Dagblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 1
6. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 - 213. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022.
Luxemborg-London-New York?
British Airways vill nú yfír-
taka Luxemborgarfh&ð
— hefur gert stjómvöldum í Luxemborg tilboð þar um
Brezka ríkisflugfélagið British Air-
ways hefur snúið sér til stjórnvalda i
Luxemborg og boðizt til að yfirtaka
flugleiðina milli Luxemborgar og
New York, fari svo að Flugleiðir
hætti að fljúga á þeirri leið eins og
félagið hefur boðað.
í frétt frá Reuterfréttastofunni
segir að British Airways hafi lagt til
við stjórnvöld að fargjald milli New
York og Luxemborgar með félaginu
verði 491 dollar, en áætlað er að
millilenda í London.
í Reutersfréttinni er frá því greint
að Flugleiðir hafi orðið fyrir alvarleg-
um skakkaföllum vegna fargjalda-
striðsins á Norður-Adantshafsleið-
innj og hafi tilkynnt að flugi milli
Luxemborgar og New York með
millilendingu á íslandi verði hætt í
lok næsta mánaðar. Þá er þess getið
að flug Flugleiða sé einu samgöngu-
tengsl Lúxemborgara við Bandaríkin.
Þá er og greint frá því að Stein-
grímur Hermannsson samgönguráð-
herra hafi komið í gær til Luxem-
borgar til viðræðna við Joseph
Barthel, samgönguráðherra Luxem-
borgar. Heimildir Reuters í Luxem-
borg greina að Barthel muni greina
Steingrími frá því í viðræðunum í
dag, að Luxemborgarar telji sér ekki
fært að bæta fyrra tilboð sitt. Þeir
muni áfram fella niður lendingar-
gjöld í Luxemborg til þess að bæta
stöðu Flugleiða og leggja fram þrjár
Hausttitirnir leysa nú sem óóast grasgrœnuna af hólmi, fyrsta hausthretið er komið austur á iandi, veturinn nálgast. Ljósmyndara DB fannst þó einh vern veginn að enn
vœri góður skammtur af sumri I andtitiþessarar virðulegu konu, sem var á gangi við verzlanamiðstöðina Miðbce við Háaleitisbraut. Það er ennþá hœgt að taka sumar-
myndir, þó að september sé nú farinn að styttast I annan endann. DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson.
Verkföll í prentsmiðjum Maða í næstu viku:
Svara útgefendur
með verkbömum?
— prentsmiðju-
eigendur
ræða
mótaðgerðir
í dag
„Hér er um að ræða mjög tak-
markaðar aðgerðir í þeim tilgangi að
knýja á um atriði, sem alls ekki
snerta launakröfur heldur atvinnuör-
yggi fyrst og fremst. Það væri því
furðulegt ef þær framkölluðu verk-
bönn yfir heilu línuna, einkum þegar
haft er í huga að þeir hafa ekki
svarað okkur einu eða neinu,” sagði
Magnús Einar Sigurðsson, varafor-
maður Hins islenzka prentarafélags í
samtali við blaðamann DB í morgun..
Menn velta því nú fyrir sér hvort
prentsmiðjueigendur muni svara
vinnustöðvunum Bókbindarafélags
Íslands, Grafiska sveinafélagsins og
Hins íslenzka prentarafélags með
verkbanni. Þessi félög hafa eins og
komið hefur fram í fréttum boðað til
vinnustöðvana hjá dagblaðsprent-
smiðjunum dagana 25., 26. og 27.
september og hjá öðrum prentsmiðj-
um innan Félags íslenzka. prentiðn-
aðarins og Ríkisprentsmiðjunni
Gutenberg dagana 28., 29. og 30.
september.
Haraldur Sveinsson, fram-
kvæmdastjóir Árvakurs hf., útgáfu-
félags Morgunblaðsins, sagði í sam-.
tali við blaðamann DB í morgun að
viðbrögð prentsmiðjueigenda yrðu
mótuð á fundi þeirra í dag. Hann
kvaðst ekkert vilja um það segja á
þessu stigi hvort verkbönn yrðu
þeirra mótaðgerðir.
-GAJ
milljónir dollara — eða liðlega hálfan
milljarð íslenzkra króna — til félags-
ins.
- JH
r ....
Steingrímur
Hermannsson
samgönguráðherra:
Margir
um
hituna
- ráðherrann hefur
rætt tilboð British
Airways við stjórn-
völd í Luxemborg
„Það er Ijóst að ýmsir bera vi-
urnar í þetta flug Flugleiða milli
Luxemborgar og New York,”
sagði Steingrímur Hermannsson i
morgun er DB bar undir hann
tilboð British Airways um að yfir-
taka Atlantshafsflug Flugleiða. f
tilboðinu bjóða þeir vetrarfar-
gjöld fram og til baka fyrir 491
dollar með millilendingu i
London.
Steingrimur sagði að þessi
möguleiki og fleiri hefðu verið
ræddir á viðræðufundum íslend-
inga og Luxemborgara.
Kvaðst Steingrímur hafa það á
tilfinningunni að mörg flugfélög
vildu yfirtaka Atlantshafsllugið.
Brosandi kvaðst hann hafa spurt
Luxemborgarana að því af hverju
þeir tækju ekki tilboði Aeroflot
en þá hefðu þeir fórnað höndum.
Skýrsla verður lögð fram á
rikisstjórnarfundi Luxemborgar
um viðræður um Flugleiöavanda-
máliðáföstudaginn.
Ólafur
Ragnar og
Vilmundur
skrifa um
Flugleiða-
málið
og bauna hvor
á annan
— s/á bls. 12
ogl3