Dagblaðið - 12.07.1980, Side 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980.
3
\
Yfirgnæfandi meirihluti
þorskur í dragnótinni
Nokkrir úr Garðinum skrifa:
Okkur langar til að fá að vita það
hjá Hafrannsóknastofnuninni, og
sjá það á prenti, hvernig afla-
skiptingin í Faxaflóa hefur verið í
dragnótum síðan hún var leyfð.
Hvaða fiskur var veiddur og hvað
mikiðaf hverjum?
Einnig langar okkur til að vita
hvort möskvastærðin sé ekki 170 mm
eins og lög gera ráð fyrir, eftir þvi
sem við komumst næst. Ef þeim
lögum hefur verið breytt: I hverju er
þá breytingin fólgin?
Við ræddum við Guðná Þor-
steinsson, fiskifræðing hjá Haf-
rannsóknastofnun.
Engar tölur eru enn um hvað
mikið hefur veiðzt í ár. Veiðarnar
voru leyfðar 1. júlí. Það er ljóst að í
aflanum er yfirgnæfandi meirihluti
af þorski. Ekki má veiða á stöðum
þar sem meira en 15% af aflanum er
þorskur.
Aflaskiptingin i fyrra var þessi:
Heildarafli tæp 493 tonn, þar af
92.4% skarkoli, 2.9% lúða, 2.2%
ýsa, 2.5% þorskur.
Möskvastærðin nú er 155 mm og
var henni breytt í fyrra, þótt sumir
veiddu þá i dragnót með 170 mm
möskvastærð.
Spurning
dagsins
Hvernig ætlarðu
að verja helginni?
Guflrún Bjarnadóttir: Ég ætla að fara
með Ferðafélaginu í Landmanna-
laugar, gista þar og ganga til Þórs-
merkur.
Lilja Jónsdóttir: Ég verð i bænum. Fer
kannski á einhvern skemmtistaðinn.
Allir ökumenn
hægra megin
Magnús Magnússon hringdi:
Eg er mikill hjólreiðamaður. Um
daginn lenti ég í allsnarpri deilu við
konu á hjóli. Ég var líka á hjóli. Hún
hjólaði á móti umferðinni og hélt því
fram að það væri samkvæmt um-
feröarreglunum. Ég sagði hins vegar
að maður ætti að fara eftir sömu
umferðarreglum og bílarnir.
Nú langar mig til þess að fá úr því
skorið hvað er rétt, því að þetta getur
orðið til þess að skapa mikla
slysahættu.
Við ræddum við Sigurð Ágústsson
hjáUmferðarráði.
Allir ökumenn, meira að segja þeir
sem aka hjólbörum, eiga að vera
hægra megin og vikja til hægri. Það
hefur skapazt iskyggilegt ástand und-
anfarið út af þessum misskilningi
fólks. Það er mikið um að lítil börn
séu á ferðinni hjólandi á móti
umferð.
Hjólreiðamenn, og meira að segja þeir sem aka hjólbörum, eiga að aka hægra
megin. Þeir eiga að fara eftir sömu umferðarlögum og bílar.
DB-mynd Hörður.
Vongóð gæti
fengið vinning
Ein vongóð spyr.
Ég ligg hér með happdrættismiða
á iþróttafélagið Gróttu, Seltjarnar-
nesi og bíð spennt eftir að vinnings-
númer verði birt, því ég veit að það
Litasjónvarp er meðal ósóttra
vinninga hjá iþróttafélaginu Gróttu,
nr. 718.
var dregið í þessu happdrætti 5. júni.
Ég hef hins vegar ekki séð vinnings-
númerin birt neins staðar og engin
leið er að finna sima félagsins. Vona
ég að forráðamenn þess verði við
þessari beiðni minni og láti blaði
ykkar vinningsnúmerin i té.
Við hringdum á skrifstofu
Seltjarnarneskaupstaðar og ræddum
við Álfþór B. Jóhannsson bæjar-
ritara.
Vinningsnúmerin voru birt í Lög-
birtingablaðinu og voru þessi: Lita-
sjónvarp 718, ferðavinningur —
Flórída 3411, sólarlandaferð 3013,
flugfar til Kaupmannahafnar 4444,
vöruúttekt — Nesval 1339 og fataút-
tekt — Herrahúsið 1538. Búið er að
sækja tvo siðasttöldu vinningana.
Svo að vongóð hefur von.
@s @ ii i§a fi |[l
[□iPiraioip
io s io ns io ff mmmpm
Komið eða hringið og leitið upplýsinga.
Hreyfilshúsinuv/Grensásveg S:82980
Atbjörn ÁsbjömMon: Ég fer til
Blönduóss á morgun og verð þar i viku
til hálfan mánuð. Um helgina ætla ég
að spila fótbolta.
Margrét Gunnarsdótlir: Eg fer í sumar-
bústaö til vinafólks.
Heigl BJamason: Ég fer til Vestmanna-
eyja og verð þar um helgina.
Samuel Daniel Glad: Ég verð i
bænum um helgina. Ætii ég komi ekki
við á samkomu filadeifiumanna i
Laugardalnum.