Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.07.1980, Qupperneq 24

Dagblaðið - 12.07.1980, Qupperneq 24
Deilur bænda og LÍO um sumarhúsabyggingar í Breiðavíkurhreppi: „Munum stöðva framkvæmdir með öllum tiltækum ráðum” segja bændur á Hellnum „Við munum stöðva þessar fram- kvæmdir með öllum tiltækum ráðum,” sagði bóndi á Hellnum á Snæfetlsnesi í samtali við DB. Mikið deilumá! er nú komið upp milli bænda þar á staðnum og Landssam- bands islenzkra útvegsmanna vegna jarðarkaupa hinna síðarnefndu í Breiðavíkurhreppi. LÍÚ hyggst reisa fimm sumarhús á jörðinni Skjaldar- tröð, en bændur benda á að sá staður sem hefur verið valinn fyrir húsin er annar en leyfi var veitt fyrir. Telja þeir því að framkvæmdir útvegs- manna, sem hófust í miðri síðustu viku, séu ólögmætar og ætla að leita alira tiltækra ráða til að stöðva þær. Hafa þeir í þvi skyni leitað sér aðstoðar lögfræðings og er m.a. rætt um lögbann. Ágreiningsmál þetta á sér langa og flókna sögu. Það hófst 1978 þegar Breiðavíkurhreppur ákvað að afsala sér forkaupsrétti á stórjörðinni Skjaldartröð. Bændurt plássinu voru andvígir sölu jarðarinnar til LÍÚ af þvi að þeir óttast að fleiri jarðir fari í eyði og núverandi búskapur verði fyrir ónæði. Deilan, sem nú er á suðupunkti, snýst um það hvar á Skjaldartraðar- jörðinni koma eigi sumarhúsum út- vegsmanna fyrir. Meirihluti hrepps- nefndar hafði í fyrra samþykkt að leyfa byggingu þeirra í túni jarðar- innar, en bændur vildu að byggt yrði utan túns, ef á annað borð yrði af framkvæmdum. Fengu þeir Land- nám ríkisins og landbúnaðarráðu- neyti til að fallast á það sjónarmið og úthluta LÍÚ plássi utan túns. Útvegs- menn hafa aftur á móti ekki fellt sig við þá ákvörðun og á fundi með bændum um mánaðamótin maí-júní munu þeir hafa lýst því yfir að þeir mundu byggja innan túns án leyfis. Hófu þeir siðan framkvæmdir í vik- unni. Að sögn heimildarmanns DB mættu íbúar á Hellnum á verkstað sama dag og framkvæmdir hófust og mótmæltu þeim í heyranda hljóði. Fengu þeir síðan varabyggingarfull- trúa og byggingarnefnd sýslunnar lil að óska eftir að framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Þvi var ekki sinnt, en full- trúi sýslumanns fékk því til leiðar komið að ekki er unnið á staðnum yfir helgina. Á meðan ráða bændur og búaliðá Hellnum ráðum sínum. -GM. Þunnfljótandi hraunið spýtist upp úr sprungunni að baki fréttamanns DB, Jóhannesar Reykdal. DB-mynd Ragnar Th. GOSIÐ ER ENNIGANGI Páll Einarsson jarðeðlisfræöingur: „Gosið er í gangi ennþá og hefur lítið breytzt i dag,” sagði Páll Einars- son jarðeðlisfræðingur á skjálfta- vaktinni í gærkvöldi. „Það dró verulega úr því í morgun og hefur siðan verið að mestu óbreytt. Nú gýs á sprungu rétt austan við svonefndan Snaga. Það er ekki gott að segja um framhaldið. Landris er búið við Kröflu sem gæti bent til lítils kvikustreymis. Skjálftavirknin verður sífeUt minni og var raunar aldrei mikil í kringum þetta gos. Það bendir því allt til þess að verulega sé að draga úr gosvirkninni. Þetta er stærsta gosið í þessum umbrotum, hins vegar var rúmmál þeirrar kviku, sem nú hljóp, minna en í mörgum fyrri kvikuhlaupum. Enn liggur ekki fyrir hve hraunflóðið hefur verið mikið eða hversu þykkt það er en þetta skýrist í goslok.” -JH. ASI og vinnuveitendur fresta viðræðum til 18. júlí: GUÐJON ER GENGINN INN Á OKKAR LÍNU —sagði Davíð Sch. Thorsteinsson í upphafi samn- ingaf undar í gær Eftir að menn úr þrengsta kjarna samninganefndar ASÍ og VSÍ höfðu skipzt á skoðunum í gærdag virtist hafa liðkazt til í samningaviðræðum þessara aðila. ASÍ menn afréðu að fresta formannaráðstefnu sinni sem ella var fyrirhuguð í næstu viku en það eitt bendir til að samninga- nefndarmenn álíti eitthvað vera um að semja. Var ákveðið að samninga- V I—.......... nefndir ASÍ og VSÍ hittust aftur að viku liðinni. Áður en samningafundur hófst hjá ríkissáttasemjara hitti DB að máli tvo samninganefndarmenn. Davíð Scheving Thorsteinsson sagði augljóst að Guðjón Jónsson væri á sama máli og Vinnuveitendasam- bandið, um leið og hann vitnaði til viðtals við hann, en Guðjón hefur lýst sig hlynntan hiutfallslegum verð- bótum á laun, og þar með gengið í berhögg við stefnu ASÍ. Karl Steinar Guðnason, úr samninganefnd ASf, var inntur eftir því hvað væri til í þeirri skoðun Þor- steins Pálssonar hjá VSÍ að launa- kröfur ASÍ séu allt að fimmfalt hærri fyrir hina hæst laúnuðu heldur en fyrir þá lægst launuðu. Kvað Karl Steinar stefnu ASÍ liggja alveg ljósa fyrir, „hinsvegar eru kröfur ýmissa sérsambanda hærri”. Samninganefndir ASÍ og VSÍ hafa nú ekki talazt við i hálfan mánuð og er ijóst að báðir aðilar hafa slakað á einhverjum ,,prinsipp”-atriðum og afráðið að hefja samningaviðræður fyrir „alvöru” á breiðum grundvelli. -BH. - frjáJst, úháð daghlað LAUGARDAGL'R 12. Jl'LÍ 1980. * Gæzluvarð- hald sölu- mannanna tveggja framlengt um viku Gæzluvarðhald sölumannanna tveggja, sem nú eru t haldi vegna umfangsmikilla viðskipta- svika, var í gær framlengt um sjö daga. Rannsókn sakargifta er mjög umfangsmikil en kærendur eru nokkrir dreifbýliskaupmenn. Kaupmennirnir samþykktu viðskiptavíxla en telja að vanhöld hafi orðið mikil á af- hendingu vöru, svo nemi tug- milljónum króna. Sölumennirnir tveir sem sitja í haidi eru Edvard Lövdai og Örn Ingólfsson. Þeir eru báðir liðlega fertugiraðaldri. -JH. yjRKUDAGÁR: 12. júlí 15227 Sharp vasatölva CL 8145. Vinningshafar hringi í síma 33622. ' Krummi nokkur hefur nýverið hreiðrað um sig — í bókstaflegri merk- ingu — á turni Akureyrarkirkju. Þar hefur hann gert sér myndarlega hreiðurdyngju úr ýmsu tiltæku efni sem hröfnum er títt að nota. Blaðið Dagur á Akureyri skýrir frá því að i bænum séu skiptar skoðanir um tiltektir hrafnsins. Telji sumir hann réttdræpan fyrir helgispjöll, en aðrir kunni vel að meta framtak hans og skoði hann jafnvel sem tákn um guð- lega náð. Hrafninn virðist láta þessi skoðana- skipti Akureyringa sem vind um eyru þjóta og situr með ró og spekt á eggjum sínum í hreiðrinu. -GM. KIRKJUSÆK- INN KRUMMI Á AKUREYRI

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.