Dagblaðið - 27.06.1980, Síða 28

Dagblaðið - 27.06.1980, Síða 28
Viðræður BSRB og ríkisins: „ALLT STENDUR FASTI ÞESSUM VWRÆÐUM” —en ekki rætt um launaþáttinn, segir Kristján Thorlacius „Ríkisstjórnin hefur ekki enn reynzt reiðubúin að ræða launaþátt, vísitölumál, launaupphæð og samn- ingstímabil,” sagði Kristján Thorla- cius, formaður BSRB, i samtali við DB í morgun uni stöðuna i samninga- viðræðunum. Kritsján kvað viðræður hafa verið i undirnefndum síðustu daga og þeim yrði haldið áfram i dag. Á mánudag verður haldinn sáttafundur með ríkissáttasemjara. Engar viðræður verða um helgina. Kristján Thorlacius kvaðst ekki átta sig á þeim ummælum Ragnars Arnalds fjármálaráðherra i Þjóðvilj- anum í morgun að samningaviðræð- urnar væru komnar á nýtt stig. ,,En nú á næstu dögum þarf að reyna á hver framvindan verður.i Ríkisstjórnin hefur ekki treyst sér til að taka afstöðu en ef ummæli Ragnars þýða að þar hafi orðið breyting á fagna ég því,” sagði Krist- ján. „Annars er allt fast í þessum við- ræðum. Það hefur þokazt áfram i sambandi við réttindamál, en stórum atriðum þar er enn ólokið. Eins hefur sáralítið þokazt í sambandi við kröfugerð hjá undirnefndum,” sagði Kristján Thorlacius. -GM DB-myndin SÞS og Bj.Bj. Mikið jjölmcnni var á útifundi stuðningsmanna Alberts i glampandi sól og hita á Lœkjartorgi Igær. Guðmundur J. á útif undi Alberts á Lækjartorgi: „SVÖRUM DRENGSKAP ALBERTS MEÐ ÞVÍ AÐ SÝNA HONUM DRENGSKAP” —rúmar 10 milljónir söf nuðust í kosningasjóðinn ,,Af vilja til að vera heiðarlegur kýs ég Albert Guðmundsson, hvað sem flokksbræður minir segja. Þegar Albert og Brynhildur setjast að á Bessa- stöðum mun * sjálfstæði ríkja yfir staðnum og allt ísland njóta þess.” Þetta voru lokaorð Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Verka- mannasambandins, á útifundi stuðningsmanna Alberts Guðmunds- sonar á Lækjartorgi í gær. Talið var að 8—10 þúsund manns hafi sótt fundinn og yfír 10 milljónir kr. söfnuðust i kosningasjóð frambjóðandans. Ræðumenn voru Gunnar Thorodd- sen, Birgir ísl. Gunnarsson, Jóhanna Sigurðardóttir alþm. og Jón A. Jónasson, formaður fulltrúaráðs Framsóknarféiaganna auk Guðmund- ar J. Guðmundssonar. Óperusöngvarar sungu, karlakór söng, Pálmi Gunnars- son söng með hljómsveitinni Brimkló og Lúðrasveit Kópavogs blés í lúðra sina. Allir lögðu ræðumenn áherzlu á mikilvægi reynslu Alberts og rómuðu starfsferil hans heima Sem erlendis. Einnig töldu þeir hættulegan áróður rekinn til að sveigja kjósendur til fylgis við annan frambjóðanda, en það helzt vill til að forða því að hinn þriðji komizt að. Töldu þeir Albert hafa mikla sigurmöguleika. Orð Guðmundar J. vógu sterkt á fundinum: „Enginn stendur Albert snúning í alls konar fyrirgreiðslu fyrir reykviskt verkafólk og þess vegna stendur það í þakkarskuld við Albert. Svarið nú drengskap Alberts með því að veita honum drengskap.” Brynhildur Jóhannsdóttir flutti á- varp i bundnu máli og Albert lýsti góðum móttökum á fundum um allt land og skoraði á Reykvíkinga, sína samborgara, að verða sterkur hlekkur i þeirri baráttukeðju sem nú nær um allt land. -A.St. Fóöurbætisskatturinn veröur endurgreiddur —f ramleiðendum eggja, f ugla- og svínakjöts „Fóðurbætisskatturinn verður laus. til að koma i veg fyrir offramleiðslu endurgreiddur framleiðendum fugla- „í umfjöllun stuðningsmanna rik- mjólkurafurða,” sagði Óiafur. og svinakjöts og eggja,” sagði Olafur isstjórnarinnar um fóðurbætisskatt- ‘„Honum er alls ekki ætlað að draga Ragnar Grimsson, formaður þing- inn var alger samstaða um að hann úr framleiðslu á fugla-og svínakjöti. flokks Alþýðubandalagsins, í morg- yrði endurgreiddur framleiðendum Ákvörðun um form og upphæð un. Hann sagði aðótti þessara fram- fugla- og svinakjöts og eggja. endurgreiðslnanna verður brátt tck- leiöenda við skattinn væri ástæðu- Skatturinn er fyrst og fremst ætlaður in.” -HH frfálst, áháð dagbleð FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1980. „Verið er að misþyrma reglum lýð- ræðisins” — sagði PéturJ. Thorsteinsson á fjöl- mennum kosningafundi íHáskólabíóifgær ,,Ég tel dagana þangað til ég má hætta að tala um sjálfan mig,” sagði Pétur Thorsteinsson á mjög fjölmenn- um kosningafundi stuðningsmanna hans i Háskólabíói í gærkvöldi. „Mér var ekki ljóst, hve störf mín voru lítið þekkt með þjóðinni. Ég vissi ekki, að ég þyrfti að vera fjölmiðlapersóna. Ríkisfjölmiðlarnir brugðust, því kynn- ing þeirra var lítil og léleg. Hver veit nema staðan hefði verið önnur ef kynn- ingin hefði verið meiri,” sagði Pétur meðal annars. Á fundinum kom fram mjög hörð gagnrýni á þátt ríkisfjölmiðlanna i kosningabaráttunni og þá einkum á sjónvarpið. „Það er hneyksli sem seint fyrnist yfir,” sagði Davíð Sch. Thor- steinsson um þátt sjónvarpsins í kosn- ingabaráttunni. Einnig kom fram á fundinum mjög hörð gagnrýni á þá aðila sem viður- kenndu að Pétur væri hæfasti fram- bjóðandinn en beittu sér nú fyrir kjöri annars frambjóðenda til að koma í veg fyrir kjör þess þriðja. Um það sagði Pétur, að verið væri að misþyrma regl- um lýðræðisins og i hópi þeirra sem fyrir þvi stæðu væru ýmsir áhrifamenn þjóðfélagsins. Hannibal Valdimarsson fundarstjóri tók í sama streng: „Hver sá sem ekki kýs þann er hann er sann- færður um að sé hæfastur, hann bregzt skyldum lýðræðisins.” „Við þurfum gð sýna stórhug og kjósa okkar beztu menn,” sagði Erna Ragnarsdóttir. „Hvenær er meiri þörf á að velja reyndan og vitran hæfileikamann en nú?” sagði Matthías Bjarnason al- þingismaður. Auk þeirra töluðu á fundinum sr. Karl Sigurbjörnsson, Jóhann G. Jóhannsson og frú Oddný Thorsteinsson. Háskólabíó var fullt út úr dyrum og urðu margir frá að hverfa vegnaþrengslaá fundinum. -GAJ Líkvélstjórans áLaxáfundið Lík Kristins Ásmundssonar, vél- stjóra á Laxá, sem hvarf i Helsinki í Finnlandi 23. maí sl„ fannst þar í höfninni fyrir síðustu helgi. Voru það félagar Kristins heitins af Laxá sem fundu líkið þegar þeir gerðu ítarlega leit í höfninni þar sem skipið lá þegar Kristinn hvarf. Áður höfðu yfirvöld í borginni gert mjög rækilega leit, höfnin verið slædd og kafarar leitað. Kristinn Ásmunds- son var 52 ára og lætur eftir sig eigin- konu og tvö börn. -EVI. i.UKKUDAGAR:~ 27. JÚNÍ: 2251 Philips vekjaraklukka m/útvarpi _ Vinningshafar hringi í sfma 33622.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.