Dagblaðið - 20.03.1980, Síða 24
24
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980.
Gert er róð fyrir óframhaldandi
norðanátt, en v(ða talsverður strekk-
ingur. Frost verður Iftið um miðjan j
daginn í sóiinni, en fer vlða yfir 5 stíg. <
Éljaveður verður á norðaustanverðu
landinu en bjart eða léttskýjað á I
Suður- og Vesturiandi. J
Klukkan sox í morgun var í Reykja-,
vl< norðaustan 5, léttskýjað og —5;
stíg, Gufuskálar noröaustan 5, skýjað
og —3 stig, Galtarviti austnorðaustan
4, skýjað Ofl -4 stifl, Akureyri norðen
7, snjóél og —5 stifl, Raufarhöfn norð-
norðvestan 6, skýjað og —8 stig,
Dalatangi norðan 8, snjóél og —5 stig,
Höfn i Homafirði noröan 5, léttskýjaðj
og —7 stig og Stórhöfði (Vestmanna-
eyjum norðnorðaustan 8, léttskýjaðí
og —6stig.
Þórshöfn í Feareyjum snjóél og —3j
stig, Kaupmannahöfn þokumóða og
—6 stig, Osló þokumóða og —17 stig,i
Stokkhólmur heiðskfrt og —11 stifl,'
London abkýjað og 1 stig, Hamborg!
heiðskirt og -6 stig, Parfs rigning og
1 stig, Madrid léttskýjað og 5 stig,
Lissabon lóttskýjað og 9 stig og New
Yoric skýjað og 4 stig.
Lennart Elmevik
í Norræna húsinu
I boði Norræna hússins er staddur hér á landi
prófessor Lennart Elmevik frá Stokkhólmsháskóla.
Heldur hann fyrirlestra i Norræna húsinu og Há
skólanum. Lennart er fæddur áriö 1936. Hann lauk
doktorsprófi frá Uppsölum I967. Ritgerð hans
nefndist „Nordiska ord pá áldre kák — och ká(k)s-.
En etymologisk och Ijudhistorisk undersökning.”
Lennart er dósent i norrænum málum við
Stokkholmsháskóla 1968—1974. Hann hefur gegnt
prófessorsembætti viðsama skóla frá I974. Lennarter
stjórnarmaður i Islándska sállskapet og ritstýrir árbók
þess. Hann hefur skrifað fjölda greina og ritgerða.
Lennart hcldur fyrirlestur i Norræna húsinu
miðvikudaginn I9. marz kl. 20.30 og ræðir hann um
íslenzkukennslu i sænskum háskólum.
Eðlisfræðifélag íslands —
Fyrirlestrar í marz
Eftirtaldir fyrirlestrar verða haldnir á fimmtudögum
kl. I7.15 í stofu 157 í húsi verkfræði- og raunvisinda
deildar við Hjarðarhaga. Þeir eru opnir öllum áhuga
mönnum.
20. marz. Sigfús J. Johnsen:
Rannsóknir á Grænlandsjökli.
Gerð verður grein fyrir ýmsum rannsóknum sem
eru í gangi á Grænlandsjökli. Kynnt verða módel af
ýmsum geröum sem notuð eru við túlkun mælinga á
ískjörnum. Vrnsir eðlisþættir jökulsins verða og
ræddir. í lokin myndasýning.
27. marz Guðni Sigurðsson:
CERN — Rannsóknamiðstöð I öreindafræði
Rannsóknastöðin CERN við Genéve er rekin af
samtökum ýmissa þjóða i Vestur Evrópu. i erindinu
verður m.a. fjallað um sögu stofnunarinnar. sem varö
einmitt 25 ára á siðasta ári. Sagt verður frá tækja-
búnaði og áformum sem eru á döfinni i þeim efnum.
Einnig verða ræddar hugmyndir manna um hraðla
(accelerators) framtíðarinnar. Að lokum verður greint
frá nýlegum merkum tilraunum, sem hafa verið
gerðar íCERN.
Guflný Sigríður Friðsleinsdóllir lézt
iniðvikudaginn 12. marz. Hún var
fædd i Reykjavík 27. desember 1940,
dóttir hjónanna Lóu Kristjánsdóttur og
Friðsteins Jónssonar bryta, en hann
lézt árið 1971. Guðný fór ung að læra
ballett og þótti mjög efnileg. Tók hún
þátt í mörguin sýningum hjá Þjóðleik-
húsinu. Guðný lauk námi frá Kvenna-
skólanum í Reykjavík árið 1957. Eftir
að námi lauk hóf hún að starfa við
skrifstofustörf hjá ísarn hf. Sumarið
1963 fór hún í skóla til Englands og
réðst til Loftleiða sem flugfreyja. 6.
ágúst 1966 giftist hún eftirlifandi
manni sínuin, Þór Símoni Ragnarssyni,
útibússtjóra Samvinnubankans, og
eignuðust þau tvær dætur.
Guðrún Sigurbjörnsdóttir Ijósmóðir
lézt miðvikudaginn 12. marz. Hún var
fædd á Svarfhóli i Laxárdal. Foreldrar
hennar voru hjónin Sigurbjörn Berg-
þórsson og Guðbjörg Guðbrandsdótt-
ir. Guðrún lærði Ijósmóðurfræði i
Reykjavík. Er námi var lokið tók hún
við Ijósmóðurumdæmi i heimasveit
sinni og gegndi því starfi í þrjátíu ár.
Guðrún giftist 1917 Sigtryggi Jónssyni
frá Hömrum. Hófu þau búskap að
Hrappsstöðum í Laxárdal, þar bjuggu
þau í fjörutíu ár en fluttu þá til Reykja-
víkur. Guðrúnu og Sigtryggi varð
þriggja barna auðið.
Þuríður Ingibjörg Þórarinsdóttir
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 21. marzkl. 10.30.
Sigriður Heígadóttir, Heiðargerði 55
Reykjavík, lézt í Borgarspítalanum
þriðjudaginn 18. marz.
Jóna Þórunn Árnadóttir, Álfheimum
58 Reykjavik, lézt í Landspítalanum
þriðjudaginn 18. marz.
Markús H. Guðjónsson verkstjóri,
Fellsmúla 20 Reykjavík, lézt að heimili
sínu þriðjudaginn 18. marz.
Andlát
Guðjón Sveinbjörnsson verkstjóri, Ás-
vallagötu 10 Reykjavík, lézt að heimili
sínu þriðjudaginn 18. marz.
Þorbergur Sveinsson verður jarðsung-
inn frá Akraneskirkju laugardaginn 22.
marz kl. 14.
SELTJARNARNESSÓKN: Föstuguðsþjónustan '
fellur niður í kvöld.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Föstumessa i safnaðar- :
heimili Árbæjarsóknar i kvöld kl. 20.30. Séra
Guðmundur Þorsteinsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Föstuguðsþjónusta klukkan
20.30 í kvöld. Séra Tómas Sveinsson.
NESKIRKJA: Föstumessa kl. 20.30 í kvöld. Séra
Frank M. Halldórsson.
Háteigskirkja
Föstuguðsþjónusta kl. 20.30 fimmtudaginn 20. marz.
Séra Tómas Sveinsson.
Fíladelfia Reykjavík
Almenn samkoma kl. 20.30. Æskufólk syngur. Sam
komustjóri Hafliði Kristinsson.
Fíiadelfía Gúttó
Hafnarfirði
Almenn samkoma kl. 20.30. Gestur Sigurbjörnsson og
fleiri tala. Fjölbreyttur söngur. Samkomustjóri Daniel
Glad._
Hjálpræðisherinn
Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega
velkomnir.
Grensáskirkja
Almenn samkoma verður i safnaðarheimilinu í kvöld
kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir.
Spiiakvöld
Safnaðarheimili Langholts-
kirkju — Spilakvöld
Spiluð verður félagsvist í félagsheimilinu viðSólheima
í kvöld kl. 21 og eru slík spilakvöld á fimmtudags
kvöldum í vetur til ágóða fyrir kirkjubygginguna.
Utivistarferðir
Afmælisganga á Keili (378 m) sunnudaginn 23. marz
kl. 13, létt fjallganga eða kringura fjallið fyrir þá sem
ekki vilja bratta. Verð er 3000 krónur, fritt er fyrir
börn i fylgd með fullorðnum. Farið frá BSÍ
bensínsölu, en í Hafnarfirði við kirkjugarðinn.
Föstud. 21. marz.
Húsafell, afmælisferð, Útivist 5 ára. Gönguferðir við
allra hæfi, skiðaferð á Ok. Fararstj. Jón I. Bjarnason
og Kristján M. Baldursson.
Páskaferðir, 5 dagar.
Snæfellsnes, gist í ágætu húsi á Lýsuhóli, sundlaug,
hitapottur. Göngur á jökulinn og um ströndina.
Kvöldvökur. Fararstj. Kristján M. Baldursson.
öræfi, gist á Hofi. Hugsanlega gengið á Öræfajökul,
einnig léttar göngur. Fararstj. Erlingur Thoroddsen.
Farseðlar og upplýsingar á skrifst. Utivistar. Lækjarg.
6a,sími 14606.
Fyriríestrar
Tónleikar
Útftónleikar
á Lækjartorgi
Á morgun kl. 15 mun hópur tónlistarfólks fremja listir
sínar á vegum Verzlunarskólakórsins. Kórinn mun
kvaka borgarbúum og hækkandi sól til dýrðar í u.þ.b.
40 mín.
Stjórnandi hins 45 manna kórs er Jón Kristinn
Cortez. Hann mun til frekari áréttingar leika á raf-
magnsbassann sinn. Honum til trausts og halds er
hljómborðsleikarinn Jón Ólafsson, Gunnlaugur
Briem, sem mun leika lausum hala á trommur og
Björgvin Gíslason gítarleikari.
Er það bjargföst trú kórsins að uppákoma þessi
muni flýta fyrir komu vorsins.
Samkór Rangæinga
Vetrarstarf Samkórs Rangæinga hófst í október sl.
Félagar eru 24 úr sjö hreppum sýslunnar. Hefur
kórinn æft einu sinni í viku í gagnfræðaskólanum á
Hvolsvelli undir stjórn Friðriks Guðna Þórleifssonar.
I vetur hefur kórinn verið að æfa Missa honorom
eftir dr. Victor Urbancis, en þessi messa hefur ekki
verið flutt i heild opinberlega áður. Auk þess hefur
kórinn æft sálmalög. Kórinn mun halda tónleika í
Stóradalskirkju, Vestur-Eyjafjöllum, föstudaginn 21.
marz kl. 21.30. Laugardaginn 22. marz kl. 13.30
syngur kórinn i Hallgrimskirkju. Að tónleikunum
loknum er ferðinni heitið upp á Akranes og sungið i
Akraneskirkju kl. 18.
Einleikur á sembal
á Háskólatónleikum
Fimmtu Háskólatónleikar vetrarins verða haldnir
laugardaginn 22. marz 1980. Að þessu sinni verða
tónleikarnir haldnir i Forsal Þjóðminjasafnsins við
Hringbraut og hefjast kl. 17.15. Aðgangur er öllum
heimill.
Á þessum tónleikum leikur Helga Ingólfsdóttir
einleik á nýjan sembal Tónlistarskólans i Reykjavík.
Semballinn er smíðaður i sembalsmiðju Willian Dowd
i París og er eftirliking af frönskum 18. aldar sembal.
bæði hvað smíði og skreytingu snertir. Helga Ingólfs-
dóttir hefur haldið fjölda tónleika á Islandi og erlendis
og er vel þekkt fyrir túlkun sina á gamalli og nýrri
tónlist.
Á tónleikunum verður frumflutt Sembalsónata
eftir Jón Ásgeirsson og einnig verða flutt Da, fantasia
eftir Leif Þórarionsson. Auk þess verða flutt tvö vel
þekkt sembalverk eftir J.S. Bach, Tokkata i e-moll og
Foi ieikur (Overture), partita i frönskum stíl i h-ömoll.
Aðaifundir ^
Aðalfundur Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur
verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal, fimmtu
daginn 27. marz 1980, kl. 20.30.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Kvenfélag
Óháða safnaðarins
Aðalfundur
Aðalfundur félagsins verður laugardaginn 22. marz kl.
15 í Kirkjubæ.
Aðalfundur
Sunddeildar Ármanns
verður haldinn þriðjudaginn 25. marz kl. 20.00 i
Snorrabæ.
Aðalfundur
knattspyrnudeildar
Stjörnunnar
í Garðabæ
verður haldinn fimmtudaginn 20. marz nasstkomandi.
Hefst hann í barnaskólanum klukkan 20.00.
Stjórnmétafundir
K.F.U.M. A.D.
Fundur verður í kvöld kl. 20.30 að Amtmannsstíg 2 B.
Reynsla úr eigin lífi. 3 A.D. félagar segja frá. Allir
karlmenn velkomnir.
Víkingahóf hið meira
verður í Vikingasal i kvöld, fimmtudag 20. marz, og er
í framhaldi af svipuðum mannfagnaði sem haldinn var
við miklar undirtektir á íslandsviku í Lundúnum nú
nýlega. Þótti eigi vanzalaust að í landi víkinga sjálfra
færu menn á mis viðsvo ágætan mannfagnað.
Víkingaréttir eru sem hér segir: Blandaður
fiskréttur víkings, kjötseyði fjallanna, lambalæri
steikarans og að síðustu eldfjallaís.
Siðamaður verður Hilmar B. Jónsson, steikari
Þórarinn Guðlaugsson en hófþulur Árni Björnsson
þjóðháttafræðingur.
Hallgrímskirkja
Kvöldbænir eru á fimmtudags- og föstudagskvöldum
kl. 18.15.
Merkja- og kaffisala
Kvenfélags Langholtssóknar
Kvenfélag Langholtssóknar efnir til merkjasölu
sunnudaginn 23. marz og kaffisölu eftir guðsþjónustu
þann dag. Fjölmennum og styrkjum þar með kirkju
byggingarsjóðinn.
Flóamarkaður og kökubasar
að Hallveigarstöðum
Umsjónarfélageinhverfra barna heldur flóamarkaðog
kökubasar að Hallveigarstöðum, sunnudaginn 23.
marz kl. 14 til 18.
Allur ágóði rennur til byggingarsjóðs umsjónar-
félagsins. Sjóðurinn var stofnaður í byrjun árs 1979 og
verður fé úr honum varið til að koma á fót meðferðar-
heimili fyrireinhverf (geðveik) börn.
Fatamarkaður
Hjálpræðishersins
Tekið verður á móti góðum notuðum fötum dagana
17.—22. marz.
Útivist 5 ára
Ferðafélagið ÚTIVIST var stofnað 23. marz 1975 og
hefur þvi starfað i fimm ár um þessar mundir. Stofn-
félagar voru rúmlega 50 og nú er félagatalan um 1400.
Á þessum árum hafa verið gefin út fimm ársrit, sem
bera nafnið Útivist. I þessum ritum er blandað efni.
Ritin eru mikið myndskreytt, einkum er mikið lagt i
litmyndir. Enn er lítilsháttar óselt af þessum ársritum,
og nýir félagar geta eignast þau fyrir 15 þúsund
krónur meðan upplag endist. Þetta er ekki hátt bóka-
verð í dag.
Strax i upphafi var efnt til ferðalaga og var fyrsta
ferðin farin á Keili 6. april 1975. 71 þátttakandi var i
þeirri ferð. Ýmsar nýjungar voru teknar upp, svosem
kræklingaferðir, stjörnuskoðun, tunglskinsgöngur o.
fl„ auk almennra náttúruskoðunar og hreyfingar-
ferða. Einnig hefur verið efnt til utanlandsferða, enda
er ferðastarfsemin ekki endilega bundin við lsland
skv. lögum félagsins og var það nýmæli hjá sliku
félagi. Farnar hafa verið ferðir til Grænlands.
Færeyja, Noregs, Þýzkalands, írlands og jafnvel flug
ferð yfir Norðurpólinn með viðkomu á Svalbarða.
Tvær afmælisferðir verða farnar um næstu helgi.
önnur er helgarferð í uppsveitir Borgarfjarðar meö
gistingu i Húsafelli við þær ágætu aðstæðurscmþar
hefur verið komið upp. Þar er meira að segja sundlaug.
hitapottar og saunabað fyrir dvalargesti. Gönguferðir
verða um nágrennið og að sjálfsögðu við allra hæfi.
Gott er að hafa með sér gönguskiði og verður þá ekki
erfitt að bregða sér ú Okið. Fararstjórar verða Jón I.
Bjarnason og Kristján M. Baldursson.
Hin ferðin er ganga á Keili á sunnudagseftirmiðdag.
Brottför í þá ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni
(bensinsölu) kl. 13 og komið aftur i bæinn um kl. 18.
Keilir stendur einn sér og útsýni þaðan er mjög gott
um Reykjanesskagann, enda þótt hæðin sé aðeins
378 n yfir sjó. Þetta reiknást þvi létt fjallganga, en
þeir sem ekki vilja leggja í þennan bratta geta fengið
.rólega göngu kringum fjallið. Fararstjóri verður Einar
Þ. Guðjohnsen.
AfmæSi
Sigurflur Breiflfjörð Púlsson, Faxa-
braut 14 Keflavik, er 70 ára í dag,
fimmtudag 20. marz. Sigurður tekur á
móti gestum eftir kl. 20 í Kirkjulundi.
Ólafur I. Árnason fyrrverandi yfirfisk-
matsmaður, Bústaðavegi 69 Reykjavík,
er 80 ára i dag, fimintudag 20. marz.
Sigurbjörg Jónsdóttir, Hverfisgötu 82
A Reykjavík, er 75 ára í dag, fiinmtu-
dag 20. marz.
Arnór Sigurðsson frá Hnífsdal, Stiga-
hlíð 12 Reykjavík, er 60 ára í dag,
fimmtudag 20. marz. Arnór er vakt-
maður í Samvinnubankanum.
Gunnlaugur Guðmundsson yfirfiski-
matsmaður, Lyngmóa 7 Ytri-Njarðvík,
er 60 ára i dag, fiinmtudaginn 20.
marz.
Alþýðuflokkurinn
Garðabæ
Alþýðuflokksfélag Garðabæjar efnir til fundar að
Goðatúni 2 mánudaginn 24. marz kl. 20.30. Gestur
fundarins er Jón Baldvin Hannibalsson ritstjóri og
mun hann ræða um þjóðmálin almennt.
Fundir
Jökarannsóknafélag
íslands
Fundur verður haldinn í Domus Medica þriðju
daginn 25. marz 1980 kl. 20.30. Fundarefni: I. Sig-
finnur Snorrason jarðfræðingur flytur erindi með
skuggamyndum. Jöklar á Mýrum og Vatnsdalslón.
2. Kaffidrykkja.
3. Sigurður Þórarinsson sýnir skuggamyndir af hafís
við Island o.fl. Stjórmn.
íslenzka málfræðifélagið
efnir til umræðufundar
Laugardaginn 22. marz efnir íslenzka málfræði
fékagiö til umræðufundar um nýútkomna kennslubók
Kristjáns Árnasonar, lslensk málfræði handa'
framhaldsskólum. Málshefjendur veröa, auk höfund-
ar, Arnór Hannibalsson lektor og Baldur Ragnarsson
menntaskólakennari. Að loknum stuttum
framsöguerindum verða frjálsar umræður. Fundurinn
verður haldin í stofu 422 I Árnagarði og hefst kl. 14.
öllum cr heimill aðgangur og þátttaka í umræðum.
GENGIÐ
GENGISSKRÁNING Ferðamanna-
NR. 55 - 19. MARZ1980 S / . gjaldeyrir
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandarikjadollar 410,20 411,20* 452,32*
1 Storlingspund 899,55 901,75* 1001,82*
1 Kanadadollar 348,70 349,60* 384,56*
100 Danskar krónur 7003,00 7020,10* 7722,11*
100 Norskar krónur 8082,30 8102,00* 8912,20*
100 Sœnskar krónur 9343,95 9366,75* 10303,42* '
100 Finnsk mörk 10499,10 10524,70* 11577,17*
100 Franskir frankar 9367,45 9390,25* 10329,27*
100 Bolg. frankar 1349,35 1352,65* 1487,91*
100 Svissn. frankar 23119,00 23175,30* 25492,83*
100 GyNini 19924,70 19973,30* 21970,63*
100 V-þýzk mörk 21877,35 21930,65* 24123,71*
100 Lfrur 46,93 47,04* 51,74*
100 Austurr. Sch. 3053,20 3060,70* 3366,77*
100 Escudos 817,20 819,95* 901,94*
100 Posotar 589,40 590,80* 649,88* •*
100 Yen 164,94 165,34* 181,87*
1 Sérstök dróttarróttindi
* Breyting frá sföustu skróningu. Sknsvari vegna gengisskróningar 22190.