Dagblaðið - 03.07.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 03.07.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1980. 9 Verðjöf nunarsjóður f iskiðnaðarins: Greiðir 5-600 milljónir út september „Við samþykktum að greiða 5— 600 milljónir úr sjóðnum fram til loka september,” sagði Davíð Ólafs- son seðlabankastjóri I samtali við DB. En Davíð er jafnframt formaður stjórnar Verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins sem samþykkti þessa hækkun á greiðslum til frystihús- anna. Áhöld eru um hvort nægjan- legt fé sé i sjóðnum en vonir standa þó til að svo sé. Er þessi hækkun í samræmi við beiðni Steingríms Hermannssonar sjávarútvegsráðherra sem fór fram á þessa hækkun til að mæta tapi frystihúsanna vegna aukinnar fram- leiðslu þorskblokkar í stað þorsk- flaka. í lögum um sjóðinn stendur að þeg- ar greitt sé úr honum eigi að taka tillit til óeðlilegra breytinga er verða á mörkuðum erlendis. „Þetta er jú góðra gjalda vert, en hins vegar er langt síðan ég fór fram á þetta i blaðagrein og má segja að þetta komi fullseint,” sagði Eyjólfur ísl'eld Eyjólfsson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna i samtali við DB. Á hann hér við samþykkt stjórnar Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins um að greiða hærri upphæðir til frystihúsanna. Sala þorskblokkar gengur mun betur en sala þorskflaka á Banda- ríkjamarkaði. Hins vegar er verðið á blokkinni um 30% lægra heldur en á flökunum svo aukin framleiðsla á blokk skerðir tekjur frystihúsanna til muna. —BH. Aðalatriði við nýtt messuform: MEIRIÁHERZLA Á BÆN 0G L0FGJÖRÐ „Minni áherzla verður á presti og fræðslu, en meiri áherzla lögð á bæn og lofgjörð safnaðarins. Aðalatriðið er að fá fólk til þess að vera meiri þátt- takendur við messuna og að það biðji saman, syngi saman og gleðjist saman,” sagði séra Bernharður Guðmundsson fréttafulltrúi biskups um nýtt messuform sem samþykkt var einróma á fjölmennri prestastefnu sem er nýlokið. Séra Bernharður sagði einnig að altarisgangan yrði meira felld inn í og þar yrði meiri áherzla lögð á þakkar- gerð en iðrun og yfirbót. Þetta messuform tíðkaðist hér fyrir miðja 19. öld en var þá fellt niður. Með því að endurvekja það verður það eins og i lúterskum kirkjum erlendis. Gert er ráð fyrir að tónsöngur Sig- fúsar Einarssonar verði áfram almennt notaður og hátíðarsöngvar Bjarna Þor- steinssonar ásamt sigildum kirkjusöng. -EVI. Sandspyrna Bifreiðaklúbbur Skagafjarðar gengst fyrir sandspyrnukeppni laugardaginn 5. júií ki. 13:30. Upplýsingar og þátt- taka tilkynnist Gesti Friðjónssyni, sími 95-5685. SEUUM ÍDAG:— BroncoR árg. '76, ekinn aðeins 40 þús. km. Brúnn og hvítur — með útvarpi og kassettutæki. Toppbíii — Einstakt tækifæri. TÖGGURHF. SAAB UMBOÐIÐ ----Bildshófði 16 110Reykjavík Simi 81530- Fjórir fimmtu hlutar þeirra. sem skapa hljúmsuitina Krirtryk. Þeir kuma fyrst fram opinherlega nm mirtjan þennan niánurt. — Á myndina tantar l.árus (irimssnn, en hinir eru l'rygmi lliihner, Pétur Hjaltested. Pálmi (íunnarsson og Sigurrtur Karlsson. I.júsm.: I.oftnr. Pálmi Gunnarsson stofnar hljómsveit: „Við köllum hanaFriðryk” — Sólóplata Pálma væntanleg í þessum mánuði „Við ætlum að kalla hljótn- sveitina Friðryk,” sagði Pálmi (iunnarsson söngvari og bassaleikari er DB ræddi við hann um nýstofnaða hljómsveit hans. „Þetta nafn á áreiðanlega eftir að veltast fyrir l'ólki. Með því að setja ypsilon i það gerum við mannsnafnið merkingarlaust.” Með Pálma i Friðryki verða fjórir þjóðkunnir popparar, þeir Sigurður Karlsson trommuleikari, Tryggvi Hilbner gítarleikari og hljómborðs- leikararnir Pétur Hjaltested og Lárus Grintsson. Hljómsveilin tekur til slarfa um tniðjan þennan mánuð. Það er fleira að gerast hjá Pálma i mánuðinum en hljómsveitarstofnun. Sólóplata hans Hvers vegna varst’ ekki kyrr kemur á markaðinn áður en mánuðurinn er liðinn. Jón Ólafsson hjá Hljómplötuútgáfunni hf. sagði i samtali við DB að ekki væri hægt að timasetja útkomu hennar nákvæm- lega en platan væri i pressun þessa dagana. Á plötu Pálma verða tólf lög, þar af ellefu islenzk. Eilt þeirra komúlá tveggja laga plötu fyrr á þessu ári. Það er að sjálfsögðu Eitt lítið andar- tak eftir Magnús Kjartansson. Það lag var í kvikmyndinni Veiðiferð. Aðrir lagahöfundar eru Arnar Sigur- björnsson, Ragnhildur Gísladóttir, Magnús Eiriksson og Jóhann G. Jóhannsson sem samdi titillag plötunnar. Pálmi Gunnarsson hefur að und- anförnu komið fram með hljóm- sveilinni Brimkló og kynnt lög af plötunni. Meginhluti laganna á henni er hressilegt rokk, að sögn útgefand- ans. -ÁT- M0T0CR0SS FATNAÐUR í ÚRVALI VINDKÚPUR fyrir stóru hjólin og einnig fyrir 50 cc hjólin, mjög fallegir med lituöu gleri. POSTSENDUM KARL H. COOPER VERZLUN - HÖFÐATÚNI 2 SÍMI 10-2-20

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.