Dagblaðið - 12.07.1980, Síða 2

Dagblaðið - 12.07.1980, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980. Hægt er að kvarta yfir hundunum, en hvar á að kvarta yfir ólátabörnum? — Bömin yrðu áreiðanlega nýtari borgarar ef þeim væri kennt í æsku að umgangast dýr af virðingu Anna skrifar: Dæmalaust fer í taugarnar á mér hve börn og unglingar eru látin vera lengi úti á kvöldin víðast hvar. Barnaleikvöllur er við hliðina á húsinu þar sem ég bý og þar eru slöttólfsstrákar í fótbolta langt fram á nótt. Þeir nota girðingu vallarins fyrir mark, þannigað glymur sífellt í, og oftar enekki hrekkui boltim yfir girðinguna og inn i garðinn til min. Lasleiki var heima hjá mér á dögunum og sjúklingurinn vildi gjarnan fá að sofa í friði. Þegar klukkan var farin að ganga tólf labbaði ég út að girðingunni og spurði strákana kurteislega hvort þeir ætluðu ekki bráðum að fara að hætta. Þeir héldu nú ekki. Þetta væri leikvöllur fyrir þá og þeir mættu sko vera þarna, ég skyldi bara ekki vera að skipta mér af þeim. Ég varð auðvitað að fara inn við svo búið. Strákarnir héldu áfram í fótboltanum þangað til þeim hentaði að fara inn. Nú vill svo til að börnin min eru uppkomin og flutt að heiman, en við erum með lítinn hund. Ef hundurinn sleppur frá okkur, sem auðvitað getur alltaf gerzt, er hann réttdræpur ef einhver kvartar yfir honum. Nú er ég ekki að halda því fram að börn eigi að vera „réttdræp” hvar sem til þeirra næst, en finnst ekki fleirum eins og mér að börn ættu að fylgja einhverjum lögum og reglum, i það minnsta að þeim sé kennt að viðhafa kurteislegar umgengnisvenjur við fólk? Ég efast ekki um að mæður þessara og annarra fótboltastráka væru fyrstar til að kvarta yfir því ef þær sæju lausan hund á meðan þeim dettur ekki í hug að krefjast einhverr- ar kurteisi af börnunum sínum. Ég hugsa að börnin á íslandi yrðu að miklu nýtari borgurum ef þeim væri þegar í æsku kennt að umgangast dýr, eins og t.d. hunda. Sem betur fer eru til foreldrar í þessu landi sem kenna börnunum sínum að umgangast bæði dýr og fólk með virðingu. En þvi miður er einnig til Börn yrðu miklu nýtari borgarar ef þeim væri þegar i æsku kennt að umgangast dýr, segir bréfritari. DB-mynd: Sveinn. fólk sem æpir á hunda, lemur til þeirra og kærir umsvifalaust ef einhvers staðar sést laus hundur. Ég er ekki að mæla því bót að hundaeig- endur láti hunda sina ganga um frjálsa. Því miður er allt of algengt að ekki sé skeytt um þótt hundarnir gangi lausir. Fáir þekkja það betur en tíkareigendur. Á nokkurra mánaða fresti er ekki hægt að þverfóta fyrir vonbiðlum sem láta öílum illum lát- um til þess að komast inn til sinnar heittelskuðu. Bréfritara blöskrar hvað tannlæknar hafa miklar tckjur. Tannlækna í sjúkrasamlag — eða greiðslur til þeirra verði frádráttarbærar Karíus skrifar: Alveg blöskrar mér hvað tannlæknar hafa miklar tekjur fyrir lítið verk. Hvernig komast þeir upp með þetta? Samþykkja opinber yfir- gjöld virkilega himinháa gjaldskrá þeirra? Af hverju eru tannlæknar ekki teknir inn í sjúkrasamlag eins og læknar? Það kæmi okkur almennum borgurum vel og yfirvöld fengju tækifæri til að hafa eftirlit með raunverulegum tekjum tannlækna. Og vilja ekki tannlæknar bera í eitt skipti fyrir öll til baka þann orðróm að tiundargreiðslum þeirra séáfátt? Ég sting upp á því að greiðslur til tannlækna séu að hluta til a.m.k. frá- dráttarbærar frá skatti. Það mundi leiða til þess að allir viðskiptavinir tannlækna tækju kvittanir, skiluðu þeim með skattframtalinu og þannig fengju skattyfirvöld raunsanna mynd af raunverulegum tekjum þeirra. Vilja ekki einhverjir áhrifamenn taka þessar hugmyndir mínar til athugunar? Lnn emu smni minna lesenaa- dálkar DB alla þá, er hyggjast senda þœttinum llnu, að láta fylgja fitllt nafn, heimilisfang, slmanúmer <ef um það er að rœða) og nafh- námer. Þetta er lltil fyrirhöfn fyrir bréfritara okkar og til mikilla þœginda fyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir a að bréf eiga að vera stutt og skýr. Áskilinn er fullur réttur til að stytta bréf og umorða til að spara rám og koma efhi betur til skila. Bréf œttu helzt ekki að vera lengri en 200—300 orð. Slmatlmi lesendadálka DB er milli kl. 13 og 15 frá mánudögum til föstudaga. HVÍ ER EKKI VEITTUR STYRK- UR TIL KAUPA A GLERAUGUM? Björg skrifar: Ég er nú orðin gömul kona, komin yfir sjötugt, og þarf að nota gleraugu eins og fleiri. Ég er ekki að kvarta yfir ellilífeyri mínum, sem mér finnst gott að fá, en heldur gengur mér illa að ná endum saman. Nú langar mig aö spyrja af hverju tryggingarnar taka ekki þátt í greiðslu á gleraugum eins og gert er vegna heyrnartækja? Viö ræddum við Kristján Guðjónsson, deildarstjóra i Tryggingastofnuninni. Það er aöeins veittur styrkur til þess að kaupa gleraugu fyrir þá sem þurfa á sérstökum gleraugum að h'alda og þá aðeins' með glerjum, ekki til kaupa á umgjörð. Þeir sem nota gleraugu vegna fjærsýni, nær- sýni eða sjónskekkju fá ekki styrk frá Tryggingastofnuninni til þess að kaupa gleraugu. Bréfritara finnst að það ætti að veita styrk til gleraugnakaupa eins or til kaupa á heyrnartækjum. Atriði klippt úr myndinni Halldór Hauksson hringdi: Ég sá dönsku myndina í bogmannsmerkinu (Skyttens Tegn) í Austurbæjarbíói á dögunum. Ég hafði áður séð hana í Danmörku. Nú brá svo við að mér þótti myndin heldur þunnur þrettándi. Búið að klippa heilmikið úr henni. Ég er ekkert að bera á móti þvi að myndin hefur grófan húmor, en hver stjórnar því hér hvað fullorðið fólk má sjá i bíó og hvaðekki? Ég hélt að hver ætti að dæma fyrir sig. Ef myndin er svona djörf má þá ekki setja strangari aídurstakmörk frekar en að reyna að hafa vit fyrir fullorðnu fólki? Svo er það líka annað sem spilar inn i. Þegar sýnt er úr myndinni eru ýmsar senur, sem sjást svo aldrei. Er ekki verið að gefa hér falskar for- sendur fyrir þvi hvað fólk á í vændum aðsjá? Við höfðum samband við Árna Kristjánsson, forstjóra Austurbæjar- bíós: Þessu er auðsvarað. Danir gera 2 kópiur af „porno” myndum sinum. Aðra sýna þeir i heimalandi sínu en hin er sýnd í Finnlandi, Noregi, Ítalíu og viðar. Það er sú mynd, sem við sýnum hér. Þar er ekki um að ræða að myndin sé klippt. Sömu senurnar eru í myndinni en ekki eins djarfar. Ég held að ekki sé orð á gerandi hvernig myndin er auglýst með djörfum senum sem úr henni sjást. Það slæðist kannski eitthvert örlítið brot úr djarfari myndinni með þar. Skoðunarmenn kvikmynda hvorki banna þær né leyfa. Þeir vísa málinu til Ríkissaksóknara. Það eru fulltrúar frá þeim og lögreglustjóra- embættinu sem úrskurða endanlega hvort sýna á mynd eða ekki. I* V m

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.