Dagblaðið - 12.07.1980, Síða 10

Dagblaðið - 12.07.1980, Síða 10
10 fiiálsl, úhát dagblað Útgefandc Dagblaðið hf. Framkvaemdastjóri: Sveinn R. EyjóMsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. RrtstjómarfuMtrúr Haukur Holgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri rítstjómar: Jóhannes Reykdal. ^iróttir: Haifcir Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. BlaAamenrc Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Asgeir Tómasson, Bragi Ságurósson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Erna V. Ingólfsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, CMafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir Ami Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son. Sveinn Pormóðsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Rhstgóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAalsámi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun Arvakur hf.. Skeifunni 10. AskríftarverA á mánuði kr. 5.Q00. Verð i lausasölu kr. 250 eintakið. Tímabundin orkukreppa Svartsýni á framtíðina einkenndi' umræður vísindamanna fyrir nokkrum árum. Rætt var um ,,framtíðaráfallið” (future shock), sem mannkynið kæmist ckki undan. Tölvur voru látnar reikna dæmi, sem sýndu, að ýmsar helztu auðlindir mann- kynsins mundu ganga til þurrðar eftir næstu aldamót. Sérfræðingar fullyrtu, að efnahagur mannkyns mundi þá versna svo gífurlega, að mannkynið færðist aftur á það stig, sem var fyrir 1—2 öldum. Nú gætir meiri bjartsýni, þegar horft er til lengri framtíðar. Ef við lítum til líðandi stundar, beinist athyglin að orkukreppunni. Gífurlegri hækkun olíuverðs á síðustu árum hefur fylgt verðbólga og atvinnuleysi. Efnahags- áföll í iðnríkjunum eru líkleg til að valda því, að þau lcggi minna af mörkum til vanþróaðra ríkja. Því er ekki bjart framundan, þegar til skamms tíma er horft. Hins vegar ber að var’ast hrakfaraspár,byggðar á framreikningum. Á síðustu öld áttu kenningar, sem siðar reyndust rangar, mikið fylgi meðal fræðimanna. Ein var sú, að vegna fólksfjölgunar í heiminum mundu lifskjör fara stöðugt versnandi. Slíkt virtist þá vera unnt að sanna með tölum. Einnig mátti með fram- reikningi spá því, að íbúar London mundu sem næst kafna í hrossataði, með sívaxandi umferð hrossa í borginni. Þá sáu nienn bílinn ekki fyrir. Marxisminn sótti rök í kenningar um, að hinir ríku yrðu ríkari og hinir fátæku fátækari. Karl Marx gat með engu móti séð fyrir, að auðvaldsskipulagið mundi, þegar fram i sækti, leiða til mikils lífskjarabata hjá alþýðu manna. í athyglisverðri kjallaragrein í Dagblaðinu fyrir skömmu færir Guðmundur G. Þórarinsson rök að því, að orkukreppan sé tímabundin. ,,Upp úr aldamótum verður orðið orkuskortur tæpast til í töluðu máli,” segir Guðmundur. Hann bendir á, að í mörgum löndum er unnið sleitu- laust að því að höndla grunnorkugjafa alheimsins, kjarnasamrunann. Þrátt fyrir 25—30 ára þrotlaust starf eru menn nú fyrst að sigrast á nokkrum þeim vandamálum, sem leysa þarf. Þessir sigrar hafa vakið bjartsýni margra vísindamanna á því, að lokasigurinn sé ekki langt undan. Þungt vetni á jörðinni er talið nægilegt til að sjá öllum jarðarbúum fyrir allri orku í 100.000 milljón ár, eða 10 sinnum lengur en sólin getur ,,lifað”. Stjörnufræðingar telja, að æviskeið sólarinnar sé um 10.000 milljón ár. Þar af hefur sólin nú þegar ,,lifað” í um 5000 milljón ár eða helming æviskeiðs síns. ,,Kjarnasamruni mun auðveldlega sjá okkur fyrir orku allan þann tíma, sem nokkur menning getur þrifizt á jörðunni. Mannkynið verður að flýja út i geiminn, til annarra sólkerfa, löngu áður en þessi orku- lind er þurrausin,” segir Guðmundur. Hann spáir því, að lausnin finnist eftir 10—25 ár. Bilið þarf að brúa, meðan þess er beðið. Sé þetta álit rétt, þarf mannkynið ekki að óttast ,,framtíðaráfall” vegna orkuskorts. Önnur vandamál þverrandi auðlinda mundu þá að líkindum einnig fá viðunandi lausn. En næstu ár geta engu að síður reynzt býsna erfið. ✓ ítalíubréf: DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980. KOSNINGAR — RÉTT EINU SINNI Sá sem ekki fylgist náið með itölskum stjórnmálum gerir sér vart grein fyrir þeirri ábyrgð sem sérhver ítalskur þegn þarf að axla svo til árlega, þegar liða fer á sumar. ítalskur almenningur þarf sem sagt að merkja inn á dagatalið hjá sér, inn á milli frí- og hátíðisdaga, þá helgi sem lögð hefur verið undir kosningar hverju sinni. f ár fóru fram kosningar til héraðs- óg bæjarstjórna á Italíu helgina 8. og 9. júní sl. Þessa daga hellirigndi víða um landið svo að löghlýðnir borgarar sáu ekki eftir nokkrum klukkustundum af helgar- ferðinni til atkvæðagreiðslu. Og á næstum hverju ári virðast örlög Ítalíu hanga á bláþræði í tvo sólarhringa. Svo gerist aldrei neitt, eða þá eitthvað litið. í mesta lagi raskast hlutföll smávegis. Eins og venjulega virðast allir hafa unnið kosningarnr og enginn tapað, ef marka má yfirlýsingar flokksfor- manna þegar úrslit lágu fyrir. Hinir þrír stóru Það hlýtur samt að liggja i hlutarins eðli að þar sem einhver vinnur sigur hlýtur einhver annar að tapa. Alla vega ættu beinharðar tölurnar aö tala sínu máli. Við ætlum því að reyna að komast til botns í endanlegum tölum þessara kosninga og bera þær saman við úr- slitatölur þingkosninga árið 1979 en sá samanburður ætti svo að leiða í Fabrizio & Daniela Raschellá - Ijós stjórnmálalega þýðingu þeirra. En það skal tekið fram að við ætlum aðeins að skoða úrslitatölur þriggja stærstu s'tjórnmálaflokka ftalíu, Kristilegra demókrata (DC), Kommúnista (PCI) og Sósíalista (PSI), svo og þá sem ekki greiða atkvæði af tryggð við Róttæka flokkinn (PR), en hann hefur aðal- lega barizt fyrir auknum lýðræðis- réttindum eins og lögskilnaði, fóstur- eyðingum, afvopnun lögreglunnar o.s.frv. Sósíalistar sigurvegarar Hvað varðar þrjá stærstu stjórn- málaflokkana urðu úrslit kosning- anna á þessa leið: Kristilegir demó- kratar hlutu 36,8%, Kommúnistar 31,5% og Sósíalistar 12,7%. Kosningaþátttaka var 87,7%, 4% minni en 1979 og ógild atkvæði námu 5,33%, —sem þýðir að meir en 6 milljónir itala köstuðu atkvæðum sínum á glæ. Á kjörskrá voru ca 34 milljónir manna. r K Langavitleysa í sammngamálunum Það er nú orðið nálægt eðlilegu samningatímabili siðan siðustu kjara- samningar runnu út. BSRB hefur hal'l lausa samninga i ár og hjá ASÍ runnu samningar út um síðuslu árantót. En þrátl fvrir að þetta langur timi er liðinn bólar ekkert á nýjum samningunt. Það virðist bókstaflega talað ekki vera ncin hreyfing i þá átt. Atvinnurekendur hafa auðvitað beinan hag af því að samningar dragist. Það vísitölukerfi sem launa- fólk býr við i dag skerðir jú kaupmátt launa reglulega. Að undanförnu hafa atvinnurekendur þannig fengið um 2% launalækkun á þriggja ntánaða l'resti vegna þess að visitalan bætir launafólki aðeins unt 85% af verðhækkunum. Þegar verðlagsstjóri leyfir atvinnurekendum að hækka verð, þannig að tekjur þeirra hækka unt l()(X) kr. þá fær launafólk nokkru síðar litlar 850 kr. til að mæta verðhækkunum. Þegar þessa er gætt verður það beinlínis óforskammað þegar ntaður eins og Guðmundur Ci. Þórarinsson skammast út í visitölukerfið fyrir að verðinu á hitaveitunni sé haldið niðri. (Dagbl. 7. júli). í stað þess að skamntast út í þá ríkisstjórn, er hann styður fyrir að halda visitölunni niðri svo hún ntæli ekki raunverulegar verðhækkanir i landinu, þá skantmast hann út i vísitölukerfi scm titælir verkafólki launahækkanir til að mæta hluta þeirra verðhækkana, sem vlsitalan mælir. Of ef út í það væri farið þá er jú næsta augljóst að launalækkunar- postular Itafa allar ástæður til að l'agna því að vísitölufjölskyIdan bvr á Rcykjavikursvæðinu og þarl' ekki að kynda nteð olíti eins og launafólk á landsbyggðinni. Hækkanir undan- larinna ára á oliu til húsahitunar hafa ekki mælst i visitölunni, en launin hafa itrekað verið skert þcirra vegna! Án efa veit Guðnnindur þetta mæta vel. Þær aðslæður sem bent var á hér að l'raman eru auðvitað ekki nýjar. Það hefur alltaf verið þannig að al- vinnurekendur hagnast á því að samningar dragist á langinn. Verka- lýðshreyfingin hefur þess vegna alllaf haft á brattann að sækja i samningum. Það hefur orðið hennar hlutskipti að sækja á og knýja frant samninga meðan atvinnurekendur geta beðið i varnarstöðu og „kastað boltanum” kæruleysislega til baka svo notað sé orðbragð hinna þraut- þjálfuðu samningamanna. Þegar verkalýðshreylingin hcfur sóll Iram ákveðin og samhenl, eins og l.d. 1977, pa hetur hún sýnt, að hún getur átt i fullu tré við at- r Þjóðemisleg rómantík — eða hver á sér f egra f öðurland? —eða hvar er þjóðarpúlsinn? Eins og hin þriellda fyrirsögn þcssarar greinar ntá gefa til kynna hef ég tröllatrú á áhifamætti fyrirsagna, ekki sist i islenskunt dagblöðum, enda hef ég lýst þeirri skoðun minni áður, að hvergi i viðri veröld séu dag- blöð jafnáhrifamikil sem á Íslandi og jafnvel þótt ckki sé miðað við fólks- fjölda. Önnur skýring á þessari fyrirsögn ntinni gæti verið sú, að þelta verður vist siðasti pistillinn, sem ég skrifa að þessu sinni, fyrir Dagblaðið, frá hinni vestrænu heintsálfu. En víkjum þá að sjálfn efninu Fyrir stuttu 1 skrifaði forseti vor, Krislján Eldjárn, dag- bókarbrot í Helgarpóstinn. í grein sinni víkur Kristján að vandamáli scm margur landinn hefur án efa oft hugleitt, það er að segja, hvers vcgna flytja íslendingar úr landi og setjast að erlendis. Spurningin er áreitin, ekki síst fyrir þá, sem dvalið hafa erlendis um lengri tima við nám eða önnur störf. Fyrir nokkru lagði Dagblaðið þá spurningu lyrir vegfarendur, hvað þeint þælti best og hvað verst við ísland. Mig minnir að veðráttan, stutt sumar og bjórleysið hafi verið áberandi, hvað neikvæðu hliðina varðar, en heilnæmt loft og ómenguð náttúra hafi helst verið tiundað landinu til ágætis. Málið er fjarri þvi að vera einlalt og má með sanni rrola hér máltækið: „Sintim augum litur hver á silfrið.” Ef við lítum á nokkrar staðreyndir i sambandi við okkar ástkæru þjóð, má tina til eitt og annað, sem menn huglciða ekki svona dags daglega. Við höfttm búið i landinu i rúntlega 1100 ár og samt erum við ekki nema rúmlega 200 þúsund. Sainanburður á fólksfjölgun í öðrum löndunt Vestur- og Norður-Evrópu sýnir, svo ekki fer á milli mála, að ísland er ekki vinsælt land til búsetu. Um aldamótin 1100 er áætlað að Norðmenn hafi verið þrefalt fleiri en islcndingar. Árið 1402, fyrir svartadauða, voru íslendingar orðnir 120 þúsund, eða um það bil helmingi færri en Norðmenn, eða cinn á móti tveimur. Drepsóttin mikla kom siðan inn í myndina með þeim afieiðingum að fólksfjöldinn féll niður i um það bil 40 þúsund á Islandi og hjakkaði þetta á milli 40 og 60 þúsund allt fram á ntiðja 19. öld. Ef við berum fólksfjölgun á Islandi saman við Noreg kemur í Ijós að Norðntenn eru orðnir 10 sinnum ■ fleiri en Islendingar við upphaf 18. aldar og nærri 20 sinnum fleiri um 1800. Undir lok 19. aldar fór hagur íslendinga þó loks að batna að þvi er fólksfjölgun varðar, og er ástæðuna fyrst og fremst áð rekja til meiri frjósemi, borið santan við hin Norðurlöndin.Fil dæmis helur verið gert ráð fyrir 28% fólksfjölgun á íslandi fram að aldamótum, en aðeins tæpum 5% fjölgun á hinum Norðurlöndunum á sama tima. Samkvæmt upplýsingum úr Hag- tíðindum fluttu alls 16.378 íslending- ar úr landi á áratugnum frá l%8 til 1977. Á sama tímabili fluttu þó 11.019 útlendingar og settust að á

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.