Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 2

Dagblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980. Alkalískemmdir ogfleirí glappaskot íbyggingariðnaðinum: „Ehgin ábyrgjð, engin þjónusta, ekkert eftirlit, ekkert aðhald” Margir hafa mátt greiða drjúgan skilding fyrir handvömm bygginga- meistara og svika steypustöðva á undanförnum árum. Einnig eru hönnunargallar titt- nefndir í þeirri könnun sem gerð hefur verið á húsum byggðum á árunum 1956—72. En um slík mál var fjallað á ársfundi Rannsóknar- ráðs rikisins hinn 14. þ.m. Viðgerðarkostnaður húsa i Reykjavik einni vegna skemmda af völdum alkalí-kisil-efnahvarfa í steypu sl. 16 ár er talinn geta numið milli 5 og 10 milljörðum króna — Dágóð upphæð það. Geta þeir seku greitt þessa upphæð? Nei, aldeilis ekki og það er hcldur enginn sekur — er það? Vafalitið er almenningur lítið upplýstur um hvernig byggja skuli hús þótt hinn almenni borgari hér á landi hafi í ríkari mæli en annars staðar tekið þátt í byggingu eigin húsnæðis. Hann hefur treyst verktökum og byggingameisturum og seljendum byggingarefnis. Þetta traust hefur hefnt sín allóþyrmilega. En það er á fleiri sviðum sem fólk sem hefur byggt verður fyrir skakka- föllum. Tökum dæmi af utanhúss- málningu. Flestar blokkir hér í borg svo og mörg steinhús, hafa verið málaðar með málningu í þeirri góðu trú, að það sé til sérstök „utanhúss- málning”. Þetta er alrangt, slík málning er ekki til, a.m.k. ekki til skamms tíma hér á landi. Öll málning, hverju nafni sem nefnist, flagnar hreinlega af, veðrast i því mikla veðravíti sem hér er. Eina varanlega efnið sem treystandi er til utanhússmálningar er svokallað „snowcem” sem að visu fæst ekki i mörgum litum, en er notað um allan heim, meira að segja og kannski ekki sízt i hinum suðlæg- ari og heitu löndum, þar sent veðrun er mjög mikil, eins og t.d. i nálægari Austurlöndum. í slikum löndum kænii „málning” ekki til greina utanhúss. Hér í Reykjavik bera hús, sem máluð hafa verið, þess glöggt vitni, hve „málningin” hefur verið ending- argóð eða öllu heldur endingarlitil. Þau hús sem „snowcem” hefur verið notað á standast hins vegar veðrátluna mjög vel með tilliti til endingar á lit og áferð. Enn eitt dæmið um óstöðugleika og raunar óáreiðanleika þann sem hrjáir þá sem byggt hafa. A sínum tíma var svokallað „mosaik” notað til klæðningar á böð og víðar. Þessar flísar voru í hverju húsi á árunum um og upp úr 1960. Um 10 árum síðar eru slíkar flísar „horfnar” at markaðnum, „nýtt efni komið”, er sagt i verzlunum! Þó má finna þessar flisar enn i verzlunum í flestum nálægum löndum! Þetta þýðir það að sá sem fyrir 10—15 árum nötaði ,,mosaik”flísar og vill annaðhvort gera við hjá sér með samskonar flísum eða endurnýja þær, honum er alis varnað og verður að kaupa annars konar efni. Allt upp á nýtt. Og eftir önnur 10 ár er það efni líklegast „horfið” af inarkaðnum og „nýtt efni” komið i staðinn. Hér stendur ekki steinn yfir steini í málefnum byggingariðnaðarins, fremur en öðru. Engin ábyrgð, engin þjónusta, ekkert eftirlit og ekkert aðhald —nema á verðlaginu — þar er aðhaldið lagi. Það er ekki alveg út í hött þegar sagt er að við íslendingar látum okkur fátt um finnast utan tvennt: — að byggja og borða. Gat í reglum um ávísanir Fólkhugsisig tvisvarumáðuren þaðskrífaraftaná ávísanir Guðrún K.lísabet Jónsdóttir skrifar: Ég kom inn á skrifstofu Rannsóknarlögreglu ríkisins í Kópa- vogi þann 8. september 1979. —Ég var þangað komin til að kæra ákveðinn aðila, sem við skulum nefna K. fyrir tékkasvik. Ég hafði „Viðgerúarkostnaður húsa I Reykjavfk einni vegna skemmda af völdum alkali-kisil- talinn geta numið milli 5 og 10 milljörðum króna,” skrifar Grandvar. efnahvarfa i steypu siðastliðin 16 ár er DB-mynd Hörður. GETRAUN - GETRAUN - GETRAUN - GETRAUN - GETRAUN - GETRAUN - GETRAUN SPURNINGIN ER? HVAÐ ERU MÖRG HÁR Á RAUÐHÆRÐUM KOLLI? VID GEFUM ÞÉR þrjá möguleika 1. □ 120.000 hár 2. □ 90.000 hár 3. □ 110.000 hár GETRAUNIN SENDIST PAPILLU LAUGA VEGI24 EDA DAGBLADINU FYRIR MÁNADAMÓT, 1.4. '80MED NAFNI, HEIMILISFANGI OG SÍMANR. DREGID VERDUR ÚR RÉTTUM LAUSNUM 1. APRÍL '80. ÞRENN VERDLAUN 1. HÁRSNYRTING FYRIR 20.000 2. HÁRSNYRTING FYRIR 15.000 3. HÁRSNYRTING FYRIR 10.000 LAUGAVEGI24, II. HÆD SÍMI 17144 unnið hjá K. um sumarið og var þetta síðasta launagreiðslan, sem ég átti að fá. En hann var svo heiðarlegur að hann borgaði mér með innistæðulausri áivisun að upphæð 100 þúsund krónur. Ég skipti þessari ávisun í banka hinn 10. ágúst og hafði þá geymt ávisunina i tvær vikur að beiðni K. Fyrir utan það hafði ég i heilan mánuð staðið í því að fá þessi laun greidd. Nokkrum dögum siðar er mér tilkynnt frá bankanum að ég hafi lagt innistæðulausa ávisun inn á reikning minn og var ég beðin um að greiða þetta strax, ásamt 5.800 kr. sekt, sem ég og gerði. Ég treysti K. það vel, að ég lét hann ekki skrifa nafnið sitt aftan á ávísunina, en það var nóg til þess að hægt var að ganga að mér meðendurgreiðsluna. í skýrslu þeirri sem ég gaf óskaði ég eftir því að K. borgaði mér þessa upphæð til baka ásamt vöxtum. En margt fer öðruvísi en ætlað er. K. var kallaður fyrir; og ekki var nóg með það að hann léti það duga að hann ælti ekki fyrir þessu, heldur laug hann einnig, þrátt fyrir það að vera áminntur um sannsögli. Hann sagði að ég hefði ekki geymt á- vísunina eins og um var talað. Mér var tjáð að það skipti ekki máli hvað K. segði því það væri ólöglegt að láta geyma fyrir sig ávísanir og eins það að hann hefði viðurkennt að þetta hefði verið launagreiðsla. Ég myndi fá þetta borgað ásamt áföllnum kostnaði og 4% vöxtum á mánuði til greiðsludags. Ekki var málinu Iokið þar með. Það átti eftir að fara frá lögreglunni til saksóknara ríkisins, og þaðan i sakadóm. Þetta hefur tekið nokkuð langan tima að mínu mati. En hvað með það, ég hélt að ég fengi aurana mína að öllu þessu loknu. — Nei, ekki aldeilis, þótt búið væri að dæma í málinu. Dómsorð voru á þá leið að K.ætti að greiða mér þessa upphæð ásamt öllum kostnaði. En fresturinn sem hann fær er tvö ár til viðbólar þvi sem liðið er og ef hann ekki borgaði mér þetta lítilræði, ætti hann á á hættu að fá að gista fanga- geymslur, i tvo mánuði. Ég, aftur á móti, átti sjálf að fá mér lögfræðing í málið, lögreglan, saksóknari og sakadómur höfðu gert allt sem þeim bar að gera. Og ég fæ mér lögfræðing i inál- ið af því að það kemur i hlut K. að borga honum. Tilgangurinn er ekki lengur sá sami hjá mér, eins og í byrjun, að fá aurana mina til baka, heldur langar mig til að vita hvað fólki líðst að gera i samfélaginu. Mér finnst þetta nokkuð stórt gat í reglunum um ávisanir. Þetta gefur manni einungis hugmyndir um hvernig hægt er að notfæra sér kerfið. Ef einn maður getur haft svona marga menn í vasanum þá hljóta fleiri að geta það sama. — Hitt er annað mál að mér dettur ekki i hug að gefa þetta eftir: ég ætla að fylgja þessu stift eftir þótt ég verði orðin afgömul þegar þessu iýkur. Mér finnst ég verði að fá þetta birt, þótt ekki væri til annars en öðrum til viðvörunar um hvernig þetta gengur fyrir sig, og að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það ritar nafn sitt aftan á ávísanir, sem aðrir hafa gefið út. Það er ekki nógu sniðugt að mínum dómi að fá ekki afgreiðslu til fullnustu á svona málum, sem raun ber vitni. Ég er aftur komin að sama punkti og ég byrjaði: Þótt búið sé að dæma i málinu mér í vil,virðist það ekki duga, þaðer bara byrjunin. Og skýr bréf Enn einu sinni minna lesenda- dúlkar DB alla þá, er hyggjast senda þtettinum Unu, að láta fytgja fullt nafh, heimilisfang, símanúmer (ef um það er að rceða) og nafn- númer. Þetta er litil fyrirhöfn fyrir bréfritara okkar og til mikilla þœginda fyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir Raddir lesenda á að bréf eiga að vera stutt og skýr. Áskilinn er fullur réttur til að stytta bréf og umorða til að spara rúm og koma efni betur til skila. Bréf œttu helzt ekki að vera lengri en 200—300 orð. Símatimi lesendadálka DB er milli kl. 13 og 15 frá mánudögum tilföstudaga.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.