Dagblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980. „Fóðurbætisskatturinn er rothöggið”: Kjúklingabændur gefast upp fyrir miðaldavinnubrögðum — segir formaður hagsmunasamtaka kjúklingabænda „Við erum ákaflega svartsýnir á fóðurbætisskattinn. Framleiðslu- kostnaður hefur verið afar hár og litið fyrir þetta að hafa. Skatturinn er rothöggið. Bændur eru þegar að gefast upp,” sagði Ásgeir Eiríksson formaður hagsmunasamlaka kjúklingabænda í samtali við DB i gær. ,,Það er eins og við séum að hverfa aftur á stríðstíma. Þessir skömmtunarseðlar eða grænu kort, eins og sumir nefna þetta fyrirbæri, gera okkur afar erfitt fyrir. Fyrst og fremst verðum við sjálfir, í eigin persónu, að sækja þessa seðla og síðan á að stimpla þá ársfjórðungs- lega. Þetta er enginn smáaukakostn- aður fyrir bændur utan af lands- byggðinni að fara alla leið suður til Reykjavikur til þess að sinna þessum miðaldavinnubrögðum.” Ásgeir sagði að vegha breyting- anna á skattaskýrsluforminu væru margir, sem enn ættu eftir að skila skattaskýrslum. ,,Ég er þar á meðal,” sagði Ásgeir. „Ég vona bara að þeir taki mark á yfirlýsingu frá fóðurbætissala minum um hve mikið ég hef keypt af fóður- bæti.” -EVI. Hver vill bónda á sjötugsaldri í vinnu? „Kannski vilja þeir að við f lytjum í Bændahöllina” — segir Karl Þórarinsson kjúklingabóndi, sem hættir búskap vegna fóðurbætisskattsins Kjúklingabændur eru þungorðir í garð landbúnaðar- forystunnar í landinu vegna fóðurbætisskattsins og hafa sumir þegar ákveðið að bregða búi istað þess að „halda uppi” hinum hefðbundnu búgreinum. Myndin er tekin í kjúklinga- sláturhúsi á Hellu. DB-mynd Sig. Þorri. ,,Ég sé ekki annað ráð en hælta búskap. Aldurinn er að færast yfir okkur hjónin og satt að segja hélt ég að maður fengi að vera i friði með þessar 3 þús. varphænur sínar. En ef alifugla- og svínabændur eiga að fara að halda lífinu í sauðkindinni og kúnni þá er ekki gott í efni,” sagði Karl Þórarinsson kjúklingabóndi á Lindarbæ i Árnessýslu í samtali við ‘ DB í gær. „Stjórnendur þessa lands vita ekki hvað þeir eru að gera. Ég ætla ekki að verða að öreiga með þessu háttalagi þeirra. Eða kannski vilja þeir að við tökum sæng okkar og kodda og flytum inn í Bændahöllina. Hún er okkar eign eins og annarra bænda.” Karl sagði að hann hefði þegar leitað fyrir sér með vinnu. „Það vill mig enginn. Hver heldurðu að vilji bónda, sent er að verða 67 ára? Hann kann ekkert og hefur auk þess stjórnað sér sjálfur í öll þessi ár,” sagði Karl. Leikfélag Akureyrar biður um ríkisaðstoð til að komast hjá gjaldþroti: Enn engin tillaga frá ráðuneytinu um úrbætur — segir Birgir Thorlacius „Þetta er bara spjall um erfitt fjárhagsástand hjá Leikfélagi Akureyrar og hvaða leiðir eru hugs- anlegar til að bæta úr því,” sagði Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, í samtali við DB í gær um viðræður fulltrúa menntamála- og fjármála- ráðuneytis við stjórnarmenn Leikfélags Akureyrar. Kvað hann slík samráð engin nýmæli enda sækti leikfélagið um styrk á fjárlögum. Að sinni væri af hálfu mennlamái.t- ráðuneytisins engin tillaga unt hvernig leysa mætti fjárhagsvand- ræði LA. Fram hefur komið i fréttum, að stjórn LA telur félagið á barmi gjald- þrots og hefur sagt upp öllu starfs- fólki þess, um tíu manns, frá 1. september nk. Telur stjórnin að án aukinnar opinberrar aðstoðar sé ekki unnt aðstarfrækja LA áfram. -GM. Fjársjóðsleitin íDagblaðsbíói I Dagblaðsbíói verður klukkan með íslenzkum texta. Sýningarstaður þrjú á morgun sýnd ævintýramyndin er Hafnarbíó. Fjársjóðsleitin. Myndin er í litum og Hreinsun f Hólminum Allir krakkar sem eru orðnir 12 ára, mega vinna í unglingavinnunni hér I Stykkishólmi, sögðu þessar ungu dömur I Hólminum. Þær voru að snyrta og snurfusa bæinn og notuðu til þess skóflur og kústa. Þær gáfu sér þó tima til að lita upp frá sópunum og tylla sér á steinvegg við vegkantinn. Við byrjum að vinna kl. 8 á morgnana og vinnum til kl. 5. Kaupið er 800 krónur á tímann. Afraksturinn ætla þær að nota í sumar. Þegar þær vinna ekki við götuhreinsun, eru þær að gróðursetja og á það vel við á ári trésins. Stöllurnar heita Helena Bæringsdóttir, Halldóra Birna Jónsdóttir, Anna Lóa Sigurjóns- dóttir og Inger Rigmor Rossen. Þær eru allar 12 ára gamlar. -DB-mynd: JH. Sandspyrna verður haldin sunnudagínn 13. júlí kl. 1.30 að Hrauni í Ölfusi (við ósa Ölfusár). Mörg ný sandspyrnutæki. KVARTMÍL UKL ÚBBURINN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.