Dagblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980.
Josef Pinkowski forsætisráðherra
tók nýlega við af Edward Babiuch,
sem varð að segja af sér vegna óróans
meðal verkamanna. Josef Pinkowski
hefur þó ekki leyst vandamál sín
þrátt fyrir samkomulag stjórnvalda
og verkfallsmanna. Erfið efnahags-
staða Póllands batnar ekki við lof-
orðin sem gefin voru verkamönnum
um hærri iaun og meiri matvæli sem
bæta siður en svo úr að öðrum
ástæðum óbreyttum.
Júgóslövum hefur gengið
brösuglega að bæta úr óhagstæðum
greiðslujöfnuði sínum gagnvart út-
löndum. Vestur-þýzkir bankar hafa
vegna erfiðrar skuldastöðu Júgóslava
ákveðið að hætta að lána vegna við-
skipta fyrirtækja þangað og láta slikt
nú erlendum bönkum eftir. Banka-
menn í Vestur-Þýzkalandi segja að
ekkert fyrirtæki geti ætlazt til að
neinir alvörubankar láni Júgóslövum
um þessar mundir. Eina leið þeirra sé
að leita eftir endurskoðun samninga
um greiðslukjör.
Vegna þessarar tregðu vestrænna
banka til að lána Júgóslövum hafa
þeir leitað á arabísk mið en einnig
lent þar í erfiðleikum. Meðal annars
ákváðu arabisku aðilarnir að minnka
lánsupphæðina úr 800 milljónum
dollara niður i 200 milljónir og líkur
eru taldar á því að þeir vilji hækka
vexti meira en 1 1/8 úr prósenti upp
fyrir vexti í London en sú átti vaxta-
greiðslan að vera samkvæmt upphaf-
legum hugmyndum.
Ekki er búizt við þvi að önnur riki í
Austur-Evrópu á næstu árum muni
lenda í sams konar greiðsluerfiðleik-
um vegna vestrænna lána og Pólland
og Júgóslavia eiga við að stríða um
þessar mundir. Hins vegar telja vest-
rænir bankamenn nauðsynlegt að
gæta meiri varkárni við lánveitingar
þangað en verið hefur á síðari árum.
Bent er á að mörg Austur-Evrópu-
ríkjanna kaupi nú olíuvörur í nokk-
urn veginn sama hlutfalli frá Sovét-
ríkjunum og á heimsmarkaði. Þar
sem Sovétríkjunum muni ekki takast
á næstu árum að halda í við hlutfalls-
lega aukningu olíunotkunar heima
fyrir né hjá viðskiptaríkjunum muni
þessi ríki neyðast til að kaupa meira
magn cn áður á frjálsum markaði og
hærra verði og gegn greiðslu í frjáls-
um gjaldeyri. Þtta muni valda mik-
illi aukningu á innflutningi
þeirra i frjálsum gjaldeyri á
meðan ekki er hægt að búast við
auknum útflutningi í sama mæli
miðað við núverandi horfur og ríkj-
andi samdráttareinkenni í efnahags-
lífi heimsins. Þess vegna munu þessi
Austur-Evrópuríki þarfnast aukins
lánsfjár frá vestrænum ríkjum í
framtíðinni.
Þessi þróun gæti að sögn vest-
rænna sérfræðinga einnig valdið þvi
að austantjaldsríkin reyndu að auka
viðskipti sín á sviði vöruskipta
fremur en að leggja fram frjálsan
gjaldeyri sem þau ættu þá af
skornum skammti. Að mati vest-
rænna kaupsýslumanna eru slíkar
vörur oft á tiðum lélegar að gæðum
og erfiðar í sölu.
Vegna náinna viðskiptatengsla
Vestur-Þýzkalands við austantjalds-
ríkin og nálægðar í legu, þá eru
stjórnvöld í Bonn ákveðin i að vinna
að auknum og bættum tengslum við
kommúnistaríkin þrátt fyrir innrás
Sovéthersins inn í Afganistan. Þrátt
fyrir að Helmut Schmidt kanslari
hafi talið vestur-þýzka íþróttamenn á
að hætta við þátttöku i ólympiuleik-
unum í Moskvu þá hafa viðskipta-
samskipti ríkjanna ekkert dofnað.
II
Hvað telst til mann-
réttinda á íslandi?
Spurning, sem þessi vaknar i hugum
margra þegar þeir heyra og lesa allt
það mal og væl að vísu örfárra stjórn-
málamanna, sem rutt hafa úr sér
allskonar röngum fullyrðingum og
villandi ummælum, um þann skort
hinna helgustu mannréttinda, sem
þeir telja Reykvikinga og Reyknesinga
búa við, miðaðviðaðra landsmenn.
Ég sagði hér á undan örfárra stjórn
málamanna, og gleymdi þá einum
verðandi Drottinsþjóninum, úr
Hafnarfirði, sem hvað lengst allra
hefur gengið i furðulegum skrifum
varðandi þetta, og taldi það eitt rétt-
læti líklega fyrir Guðs og manna
augum að Vestfirðingar hefðu tvo
þingmenn. Einnig er eins og mig
minni að álika speki og réttlætiskennd
hafi lekið úr pennum þeirra nafna
Jónasar Dagblaðsritstjóra og Jónasar
neytendapostula og B.H.M. manns.en
síst er slik speki betri þó úr þeirri átt-
inni komi.
i
Hver er ástœða
þessara umbrota?
Jú, þessir einlægu mannréttinda-
postular að eigin mati, sem mest hafa
látið i sér heyra og telja sig vera að
berjast fyrir réttlætishugsjóninni
hrópa um misvægi atkvæða eða
ójafnan kosningarétt, sem þýði of
mikil áhrif landsbyggðarinnar á
Alþingi, og með þessu séu fótum
troðin hin helgustu mannréttindi
þeirra sunnanmanna og að aukyjíégi
til þessa rekja að margskonar spilling
hafi þróast í þjóðfélaginu.
Auðvitað eru fullyrðingar sem
þessar hrein fjarstæða, og furðulegt til
þess að vita að menn, sem teljast eiga
að vera með fullu viti. skuli láta sér
slikt um munn fara eða eftir sigsjást á
prenti. Þeir verða a.m.k. ekki taldir
vandir að virðingu sinni.
Raunveruleg ástæða þessara um-
brota og upphlaups er sú að þeir
stjórnmálamenn, sem mest hafa sig i
frammi i þessu hvort sem þeir nú eru
þingmenn eða ganga með hann í
maganum, telja sig með þessu geta
leyst bæði persónuleg vandamál sín
innanflokks og þannig styrkt stöðu
sína, og einnig mundi með þesssu
leysast innanfiokksvandamál ýmis
sem virðast hrjá æði ntarga á tiltekn-
um svæðum.
Varðandi hina, sem hamast hvað
mest i þessu máli og ekki eru beint i
stjórnmálabaráttu og ekki hafa
þangað komist, gæti slík breyting
plægt akurinn og orðið til þess að þeir
hinir sömu, sem talið hafa sig
afskekkta. gætu birtst á himni stjórn-
málanna þósíðar verði.
Eru Reykjavík
og Reykjanes sett
hjá vegna misvægi
atkvæða?
Nei. auðvitað er svo ekki. Það er
auðvitað aúgljóst öllum. sem skoða
vilja þetta af sanngirni hversu gifur-
lega mikið vægi það hefur einmitt fyrir
sunnanmenn að öll stjórnsýsla hverju
nafni sem nefnist skuli vera staðsett
svo að segja við þröskuld þeirra eigin
dyra. Aðstaða þeirra einstaklinga, sem
þar búa og sveitarfélaga á þessu svæði
til að hafa áhrif á gang mála varðandi
löggjafann og stjórnsýslu alla er svo
margfalt meiri en ibúa dreifbýlisins og
sveitarfélaga þar. Mér er nær að halda
að þó að Reykjavik hefði engan þing-
mann þá gæti hún eftir sem áður haft
sist minni áhrif á gang mála á lög-
gjafarsantk. og stjórnsýslusviðinu. en
dreifbýliskjördæmi með 5—7 þing-
menn. Þar ræðurauðvitaðsú 'sérstaða
Reykjavíkur að geta látið sina
embættismenn, hverju nafni sern
nefnast, svo fáir sem þeir nú eru, róa á
mið kerfismanna rikisins, sem allir eru
einnig búsettir á þessu sama svæði og
á þann hátt haft áhrif á gang og þróun
mála sér í hag, eins og raunar alltaf er
að gerast, því auðvitað er í þessu sem
öðru nær skinniðen skyrtan.
Er kosningarétturinn
einu mannréttindin á
íslandi?
Það er athyglisvert að þeir. sem
mest hrópa um misvægi atkvæða og
forréttindi dreifbýlisfólks, að engu er
likara en að |xiirra mati sé atkvæðis-
rétturinn einu mannréttindin, sem til
séu á íslandi og misvægi atkvæða sé
þaðeina.sem leiðrétta þurfi.
Ég held það væri rétt fyrir þetta
stiffiibbalið að gera sér grein fyrir þvi
að við dreifbýlisfólk fiokkum fleira
undir mannréttindi en kosningarétt.
Við teljum það til ntannréttinda. að
við fáum búið við sömu búsetuskilyrði
og þeir sunnanmenn, úl dæmis.
Að við borgum sama i upphitunar
kostnaðog þeir, en ekki 8—10 sinnum
meira.einsognúer.
Að við sitjum við sama borð
kostnaðarlega séð hjá Pósti- og sima
eins og sunnanmcnn, en ekki niiklu
dýrara. eins og nú.
Að við búum við jafnrétti varðandi
verð á vöru og þjónustu á borð við
Kjallarinn
Karvel Pálmason
sunnanmenn, cn ekki 30—50%
dýraraeinsognú.
Að við búum viðsambærileg skilyrði
varðandi heilbrigðisþjónustu eins og
þeir sunnanmenn.
Að við búum við sambærilegar sam
göngur eins og þeir sunnanmenn, svo-
fátt citt sé nefnt.
Yrði þvi misrétti og þeint niannrétt
indaskorti. sem hér Itafa verið tilgreind
ásamt raunar miklu fleiru, breytt og
drcifbýlisfólk fengi þannig búið viö
sömu mannréttindi og sunnanfólk
hefur búið við i áratugi. þá fyrst, en
fyrr ekki, fyndist flötur til umræðu á
þvi misvægi atkvæða sem hvað mest
fcr fyrir vit örfárra öfgamanna nú.
Bolungarvik, 26. ágúst 1980
Karvel Pálmason.
————N
/7
ISAMKOMULAGIBSRB 0G
r
Kjallarinn
RIKISINS ERU VEIGAMIKL-
IR 0G JÁKVÆÐIR ÞÆTTIR
Undanfarna daga hafa i blöðunum
átt sér stað miklar umræður um sam-
komulag BSRB og ríkisins sem undir-
ritað var 20. ágúst sl., og skiptist
fólk nokkuð í tvo hópa.
Annars vegar eru þeir, sem fátt
gott sjá við samkomulagið. Vilja fella
það. Einblina á krónutöluhækkun en
horfa framhjá veigamiklum atriðum i
samkomulaginu og vilja helst ekki
vita af þeim veigamiklu félagslegu
umbótum er í samkomulaginu felst.
Hins vegar erum við sem metum
samkomulagið í heild sinni. Sjáum
ávinning í þeirri félagslegu löggjöf,
sem boðið er upp á og óttumst afleið-
ingar þess, að samkomulaginu verði
hafnað. Fari svo er BSRB-fólk dæmt
til þess að fara í harðvítugar verk-
fallsaðgerðir með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum fyrir samtökin svo og
annað fólk i þessu landi.
Meginatriði
samkomulagsins
Áður en lengra er haldið þykir mér
rétt að rifja upp meginatriði sam-
komulagsins. Þau eru þessi:
Samningstíminn er nú aðeins 13
mánuðir frá 1. ágúst 1980 til 31.
ágúst 1981, og er það í samræmi við
það samkomulag að samningstiminn
verði framvegis samningsatriði, en
hann er nú bundinn við 2 ár í lögum.
I.aun hækka frá I. ágúst, mest hjá
þeim sem lægst hafa launin. Hækk-
unin nemur 14. þús. á mánuði i 5.—
15. Ifl., og dregur svo úr henni upp í
19. Ifl., þar sem hækkunin verður
engin (að því er varðar flokka 19—32
kemur hins vegar til sérstök bókun
um að laun í þeim flokkum verði
færð til samræmis við laun í samsvar-
andi flokkum 3HM í þrem áföngunt
á samningstímanum).
Þeir sem hafa lægri laun en
345.000 fá umframhækkun í vísitölu,
þ.e. sömu hækkun og þeir sem hafa
þáupphæð í kaup 1. ágúst.
Þá má nefna það að þriðja þrep
launaflokks næst nú eftir 5 ár í stað 6
áður, starfsmaður skal nú ekki vera
lengur en tvö ár i 5. lfl. og starfs-
maður sem er grunnraðaö í 6. —10.
Ifl. skal nú hækka um I Ifl. eftir 4 ár.
Þá eru ýmis önnur nýmæli varðandi
starfsaldur.
Það má benda fólki á að kynna sér
breyttar reglur varðandi desember-
uppbót, útkallsvakt, orlof, ferða-
kostnað og starfsþjálfun, svo eitt-
hvaðsé nefnt.
Varðandi áfanga í félagslegum
efnum má nefna auk samningstimans
sem áður er getið, atvinnulcysistrygg-
ingar, atriði sem er einmitt þýðingar-
miklið fyrir sjúkraliða, og umbætur i
lifeyrissjóðsmálum (og er þá aðeins
getið þriggja atriða af sjö).
Þýðingarmikil atriði
fyrir sjúkraliða
Mitt mat er, að mjög þýðingar-
mikið sé fyrir sjúkraliða að samning-
ur þessi verði samþykktur. Kpmur
þar margt til.
Fyrsl er að nefna að sjúkraliðar
þurfa nú að fá tækifæri til að gera
sérsamning, en slíkt erekki mögulegt
nema að undangengnum aðalkjara-
samningi. Sjúkraliðar eru nú lægst
launaða heilbrigðisstéttin hjá Reykja-
víkurborg og að sjálfsögðu
verður ekki unað við það til lang-
frama. Leiðrétt ing á launaflokknum
okkar og réttindum næst ekki nenta i
gegnum sérkjarasantning. Nú eru
liðin 3 ár frá siðasta sérkjarasanm-
ingi og það er allt of langur tími.
Annað er að atvinnuleysistrygging-
ar höfum við ekki haft áður. Verði
borgin skyldug til þess að greiða þær,
þá verður sjúkraliðum siður sagl
upp, þar sem borgin þarf þá samt
sem áður að greiða þeim laun.
Þriðja er að samkomulagið gerir
ráð fyrir miklum hækkunum til líf-
eyrisþega. Ungar konur þurfa aðgera
sér grein fyrir þvi að þær eldast eins
og aðrir dauðlegir menn og fyrr en
siðar munu þær sjá að lifeyrissjóður-
inn er þeim mikils virði. Samkomu-
lagið gerir ráð fyrir miklum hækkun-
um til lifeyrisþega og á ég þá ekki sist
við það, að nú fáum við að greiða í
lifeyrissjóð af vaktaálagi okkar og
Ingibjörg Agnars
því verður lífeyrir okkar þvi hærri,
þcgar þar að kemur. Menn verða að
horfa gifurlega fast framan í sjálfa
sig áður en þeir vanmeta þennan
mikilvæga þátt. Alls gerir santkomu-
lagið ráð fyrir 15—16% hækkun til
lífeyrisþega i 8. launaflokki.
Lokaorð
Við sjúkraliðar verðum að gera
ok kur grein fyrir því, að lengra náum
við ekki að þessu sinni i aðalkjara-
samningi án harðvítugra verkfalls-
aðgerða og sú hækkun sem við e.t.v.
fengjum þannig, yrði í verðlausum
krónum (blóðkrónum). Við eigum
betri möguleika í sérkjarasamningi.
Við skulum gera okkur grein lyrir því
að sjúkrahúsin verða ekki rekin án
sjúkraliða. Við erunt í mestri snert-
ingu við sjúklinginn, gefum honum
bæði andlega og líkamlega aðhlynn-
ingu. Ef við felluin þetla samkomu-
lag, þá getur það haft örlagarikar af-
leiðingar fyrir samtök okkar, cinkum
með það í huga að þá dregst enn á
langinn með sérkjarasamningana.
Hugsið um þetta, þcgar þið gangið til
kosninga dagana 4. og 5. sepl. tú .
Ingibjörg Agnars,
fyrrv. formaður
Sjúkraiiðafélags íslands.
„... Samkomulagið gerir ráð fyrir
miklum hækkunum til lifeyrisþega og á
ég þá ekki síst við það, að nú fáum við að
greiða I lífeyrissjóð af vaktaálagi okkár og því
verður Iffeyrir okkar því hærri þegar þar að
kemur...”
V.