Dagblaðið - 18.09.1980, Page 6
6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980.
Saudi Arabía féllst á að hækka
olíuverð sitt um tvo dollara fatið á
lokafundi OPEC ríkjanna i Vin í
gærkvöldi. Þangað til hafði virzt sem
ekkert samkomulag mundi nást á
fundinum. Önnur OPEC riki —
helztu olíuútflutningsríki heims —
hafa í staðinn lofað að hækka ekki
sitt verð fyrr en þá í fyrsta lagi um
næstu áramót. Saudi Arabía lofaði
einnig að halda oliusölu sinni innan
við 9,5 milljón fata markið fram að
sama tíma.
Verð Saudi Arabíu á olíufatinu
verður þá 30dollarar. Meðalverð olíu
frá OPEC rikjunum verður þá 32,70
fyrir hvort olíufat. Það var áður 32
dollarar.
Saudi Arabar virðast því að
nokkru hafa náð því marki sínu að
koma i veg fyrir miklar olíuverð-
hækkanir. I hvert skipti sem þeir
hafa hækkað olíuverð sitt hafa
önnur OPEC ríki hækkað enn meira.
Saudi Arabia er langmesti oliuút-
flytjandi heimsins. Olíuverð frá
nokkrum OPEC ríkjanna er allt að
37 dollarar fyrir fatið.
Saudi Arabar hafa reynt að halda
olíuverði stöðugu með því að auka
framboð sitt á olíu á heimsmarkaði.
Hefur það valdið því að nú eiga ríki
utan kommúnistarikjanna olíubirgðir
sem mundu duga til 100 daga
notkunar ef til olíusölustöðvunar
kæmi. Er þvi talið að lítill grund-
völlur sé fyrir að hækka oliuverðsvo
einhverju nemi.
Á OPFC' fundinum í Vín síðustu
dagana hala fulltrúar Líbýu, írans og
Alsír mjög lagt að Saudi Aröbum að
draga úr olíusölu sinni og með því
hækka verðið.
Með fyrirhugaðir heimsókn sinni
til Rómar vill Lech Walesa leggja
áherzlu á náin tengsl sín og verka-
lýðshreyfingarinnar pólsku við
kaþólsku kirkjuna.
Atvinnuleysi eykst stððttgt i Bretlandi. Eitt þf'irr.: fysw'hvkja sem h>eit M»r xíari.sttmi «swí er stáííðjnvtrið) Durham. Það haetti i síðustu viku og við
það misstti þrjú þústtrtd aumag atvinnu sína. fóiksð t& bsster frá Bdtish Steeí, Iiln« nkisréfcttit t.iMfyHrta.'kí, settí á íðjuverið og getur þvt kmaizt af um hrlð. Um
íramtíðina cr sSðar; 'Æ óvissara
Tyrkland:
Hershöfðingj-
arnir sex
taka formlega
við völdum
Hinir sex hershöfðingjar sem stóðu
fyrir byltingu hersins í Tyrklandi um
síðustu helgi munu taka formlega við
æðstu völdum í dag. Þykir þetta benda
til þess að nokkur dráttur verði á þvi að
þeir hyggist láta völdin aftur í hendur
borgaralegum aðilum.
Lögregluforingi var skotinn til bana í
Istanbúl í gær. Einnig féll maður sem
grunaður var um að vera leiðtogi
vinstrisinnaðs skæruliðahóps. Eru
þetta talin fyrstu pólitísku morðin sem
framin hafa verið í Tyrklandi síðan
herinn tók þar völdin.
Áður en það varð voru að meðaltali
drepnir upp undir tuttugu manns á dag
I Tyrklandi.
OPEC ráðstefna olfuríkja:
Saudi Arabía hækkar
olíuna um 2 dollara
— samkomulag náðist á síðustu stundu um að öðru leyti óbreytt verð og
óbreytt sölumagn fram að áramótum
Anastasio Somoza:
faöirhans árið 1958
einn hinn síðasti af fyrrí tíðar Mið- og Suður-Ameríkueinræðis-
herrunum fallinn aðeins 54 ára að aldri
Anastasio Somoza, fyrrum ein-
ræðisherra í Nicaragua, féll fyrir kúl-
um úr vélbyssum sex árásarmanna á
götu í höfuðborg Paraguay í gær.
Þarlend yfirvöld hafa nú sakað tvo
Argentínumenn um að hafa tekið
þátt I morðinu. í fyrstu var talið að
Nicaraguamenn ættu höfuðsök á
morði einræðisherrans fyrrverandi en
nú segjast stjórnvöld í Paraguay
fremur hallast að að það hafi vcrið
fyrir frumkvæði Argentínumanna.
Mennirnir tveir sem sakaðir eru
um þátttöku eru sagðir félagar í
marxiskum samtökum, sem voru
mjög virk í Argentínu um árið 1970.
Framburður þeirra sem myrtu
Somoza þykir einnig benda til þess að
þar þafi Argentínumenn verið á
ferðinni. Einnig var hús sem
morðingjarnir notuðu tekið í nafni
argentínskra rithöfunda.
Þó svo óvfst sé enn hverjir stóðu
fyrir moröinu á‘ Somoza lét al-
menningu i Nicaragua ekkert aftra
sér frá að fagna morðinu innilega.
Mikil fagnaðarlæti urðu á götum
höfuðborgarinnar í Managua og
dansaði fólk þar af gleði yfir
fregnunum af falli Anastasio
Somoza.
Fjórtán mánuðir eru síðan
einræðisherrann flúði frá Nicaragua
eftir að hann og þjóðvarðliðar hans
höfðu beðið ósigur fyrir liði
sandinista í borgarastyrjöld. Þar er
talið að i það minnsta fimmtíu
þúsund manns hafi fallið. Somoza
fór fyrst til Miami á Flórida en þar
sem hann óttaðist að Bandaríkja-
stjórn framseldi hann í hendur hinna
nýju valdhafa í Nicaragua dvaldi
hann þar aðeins skamma hríð. Hélt
hann þá til Paraguay og var þar síðan
í skjóli Alfredo Stössner
einræðisherra.
Þegar Somoza flúði frá Nicaragua
voru aðeins nokkrir mánuðir síðan
hann hafði lýst því yfir að hann
mundi berjast þar til yfir lyki. Sagðist
hann verða að koma í veg fyrir að
kommúnistaf næðu völdum í landi
sinu. En þar hafði Somoza fjölskyld-
an ráðið lögum og lofum síðan árið
1936.
Þá gerði faðir hans uppreisn og
tók völdin í landinu. Ríkti hann sem
forseti eða æðsti maður þjóðvarð-
liðsins þar til hann féll fyrir
byssukúlu tilræðismanns árið 1958.
Þá tók eldri bróðirjnn við, en hann
lézt af hjartaslagi árið 1967.
Anastasi Somoza var fæddur árið
1925. Hann hóf nám í bandarískum
skólum sama ár og faöir hans náði
völdum í Nicaragua. Lauk hann þar
prófi frá herskóla. Frá 1967 réð hann
öllu í Nicaragua. Gerði þjóðvarðliðið
GERIÐ GOÐ BILAKAUP
BiLALEiGA AKUREYRAR
Til sölu nokkrar Lada Sport '79, Lada Sedan og
Lada Station '79, Opel Ascona 1,6 '77 og Chevrolet
Blazer '74 bifreiðar. Greiðsluskilmólar.
Skeifan9
Simar 86915 - 31615
mjög öflugt og beitti þvi óspart gegn
andstæðingum sínum. Árið 1977
gerðu sandinistar fyrstu tilraun sina
til að hrekja hann frá völdum er þeir
tóku fimmtán hundruð gisla i þing-
húsinu í Managua. Síðan gekk allt á
afturfótunum fyrir Somoza. Vinslit
urðu við Bandaríkjamenn árið 1978,
þegar upp komst að hann hafði stolið
einni milljón dollara af fé sem þeir
gáfu til styrktar fórnardýrum
jarðskjálfta i Nicaragua.