðinn fyrirað þú hlustirá uppáhalds tónverkin eins og aðrir heyra þau, nýtur þú þess að geta framkallað þann hljómburð sem er þér að skapi- aðeins með því að færa til VFR-stillinn. Tæknilegar upplýsingar: 50 mm aflhátalarar • Mótstaða : 230 ohm/1 kHz Tíðnisvið: 10-22000 Hz • Næmleiki: 95 V-rms/1 kHz • Bjögun: Minni en 0,4%/1 kHz/100 dB SPL • Hljóðstyrkur við 1% bjögun: 108 dB/1 khlz • 3 metra gormlaga aðtaug „Pneumalite” eyrnapúðar. • Tenging fyrir gálgahljóðnema • Þyngd: 483 g (u/aðtaug) Hvað ætlar þú að gera í páskafrfinu? Sólveig Krístinsdóttir „bara húsmóðir”: Ég ætla bara að vera heima og hafa það gott. Spurning dagsins Marteinn Lárusson nerni: Ég ætla að selja blöð í páskafríinu og vera heima. Ólöf Ásbjörnsdóttir sjúkraliðanemi: Ætli ég verði ekki að vinna í Stjörnubíói. Pétur Arason verzlunarmaður: Ég ætla nú bara að vera heima og hafa það gott i fríinu. Erla Baldursdóttir nemi: Ég á að fermast um páskana svo ég hef nóg að gera. Björk Ragnarsdóttir nemi: Ég ætla til Akureyrar áskíði um páskana.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.