Dagblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980.
eða mistök við nótuútskrift?
Símon Símonnrson verkamaAur
kom art máli við blartið:
Hafði hann lekið bensin á
O/íufélagið hf
£ssö
bensinstöð ESSO gegnt Klúbbnum.
Var hann látinn greiða 10 þúsund kr.
fyrir 10,2 litra og hafði hann nótu
fyrir þessu. Hann uppgötvaði hins
vegar ekki mistökin fyrr en nokkru
seinna. Fór hann því aftur á bensín-
stöðina, sýndi starfsmönnum nótuna
en þar var honum neitað um leið-
réttingu. Að sögn Simonar sneru af-
greiðslumennirnir bara upp á sig og
voru með kjaft. Hafði hann þá skotið
því að afgreiðslumönnunum hvort
hann mætti fá að skoða í skottið á
bílum þeirra.
Vildi Símon vara ökumenn við
svona svindli því hann vissi um fleiri
svipuðdæmi.
DB bar þetla undir sölustjóra
Olíufélagsins. Sagði hann að hér
væri augsýnilega um mannjeg mistök
afgreiðslumanns að ræða við nótuút-
skrift og vill félagið að sjálfsögðu
leiðrétta slíkt.
Þátturinn „Áfangar” hefur notið mikilla vinsælda en á myndinni eru umsjónar-
menn þáttarins, þeir Guðni Rúnar Agnarsson og Ásmundur Jónsson.
DB-mynd: Ari.
MAGN @ J f UPPHÆD
Bensln Díselolla Steinolla Frostlögur Smurolla ,;-v. V .. . i •• ■ •| ..1 i j- /p .°cy
• - 1(7.- PPC?
Blaðaljósmyndarar:
SYNK) AÐGAT 0G NÆRGÆTNI
» 445607
Sigurrtur G. tlaraldsson skrifar:
Máltækið „Aðgát skal höfð í
nærveru sálar” mun vera komið úr
kvæði eftir Einar Benediktsson. Eg
nefni þetta vegna þess að nú upp á
síðkastið hafa bæði síðdegisblöðin og
Raddir
lesenda
£r sjónvarpið
aö brjóta lög?
— með því að sýna hnefaleika
„Reirt mórtir" hringdi:
Eg er nú orðin alveg orðlaus. Það
virðist ekki vera lengur hægt að láta
börnin sitja ein við sjónvarp. Og nú
er það sjálfur íþróttaþátturinn sem
gengur fram af manni. Núna tvo
síðustu laugardaga hefur sjónvarpið
verið að sýna okkur myndir frá
hnefaleikum, þar sem menn hafa kýlt
hvor annan miskunnarlaust og af
mesta afli. Og þetta er sjónvarpið að
hafa fyrir augum barna okkar.
Þokkalegur kennslumiðill það! Þegar
lög eru um bann gegn hnefaleikum á
íslandi verður sjónvarpið að beygja
sig undir það. Þó að verið sé að sýna
myndir frá hnefaleikum í öðrum
löndum, færir sjónvarpið þessa
bönnuðu iþrótt inn á hvert heimili
með þvi að sýna hana. Og með því að
færa hnefaleika inn á hvert íslenzkt
heimili er sjónvarpiö að brjóta lög
um bann gegn hnefaleikum á íslandi.
einnig útbreiddasta dagblaðið farið
æ meira inn á þá neikvæðu braut að
birta nokkuð nákvæmar myndir af
óláni og ógæfu fólks, sem hefur
orðið fótaskortur á sviði réttvísinnar
eða misstigið sig í sambandi við vínið
og Bakkus. Nú kemur mér ekki til
hugar að réttlæta þær ólögmætu
gerðir sem spretta af þessu tvennu en
ég tel að það sé fólkinu sem í ólán og
ógæfu ratar og aðstandendum þess
nóg raun þó dagblöð geri það ekki að
almenningseign með myndbirtingum.
Og satt að segja efa ég að löggæzlu-
menn sem í þessum tilvikum verða að
vinna s'm störf, mismunandi
skemmtileg eins og gengur, séu mjög
hlynntir töku mynda í svona
tilvikum.
í litlu samfélagi eins og því
íslenzka, raunar dvergsamfélagi,
hlýtur fólki sem eitthvað verður á að
veitast erfiðara að ná sér á strik aftur
en í milljónasamfélögum og það sem
hér hefur verið gert að umtalsefni
gerir fólki ekki auðveldara fyrir.
Ég þykist þess viss að hér sé um
hugsunarleysi eða eitthvað slíkt að
ræða hjá viðkomandi Ijós-
myndurum, en alls engan ásetning.
Ég horfi á þessi mál sem hlutlaus
blaðalesandi og vil beina þeirri ósk til
þeirra, sem blaðamyndir taka að fara
nærfærnum höndum um þessi efni
og hugsa til þeirra sem í hlut éiga og
setja sig í þeirra spor. Enginn getur
þvi miður vitað hvenær ógæfan ber
að hans eigin dyrum. Og enginn má
skilja orð mín svo að ég sé á móti
fjölbreytni og hugvitssemi í myndum,
aðeins að gleyma ekki tillitssemi og
aðgát.
ER ALÞYÐUTONLIST-
IN ÓMERKUR SORI?
— Það virðist vera álit tónlistardeildar
Gunnar Jónsson og Bjarni Sverrisson
skrifa:
Lengi hafa útvarpshlustcndur
mátt búa við skilningsleysi tónlistar-
deildar ríkisútvarpsins í garð
popptónlistar. Er skemmst að
minnast skoðanakannana um það
efni. Nú keyrir þó fyrst um þverbak
þegar tónlistarstjóri leggur til að
vönduðustu þættir þessarar tegundar
tónlistar — Áfangar, Misræmur og
Hlöðuball — skulu lagðir niður.
Þessi tillaga sýnir Ijóst að stjórn
tónlistardeildarinnar metur ekki
hlutlægt þá tónlist sem flutt er i út-
varpinu. Alþýðutónlistin er álitin
ómerkur sori sem skipti tónlistar-
deildina engu máli. Hvernig má á
annan hátt skýta væntanlega
uppsögn stjórnenda áðurgreindra
tónlistarþátta, sem allir hafa sýnt í
verki kunnáttu, þekkingu og brenn-
andi áhuga á þvi sem þeir bjóða
hlustendum? Hvað vill tónlistarstjóri
i staðinn — Jón Múla, Svavar Gests
og Jónas Jónasson? Ágæta menn á
sína vísu. Hins vegar tilheyra þeir
ekki þeirri kynslóð sem getur miðlað
af lifandi þátttöku i þeim byltingar-
kenndu hræringum er orðið hafa í
popptónlist á síðastliðnum 15 árum.
Ef áðurgreindir þættir víkja er út-
varpið að stíga mörg ár til baka í
flutningi léttrar tónlistar. Popptónlist
fær enga verðuga umfjöllun — allt er
lagt að jöfnu. Vekur þetta þá
spurningu hvort tónlistardeildin —
opinber stofnun — hafi nokkurn
siðferðilegan rétt til að kæfa niður
viðleitni li skapandi umfjöllunar og
flutnings á þeirri tónlist, sem
vinsælust er meðal þjóðarinnar.
Hvar er
hjólið,
hans Óla?
Of lítið bensín?
Ólafur Eliasson í Krummahólum
4 varð fyrir því óláni í síðustu viku,
að nýlegu hjóli var stolið frá honum
og hefur það ekki sézt siðan. Hjólið
stóð fyrir utan blokkina heima hjá
honum, þegar það hvarf. Einhverjir
hljóta að hafalséð hjólið síðan, for-
eldrar, eða jafnaldrar Óla, og eru
þeir beðnir að koma því aftur á sinn
stað og láta vita heima hjá Óla, I íbúð
5-E. Myndin er af Óla á hjólinu
meðan allt lék í lyndi. Þaö er gult
með stállitum brettum og gulum
bögglabera.
Aflmikið hðggið hefur hitt andstæðinginn sem fellur rotaður I gólfið.
óláni og ógæfu fólks...”
DB-mynd: Hrtrður.
»