Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.07.1980, Qupperneq 5

Dagblaðið - 12.07.1980, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ1980. 5 Almennur borgaraf undur íbúa Rangárvallahrepps: Hreppsábyrgðimar eru hitamál íbúa á Hellu —Hreppsnefndar- menn deila um upphæðir hrepps- ábyrgða Rangárvalla- hreppsvegna Helluprents hf. Helluprent hf. á Hellu varð aðalumræðuefni almenns borgara- fundar þar í fyrrakvöld. Umræður um fjárhagsstöðu og ábyrgðir Rang- árvallahrepps urðu snarpar og menn ekki á eitt sáttir. Dagblaðið greindi frá þvi í síðasta mánuði, að hrepps- nefnd Rangárvallahrepps hefði veitt Helluprenti hf. hreppsábyrgð upp á 52,5 milljónir króna sl. haust og áður samþykkt ábyrgð upp á 23 milljónir króna fyrir fyrirtækið. Helluprent á í verulegum fjárhags- örðugleikum og hafa menn jafnvel óttazt gjaldþrot þess. I upphafi fund- ar ræddi Jón Þorgilsson sveitarstjóri reikninga hreppsins sl. ár og fjár- hagsáætlun sí. árs. Síðan svaraði hann og oddviti spurningum hrepps- búa. Hilmar Jónasson spurði hver væri hlutafjáreign hreppsins i Helluprenti hf. og Árni Arason spurði hverjar væru stærstu ábyrgðir hreppsins. Páll Björnsson oddviti svaraði því til, að hlutafé hreppsins í Helluprenti næmi 5 milljónum króna. Jón Þor- gilsson sveitarstjóri sagði að engin skrá væri til um ábyrgðir hreppsins, en hreppurinn hefði gengið í ábyrgð fyrir Helluprent vegna 8 milljóna kr., en hefði veð í húsi fyrirtækisins fyrir ábyrgðinni. Hreppsábyrgð- irnar meiri Jón Thorarensen hreppsnefndar- maður sté síðar i pontu og taldi að nokkuð hefði vantað á upplýsingarnar hjá sveitarstjóra, þar sem hreppurinn hefði tekið 20 millj. króna lán hjá Byggðasjóði og endurlánað Helluprenti síðan 15 milljónir af þeirri upphæð. Hreppurinn hefði því gengið í ábyrgð fyrir 23 milljónum króna. Sveitar- stjóri sagði það rétt vera að hreppurinn hefði endurlánað Hellu- prenti 15-milljónir króna og væri veð fyrir því láni Þá hefði hreppurinn og lánað Helluprenti 6 milljónir króna til kaupa á offsetprentvél og ætti hreppurinn veð í prentvélinni. ... og enn meiri Bragi Jónsson hreppsnefndar- maður taldi ábyrgðir hreppsins vegna Helluprents enn vantaldar og minnti á bréf frá Helluprenti frá sl. hausti þar sem fyrirtækið fór fram á hrepps- ábyrgð fyrir 52,5 milljónum króna. Niðurstaðan hefði verið sú, að samþykkt var í hreppsnefnd með 4 atkvæðum gegn 1 að veita þessa á- byrgð. Annað mál væri síðan hvað fyrirtækið hefði nýtt af ábyrgðinni, en það væri undir stjórn Helluprents hf. komið. Stjórn Helluprents hlyti að hafa bréf upp á þessa samþykkt hreppstjórnar. Rangfærslur og áróður PáU Bjömsson oddviti svítrá^ þessu og sagði að Bjarni vildi Wrá sem mest úr ábyrgðunum oa'tæri frjálslega með staðreyndir. V;Ég vil biðja Bjarna að nefna yffa menn sem hafa þessar ábyrgðir fyrir Helluprent,” sagði PálT. .,,Það voru Nýbygging Helluprents hf. sett skilyrði fyrir ábyrgðinni og það skyldi þó aldrei vera að þau skilyrði séu ekki fyrir hendi.” Oddvitinn sagði að veð væri fyrir þeim á- byrgðum, sem hreppurinn hefði veitt og sagði siðan að þeir sem hefðu komið af stað skrifum um máUð hefðu orðið sér til skammar. Menn skyldu spara sér áróður og rang- færslur og að gera það tortryggUegt, sem vel hefði verið gert i atvinnu- málum I hreppnum. Bjarni svaraði oddvitanum og sagði að svo virtist sem skUyrðin fyrir ábyrgðinni hefðu verið samþykkt, þar sem sveitarstjóri hefði upplýst á hreppsnefndarfundi að þinglýst hefði verið skuld Helluprents í skjóU hreppsábyrgðarinnar. Hann sagði að andstaða sín gegnbreppsábyrgðunum byggðist á því að sér þætti þetta allt of mikið fyrir hreppinn. Fyrst hefði átt að leita til hluthafa, en tillaga um slíkt hefði verið felld. Það hefði síðan DB-mynd Sig. Þorrl. ekki verið fyrr en útlitið hefði verið orðið svartara nú i júní.að boðað var til hluthafafundar. Sigurður Óskarsson sýslunefndar- maður sagði að skrifin um Helluprent væru þeim til skammar, er hefðu farið á fund DB. Hann taldi Helluprent mikilvægt atvinnufyrir- tæki fyrir byggðarlagið, þegar Ula horfði með atvinnutækifæri í fram- tiðinni. -JH. Hvolsvegur endurbyggður Gatan Hvolsvegur á Hvolsvelli hefur verið meira og minna sundurgrafin i alit sumar. Er verið að skipta um jarðveg i götunni og um leið ýmsar leiðslur. Þetta er ein elzta gatan á Hvolsvelli og því ýmislegt farið að gefa sig. Þegar búið verður að ganga frá öllu saman á svo að oliumalarbera götuna en að sögn hreppstjórans verður þaö varla fyrir haustið. DS/DB-mynd Sig. Þorri. Flugleiðir töpuðu einum milljarði króna —vegna þess að af köst f lugliðs Flugjeiða eru aðeins 2/3 af því sem gerist hjá samkeppnisaðilum í frétt sem Flugleiðir hafa sent frá sér segir að afkastageta flugliðs félagsins sé mun minni en afkastageta flugliðs þeirra flugfélaga sem Flugleiðir eigi í samkeppni við í Norður-Atlantshafs- flugi og hún sé einnig miklu minni en hjá flugliði Air Bahama. Sé nýting flugliðs Flugleiða aðeins tveir þriðju af því sem gerist hjá samkeppnisaðilun- um. ,,Að meginhluta er þessi vandi heimatilbúinn, þ.e. samningar milli flugliða og félagsins sem hafa orðið Flugleiðum óhagkvæmir í sam- keppninni,” segir orðrétt i fréttatil- kynningunni. Flugleiðir telja að ef miðað væri við að sambærileg nýting hefði náðst hjá flugáhöfnum Flugleiða og samkeppnis- aðilum á árinu 1979 hefði það sparað félaginu rösklega 2 milljónir dollara eða um milljarð íslenzkra króna á nú- verandigengi. -GM. GosiðíGjástykki: r NÆR ENGIN SKJALFTAVIRKNI — hvorki fyrir né eftir að gos hófst Þegar DB-menn komu frá gos- stöðvunum i Gjástykki niður að Reynihlíð á öðrum tímanum í fyrri- nótt var þar fyrir Karl Grönvold iarð- fræðingur, sem annaðist skjálfta- vaktina þá stundina. Karl sagði að skjálftavirknin hefði verið nær engin, hvorki fyrir gosið né eftir að það Mikil örtröð flugvéla var yfir eldstöðvunum, svo sem jafnan verður I gosum. M.a. flaug Fokkerflugvél Flugleiða marga hringi yfir eldgosinu seint i fyrrakvöld. DB-mynd Ragnar Th. byrjaði, heldur hefði aðeins komið fram órói á mælum. Landsig á svæð- inu nam um hálfum metra. ,,Það getiir ekki haldið lengi áfram svona,” sagði Karl, þegar DB spurði hann um skýringu á því hvernig belj- andi hraunfljótið gæti streymt aftur I iður jarðar án þess að sýnilega væri neitt lát á. Karl sagði að Htið væri hægt að segja fyró-trm þróun mála fyrr en svæðið hefði verið skoðað betur í dag. Hann sagði að gosiö hefði ekki getað komið á betri stað, þar sem hraunrennslið kæmist raunar hvorki til suðurs né norðurs. Meðan DB ræddi við Karl voru visindamenn að koma sérstökum pípum til sýnatöku á gasi, til eld- stöðvanna en lið vísindamanna var þegar tekið til starfa við rannsóknir á svæðinu. Hraungosið í Gjástykki var enn i gangi í gærkvöldi, þótt verulega hefði dregið úr þvi frá því i fyrradag. Gosið er hið mesta sem komið hefur í umbrotahrinunni umhverfis Kröflu, sem staðið hefur í hálfan áratug. -JH/JR Reynihlíð

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.