Dagblaðið - 20.03.1980, Page 12

Dagblaðið - 20.03.1980, Page 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980. Selimir i Sœdýrasafninu taka lifinu með ró og virða fyrir sér Ijósmyndarann. Sennilega hafa þeir lítið við hann að athuga og liggja því kyrrirþráttfyrir nærveru hans. DB-mynd Ragnar Th. Þetta er ekki listvefnaður frá síðustu vefnaðarsýningunni hérlendis, heldur línurit jarð- skjálftamœlis á Kröflusvœðinu. Þeir tóku kipp á dögunum þegar gos hófst við Leirhnúk en hafa nú hœgt aftur á sér. DB-mynd Ragnar Th. Þessi fallega hnáta brá sér í Bláfjöllin um helgina sér til heilsubótar og skémmt- unar. Þangað sœkja borg- arbúar og aðrir í mjög auknum mœli. Það sakar ekki að detta á bossann í fjöllunum því snjórinn er mjúkur. DB-mynd I Tekið er að síga á seinni hluta marzmánaðar og páskar á nœsta leiti. Þess sjást merki að vorið nálgast og birta eykst. Tími er kominn tilþess að fara að huga að verkfœrunum til vorstarfanna. Þessir ágœtu menn eru þegar byrjaðir öðrum til eftirbreytni. DB-mynd Hörður. Innlend myndsjá Það var gáski í ísbjörnunum í Sædýrasafninu og ekki sama logn- mollan og í kringum selina. Annar bjössinn kom og hrinti hinum út í laugina og varð mikill skvettugangur af. Vonandi hefur sam- búðin þó batnað því birnirnir eru ekki nema tveir og eiga því enga . aðra að, nema þá sem gefa þeim að éta. $ DB-mynd Ragnar Th.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.