Dagblaðið - 22.03.1980, Síða 10

Dagblaðið - 22.03.1980, Síða 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980. MMjBIAÐW frjálst, óháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Svainn R. Eyjóffsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfuiltrúi: Haukur Helgason. Fráttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí rítstjómar. Jóhannes Reykdal. íþróttir Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleífsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Svainn Pormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞoríeHsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm SUSumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalslmi blaðsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskríftarverð á mánuði kr. 4500. Verð i lausasölu kr. 230 eintakið. FallKennedys Edward Kennedy virðist vonlaus um að verða frambjóðandi Demókrata- flokksins í Bandaríkjunum eftir ósigur sinn í Illinois-ríki. Bandaríkjamenn sjá persónugalla á Kennedy, sem valda því, að þeir vilja ekki ljá honum atkvæði, þótt þeir hafí ella ekki mikið við stefnu hans að athuga. Margir Bandaríkjamenn telja Edward Kennedy glaumgosa og hafa auk þess aldrei fyrirgefið honum framkomu hans, þegar slysið varð á Chappa- quiddick-eyju aðfaranótt hins 19. júlí 1969, þegar 28 ára gömul stúlka, Mary Kopechne, beið bana. Þetta slys hefur verið rifjað upp, síðan Edward Kennedy ákvað að gefa kost á sér til framboðs við for- setakjör. Sennilega hafa flestir Bandaríkjamenn aldrei lagt trúnað á frásögn Kennedys af slysinu. Kennedy og vinir hans héldu á eynni boð fyrir sex skrifstofustúlkur, sem höfðu starfað fyrir Kennedy. Kennedy segir, að klukkan rúmlega ellefu um kvöldið hafi hann ætlað að yfirgefa boðið og fara til hótels síns. Mary Kopechne hafi viljað koma með. Skömmu síðar ók Kennedy út af brú á eynni og hafði þá villzt af réttri leið. Hann komst upp úr vatninu og reyndi, að eigin sögn, margsinnis að kafa til að bjarga ungfrú Kopechne úr bílnum. Það mistókst vegna of mikils straums, að sögn Kennedys. Þá sótti hann tvo vini sína, sem voru í boðinu. Þeir reyndu einnig að kafa eftir stúlkunni en gáfust upp, segir sagan. Síðan synti Kenn- edy frá eynni til lands, fór inn á hótelherbergi sitt og sofnaði. Hann hafði beðið vini sína að þegja um málið, sem þeir gerðu. Þannig liðu tíu klukkustundir frá slys- inu, þar til frá því var skýrt. Kennedy greindi aðeins frá því, eftir að aðrir höfðu orðið þess varir. Málið var síðan svæft. Lík stúlkunnar var fíutt brott í snatri og engin krufning gerð. Foreldrar hennar höfn- uðu síðar tilmælum um, að líkið yrði grafið upp og krufið. Margt bendir til þess, að Edward Kennedy hafi ekki skýrt rétt frá atburðinum. Hann sé að fela eitthvað. Kennedy var kunnugur vegum á eynni. Enginn skilur, hvernig hann gat villzt af leið á hinurn breiða aðalvegi, yfir á hálfófæran veg, sem liggur að brúnni. Dregið er í efa, að hann, eða félagar hans, hafi nokkru sinni reynt að kafa eftir stúlkunni. Líkur eru til, að þessir æfðu sundmenn hefðu komizt að bílnuin í vatninu, hefðu þeir reynt. Straumurinn hefði ekki átt að vera meiri en svo. Dregið er í efa, að Kennedy hafi synt til lands úr eynni (sem hann hefði alveg eins getað farið akandi). Frásögn hans af þeim sundspretti, þar sem hann segist hafa verið hætt kominn og sig hafi rekið í ákveðna átt, virðist ekki fá staðizt. Hann hefði, miðað við strauina, átt að reka í þveröfuga átt við það, sem hann sjálfur segir. Engin aðgengileg skýring er til á því, hvers vegna Kennedy leitaði ekki strax í næstu hús, þar sem fólk var heima, til að kalla á hjálp, sem hefði þá borizt á nokkrum mínútum. Því síður er til viðunandi skýring á því, hvers vegna tíu stundir liðu, áður en hann og vinir hans skýrðu frá atburðunum. Kennedy segir sjálfur, að framkoma sín hafí verið ,,óskiljanleg”, en hann hefur ekkert gert til að svipta hulunni af því, hvað raunverulega gerðist. Sumum kann að finnast þetta ,,prívatmál” ekki eiga að skipta miklu við val stjórnmálamanna. En Banda- ríkjamenn vilja ekki velja til forseta mann, sem i bezta tilviki er jafnhætt við að slái út í fyrir og Kennedy, eða hugsanlega er að fela annað verra. Okkur er hollt að minnast þess, að forseti Bandaríkjanna situr með fingurinn við kjarnorkuhnappinn. r v r Tekst að rétta við efnahaginn í Tyrklandi? — OECD-f undur um málið í París f næstu viku Fulltrúar ríkja i Efnahags- og framfarastofnuninni OECD munu koma saman til fundar í París í næstu viku til að ræða um hvað gera megi Tyrklandi til aðstoðar í þeim efna- hagsörðugleikum sem hrjá landið. Rætt verður hve mikið hægt sé að lána Tyrkjum, á hvernig kjörum og hve fljótt fjármagnið geti legið fyrir til ráðstöfunr. Fundurinn, sem verður á miðvikTt- daginn, er bein afleiðing af viðleitni Vestur-Þjóðverja undir forustu þeirra Hans Matthöfer fjármálaráð- herra og Helmut Schmidt kanslara um sameiginlegar aðgerðir vestrænna ríkja Tyrkjum til stuðnings. Matthöf- er hefur að undanförnu farið á milli höfuðborganna Bonn, Parísar, Tókíó og Washington. Hann hefur hvatt ráðamenn þar til að lána Tyrkjum og einnig að veita þeim frekari greiðslufrest á eldri lánum. Byltingin i Íran hefur i auknum mæli beint augum vestrænna ráða- inanna að Tyrklandi. Tyrkland er í Atlantshafsbandalaginu og er eina ríkið i þeim samtökum sem hefur sameiginleg landamæri bæði með íran og Sovétríkjunum. Talið er að ákvörðun um aðstoð vesturveldanna við Tyrkland muni ráða framtið hinnar hægri sinnuðu ríkisstjórnar Suleyman Demirel. Var það i sjötta skipti, sem hann myndar stjórn á síðustu fimmtán árum. Demirel vann kosningasigur í haust á grundvelli hástemmdra loforða sem hann gaf kjósendum. Hann heldur því fram að nú þegar sé búið að út- vega þá þrjá milljarða dollara sem Tyrkland vantar sárlega til að standa undir nauðsynlegustu greiðslum af fimmtán milljarða dollara erlenduin skuldahala. Hvort það er rétt kemur í Ijós á Parísarfundi OECD. Að sögn Demirels skiptast þrir milljarðarn- ir þannig að 1,6 milljarðar koma frá ýmsum OECD ríkjum, 600 milljónir Miklar umræður hafa átt sér stað um málefni Iandbúnaðarins i tilefni af tillöguflutningi ríkisstjórnarinnar um 3 milljarða kr. lán til Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Við full- trúar Alþýðuflokksins höfum bent á að skv. efni tillögunnar og málflutn- ingi fjármálaráðherra um að ríkis- sjóður muni greiða afborganir og vexti af láninu, þá sé hér raunveru- lega um styrk úr rikissjóði að ræða og lántöku ríkissjóðs. Blekkingar- leikur af þessu tagi eigi því ekki að eiga sér stað, sé vafasainur að lögum og tæpast séu til fordæmi fyrir svona vinnubrögðum. Þó að svona vinnu- brögð séu fráleit og forkastanleg eru þau þó ekki alvarlegasti þáttur máls- ins. Ofbeit, skattpíning, þrældómur, Irfs- kjaraskerðing Alvarlegasti þáttur málsins er sá að islenzkur landbúnaður er í ógöngum. Öngþveitið í islenzkum landbúnaði lýsir sér i þvi að kerfið ginnir islenzka bændur til þess að slíta sér út fyrir aldur fram við að framleiða vörur, sem ekki eru seljanlegat^ nfmj4 til komi stórkostleg skattlagning á fólk- ið i landinu til þess að greiða með sölu þeirra ofan í útlendinga. Á sama tíma er landið ofbeitt og gengið á gróður þess. Sú stefna sem fylgt hefur verið er óþolandi fyrir bændur þessa lands og ber i sér lífskjara- skerðingu þjóðarinnar allrar. Kaupa f rest, kaupa frið Þrátt fyrir þessar staðreyndir og þrátt fyrir að núverandi stefnumörk- un þýði um 320 þús. kr. skatt á hverja fimm manna fjölskyldu vegna framleiðsluársins 1980, þá.örlar ekki á stefnubreytingu af hálfu ríkis- stjórnarinnar eða meirihluta Al- þingis. Þrátt fyrir þetta er sama takt- fasta, venjubundna hringrásin troðin. Frumvarp ríkisstjórnarinnar er einungis eitt skref enn í þessari hringrás vanans og uppgjafarinnar. Á meðan á að kaupa frest, kaupa frið, eins og vandinn muni leysast af sjálfu sér. En til þess er þó engin von. Þvert á móti mun vandinn að Kjallarinn KjartanJóhannsson óbreyttri stefnu stigmagnast á kom- andi árum og verða landbúnaðinum óbærilegur. Ábyrgð Fram- sóknar, Sjálfstæðis- flokks og Alþýðu- bandalags Ábyrgð Alþingis i þessu máli er inikil. Sökudólgar ógangnanna eru nefnilega Framsóknarflokkur, Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðubandalag, sem standa vörð um þetta vitfirrta kerfi. Það er ekki við bændur að sak- ast. Þeir hljóta að bjarga sér sem bezt þeir geta innan kerfisins, sem þeir búa við og þá m.a. með framleiðslu- aukningu og eru reyndar hvattir til hennar eins og kerfið er uppbyggt. Bændum verður því ekki um kennt, heldur hvilir ábyrgðin á Framsóknar- flokki, Sjálfstæðisflokki og Alþýðu- bandalagi. Aðgöngumiði að frambúðarlausn Það getur þurft að greiða úr stundarvanda með fjárútlátum. Það höfum við alþýðuflokksmenn ekki synjað fyrir, en við höfum viljað binda það því skilyrði að skilmerkileg og fastbundin stefnubreyting til frambúðar næði fram að ganga. Við höfum talið að útgjöld núna ættu þá að vera aðgöngumiði að framtiðinni eða frambúðarskipan. Stuðningur okkar við útgjöld á líðandi stund er því bundinn við að nýskipan kerfisins nái fram að ganga. Sjómenn taka á sig skerðingu Á hinn bóginn höfum við talið að landbúnaðinum, vinnslustöðvum og bændum væri hollt að taka á sig hluta vandans. Landbúnaðurinn á ekki að vera stikkfrí frá úrlausn eigin vanda. Það er engri atvinnugrein hollt. i sjávarútvegi er afli takmark- aður með ýmsum hætti. Sjómenn og útgerðarmenn látaj sér lynda að búa þannig við minni'tekjur um sinn en þeir gætu annars haft. Þeir gera þetta til þess að tryggja framtíðarafkomu sína og afkomuöryggi. Þeir leggja þannig sitt af mörkum sem aðgangs- eyri að framtíðarafkomu sinni. Á sama hátt verður að ætla landbún-

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.