Dagblaðið - 17.03.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17 MARZ 1980
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17 MARZ 1Q80
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
17
Iþróttir
Iþróttir
I
Nú sigraði
ólympíufarinn
Úrslil í Bikar- og punktamóli í skióagöngu
haldið var í Hveradölum 15. og 16. marz 1980.
Flokkur karla 20 ára og eldri, 15 km
1. Ingólfur Jónsson Reykjavík 50,41
2. Örn Jónsson Reykajvík 52,16
3. Halldór Matthíasson Reykjavik 52,58
4. Bragi Jónsson Reykjavík 56,29
5. Páll Guðbjörnsson Reykjavík 58,06
6. Guðjón Höskuldsson ísafirði, 64,00
min.
mín.
min.
mín.
min.
mín.
Flokkur pilta 17—19 ára, 10 km
1. F.inar Ólafsson ísafirði 35,16 mín.
2. Jón Björnsson ísafirði 35,37 mín.
3. Ingvar Ágústsson ísafirði 36,56 mín.
Flokkur piita 15—16 ára, 7,5 km
1. F.gill Rögnvaldsson Siglufirði 27,41 mín.
2. Birgir Gunnarsson Siglufirði 28,55 mín.
3. Gunnar Gottskálksson Siglufirði 29,46 min.
Flokkur pilta 13—14 ára, 5 km
1. Baldvin Valtýsson Siglufirði 21,59 mín.
2. Árni Stefánsson Siglufirði 22,37 mín.
3. Ottar Gunnlaugsson Siglufirði 24,41 min.
Flokkur kvenna 16 ára og eldri, 5 km
1. Anna Gunnlaugsdóttir ísafirði 23,23 mín.
2. Guðbjörg Haraldsdóttir Reykjavik 23,51 mín.
3. Auður Yngvadóttir ísafirði 25,15 mín.
Flokkur stúlkna 13—15 ára, 2,5 km
1. Rannveig Helgadóttir Reykajvik 17,18 min.
2. I.inda Helgadótlir Re.vkjavik 21,02 min.
3. Sigriður Frlendsdóttir Reykjavík 21,05 mín.
Ajax tapaði
— en hef ur samt f jögurra
stiga forskot
• Þá kom að því að Ajax tapaði leik í úrvalsdeild-
inni í Hollandi — tapaði í gær fyrir ROI)A í Ker-
krade með 2—I. F'eyenoord vann neðsla liðið NAC
Breda en hefur tapað sex stigum meir en Ajax.
Úrslit urðu annars þessi i gær:
PSV Eindhoven-Maastricht 2—0
AZ’67 Alkmaar-Vilesse Arnheint 2—1
PEC Zwolle-Sparta Rotterdam 0—1
NEC Nijmegen — Den Haag 1—0
Willem 2 Tilburg-Haarlem 2—2
Utrecht-Go Ahead Eagles 4—0
Feyenoord-NAC Breda 3—1
Roda-Ajax Amsterdam 2—1
Twente-Excelsior Rotterdam 2—1
Slaða efstu liða er nú þannig:
Ajax
Alkmaar
Feyenoord
RODA
Utrechl
26 19 4 3 64—26 42
26 16 6 4 58—26 38
25 13 8 4 47—25 34
26 13 5 8 40—32 31
26 II 8 7 40—29 30
Enn Stenmark-sigur
Ingemar Stenmark sigraði í síðustu keppni heims-
bikarsins i gær — svigi i Salbaeh í Austurriki. Þrátt
fyrir sigurinn hlaut hann ekki stig — og eftir keppn-
ina hlutu syslkinin Hanni og Andreas Wenzel, Licht-
enslein, sigurlaun sín sem sigurvegarar í keppni
kvenna og karla i heimsbikarnum.
Sigurinn í gær er hinn 25. hjá Stenmark í svigi í
heimsbikarnum. Hann keyrði á 1:33.58 mín. Steve
Mahre, USA, varð annar á 1:33.67 min. — var bezt-
ur eftir fyrri umferðina — og Peter Popangelov,
Búlgaríu, þriðji á 1:33.84 mín.
Pötzsch sigraði
Anett Pötzsch, Austur-Þýzkalandi, varð heims-
meistari í listhlaupum kvenna á skautum í Dort-
mund á laugardag. Hlaut 188.38 stig. Dagmar Lurz,
V-Þýzkalandi, varð önnur og I.inda Fratianne,
USA, fyrrum heimsmeislari, þriðja.
McDermott
vinsælastur
Terry McDermott, l.iverpool, var í gær kjörinn
..knattspyrnumaður ársins” af ensku atvinnumönn-
unum i knattspyrnu. Glen Hoddle, Totlenham, var
kjörinn „ungi leikmaðurársins".
Safnlánakerfi Verzlunarbankans
gerir ráð fyrir 100 þúsund kr.
hámarkssparnaði á mánuði. Þú ræður
Agúst Asgeirsson og Sigurjón Andrésson skipta við IR-húsið — en á litlu myndinni má sjá fimm af hlaupur unum, sem tóku þátt i Reykjavikurboðhlaupi IR og DB. Frá vinstrí Guðmundur Ragnars, Stefán og Steinar
Friðgeirssynir, Úlfar Aðalsteinsson og Sigurjón. DB-myndir Hörður.
Ætti að vera árlegur viðburður
Reykjavíkurboðhlaup IR og DB á laugardag tókst með miklum ágætum
Kg er i sjöunda himni — þetta tóksl
hctur en nokkur hafði reiknað með.
Hlaupið í heild og söfnunin og greini-
legt að þetta Reykjavíkurboðhlaup ÍR
og Dagblaðsins vakti verðskuldaða at-
hygli,” sagði Guðmundur Þórarinsson,
hinn kunni þjálfari ÍR, eftir Reykja-
víkurboðhlaupið i gær, þar sem hlaup-
arar úr ÍR hlupu 150 km vegalengd á
götum borgarinnar í tæpar tíu klukku-
stundir.
„Við vorum talsvert fljótari en búizt
var við. Lukum þessum 150 km á 9
klsl. 34 min. og 40sek. enda var gott að
hlaupa. Hálka engin og lítil snjókoma.
Ég vil þakka öllum, sem studdu við
bakið á okkur — en ég veit að enn fleiri
ætla að styrkja frjálsiþróttadeild ÍR.
Þá vil ég þakka Dagblaðinu fyrir veg-
legan stuðning þess — og þá aðstoð,
sem blaðið veitli,” sagði Guðmundur
ennfremur.
„ Reykjavíkurboðhlaupið hófst kl.
rúnrlega níu á sunnudagsmorgun við
ÍR-húsið á Túngötunni í fegursta veðri.
Hinn kunni hlaupari Sigfús Jónsson
hljóp fyrsta sprettinn, 10 km. Fyrstur
fór lögreglubíll til að byrja með — þá
tveir ÍR-bílar merktir ÍR og DB og
blaðamaður DB ók í humátt á eftir.
Umferðin litil og tafði ekki. Sigfús
hljóp niður Hofsvallagötu, austur
Hringbraut og Miklubraut og fór geyst.
Það kom undirrituðum merkilega á
óvart hvað hraðinn var mikill.
Hlauparar ÍR tóku svo við einn af
öðrum allan daginn. Hlaupið var upp i
Breiðholti, í Arbæ á Vesturlandsveg og
síðan vestur i bæ aftur — að ÍR-hús-
inu. 30 km hringur og voru fimm slíkir
hlaupnir. Þegar leið að hádegi fjölgaði
á götunum og greinilegt að fólk fylgdist
vel með hlaupurunum. Einkum i mið-
bænum, svo og i Breiðholtinu, en sem
kunnugt er hefur ÍR aðsetur nú í Breið-
holtinu.
Sá háttur var oftast á hafður, að
hlaupararnir hlupu milli ÍR-bilanna og
voru þannig varðir fyrir öðrum bilum á
götunum. Allt gekk eins og vel smurð
vél — og viðbrögð fólks þannig að
sjálfsagt virðist að gera þetta Reykja-
vikurboðhlaup að árlegum viðburði.
Hlaupið lífgaði upp á borgarlifið —
ekki siður en Reykjavikurboðhlaupið
hér á árunr áður, eða fyrir um 35
árum, sem féll svo niður illu heilli eins
og Tjarnarboðhlaupið skemmtilega.
En það er önnur saga og hafi ÍR-ingar
og hinn ötuli þjálfari þeirra þökk fyrir
skenrmtilega nýbreytni.
-hsim.
Víkings-stúlkurnar með pálmann í höndunum
— eftir sigur á stúdínum í 1. deildinni íblaki í gærkvöldi. Ótrúleg spenna í leiknum
í gærkvöldi fóru fram þrír leikir í
blakinu, í 1. deild karla sigraði ÍS lið
Víkings 3—2 og í 1. deild kvenna vann
Vikingur ÍS 3—2 og Þróttur vann UBK
3—1.
Leikur karlaliða ÍS og Víkings var 97
mínútna langur og frekar daufur, leik-
menn beggja liða gerðu mörg mistök en
þó sáust ágætiskaflar inn á milli. Stúd-
entar unnu fyrstu tvær hrinurnar 15—
13 og 15—12 og virtust telja sigurinn i
höfn við það en vöknuðu ekki aftur
fyrr en Víkingar höfðu jafnað leikinn
2—2 með 15—13 og 15—4 sigrum.
Stúdentar unnu síðan lokahrinuna
15—6.
Páll Ólafsson bar af í liði Víkinga,
Sigurður Guðmundsson sýndi og
ágætistakta en hjá ÍS bar mest á Ind-
riða Arnórssyni, einnig var Steingrimur
Sigfússon ógnvekjandi.
Á eftir daufum karlaleik léku
kvennalið Vikings og ÍS einn skemmti-
legasta leik sem undirritaður hefur séð
cnda nánast um úrslitaleik að ræða.
ÍS-stúlkurnar hófu leikinn af miklum
krafti á meðan Víkingsstúlkurnar
virtust nokkuð óstyrkar, áttu m.a.
margar misheppnaðar uppgjafir og svo
fór að ÍS vann fyrstu hrinuna 15—7. í
annarri hrinu sat við það sama, ÍS
komst i 14—5 en þá loks hristu Vík-
ingarnir af sér slenið og hófu að saxa á
forskot ÍS en það var of mikið og ÍS
vann 15—12.
En nú voru Vikingsstúlkurnar
komnar í stuð og möluðu ÍS i þriðju
hrinu 15—4 fyrst og fremst á góðum
uppgjöfum Jóhönnu Guðjónsdóttur og
Hermínu Gunnarsdóttur. Fjórða
hrinan var jöfn og spennandi og lauk
með sigri Vikings 15—12 og var nú
komið að úrslitahrinunni.
Úrslitahrinan stóð yfir í 28 minútur
og var án efa ein mesta baráttuhrinan i
blakinu í ár, ekkert var gefið eftir enda
titillinn i húfi. Víkingur komst í 12—6
en ÍSjafnaði, síðan var staðan 13—13,
14—14 og Hagaskólinn nötraði. Þvílík
var spennan og áhorfendur fyrir löngu
staðnir upp úr sætum sínum, sumir
þeirra æstustu voru m.a.s. komnir
niður i sjálfan salinn og þurfti dóm-
arinn að visa þeim aftur upp i áhorf-
endastúkuna, enda komnir fullnálægt
leikmönnum. En eftir mikinn barning
mörðu Víkingsstúlkurnar sigur 16—
14 og eiga nú stutt i Islandsmeistaratit-
ilinn.
I liði Vikings átti hin 17 ára gamla
Ásdis Jónsdóttir stórleik, ÍS-stúlkurnar
réðu ekkert við fallega skelli hennar
sem rötuðu oftast beint í gólfið. Ingi-
björg Helgadóttir var einnig drjúg við
að skora og snerpa þeirra Kristjönu
Skúladóttur og Jóhönnu Guðjóns-
dóttur í vörninni vakti athygli. Víkings-
liðið nýtur þess einnig mjög að hafa
góða uppspilara en án þeirra fá smass-
ararnir varla notið sin.
Anna Guðný Eiriksdóttir var bezt i
liði Stúdenta, hún hefur síðustu árin
verið talin bezti sóknarleikmaðurinn i
islenzka kvennablakinu en hefur nú
fengið harða samkeppni um þann litil
frá Ásdisi Jónsdóttur. Einnig voru þær
Málfríður Pálsdóttir og Þóra Andrés-
dóttir góðar og sendu ófáa bolta í gólf
Víkinga.
Síðasti leikur kvöldsins var á milli
Þróttar og UBK í I. deild kvenna en
þeim leik lauk ekki fyrr en hálftími var
liðinn af næsta degi eða um kl. 0.30 um
nóttina en leikirnir á undan voru báðir
ntjög langir. Þróltur vann leikinn 3—1,
15—13, 10—15, 15—1 og 15—13.
- kmu
Jafntef li f meistaraslag!
—FH og Valur gerðu jafntefli 26-26 í 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi
Gömlu keppinautamir, FH og
Valur, léku í I. deildinni í handknatl-
leik í Hafnarfirði i gær. Jafntefli varð
26—26 eftir mikinn darraðardans, þar
sem lengi vel leit út fyrir sigur FH, en
Stefán fyrirliði Gunnarsson jafnaði
fyrír Val á lokasekúndu leiksins. Það
voru að mörgu leyti sanngjörn úrslit en
bæði lið hafa oft sýnt betri leik i vetur
en sást á fjölum íþróttahússins i Hafn-
arfirði i gærkvöldi.
Varnarleikurinn var alveg i molum
allan fyrri hálfleikinn — þá skoruð 33
mörk — og markvarzlan eftir þvi. Þó
stóð ungur piltur, Haraldur Ragnars-
son, sig vel í marki FH lokakafla hálf-
leiksins. Mörkin hlóðust upp lengstum
enda þurfti lítið annað en að hitta
markið. Markvarzlan hjá Val í heild i
þessum leik er einhver sú slakasta, sem
undirritaður man eftir hjá liðinu. Óli
Ben. og Brynjar Kvaran náðu sér aldrei
á strik. Handknattleikslega séð var
leikurinn slakur, þó góð sóknartilþrif
sæjust, og eins og leikmenn liðanna
vildu ekki sýna sitt bezta. Það gera þeir
hins vegar örugglega annað kvöld,
þriðjudag, þegar liðin leika i Laugar-
dalshöll í átta-liða úrslitum bikar-
keppni-HSÍ.
í fyrstu í gær virtist sem Valsmenn
myndu yfirkeyra mótherja sina. Náðu
fljótt góðri forustu — fjögurra marka
mun um miðjan hálfleikinn, 9—5 — og
Þorbirnirnir Guðmundsson og Jensson
voru þá FH-ingum erfiðir. Skoruðu sjö
af þessum niu mörkum. Fyrsta skotið
á mark FH var varið á 17. mín. — en
hinum megin hafði Óli Ben varið tvö
skot og var tekinn út af á 21. mín. Það
var skorað og skorað og FH rétti sinn
hlut að mestu.Þar munaði heldur betur
um að Haraldur varði sex skot loka-
kafla hálfleiksins. Staðan í hálfleik
17—16 fyrir Val.
Valur byrjaði með sína sterkustu
leikmenn i s.h. en hvorki gekk eða rak.
Liðið, sem hafði skorað níu mörk á
fyrstu 13 min. fyrri hálfleiks, skoraði
Staðan
fl.deild
Kftir leik FH og Vals í 1. deild karla
á íslandsmótinu i handknattleik hafa
öll liðin leikið 12 af 14 leikjum i keppn-
inni. Staðan:
Víkingur 12 12 0 0 278—219 24
FH 12 7 3 2 273—253 17
Valur
KR
ÍR
Fram
Haukar
HK
269-
256-
247-
239-
242-
199-
Markahæstu leikmenn:
Kristján Arason, FH,
Bjarni Bessason, ÍR,
Sigurður Gunnarsson, Vík.
Ragnar Ólafsson, HK,
Þorbj. Guðmundsson, Val,
Páll Björgvinsson, Vik.
242 13
251 II
264 9
254 8
268 8
244 6
73/39
66
60/22
57/27
56/18
55/21
FH-Valur 26-26 (16-17)
blandsmótið i 1. deild karte i handknattteik, FH - Vaiur 26-26 (16-17) i íþróttahúsinu i
Hafnarfirði 16. fabvúar.
Baztu teikmonn: Sœmundur Stafánsson, FH, 8, Gair Hallsteinsson, FH, 7, Stafán HaNdóra-
son, Val, 7, Bry njar Haröarson, Val, 7, Haraldur Ragnarsson, FH, 7.
FH: Sverrir Kristinsson, Haraidur Ragnarsson, Gair HaUstainsson, Kristján Arason, Ami
Ámason, Valgarður Valgarösson, Hans Guðmundsson, Guðmundur Magnússon, Samundur
Stefánsson, Guðmundur Ámi Stefónsson, Pétur Ingótfsson, Magnús Tahsson.
Vakir Brynjar Kvaran, Ólafur Banadiktsson, Stefán Gunnarsson, Staindór Gunnarsson,
Gunnar Lúðviksson, Porbjöm Guðmundsson, Bjöm Bjömsson, Stafán HaHdórsson, Brynjar
Harðarson, Þorbjöm Jensson, Bjami Guðmundsson, Jón H. Karisson.
Dómarar Ámi Tómasson og ólafur Steingrímsson.
FH fákk sax vítaköst — Valur tvö. Einum iaikmanni var vikiö af velli, Sœmundi Stefánssyni.
F0RTUNA K0LN
TAPAÐIAFTUR
Ásdís Alfreðsdóltir á fullri ferð í Blá-
fjöllum í gær. Hún sigraði bæði i svigi
og stórsvigi á punktamótinu.
DB-mynd Þorri.
Fortuna Köln, liðið, sem Janus Guð-
laugsson leikur i i 2. deild i V-Þýzka-
landi, tapaði á laugardag fyrir Armenia
Hannover 2—1 i Hannover. Janus lék
ekki með vegna meiðslanna, sem hann
hlaut um fyrir helgi — taug í fæti
reyndist sködduð. Hann byrjaði þó að
æfa aftur á fimmtudag og vildi leika en
stjórinn Löring hætti ekki á það. Janus
er nú orðinn góður.
Bundeslígu-draumur leikmanna
Fortuna Köln hefur minnkað að
undanfömu eftir tvo tapleiki í röð. Þó
er ekki öll nótt úti enn því Hannover 96
og RW Essen töpuðu bæði á laugar-
dag. Það eru liðin, sem Fortuna Köln
keppir við um annað sætið í deildinni.
Bielefeld hefur þegar svo golt sem
tryggt sér sigur og Bundeslígusæti
næsta keppnistímabil.
eitt mark á fyrstu 13 min. þess síðari
og það með sínum beztu mönnum.
Furðulegt. FH-ingar gengu á lagið —
skoruðu á sama tima sex mörk. Breyttu
stöðunni úr 16—17 fyrir Val i 22—18.
Fjögurra marka munur FH í vil. En þá
var liðsskipan Vals breytt og ungu
strákarnir fóru að sýna klærnar.
Brynjar, þrjú, og Stefán Halldórsson
skoruðu næstu fjögur mörk Vals en
Sæmundur, áberandi bezti maður í
leiknum, bæði í sókn og vörn, læddi
einu inn á milli fyrir FH. 23—22 á 18.
mín. Sæmundur skoraði aftur fyrir FH
en Brynjar og Stefán H. jöfnuðu í 24—
24. FH náði aftur tveggja marka for-
skoti, 26—24, og tvær mín. til leiks-
loka. Þær nægðu Val til að jafna. Fyrst
skoraði Stefán Halldórsson en FH hélt
svo knettinum þar til átta sekúndur
voru eftir. Þá reyndi Kristján Arason
skot, vörn Vals hálfvarði, Brynjar
Kvaran náði knettinum. Skyndisókn
Vals og sekúndu fyrir leikslok stóð
Stefán Gunnarsson frír á línu FH.
Mark — og jafntefli 26—26.
Ungu strákarnir hjá Val komust
betur frá þessum leik en oftast áður í
vetur — og Geir Hallsteinsson var
snjall hjá FH. Óvenju-marksækinn í
leiknum, miðað við fyrri leiki í vetur
enda tóku Valsmenn hann úr umferð
undir lokin. Þá vakti Haraldur mark-
vörður FH verulega athygli. Varð 13
skot i leiknum og það var mun meir en
hinir þrír markverðimir í leiknum
gerðu.
Mörk FH skoruðu Sæmundur 7,
Kristján 6/5, Geir 5, Pétur 2, Guð-
mundur 2, Magnús Teitsson 2, Árni I
og Guðmundur Árni 1. Mörk Vals:
Stefán H. 6, Brynjar 5/2, Þorbjörn G.
4, Þorbjörn J. 4, Stefán G. 2, Bjarni 2,
Björn 1, Jón H. I og Gunnar 1.
- hsím.
Valur Islandsmeistari í
innanhússknattspymu
Valsmenn urðu Islandsmeistarar í
knattspyrnu innanhúss í gærkvöld er
þeir sigruðu Akurnesinga 5—2 í úrslita-
leiknum. Það var einnar mínútu kafli í
siðari hálfleiknum, sem gerði úl um
leikinn. Staðan var jöfn, 2—2, er tvær
minúlur voru til leiksloka, þegar Vals-
menn náðu þremur hraðaupphlaupum í
röð og skoruðu úr þeim öllum. Þar
með var björninn unninn og titillinn i
höfn.
Árni Sveinsson náði forystunni fyrir
Akurnesinga eftir rúmar 7 min. en Jón
Einarsson jafnaði metin 6 sek. fyrir
leikhlé á meðan Skagamenn voru
;manni færri. Guðmundur Þorbjörnsson
kom Val yfir í upphafi síðari hálfleiks
ier hann skoraði úr vítaspyrnu en Guð-
jón Þórðarson jafnaði metin um
|miðjan siðari hálfleikinni Siðan kom
þessi afleiti kafli Akurnesinga, sem
l'ærði Val sigurinn. Guðmundur Þor-
björnsson skoraði tvö þessara þriggja
ntarka og Albert Guðmundsson það
þriðja.
í undanúrslitum vann Akranes Þrótl
5—4 eftir að Þróttur hafði leitl 4—1
þegar 5 ntin. voru til leiksloka. Valur
vann síðan KR með 5 mörkunt gegn 2 i
hinum undanúrslitaleiknum.
•.Niður úr A-flokki féllu Þróttur,
Ncskaupstað og Fvlkir. Upp i A-flokk
farðusi Óðinn og Grindavík. Úr B-
lli'kki féllu Týr, Vnt. og Þór, Þorláks-
hi'l'n.
llVAfl
sparnaoaruppnæoinm upp aö pvi
marki.
Sparnaðartíminn er frá 3 mán.
upp í 48 mán. í þriggja mánaða
tímabilum. Þú velur þann tíma og
upphæð sem þú ræður við.
Þannig öðlast þú lánsrétt á
upphæð sem er jafn há þeirri sem þú
hefur safnað.
Einfaldara getur það ekki verið.
SAFMAR
-VIÐ LANUM
V€RZLUNflRBflNKINN
Spyrjið um Safnlánið ogfáið bækling í afgreiðslum bankans:
BANKASTRÆTI 5, LAUGAVEGI172, ARNARBAKKA 2,
UMFERÐARMIÐSTÖÐ, GRENSÁSVEGI 13 og
VATNSNESVEGI14, KEFL.
fR mMI9/