Dagblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980.
13
Nokkrar spum-
ingar til Snorra
Jónssonar
Snorri. Ég er einn þeirra, sem er
orðinn hundleiður á að sjá ekkert
gerast í samningamálunum. Sama er
að segja um þær venjur ykkar og
reglur að fara með þessi mál eins og
mannsmorð, láta sem minnst eða
ekkert fréttast af gangi samninga-
mála, fyrr en þeir eru tilbúnir og fólk
stendur frammi fyrir gerðuin hlut.
Það eru ýmis atriði, sem ég hefði
viljað fá fram afstöðu þína til og
reyndar sem flestra úr samninga-
nefnd ASÍ.
1 fyrsta lagi: Finnst þér eitthvert
samræmi í því að leggja fram kröfu
um 5% grunnkaupshækkun annars
vegar, en segja i hinu orðinu, að
stefnt sé að þvi í komandi
samningum að „ná kaupmætti
sólstöðusamninganna ’77”. For-
svarsmenn BSRB telja kjararánið
a.m.k. þrisvar sinnum meira en þetta
og það hafa ýmsir af þínum
samherjum innan ASÍ tekið undir,
a.m.k. um tima. Hver er þin afstaða?
1 öðru lagi: Mikill fjöldi vinnandi
fólks er með laun á bilinu frá 250—
290 þús. á mánuði. Nú krefst þú og
kollegar þínir aðeins 10—15 þús. kr.
hækkunar (3—4 þús. á viku) á
mánuði á þessi laun. Er það afstaða
þín, að þessi laun séu það vel iíf-
vænleg, að ekki sé ástæða til að
krefjast a.m.k. jafngildis þess kaup-
máttar, sem náðist eftir samningana
'77. Hver eru helstu rök þín fyrir
þessari kröfu? Voruð þið e.t.v. að
leggja fram ykkar skerf (og verka-
lýðsins) til baráttunnar gegn
verðbólgunni? Af einhverjum or-
sökum finnst mér það. Ef svo er, er
það þá ekki viðurkenning á þvi, að
launakröfur vinnandi fólks séu ein
helsta orsök verðbólgunnar?
í þriðja lagi: Fjármálaráðherra og
félagi þinn í miðstjórn Alþýðubanda-
lagsins gaf, sem frægt er orðið, yfir-
lýsingu ádögunum þess efnisaðekki
væri grundvöllur fyrir
kauphækkunum, eða eins og hann
orðaði það m.a.: ,,Ég held, að ákaf-
lega fáir telji heppilegt eins og á
stendur að öll laun frá neðsta þrepi
og upp allan launastigann verði
hækkuð.” Þó ráðherrann sé að ræða
um BSRB, gera hann og allir aðrir sér
væntanlega grein fyrir að það stæðist
ekki að „frysting” kaups næði
eingöngu til BSRB. Ég vil því álíta að
yfirlýsing ráðherrans hafi átt við
launafólk almennt. Hver er afstaða
þin til yfirlýsingar fjármálaráðherra?
Telur þú að það komi til greina að
falla frá kröfum um grunn-
kaupshækkanir gegn ýmsum félags-
legum aðgerðum, eins og hann og
ríkisstjórnin boðar?
Kjallarinn
Sumaiiiði ísleifsson
í fjórða lagi: Flokkurinn þinn
lagði til i efnahagsmálatillögum
sinum fyrir stjórnarmyndunina að
grunnkaupshækkanir skyldu engar
verða. Nú leggur þú, og forysta
verkalýðshreyfingarinnar, annað til,
þjónustu verði fullnægt á næstu 7 ár-
um o. fl. o. fl. í heild tel ég þessar
félagslegu kröfur allgóðar og vel að
merkja, þær ganga miklu lengra
heldur en sá „félagsmálapakki”, sem
ríkisstjórnin býður.
3. Síðan er það grunnkaups-
hækkunin. Þó 5% bjargi ekki miklu,
þá er það vissulega skárra en ekkert.
Nú langar mig að vita, hvort þú
sért sammála mér í því að þetta verði
að telja lágmarkskröfugerð?
Kannski finnst þér óráðlegt að gefa
nokkra yfirlýsingu um það, um þetta
verði jú að semja. En það er best að
vera ekki að gera þér upp skoðanir.
í sjötta lagi:
VSÍ hefur lýst sig andstætt öllum
breytingum á kjarasamningum sem
hefðu í för með sér aukinn laúna-
kostnað. Ég vil túlka yfirlýsingu fjár-
málaráðherra sem svo, að hann taki
undir með atvinnurekendavaldinu í
landinu. Fjármálaráðherra telur hins
vegar, að það sé „heitasta ósk íhalds-
aflanna að verkalýðshreyfingin þrýsti
á um launahækkanir með svo
miklum krafti, að þessi stjórn geti
ekki ráðið við eitt eða neitt” . Hvert
> „Nú langar mig aó vita,hvort þú sért
j sammála mér í því, að þetta verði að telja
lágmarkskröfugerð.”
a.m.k. enn þá. Ertu ekki þar með
kominn í andstöðu við forystu
flokksins? Eða er þér þessi niður-
staða hans e.t.v. vel að skapi?
Má hvergi hvika
í fimmta lagi:
Ég og margir fleiri erum hundó-
ánægðir með þessa kröfugerð ykkar.
En úr því sem komið er, vil ég lita á
þetta sem algjöra lágmarks-
kröfugerð, sem lítið eða ekkert sé
hægt að hvika frá. Mikilvægustu
þættir þessarar kröfugerðar eru að
mínu mati eftirfarandi:
1. „Verðbæturnar reiknist af
óskertri framfærsluvísitölu og komi
á grunntaxta, þannig að álög, reikni-
tölur og kaupaukar skerðist ekki.”
2. Ýmsar félagslegar kröfur s.s.
um fæðingarorlof, leyfi og launa-
greiðslur til foreldra í veikindum
barna, eftirspurn eftir dagvistar-
er þitt mat á þessari afstöðu fjár-
málaráðherra til kjarabaráttu
• vinnandi fólks? Verður þessi yfir-
lýsing hans ekki að teljast stuðningur
við VSÍ i þeim átökum, sem
framundan eru?
1 sjöunda og síðasta lagi:
Hafið þið einhverjar aðgerðir á
prjónunum til að knýja fram nýja
og betri samninga? Ef svo er,
hverjar? Ef svo er ekki, hvert á þá
framhaldið að verða? Finnst þér ekki
orðið knýjandi, að nýir samningar
með fullum verðbótum verði gerðir,
þegar það er ljóst.að með svipuðu
verðbólgustigi og viðskiptakjara-
skerðingu, minnkar kaupmátturinn
um ca 2,5% ársfjórðungslega.
Ég vonast svo eftir svari frá þér
fljótlega.
Með kveðju.
Sumarliði R. isleifsson,
járnsmiður.
Sími 39244 Rúðuísetningar & réttingar
Eigum fyrirliggjandi rúður í
flestar tegundir bifreiða.
H. ÓSKARSSON DUGGUVOGI21.
Norræna húsið
RUTH HENRIKSS0N
\
frá Finnlandi flytur fyrirlestur með litskyggn-
um og tónlist af segulbandi og nefnir „Hant-
verkardag, ett sátt att áteruppliva gammal
bygdekultur” í Norræna húsinu fimmtudag-
inn 20. mars kl. 20.30.
Allir velkomnir
Norræna húsið í Færeyjum
Norrænt útboð
Auglýst hefur verið samnorrænt útboð vegna byggingar norrænnar
menningarmiðstöðvar i Þórshöfn. Norræna hússins í Færeyjum. Utboðið
skiptist í nokkra verkþætti og tekur m.a. til jarðvinnu, smíði hússins,
lagna og lóðarfrágangs.
Utboðsgögn má panta hjá:
OLA STEEN ARKITEKTKONTOR
Olav Tryggvason gt. 40
N-7000 Trondheim, Norge.
Ber að snúa sér þangað fyrir lok marsmánaðar í siðasta lagi. Tilboðum
skal skilað eigi síðar en 9. maí nk. Byggingartími er áætlaður 26 mánuðir
frá l.ágúst 1980aðtelja.
Nánari uppiýsingar um umfang útboðsverksins, skilatryggingu gagna
o.fl. fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, I0l Reykjavík, og hjá
Verktakasambandi fslands, Klapparstíg40, I0l Reykjavik.
Menntamálaráðuneytið, '
17. mars 1980.
i
HAFNARBÍO
symr:
Dr. Justice, læknirinn ungi sem greiðir úr flækjunum — meistari í karate
og judo — æsispennandi ævintýri elta hann á röndum.
Leikstjóri: Christian Jaque.
tsienzkur texti
Bönnuð innan 14ára
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.15.
Kirkjufélag Digranesprestakalls
FLÓAMARKAÐUR
0G BASAR
verður í Safnaðarheimilinu
við Bjamhólastíg
LAUGARDAGINN
22. MARZ KL 2 E.H.
Margt eigulegra muna — Kökur og m.fl.
Kornið og gerið góð kaup —
og styrkið gott málefni um leið.
" NEFNDIN