Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.07.1980, Qupperneq 1

Dagblaðið - 12.07.1980, Qupperneq 1
6. ÁRG.— I.AUGARDAGUR 12. JÚl.Í 1980. — 156. TBI.. RITSTJÓRN StÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.—AÐALSÍMI 27022. VESTMANNA- EYINGARNIR SEM FÓRUST Sjómennirnir tveir, sem fórust með Skuld VE í fyrradag, hétu Gísli Leifur Skúlason, Brekastíg 31 i Eyjum, 35 ára gamall, ókvæntur, og Sigurvin Þor- steinsson, Hásteinsvegi 33, þrítugur að aldri og ókvæntur. Þeir sem björguðust voru mágarnir Ólafur Guðjónsson skipstjóri og Þor- varður Hreiðarsson. Komið hefur í ljós að áhöfn á Skuld gaf upp staðarákvörðun til Tilkynning- arskyldunnar um 20 minútum áður en slysið varð. Á þessum árstíma er aðeins einn tilkynningarskyldutími hjá skipum. Af þessum ástæðum var ekki tekið að óttast um Skuld. -A.Sl. Ekki linnirslysunum: 67 ára gam- all maður léztíum- ferðarslysi Enn eitt dauðaslysið varð í umferð- inni í Reykjavik um þrjúleytið í gær. Þá rákust saman á mótum Langholts- vegar og Elliðavogs fólksbifreið og sendibifreið. Slasaðist þrennt sem i fólksbílnum var, tveir farþegar urðu fyrir minni háttar meiðslum en öku- maður, 67 ára gamall maður, lézt af afleiðingum slyssins. Fólksbifreiðinni var ekið norður Langholtsveg og inn á Elliðavog við bensínstöð Shell. í sömu mund kom sendibifreiðin austan að og varð árekstri ekki afstýrt. Málið var á frumstigi rannsóknar í gær. -A.St. Helluprent: Hrepps- ábyrgðirnar eru hitamál á Hellu — hreppsnefndar- menn deila um upphæðirábyrgða hreppsins fyrir iila stattfyrirtæki — sjábls.5 Þeir Bjarni Sveinsson (sem veifar Ijósmyndaranum á myndinni) og Ólafur Skagavfk fara svo geyst á Flugfisks-bátnum Ingu 02 að fólk sem hyggst sjá þá á ýmsum áfangaleiðum rallsins kemur of seint á góöa útsýnisstaði. Þá eru þeir farnir hjá. Þeir hafa unnið alla áfanga rallsins nema frá Neskaupstað til Kópaskers sem Gustur vann. I gærkvöldi stefndu þeir félagar á Strandir og tsafjörð er DB fór i prentun. DB-mynd R. Th. Sig. Inga 02 siglirnú sem öruggur sigurvegari Sjóralls ’80: „HRINCINN FERÉGÞÓRÓA VERÐISÍÐASTA SPÖUNN” —sagði Daði Hinriksson á Gusti 02 þegar vél bátsins reyndist útkeyrð við Hrísey í gær Inga 02 tók auðveldlega forystuna þegar sjórallsbátarnir voru ræstir frá Akureyri kl. 12.04 í gær. Beðið hafði verið með rásmerkið eins og verða mátti til að sú viðgerð sem framkvæmd_ var á Spörra í fyrrinótt fengi að harðna sem mest. Þeir Bjami og Ólafur á Ingu fóru geyst og stytztu leið út Eyjafjörð- inn spegilsléttan. Þeir munu hafa farið austan við Hrísey, vom við Siglunes kl. 13.14 og renndu inn á Siglufjarðarhöfn kl. 13.30.-Enn einn siglingaáfanginn var að baki með þeirra sigri. Raunir þeirra Daöa og Einars Vals virðast engan enda ætla að taka. Rétt utan við Akureyrarhöfn stöðvuðu þeir vélina og töldu ventaloftspakkningu hafa brostið. Litlu síðar þutu þeir af stað og vora vestan við Hrísey kl. 13.00 en þar stöðvaðist báturinn aftur. Litlu siðar hökti Gustur inn til Dalvíkur. Þar kom i ljós, þegar vélin var mæld upp, að tveir stimplar vélarinnar voru farnir. Viðgerð var útilokuð á staðnum. Ótal FR-menn aðstoða Daða og Einar Val. Allir bjuggust við að þá og þegar myndu þeir lýsa yfir að þeir væru hættir. En það var enginn uppgjafar- tónn í Daða. „Ég á aðra vél í bátinn á ísafirði og ég fæ hana senda. Hringinn skal ég komast þó ég verði að róa siðasta hlutann!” Siðdegis var varavélin komin í flug- vél á ísafirði og lenti sú vél á Akureyri um sjöleytið. Meðan var eldri vélin tekin úr bátnum. Þarna veita FR-menn ómetanlega aðstoð. Gáski og Spörri fóra samsíða út Eyjafjörðinn og sýndu Hríseyjarbúum sjósiglingu með því að fara vestan eyjarinnar. Þeir komu til Siglufjarðar svo til samtímis, Spörri þó 300 metrum á undan, og hlaut stigin 10 en hinn 7 i minni bátaflokknum. Frá Sigluf irði Klukkan 16.30 vora Gáski og Spörri ræstir frá Siglufirði en Inga beið frekari frétta af Gusti ef ske kynni að takast mætti að gera við vélina og báturinn kæmi aftur í leikinn strax. Svo varð ekki, sem að framan greinir, og Inga hélt úr höfn kl. 17.07. Síðustu fréttir af bátunum bárust um FR-stöð á Hrauni á Skaga kl. 19.40 i gærkvöldi þá var Spörri kominn fyrir Horn og Gáski var við Horn. Inga mun þá hafa verið að nálgast Horn en síðast tilkynnti hún sig kl. 18.40 NV af Hrauni á Skaga. Eftir legginn til Siglufjarðar hafði Inga 02 hlotið 77 stig og væntanlega 87 stig á ísafirði í gærkvöldi en þangað áttu bátarnir að koma eftir að DB fór í prentun. Gustur hafði 50 stig á Akur- eyri og þá 64 takist honum að ná til ísa- fjarðar. Sigur Ingu í þessum flokki er þvi öruggur. Spörri hafði á Siglufirði 74 stig og Gáski 62 stig. Lára III varð endanlega úr leik á Eskifirði. Varahlutir sem þar var beðið eftir i gær bárust ekki og þvi tilgangs- laust að bíða lengur. -A.St. Á Akureyri notuðu allir sjórallskappar fritima sinn að hluta til að dytta að bátum sinum og yfirfara allt. Hér eru þeir Sigfús og Kristján á Spörra að lag- færa jafnvægisstýri Gusts. Kristján er í froskmannsbúningi við verkið. DB-mynd R. Th. Sig. Enn gýs í Gjástykki — sjá baksíðu

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.