Dagblaðið - 03.07.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 03.07.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1980. 15 3 þróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir sinu i uær. I frí'ttinni er sact frá upphafi altinnu Fór baráttuviljinn út með Kirby? —FH-ingar sigruðu Skagamenn í annað skiptið í röð 3-1. Nú í bikamum og öll mörkin komu á síðustu 23 mínútum leiksins i Kaplakrika FH-ingar ráku af scr slyðruorð síðustu leikja og sigruðu Akurnesinga 3—1 i 16-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í gærkvöld. Sigur FH var ekki ósann- gjam ef i heildina er litið en lengi vel framan voru Skagamenn sterkari aðil- inn. Hvorugt liðanna náði þó að skapa sér umtalsverð færí og það var ekki fyrr en á 43. mín. að ástæða var til að lyfta pennanum. Þá gaf Krístinn Björnsson vel fyrir markið en Júlíus Pétur Ingólfsson skaut vel yfir úr þokkalegu færí. Minútu síðar fékk Sigurður Lárusson knöttinn á sama punkti eftir sendingu Krístins en skot hans fór einnig yfir. Siðari hálfleikurinn var mun fjörugri enda þurfti ekki mikið til að bæta um betur frá þeim fyrri. Skagamenn voru mun atkvæðameiri framan af hálf- leiknum og FH skapaði sér ekki eitt einasta færi að heitið gat fyrr en á 67. mínútu og þá lá knötturinn í nelinu. Helgi Ragnarsson og Magnús Teitsson unnu þá laglega saman úti á hægri kantinum og Magnús gaf fyrir markið. Þar tók Pálmi Jónsson knöttinn laglega á brjóstið, sneri siðan á Jón Gunnlaugsson og skoraði gullfallegt mark í hornið fjær, 1—0. Að vanda tókst FH-ingum ekki að halda forystunni nema í skamma stund. Ólæknandi kvilli i þeim her- búðum að því er virðist. Eftir horn- spyrnu Kristjáns Olgeirssonar missti Friðrik, markvörður knöttinn yfir sig. Eftir darraðardans sveif knötturinn i boga áleiðis i markið. Viðar Halldórs- son sá sér ekki annað fært en slá knött- inn og var þvi dæmd vítaspyrna rétti- lega. Kristján framkvæmdi spyrnuna laglega en Friðrik varði meistaralega í horn. Kristján tók þá hornspymu á nýjan leik og aftur sigldi knötturinn yfir höfuð Friðriks til Jóns Gunnlaugs- sonar, sem var við markteigshomið. Skalli hans hafnaði örugglega í netinu, 1—1. í stað þess að brotna niður eins og áður tóku FH-ingar öll völd á veliinum — batamerki í þeirra herbúðum. Á 77. minútu gaf Valur Valsson vel fyrir markið, Jóni Gunnlaugssyni mistókst að ná til boltans og hann barst til Magnúsar Teitssonar, sem gat ekki annað en skorað 2—I. Á 89. mínútu bætti Helgi Ragnarsson síðan þriðja markinu við, ef hægt er þá að skrifa það á hann. Valur gaf vel þvert fyrir markið yfir alla vamarmenn Skaga- manna. Helgi fékk knöttinn rétt utan markteigs í lokuðu færi. Tók hann þá það ráð er oft gafst vel í 4. og 5. flokki og þrumaði af öllum lífs og sálar kröft- um inn i þvöguna. Dæmið gekk upp því einn varnarmanna Skagamanna rak skankann í tuðruna, sem þaut yfir lín- una. E.t.v. var sigurinn í stærra iagi en þegar öllu er á botninn hvolft var hann sanngjam. FH-ingar geta þvi verið ánægðir með sinn hlut í gær og von- andi dugir þessi bikarsigur til að lyfta þeim af botni 1. deildarinnar. Til þess að svo megi verða þurfa þeir að sýna örlitla hörku og vera færir um að snúa jafntefli upp í sigur. Skagamenn geta engum nema sjálfum sér um kennt hvernig fór. Liðið virkaði áhugalaust lengst af og spumingin er aðeins sú hvort Kirby hafi tekið baráttuvilja leik- manna með sér út til Englands. Gengi Skagamanna fyrir komu hans, á meðan dvöl hans stóð og eftir að hann fór er eins og pýramidi í laginu. Verði ekki bót á þessu er þess ekki að vænta að Skagamenn verði í baráttunni um titil- inn i sumar. -SSv. DB-nnnd Bjarnleifur. ÓTSPOR SRÓDUR Dortmundímorgun Guðlaugsson leikur sem kunnugl er með Fortuna Köin. Nú eru sex ár liðin frá því að bróðir Atla, Jóhannes Eðvaldsson, hóf glæstan knattspyrnuferil sinn á erlendri grund og verður fróðlegt að sjá hvort Atla vegnar eins vel og stóra bróður. -GAJ. ðbrást ir unnu varofstórmiöaðvið íiksins mönnum liðsins vikið af leikvelli. Einnig mis- notaði Stefán víti á þessu tímabili. Það var komið fram í miðjan síðari hálfleik þegar Bjarna tókst að laga stöðuna í 12—15 með marki úr víti. Danir skoruðu 12—16 en Kristján skorar 13—16 úr viti sem Þorbergur hafði fískað. Stefán minnkar muninn i 14—16 með góðu langskoti en næstu tvö mörk voru dönsk og fjögurra marka munur á ný, 14—18. Kristján skoraði 15—18 úr viti en Danir svara strax með 15—19 eftir slæm varnarmistök ís- lendinga. Síðan skoraði Bjarni 16—19 úr mjög fallegu hraðupphlaupi og fékk mikið klapp fyrir frááhorfendum. Á lokakaflanum misnot- uðu íslendingar tvö viti og lauk leiknum með sigri Dana, 22—17. Síðasta mark íslendinga gerði Stefán Halldórsson. I Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsþjálfari Isagðist alls ekki vera óánægður með leik is- jlenzka liðsins þar sem það værí alls ekki i góðri iæfíngu nú en Danir hins vegar í toppæfingu. jHann sagði að leikurinn hefði verið jafnari en lokatölur hans hefðu gefíð til kynna og hefði tveggja marka sigur Dana verið sanngjarn. IBeztu menn beggja liða hefðu verið markverð- irnir. Jóhann sagðist búast við þungum róðri ,hjá Dönum á ólympíuleikunum. Jens Einarsson sagði að Danir hefðu greini- jlega haft betra úthald en Islendingar og það ihefði verið afdrifaríkt að misnota þrjú viti á jlokamínútunum. Hann sagðist hafa búizt við danska liðinu sterkara. • Leiv Mikaelsen, landsliðsþjálfari Dana, Ikvaðst ánægður með leik danska liðsins og leikinn í heild. Hann sagði islenzka liðið lofa góðu en það ætti að einbeita sér að „teknisk- ara” spili og leika ekki eins gróft og í þessum leik. Um möguleika Dana á ÓL. sagðist hann ekki vilja spá en liðið ætti að geta leikið betur jen þaðgerði gegn íslendingum. Flest mörk Dana gerðu Jeppesen 5 og Pazyj 4. Stefán Halldórsson 5 (3 víti) og Kristján Arason 4 (3 víti) voru markahæstir í islenzka liðinu. kynnir nýju línuna frá

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.