Dagblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980.
II
Foreldrar 16 barna í Gninnskólanum í Grindavík vilja að Ragnar Ágústsson kennari víki:
„ Vil ekki ræða málið í blöðum"
Ragnar Ágústsson kennarí I Gríndavfk. 24 böm i 4. bekk A I Grunnskólanum I
Grindavfk mæta ekki f skólann og foreldrar þeirra krefjast þess að hann vfki.
Myndin var tekin fyrir réttu ári. Þá lýsti hann stuðningi við Hjálmar Árnason þá-
verandi skólastjóra f Grindavfk og Ragnar Arnalds þáverandi menntamálaráðherra I
harðrí deilu sem stóð dögum saman um skipan ráðherrans f stöðu skólastjóra.
DB-mynd: Ragnar Th.
^Eins og þess-
ir menn telji
sig í strídi”
— segir Jón Ágústsson, sjómaður í Grindavík,
en kveikt var í skúr þar sem hann geymdi
svín sín í síðustu viku. Nú er þess krafizt
að bróðir hans víki sem kennari
„Það er eins og þe'ssir menn telji
sig vera i einhverju stríði,” sagði Jón
Ágústsson, sjómaður i Grindavík, í
samtali við blaðamann DB. Eins og
DB greindi frá í síðustu viku kveiktu
tveir menn i svínaskúr í Grindavík
þar sem Jón hafði fengið inni með
svín sin til bráðabirgða.
Nú hefur þess verið krafizt af
foreldrum barna að einn kennaranna
við Grunnskóla Grindavíkur viki úr
starfi. Sá kennari, sem hér um ræðir
er bróðir Jóns.Jón sagði það skrítið
að annar þeirra manna, sem kveiktu í
svínaskúrnum væri framarlega i hópi
þeirra foreldra sem vilja að kennar-
inn, Ragnar Ágústsson, hætti. Það
væri eins og þessir menn teldu sig i
stríði við þábræður.
„Þetta eru alveg óskyld mál,”
sagði einn foreldranna sem krefjast
þess að Ragnar hætti. „Hér er ekki
um að ræða persónulegar árásir.”
Viðmælandi DB sagði að kveikt
hefði verið í svínaskúrnum til að
mótmæla seinagangi bæjarstjórnar-
innar í því máli. Það hefði verið alveg
óviðkomandi persónu Jón Ágústs-
sonar.
„Ragnar Ágústsson er góður
kennari. Það segja allir. En hann
skiptir sér ekki af, hvernig börnin
haga sér. Það er agaleysið sem hann
er gagnrýndur fyrir fyrst og fremst,”
sagði viðmælandi DB. -GAJ.
Þingfiokkur Sjálfstæðismanna
hefur vítt „vim'ubrögð fulltrúa
Alþýðubandalagsins” í Flugleiða-
málinu „og telur að þau hafi valdið
Flugleiðum h.f. miklu tjóni, stefnt í
hættu atvinnu fjölda fólks sem að flug-
málum vinnur og skaðað þjóðarhags-
muni,” að því er segir í ályklun, sem
samþykkt var á fundi þingflokksins í
gær.
Segir þar einnig, að þingflokkurinn
telji einsýnt, að stjórnvöld geri ítrustu
tilraunir til að tryggja fiugsamgöngur
yfir Norður-Atlantshafið. Lýsir þing-
fiokkurinn sig reiðubúinn til samstarfs
í þeim efnum, „enda sé ekki stefnt í
ríkisrekstur flugs og gagnslausar fjár-
skuldbindingar skattgreiðenda,” eins
og segir í ályktuninni.
-ÓV.
— segir Olína Ragnarsdóttir bæjarfulltrúi og varamaður í skólanefnd.
Hún skrifaði undir mótmslaskjal og sendir ekki barn sitt í skólann
„Foreldrar barnanna samþykktu að
tala ekkert um málið í blöðum og ég vil
því ekkert segja,” sagði Ólína Ragnars-
dóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í Grindavík, þegar Dagblaðið
spurði um ástæður þess að hún skrifaði
nafn sitt á undirskriftalista gegn einum
kennara Grunnskólans í bænum.
Foreldrar 16 barna af alls 24sem eru
i 4. bekk A í skólanum skrifuðu undir
skjalið og afhentu það skólanefnd og
skólastjóranum. Vilja þeir að Ragnar
Ágústsson kennari víki og í mótmæla-
skyni hefur ekkert barn í bekknum
mætt í skólann. Texti undirskrifta-
sk jalsins er svohljóðandi:
„Við undirrituð foreldrar barna
sem verða í 4. bekk A í Grunnskóla
Grindavíkur á komandi vetri höfum
frétt að kennari þeirra verði Ragnar
Ágústsson. Vegna fenginnar reynslu og
fjölda annarra foreldra af starfi hans
óskum við eftir því að annar kennari
komi i hans stað. Ef ekki munum við
foreldrar halda börnum okkar heima.”
Ólína Ragnarsdóttir, sem er vara-
fulltrúi i skólanefnd í Grindavík,
neitaði alfarið að ræða málið eins og
áðursegir.
Gunnlaugur Dan Ólafsson skóla-
stjóri í Grindavik sagðist vonast til að
málið leystist um helgina. Þá yrði hald-
inn fundur þar sem hann hygðist leggja
fram ákveðna tillögu til lausnar. Um
efni tillögunnar vildi hann ekkert segja.
Skólastjóri, skólanefnd, Helgi
Jónasson fræðslustjóri í Reykjanesum-
dæmi og foreldrarnir sem neita að
senda börn í skólann sátu fund um mál-
ið á mánudagskvöldið. Þeir sem voru á
fundinum vörðust allra frétta þegar
Dagblaðið leitaði eftir þeim.
Fyrir tæpu ári síðan var Grunn-
skólinn í Grindavík mjög í fréttaljósi
fjölmiðlanna vegna þeirrar ákvörðunar
Ragnars Arnalds, þáverandi mennta-
málaráðherra, að skipa Hjálmar Árna-
son í stöðu skólastjóra í Grindavík.
Urðu mikil átök um þá ákvörðun
ráðherrans þar sem ýmsir töldu að Bogi
Hallgrimsson yfirkennari hefði verið
betur kominn að stöðunni, m.a. vegna
þess að hann hafði full réttindi í starf-
ið. Ragnar Ágústsson kennari lýsti þá
yfir stuðningi við Hjálmar Árnason og
málsmeðferð menntamálaráðherrans í
samtali við Dagblaðið, 4. október. f
lok viðtalsins sagði Ragnar:
„Ég er sammála því grundvallar-
atriði kennara að halda rétti sinum. 1
þessu ákveðna máli hefði hver réttsýnn
maður gert hið sama og Ragnar
Arnalds. Það er svo sjálfsagt að ekki
þarf að þakka ráðherranum.”
Nú er það sem sagt Ragnar Ágústs-
son sjálfur sem er miðdepill atburða-
rásarinnar í Grindavík. Illa gengur
að fá fram hvað það er sem foreldrar
hafa út á hann að setja sem kennara.
Gunnlaugur Dan skólastjóri sagði að
foreldrarnir „treystu Ragnari ekki til
að kenna börnum sínum nægilega vel.”
-ARH.
ATLI RUNAR
HALLDORSSON
n
V
%
SKIPAÚTGCRÐ RIKISINS
Ms. Coaster Emmy
fer frá Revkjavík 23. þ.m. vestur
um land til Akureyrar og snýr þar
við.
Ms. Baldur
fer frá Reykjavik 23. þ.m. til Pat-
reksfjarðar, Þingeyrar og Breiða-
fjarðarhafna.
Ms. Hekla
fer frá Reykjavik 25. þ.m. til Aust-
fjarðahafna og snýr við á Vopna-
firði.
Ms. Esja
fer frá Reykjavik 26. þ.m. vestur
um land i hringferð.
Viðkomur samkvæmt áætlun.
Talstöóvar
ísérflokki
úrval af
ftnetum
Igihlutum.
mgóða
stu.
RafeindatækJ
Stigahlið 45-47 Sími 91-31315
Fulltrúar Al-
þýðubandalags-
ins hafa skaðað
þjóðarhagsmuni
— segir í ályktun þingflokks Sjálfstædisflokksins
um Flugleiðamálið
v^tttun er haf/
Innritunarsímar: wWM
W’ 84750 kl. 10—7. _ W
84750 kl. 10—7.
29505 kl. 10—7.
53158 kl. 1—6.
Kenndir verða:
Barnadansar,
yngst 3ja ára. Hjóna- og
Diskódansar einstaklingsflokkar
Jazz-dans Rock
Stepp Konu beat 20 ára
Samkvæmisdansar og eldri.
Takið
eftir:
Nýjung frá Þýskalandi
Fjörua og skemmtileg
spor i Rocki.
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS OÓO