Dagblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980.
«
Útvarp
27
Sjónvarp
»
I erindi slnu I kvöld fjallar Hörður Bergmann um einkenm gööra skóla. Myndin er af útskrift stúdenta í Menntaskólanum i
Kópavogi.
HVERNIG ER GÓÐUR SKÓU? - útvarp í kvöld kl. 22,35:
SKÓLASTARFK)í HNOTSKURN
Annað erindi Harðar Bergmanns
kennara um skóla er á dagskrá út-
varpsins í kvöld. 1 fyrsta erindinu, sem
flutt var síðastliðinn fimmtudag,
fjallaði Hörður um einkenni skóla’,
hvað það væri, sem einkenndi allt
skólastarf.
Erindi Harðar í kvöld nefnist
Hvernig er góður skóli? Til að lýsa
viðhorfi sínu til þeirrar spurningar
leggur Hörður sjö þætti til grundvallar.
Þessir sjö þættir eru: námsefnið eða
inntak skólastarfsins, kennslu-
aðferðirnar, timaskiptingin, náms-
matið, samskiptin í skólanum, stjórnun
og eftirlit með nemendum og loks
hvernig skólar standa skil á starfi sínu.
Þriðja og síðasta erindi Harðar
Bergmanns um skóla verður flutt eftir
viku. Það nefnist: Höfum við góða
skóla? Þar mun Hörður lýsa rikjandi
viðhorfum til skóians eins og þeim
hefur verið lýst af ýmsum að undan-
förnu, bæði af nemendum, kennara-
nemum og kennurum.
-GAJ.
DAGLEGT MÁL - útvarp í kvöld kl. 19,35:
SUMARVAKA - útvarp í kvöld kl. 19,40:
Fremsta söngkona íslands
— Sigríður Ella syngur íslenzk lög
Meðaí efnis á Sumarvökunni í
kvöld má nefna einsöng Sigríðar Ellu
Magnúsdóttur við undirleik Ólafs
Vignis Albertssonar. Sigríður Ella
hefur fyrir löngu áunnið sér mikla
virðingu sem söngkona og er af
mörgum talin okkar fremsta
söngkona. Hún þykir nánast jafnvig
sem Ijóða- og óperusöngkona, en
slíkum hæfileikum eru ekki margar
söngkonurgæddar.
Sigríður Ella hefur unnið til
margra verðlauna erlendis fyrir söng.
Ólafur Vignir Albertsson leikur
undirá pianó.
Af öðrum þáttum Sumar-
vökunnar má nefna þriðja erindi
Vilhjálms Hjálmarssonar fyrrum
níenntamálaráðherra um íshús og
beitugeymslu og söguþátt séra Jóns
Kr. ísfeld af manntjóninu mikla á
Amarfirði 20. september 1900.
-GAJ.
I
Ólafur Vignir Albertssonog Sigriður
F.lla Magnúsdóttir.
UM AMBOGUNA FLUGLEIDIR
Meðal þess sem Þórhallur
Gultormsson cand. mag. gerir að
umtalsefni í útvarpsþættinum Dag-
legu máli í kvöld er röng notkun falla
og svokallaður eignarfallsfiótti þar
með.
Einnig mun Þórhallur ræða um,
hvernig menn forðast góð og gild orð
eins og orðið drykkfelldur og búa til
einhver önnur i staðinn, sem kannski
eiga að vera hæverskari.
Flugleiðir hafa mikið verið i
sviðsljósi að undanförnu og hefur í
umræðum manna um fyirtækið oft
komið í ljós, að orðið Flugleiðir er
oft beygt ranglega.
í samtali við blaðamann Dag-
blaðsins kvaðst Þórhallur mundu
gera amböguna Flugleiðir að umtals-
efni og bera saman við aðrar beyging-
ar og hliðstæður sem ekki eru nýjar
af nálinni.
-GAJ.
Þórhallur Guttormsson cand. mag.
LEIKRIT VIKUNNAR - útvarp
kl. 21,40:
Tólf punda
tillitið
í kvöld klukkan 21.40 verð-
ur flutt Tólf punda tillitið, gam-
anleikur eftir James M. Barrie.
Þýðandi er Þorsteinn ö. Stephensen,
en ieikstjóri Rúrik Haraldsson. í
hlutverkum eru: Helgi Skúlason,
Margrét Guðmundsdóttir og Brynja
Benediktsdóttir. Flutningur leiksins
tekur rúman hálftima. Tæknimaður
er Georg Magnússon.
Harry Sims á að hlotnast sá heiður
að verða aðlaður eftir nokkra daga,
og hann æfir athöfnina með konu
sinni. Ekkert má fara úrskeiðis, því
sá væntanlegi Sir Harry er hégóm-
legur leiðindaskröggur. Kona sem
vinnur við vélritun kemur I heim-
sókn, og frú Sims finnst hún vita
grunsamlega mikið um manninn
hennar.
Höfundurinn, James Matthew,
Barrie, var sjálfur aðlaður á sinni tíð.
Hann fæddist í Kirriemur i Skotlandi
árið 1860 og stundaði nám í Edin-
borg þar sem hann varð siðar
háskólarektor. Barrie hóf rithöf-
undarferil sinn með ljóðum og frá-
sögnum úr heimahögunum. Kunn-
astur er hann þó fyrir leikrit sin, sem
stundum eru gáskafull og ævintýra-
leg, stundum þrungin þjóðfélags-
ádeilu sem þó verður aldrei leiðinleg
Ævintýraleikurinn ,,Peter Pan”
(1904) vakti mikla athygli. Af öðrum
verkum má nefna ,,The Admirable
Crichton” (1902), „What Every
Rúrik Harmldsson leikstjórl.
Woman Knows” (1908) og ,,A Kiss
for Cinderella” (1916). Sjálfsævisaga
Barries, „The Greenwood Hat” kom
út 1937. Sama ár lézt hann í London.
Útvarpið hefur áöur fiutt eftirtalin
leikrit eftir Barrie: Erfðaskráin
(1935), Ástarsaga prófessorsins
(1964) og Engum er Crichton likur
(1973).
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 - Sími 15105
— hlaðborð — kr. 1500?
Hádegisverðurfrá kr. 3300.-
Súpa kr. 975.-
Síðdegiskaffi.
Morgunverður og hádegisverður
aðeins virka daga.
Leigjum út fyrir hvers konar fundi
og samkvæmi. Sfmi 13880 *
•BANKASTRÆTI 11—
Veitíngar frá kl. 20.
HORNIÐ
HAPNABSTRÆT115