Dagblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980.
ElSalvador:
Borgarstjóri og
19 aðrir drepnir
— morðsveitir bæði vinstri og hægri manna að verki
AUGLÝSING
Samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18.
maí 1978 um tekjuskatt og eignarskatt
með síðari breytingum, um að álagningu
opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið í
Reykjavík á þá lögaðila sem skattskyldir
eru hér á landi samkvæmt 2. gr. greindra
laga.
Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna
þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að
leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila
hafa verið póstlagðar.
Kærur vegna allra álagðra opinberra
gjalda sem þessum skattaðilum hefur verið
tilkynnt um með álagningarseðli 1980
þurfa að hafa borist skattstjóra innan 30
daga frá og með dagsetningu þessarar
aUglýSÍngar. Reykjavik3l.ágúst 1980
Skattstjórinn í Reykjavík
Gestur Steinþórsson
Myndin er frá vinnusvæðinu fyrir framan Kjötby-verzlunina í Osló, þar sem þjófar hafa látið greipar sópa undanfarin ár.
Mikil alda morða gekk yfir Mið-
Ameríkuríkið E1 Salvador, sem oftar
á síðustu mánuðum. Alls voru tutt-
ugu manns felldir, þar af einn borg-
arstjóri, að sögn lögreglunnar.
Borgarstjórinn, sem hét Noel
Martel Vides, gegndi embætti sínu í
borginni Jutiapa. Var hann skotinn á
götu af óþekktum tilræðismanni sem
komst undan.
Lik fimm manns sem talin eru hafa
orðið fórnardýr hægrisinnaðra
morðsveita fundust í gærmorgun.
Þrír félagar í hryðjuverkasveitum
vinstri manna féllu í gær i átökum við
öryggissveitir stjórnvalda.
Að sögn féllu auk þess ellefu aðrir
landsmenn í E1 Salvador fyrir byssu-
kúlum bæði vinstri og hægri sinnaðra
morðsveita.
Ríkisstjórn hinna tiltölulega
hófsömu herforingja sem situr í El
Salvador virðist alfarið vera að missa
tök á málum. Skæruliðar hægri og
Stjórnin
77/ sölu Buick Le Sabre árg. 77
ekinn aðeins 18000 mílur, 8 cyl., sjálfskiptur.
Uppl. í
síma
14975
og
73517.
vinstri sinna vaða uppi og morð eru
daglegur viðburður.
Ekki er ljóst hvernig úrbætur í
landbúnaðarmálum sem herforingja-
stjórnin beitti sér fyrir muni ganga.
En samkvæmt þeim var miklu Iandi
skipt á milli smábænda, sem síðan
hafa margir stofnað samvinnufélög
um búskapinn. Ekki er heldur ljóst
hve vel sú samvinna muni ganga.
Aðalfundur T.B.K.
Aðalfundur Tafl- og bridgeklúbbsins verður haldinn
þriðjudaginn 16. sept. kl. 8.30 í Domus Medica.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar og
verðlaunaafhendingar.
Vestur-Þýzkaland:
Strauss talar um
andbandanskan
hatursáróður
Jósep Strauss, kanslaraefni
kristilegra demókrata í Vestur-
Þýzkalandi, sakaði ýmsa fylgis-
menn Helmut Schmidt kanslara
um að taka þátt i því sem hann
kallaði andbandaríska hatursher-
ferð. Sagði Strauss í sjónvarps-
ræðu að þarna væru ekki aðeins
ungir sósialistar á ferðinni sem
andstæðir væru Bandaríkjunum
og vestrænni hernaðarsamvinnu.
Eldri fylgismenn Jafnaðarmanna-
flokks Schmidt væru einnig þarna
að verki. Jafnaðarmenn stæðu
einnig fyrir ofbeldisárásum á
fundi og göngur kristilegra demó-
krata. Kosningar til sambands-
þingsins í Bonn verða í október-
mánuði næstkomandi.
Ostó:
Milljóna kjötþjófa-
hringur handtekinn
—stálu kjöti úr stórmörkuðum og verzluðu með þýfi og smyglaðar vörur í stórum stíl
Komið hefur verið upp um gríðar-
mikinn kjötþjófafiring i Osló í Noregi.
Einkum munu þjófarnir hafa einbeitt
sér að kjötvörum frá stórri verzlunar-
miðstöð sem heitir Kjötby, i eigu
manns að nafni Jens Evensen. Er talið
að þjófnaðurinn hafi staðið síðan árið
1978. Talið er að verðmæti þýfisins
nemi tugum milljóna króna en málið er
ekki fullrannsakað.
Við rannsóknina hefur ennfremur
komið í ljós að þjófahringurinn hefur
einnig stundað kaup á alls konar þýfi
og smyglvarningi. Hefur slíkt fundizt
heima hjá nokkrum þeirra sem hand-
teknir hafa verið í tengslum við málið.
Upp komst um málið eftir að starfs-
menn Kjötby höfðu tilkynnt lögregl-
unni um að ljóst væri að vörur hefðu
horfið úr verzluninni. Skömmu síðar
voru tveir menn handteknir. Þar af
annar starfsmaður verzlunarinnar en
hinn var gripinn glóðvolgur með miklar
birgðir kjötvara í bifreið sinni. Næstu
daga voru fimm aðrir handteknir vegna
máls þessa.
Af þeim sjö sem þegar hafa verið
handteknir vegna þessa þjófnaðarmáls
eru tveir starfsmenn kjötverzlunar-
innar. Er annar verkstjóri í birgða-
geymslu en hinn starfsmaður þar. Hinir
fimm eru ekki beint tengdir fyrir-
tækinu.
Komið hefur i ljós að alveg síðan
árið 1978 hefur kjöti verið stolið úr
verzluninni með því að hlaða einkabif-
reiðir um hábjartan daginn og þeim
síðan ekið á brott. Einnig er talið að
bifreiðir verzlunarinnar hafi verið
notaðir i þessu skyni.
Meðal þeirra vörutegunda sem sér-
stök áherzla hefur verið lögð á að stela
er dýrar tegundir nautakjöts, pylsur og
álegg. Allar vörurnar hafa verið í
neytendapakkningum. Óljóst er enn
hvert þjófarnir hafa selt þýfi sitt.
Starfsfó/k
óskast
til lager- og verksmiðjustarfa.
HARPA H/F
Skúlagötu 42.