Dagblaðið - 12.07.1980, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 — SÍmi 15105
Smiðir af Stór-Reykjavíkursvæðinu óskast, helzt
samhentur flokkur eða flokkar. Um stórt verk er
að ræða sem er í Breiðholti. Um uppmælingu er
að ræða og verða góðar innborganir inn á verkið.
Uppl. gefnar í síma 92-3966 kl. 10—12 alla virka
daga og 92-3403 á kvöldin.
Lánveiting
Stjórn Lífeyrissjóðs verkafólks í Grindavík hefur ákveðið
að veita lán úr sjóðnum til sjóðsfélaga.
Skýrslur fyrir umsóknir verða afhentar hjá formanni líf-
eyrissjóðsnefndar Júiíusi Daníelssyni á Víkurbraut 36,
Grindavík.
Umsóknir þurfi að hafa borist fyrir 1. ágúst nk.
Gríndavík ll.júfí 1980.
Stjórn Ufeyríssjóðs verkafólks i Gríndavík.
„Hér hefur
aldrei
neitt gerzt”
Færri fá en vilja
— af nýjum leiguíbúðum
sveitarfélagsins á Hellu
Geysispennandi ný ensk litmynd um gullránið mikla í borg-
inni Nice í Frakklandi fyrir fjórum árum. Ræningjarnir
voru kallaðir „ræsisrotturnar”.
Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11.
I steypuvinnu á Hvolsvelli:
Hið nýja bilaplan kaupfélagsins
steypl.
Fyrstu leiguíbúðir sveitarfélagsins á
Hellu hafa nýlega verið afhentar. Þar
var um að ræða tvær íbúðir af fjórum
sem byggðar hafa verið í fjórbýlishúsi.
Hinar tvær verða afhentar núna á
næstunni. Þegar DB-menn voru á leið
um Hellu á dögunum var verið að
leggja seinustu hönd á tvær fyrri
ibúðirnar. Við hittum þar Arna Hann-
esson og Vilhjálm Bjarnason smiði sem
voru að ganga frá síðasta tréverkinu í
íbúðunum.
Þessar fjórar leiguíbúðir eru 2 her-
bergi hver, ákaflega smekklegar og
fallegar. Ibúðirnar eru afhentar full-
búnar með skápum og teppum út I
horn. Eldhús og bað eru dúklögð.
Af þessum fjórum íbúðum eru tvær,
mjög skemmtilegar, á efri hæð, undir
súð sem er viðarklædd á ákaflega
smekklegan hátt. Þeir Árni og Vil-
hjálmur sögðu okkur að fólk væri lika
ákaflega hrifið af þessum íbúðum og
fengju þær færri en vildu.
Mikill húsnæðisskortur er á Hellu
eins og i mörgum öðrum plássum sem
eru að byggjast upp. Mun fleiri vilja
setjast þar að en komast i hús
bæjarins. Þá er annaðhvort að byggja
eða fá leigt. Bærinn hefur núna farið út
í þessar framkvæmdir til þess að reyna
að mæta þörfinni. Þessar nýju íbúðir
verða síðan til sölu íbúunum á kaup-
leigusamningi ef þeir vilja.
-DS.
gGNBoen
s 19 OOO
FRUMSÝNIR:
GULLRÆS/Ð
„Hér hefur aldrei neitt gerzt,”
segir Jóhann brosandi við
blaðamann DB. Guðmundur er
þó ekki alveg á að það sé rétt.
DB-mynd: Þorri
— og jöfnum síöan afla þeirra togara sem fyrir
eru milli þorpanna á Snæfellsnesi
Féð betur komið í
vegina en skuttogara
,,Af verkefnum hér í Stykkishólmi
mætti fyrst nefna skólabygginguna,”
sagði Sturla Böðvarsson sveitarstjóri
í Stykkishólmi er DB ræddi við hann
fyrir stuttu um verkefni sveitarfélags-
ins. „Verið er að bjóða út næsta
áfanga skólahússins og stefnt er að
því að gera það fokhelt á næsta ári.
Þá er verið að undirbúa hafnar-
framkvæmdir fyrir vöruhöfn í Skipa-
vík. Þar er geysigóð aðstaða frá'
náttúrunnar hendi. í gömlu höfninni
hafa verið vandræði vegna íss á
vetrum. Gert er ráð fyrir að lagðar
verði um 200 milljónir króna í nýju
höfnina á þessu ári. Gamla hafskipa-
bryggjan er orðin mjög léleg og
raunar brjóta staurarnir öll náttúru-
lögmál, því þeir ná ekki til botns.
Fyrirhugað er að byggja sjö
raðhús, leiguíbúðir á vegum sveitar-
félagsins, og hafa þau verið boðin út.
Þar er um að ræða framkvæmd upp
á 200 milljónir króna. Gert er ráð
fyrir að Ijúka byggingu þeirra 1. júlí á
næsta ári. í sumar verður og bætt
aðstaða við sundlaugina, sem rekin er
af hreppnum.
Stöðugt er unnið við gatnagerðina
og nú er verið að undirbyggja veg
upp að hótelinu. Auk þess er verið að
ganga frá götum i Ás-Neshverfinu,
en það er aðal byggingarsvæðið eins
og er. Nóg er af lóðum í Stykkis-
hólmi en húsnæði vantar ákaflega.
Það vantar fólk til Stykkishólms og
atvinna hefur verið næg.
Skuttogari er ekki gerður út frá
Stykkishólmi og er ekki fyrirhugað
að fara út í slíkan rekstur. Við erum
hálfragir við þessi skuttogaramál og
höfum því fariö okkur hægt. En það
kann þó að vera að það reki að því
að við förum út á þá braut. Skelin
hefur veitt okkur mikið atvinnu-
öryggi, en bátarnir eru litlir sem eru á
skelinni. Það er þvi erfitt að sækja á
þeim á þorsk á vertíð.
En það er ekki hlaupið að því að fá
skuttogara. Ef hægt væri að fara
aðra leið, teldi ég það skynsamlegra.
Skuttogari kostar þrjá milljarða og
ég vildi heldur nota þrjá milljarða
króna til uppbyggingar á vegum milli
þorpanna á Snæfellsnesi. Nota síðan
skuttogarana sem fyrir em á Ólafsvík
og Grundarfirði. Ölafsvíkingar ráða
ekki við nýtingu afla af tveimur
togurum og nýr skuttogari er að
koma til Grundarfjarðar. Það ætti
því að jafna afla togaranna niður á
plássin.
Hér í Stykkishólmi er hærra hlut-
fall manna sem starfa í iðnaði en i
sambærilegum sjávarplássum. Hérer
skipasmiðastöð og þrjár tré-
smiðjur. Það er því ekkert gort að hér
sé blómlegt, en nú eru íbúar um 1200.
Sjúkrahúsið og rekstur kaþólsku
systranna hefur gefið Stykkishólmi
nokkra sérstöðu. Núísumarer fyrir-
huguð stækkun á sjúkrahúsinu.
Sturla Böðvarsson sveitarstjóri:
„Ekkert gort að hér sé blómlegt.”
DB-mynd: Jónas Haraldsson
Heilsugæzlustöð verður byggð af
systrunum, ríkinu og hreppnum í
sameiningu. Verið er að ganga frá
samningum við ríkið vegna þessa, en
undirbúningur þeirra hefur tekið
mjög langan tíma. Flækzt hefur fyrir
hvernig semja ætd við systurnar.
Breytingar á skipan
sveitarfólaga
Ekki hefur bryddað á kaupstaðar-
hugleiðingum hér í Stykkishólmi og
málið ekki rætt í neinni alvöru. Hins
vegar tel ég nauðsynlegt að gerðar
verði róttækar breytingar á skipan
sveitarfélaga. Nú eru of margar og
smáar einingar. Það væri hægt að
styrkja stöðu sveitarfélaganna gagn-
vart ríkinu með stækkun þeirra.
Brjóta þyrfti sýsíueiningarnar að
hluta. Þá mætti jafnframt taka eitt-
hvað af verkefnum ríkisins, sem eðli-
legra er að séu hjá sveitarfélögun-
um”.
-JH.
Hinar nýju leigulbúðir sveitarfélagsins
á Hellu. DB-mynd Þorri.
„Blessuð vertu, það hefur aldrei
neitt gerzt hérna og það fer varla að
gerast neitt úr þessu,” sagði Jóhann
Baldursson þegar við hittum hann á
Hvolsvelli. Jóhann var að fylla steypu á
steypubíl við gamaldags steypustöð og
ók síðan steypunni að nýju bílaplani
sem kaupfélagið á staðnum var að búa
sér til.
Guðmundur Guðmundsson, sem
einnig var að steypa, var ekki á því að
plássið væri alveg svona líflaust. ,,Það
eru bara allir að vinna upp við Hraun-
eyjafoss núna,” sagði hann.
Þeir höfðu að minnsta kosti nóg að
gera í steypuvinnunni. Nýbúið var að
steypa heilsugæzlustöð og elliheimili og
töluvert er um byggingar einbýlishúsa.
Á Hvolsvelli búa nefnilega allir i
einbýlishúsum nema þeir sem búa í
þeim örfáu raðhúsum sem bærinn
hefur látið byggja og leigir út.
-DS.
Sturla Böðvarsson
sveitarst jóri í Stykkishólmi:
FREKAR VEGIEN
SKUTT0GARA