Dagblaðið - 27.06.1980, Síða 11

Dagblaðið - 27.06.1980, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1980. gegn sambandinu við Egyptaland árið 1958. Vegna afstöðu sinnar hafði hann nokkrum sinnum verið fangelsaður en eftir að Baathsósialistar náðu völdum endan- lega var ann rekinn úr starfi sínu við herskólann og tók þá til bragðs að flýja til Libanons. Eftir stríðið 1%7 milli ísraels og Araba skrifa Khalil Brayez tvær bækur „The Downfall of The Golan” og „From the Golan Files”, þar sem hann gagnrýndi harðlega frammistöðu sýrlenzka hersins i striðinu, sérstaklega þó Hafez Assad, sem þá var yfirmaður flughers Sýr- lendinga. Eftir stjórnarbyltingu 1970 varð Assad forseti landsins og skömmu síðar rændu sýrlenzkir leyniþjónustumenn Khalil Brayez i Líbanon og fluttu hann til Dam- askus. Fyrstu þrjú árin var ekkert um hann vitað, en síðan 1973 hefur fjöl- skylda hans fengið að heimsækja hann einu sinni í mánuði. Sem fyrr segir hefur mál Khalils Brayez aldrei komið fyrir rétt og sýrlenzk yfirvöld hafa ekki gefið út neina skýringu á fangelsun hans. Skrifa ber til: President Hafez Assad Presidential Palace Damascus, Syrian Arab Republic Samad Ismail frá Malaysiu, ritstjóri, er fæddur árið 1924, kvæntur og margra barna faðir. Hann var áður ritstjóri „The New Straits Times” og talinn einn af þekktustu og virtustu menntamönn- um lands síns. Hann hefur verið í ein- angrun i fjögur ár á grundvelli laga um öryggi í innanlandsmálum. Sem ungur maður var Samad Ismail virkur þjóðernissinni og fang- elsuðu Bretar hann tvisvar þess vegna. Margir telja hann einn fremsta núlifandi rithöfund á malay- iska tungu og hann hefur verið sæmdur merkustu verðlaunum i landi sínu fyrir blaðamennsku og bókmenntagagnrýni. Árið 1976 var hann handtekinn og sakaður um að „reyna að draga úr viðnámi Malaysiumanna gegn hugmynda- fræði kommúnismans”. Samkvæmt lögunum, sem fangelsun hans byggist á, má halda mönnum i 60 daga varð- haldi í sérstökum varðhaldsbúðum, en siðan er gert ráð fyrir að þeim verði annaðhvort sleppt eða þeir dæmdir i allt að tveggja ára fram- haldsvarðhaldsvist í þessum búðum. Er Samad Ismail eini fanginn, sem Amnesty International veit um, sem hefur verið haldið svo lengi í sleitu- lausu varðhaldi á grundvelli þessara laga. Vinsamlegast biðjið um að honum verði sleppt þegar i stað eða að hann verði leiddur fyrir rétt hið allra fyrsta. Skrifa ber til: Tan Sri Ghazali Shafie, Ministcr of Home Affairs Jalan Datuk Onn, Kuala Lumpur, Malaysía. ingu mannsins til þess að beisla ork- una. Maðurinn einn með líkamsafl sitt gerir tæpast betur en afla sér nægrar fæðu. Stundir til menningar- iðkana og æðri hugverka koma ekki fyrr en beislun orkunnar léttir brauð- stritið. Dæmi eru um fornar menn- ingarþjóðir sem misstu tök á menn- ingu sinni þegar þær höfðu brennt upp orkugjöfum sínum og urðu að verja öllum sínum tíma í brauðstrit. Stundum hefur því verið slegið fram nú á dögum að orkunotkun þjóðar á íbúa sé góður mælikvarði á lifskjör þjóðarinnar. Þeim mun meiri orkunotkun, þeim mun betri lifskjör. Sjálfsagt er þetta ekki algilt fremur en aðrir mælikvarðar. Orkunotkun siðari ára hefur líka valdið verulegum deilum og sjónar- mið umhverfisverndar og mengunar- varna hafa orðið æ sterkari. Flestir eru þó þeirrar skoðunar að erfitt muni reynast „að hverfa aftur til jarðarinnar” og draga verulega úr orkunotkun. Því muni óhjákvæmi- lega fylgja rýrnun lífskjara. Þjóð sem reynir að hætta orku- notkun mun fljótlega komast á stig vanþróaðra ríkja. Kjarnasamruni hefur ekki í för með sér umhverfisvandamáJog geisl- un þarf nær engin að verða ef rétt er á haldið. Geislavirk úrgangsefni eru engin. í ljósi fortíðarinnar geta menn reynt að rýna í framtíð mannkynsins, þegar kjarnasamruni verður tæknilega framkvæmanlegur og orkan ódýr og yfirdrifið nóg. Þá verður ekkert mannsandanum óviðráðanlegt. Kjarnasamruni Kjarnasamruni byggist á samruna léttra frumeindakjarna, þannig að þeir mynda þyngri kjarna og annað frumefni. Draumur gömlu gull- gerðarmannanna um að breyta einu frumefni í annað hefur því ræst í kjarnasamrunaog kjarnaklofnun. Við kjarnasamruna eins og kjarna- klofnun tapast efni (massi) og breytist KjaUarinn GuðmundurG. Þórarinsson í orku. Efnahvarfið byggist á jöfnu Einsteins E = mc' (orkan sem mynd- ast er jöfn efnismassanum, sem tapast margfaldaö með ljóshraðan- um í öðru veldi). Visindamenn ræða mest um sam- runa tveggja tvíþungra vetnisfrum- einda eða samruna tvíþungrar vetnis- frumeindar við þríþunga vetnisfrum- eind(tritium). Eins og fyrr segir losnar við kjarnasamruna gífurleg orka. Sólin framleiðir sina orku með kjarnasam- runa, þar sem efnismagn breytist í orku. Þannig breytir sólin 4 milljón- um tonna af efni í orku á hverri sek- úndu. Orkuframleiðsla sólarinnar byggist á samruna kjarna venjulegra vetnis- frumeinda en ógerlegt er að líkja eftir aðstæðum í sólinni hér á jörðinni svo við verðum að láta okkur nægja að framkalla samruna vetnissamsæta. Það er langt síðan fyrst tókst að framkalla kjarnasamruna í rann- sóknastofu. Gallinn er bara sá að enn sem komið er þarf til þess miklu meiri orku en kjarnasamruninn fram- leiðir þannig að nettóframleiðsla orku verður engin eða öllu heldur neikvæð. Til þess að fá fram keðjuverkun eöa kjarnasamruna, sem heldur áfram, viðheldur sér og framleiðir meiri orku en hann notar, þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Hið fyrsta er gífurlegt hitastig eða um 100 milljón gráður á Celcius. Hið síðara ef svo má kalla er að ná fram nægilegum þéttleika vetniseindanna í nægilega langan tíma til þess að árekstrar eindanna komi fram og samruni verði. Þetta skilyrði er i reynd að marg- feldi þéttleikans og tímans sem hann helst verður að ná ákveðnu lágmarks- gildi. Þessi „einföldu” skilyrði er mjög erfitt að uppfylla. Þegar búið er að hita vetnið upp í 100 milljón°C, getur ekkert efni hamið það, enginn geymir geymt það. Allt efni er löngu gufað upp við þetta hitastig. Menn gripu því snemma til þess ráðs að reyna að hemja vetnið með segulsviöi, halda því i segulflösku. Við 100 milljón °C er allt efni klofið í jónir og ástand efnisins er kallað „plasma" eöa fjórða ástand efnis. Hin eru fast efni, vökvi og loft- tegund. Meginvandinn er að menn þekkja hreinlega ekki eðlisfræðilögmál þau sem gilda fyrir hið gifurlega heita plasma eða þau áhrif sem plasmað verður fyrir i rafsegulsviði. Þessi lög- mál eru þó að skýrast fyrir mönnum því fleiri og viðameiri tilraunir sem gerðareru. Auk tilraunanna með kjarnasam- runa í „segulflösku”, fara fram viða- miklar tilraunir með kiarnasamruna í örlitlu hylki efnis, þar sem hitastigið er framkallað með gífurlega sterkum leysigeislum. Kjarnasamruni verður á minna en billjónasta hluta úr sek- úndu i örlitlum hluta hylkisins, en 500 hylki eru á stærð við eitt hrís- grjón. Til þess að ná fram lágmarks- gildi á margfeldi þéttleika efnisins og tímans sem þéttleikinn varir, þarf við þessa tilraun gífurlegan þéttleika þar sem tíminn er svo stuttur eða minni en billjónasti hluti úr sekúndu. Þéttleikinn er framkallaður að mestu af sprengingunni sjálfri. Likt og þegar eldflaug er skotið á loft, þrýstir hún meðgífurlegu afli á jörð- ina, þannig þrýsta þær agnir, sem fljúga frá hylkinu við sprenginguna plasmanu saman í gífurlegan þétt- leika sbr. lögmálið um átak og gagn- tak. í stað þess, að kjarnasamruninn i segulflöskunni er hugsaður sem sam- felldur efnaferill, er í leysitilrauninni gert ráð fyrir afmörkuðum spreng- ingum með ákveðnu millibili. Efnis- magnið sem tapast breytist í báðum tilvikum i hreyfiorku. Tæknilegi þátturinn er síðan að höndla þessa hreyfiorku og breyta henni i virkjan- lega orku. Mörg tæknileg verkefni kjarna- samruna eru erfið úrlausnar. Má þar nefna að framkalla hiö gífurlega háa hitastig, ná fram geysilegum efnis- þéttleika, búa til gífurlega sterkt segulsvið, en það er gert með ofur- leiðni i málmum, sem fæst með þvi að kæla þá niður í því sem næst 0°K eða um —270°C. Nota þarf hárnákvæma þétta agnageisla og háorkuleysa. Eins og fyrr segir eru vísindamenn á réttri leið. Tilraunastöðin NOVA, sem nú er verið að smiða í Lawrence Livermore Laboratory í Kaliforniu í Bandaríkj- unum, á að framkalla kjarnasamruna með leysitækni. Afl stöðvarinnar er 300 TW. Til samanburðar eru allar vatnsaflsvirkjanir íslendinga saman- lagt um 0.0005 TW að afli. Þetta afl þarf stöðin þó aðeins að framleiða í um einn billjónasta úr sekúndu. Orkukreppan Orkukreppan sem heimurinn býr nú við er þvi tímabundin og spurn- ingin er því aöeins, hversu langur tími líður þar til maðurinn nær tök- um á k jarnasamrunanum. Nýlega varð ég þeirrar ánægju að- njótandi að ræða framtíð kjarnasam- runans við prófessor Richard Post i Lawrence Livermore Laboratory í Kaliforníu, en prófessor Post hlaut tiltölulega nýlega Maxwell verölaunin fyrir rannsóknir sínar og starf að kjarnasamruna. Þessi maöur, sem hefur helgað leyndardómum kjarnasamrunans 25 ár ævi sinnar, var mjög bjartsýnn á að upp úr næstu aldarnótum yrði farið að reisa fyrstu orkuverin, knúin kjarnasamruna. Eigi skal ég leggja dóm á tímasetn- inguna, en líklegt þykir mér, að þessi maður sé dómbærari á þessa hluti en margir aðrir. Ef hann reynist sannspár, þá snýst slagurinn við orkukreppuna ein- göngu um að brúa bilið. Leysa orku- þörfina þau 15—20—25 ár sem líða þar til kjarnasamrunadraumurinn verðuraðveruleika. Sjálfsagt mun þó mörgum þykja það langur og erfiður tími. Hitt varðar þó mestu, að framundan hillir undir endanlega lausn. Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður. „Þungt vetni á jöröinni er talið nægilegt til þess aö sjá öllum jarðarbúum fyrir allri orku í 100.000 milljón ár eða 10 sinnum lengur en talið er að sólin geti „lifað”.”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.