Dagblaðið - 18.09.1980, Page 28

Dagblaðið - 18.09.1980, Page 28
Kennaramálið í Grindavík: EKKIKVARTAÐ VEGNA RAGNARSí FYRRA — segir Gunnlaugur Dan skólastjóri „Ragnar kenndi í 6 ára bekk í fyrravetur. Þá bárust ekki kvartanir frá foreldrum mér vitanlega. Hvort kvartanir hafi borizt vegna Ragnars áður veit ég ekki þar sem ég tók við skólastjórn á sl. hausti,” sagði Gunn- laugur Dan Ólafsson, skólastjóri í Grindavík, í samtali við DB í morgun vegna mótmæla foreldra barna í 4. bekk A í skólanum. Foreldrarnir vilja að Ragnar Ágústsson bekkjarkennari viki og hafa ekki sent börn sín í tíma hjá honum frá því skóli var settur. Dagblaðið hefur reynt að fá það upplýst hjá foreldrum sem skrifuðu undir mótmælaskjal gegn Ragnari Ágústssyni hver ástæða væri fyrir óánægju með hann. Hafa foreldrar sem rætt var við neitað að ræða málið og vísað til sameiginlegrar sam- þykktar þar að lútandi. Björn Birgisson yfirkennari i Grindavík og Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir eiga eitt barnið sem ekki hefur komið í tíma hjá Ragnari. Björn sagði aðspurður um ástæðu þessa: „Ég hef ekki komið nálægt þessu máli á nokkurn hátt. Stöðu minnar vegna get ég heldur ekkert sagt. Móðir barnsins skrifaði undir mót- mælaskjalið og það er hennar ákvörðun að senda barnið ekki i skól- ann.” Ingibjörg Gunnlaugsdóttir kona hans sagði það samantekin ráð for- eldra að segja ekkert um málið, ,,en ég vona auðvitað að málið leysist á farsælan hátt.” Gunnlaugur Dan skólastjóri hefur lagt fram tillögur um lausn málsins sem fela það m.a. i sér að Ragnar kenni 4. bekk A að hluta til, en einn eða fleiri kennarar taki kennslu á móti honum í bekknum. Er boðaður fundur í Grindavik með foreldrunum á laugardaginn til að taka ákvörðun til lausnar í deilunni. Eftir því sem DB kemst næst munu foreldrar ekki sáttir við þá tillögu og er þess vænzt að skólastjórinn leggi fram nýja til- lögu. - ARH „Luxemborgarar taka vel í tillögur okkar^ — sagði samgönguráðherra eftir viðræðufund f morgun ,,Það má fullyrða að Luxemborgarar taka vel í tillögur íslenzku ríkisstjórnarinnar um lausn á Atlantshafsfluginu. Útilokað hefði verið að koma hingað án þess að hafa þennan álitlega tillögupakka sem samþykktur var í íslenzku ríkisstjórn- inni og við lögðum hér fram,” sagði Steingrímur Hermannsson eftir viðræðufund sem stóð frá kl. 8—9 í morgun í Luxemborg og fór fram i samgönguráðuney tinu. Steingrimur kvað Luxemborgara hafa.i morgun spurt mikið út í okkar tillögur, m.a. mjög um hvers vegna íslenzku ríkisstjórninni þætti stórum betra að halda fluginu áfram með íslenzku félagi frekar en að stofnað yrði nýtt félag. Þeir hafa lika spurt mikið um horfurnar i markaðs- málunum. Steingrímur kvaðst álita að á næstu einni til tveimur vikum yrði að taka endanlega ákvörðun um hvort íslendingar hygðust halda áfram Atlantshafsflugi eða ekki. Ríkisstjórn Luxemborgar finnst mikið um það vert að rikisstjórn íslands vill gripa inn í málið. 90 milljón franka stuðningurinn frá Luxemborg við Atlantshafsflug Flugleiða er kominn i tillöguformi inn á fjárlög Luxemborgar fyrir næsta ár, en samkvæmt lögum geta þeir ekki veitt fyrirtæki skráðu i öðru landi aðstoð til neins konar fjár- festingar. „Við getum að sjálfsögðu ekki fyrirskipað neinu félagi að halda uppi ákveðinni starfsemi eins og Atiantshafsflugi. Máliðþarf sjálfsagt umræðu á hluthafafundi — og það á - eftir að skoða ofan í kjölinn þessi stórkostlegu undirboð i flugfar- gjöldum, eins og m.a. kemur fram í hinu nýja tilboði British Airways til ríkisstjórnar Luxemborgar,” sagði Steingrimur. Næsti viðræðufundur verður haldinn kl. hálfþrjú í dag, en í fyrra- málið er ákveðinn viðræðufundur milli Steingríms Hermannssonar og forsætisráðherra Luxemborgar. -A.St. Svartsýni gætir í Luxemborg um lausn Hugleiðamálslns: Steingrímur ánægður — öðrum þótti lítið miða — eftir fyrsta við- ræðufundinn í Luxemborg í gær Lítillar bjartsýni gætir i Luxemborg um það að lausn fmnist á vandræðum sem upp hafa komið i Atlantshafsflugi Flugleiða. Sá eini sem einhverja bjartsýni lét í Ijós var Steingrímur Hermannsson er hann sagði að afloknum fundi: „Eins og við mátti búast kom það strax i ljós í viðræðunum viö samgönguráðherra og aðra Luxemborgara um flugmálin að þeir eru reiðubúnir til að ganga lengra til stuðnings við stofnun nýs flugfélags, sem staðsett yrði og skráð í Luxemborg, en tæki við Atlants- hafsflugi Flugleiða, heldur cn að styðja og styrkja Flugleiði' uláfram- haldandi Atlantshafsflugs.” „Vissir þættir i þeirra tillögum eru þó ekki bundnir við stofnun nýs flug- félags,” sagði ráðherrann. Hann kvað of snemmt að láta fjölmiðlum í té sundurliðaða þætti tillagna íslenzku ríkisstjórnarinnar til lausnar vanda Flugleiða. „Okkur og okkar málstað var vel tekið og ég kalla þennan fyrsta fund góðan fund.” sagði Steingrímur. „Luxemborgarar eru með ýmsar sömu niðurstöður og við eftir úr- vinnslu á fyrri tillögum sínunt. Þeir • kýrðu okkur frá bvnð beir hefðu aðhafzl i máliuu. Það er hins vcgar of snemmt að segja nokkuö um hvort þessar viðræður við Luxemborgara leiöa til niðurstöðu sent leysir vandræði Flugleiða né heldur i hverju þær Jausnir kunna að felast ef þær finnast.” -A.St., I.uxemborg. Þriggja metra hákarl og selkópur þykja lltill happafengur I þorskanet. Þetta mátti þó einn af netabátunum sem rœrfrá Reykjavlk þola fyrr I vikunni. Netin voru lögó I Faxaflóabugtinni — norðan við hraunið — en þar munuflestir netabátamir halda sig um þessar mundir. Selkópurinn litli mun vafalaust hafa gert lítinn usla I netunum en hákarlinn vafði aftur á móti mörgum netum um sig og reifþau og tœtti. Myndin er tekin þar sem þessi tvö börn hafsins lágu á einni verbúðarbryggjunni niðriá Granda. DB-mynd Sveinn Þorm. iijálst, áháð dagblað FIMMTUDAGUR 18. SEPT. 1980. Jámin vitlaust sett í steyptan stiga í fjölbýlishúsi á Seifossi: Stiginn hrundi og smiður slasaðist Trésmiður slasaðist og var fluttur á Borgarspítalann í síðustu viku, er steyptur stigi í nýbyggðu fjölbýlishúsi á Selfossi hrundi. Maðurinn féll á milli þriðju og annarrar hæðar, en húsið er þriggja hæða. öryggiseftirlit ríkisins kannaði vett- vang eftir að slysið varð, og sagði Hjalti I. Þórðarson, tæknifræðingur hjá öryggiseftirlitinu, í gær að hér hefði verið um forsteyptan stiga úr steinsteypu að ræða, en þeir eru nokkuð algengir í húsum. Það hefði hins vegar komið í Ijós að í stiganum milli annarrar og þriðju hæðar hefðu járnin verið rangt sett í stigann og því hefði verið svo sem ekkert járn hefði verið í stiganum. Smiðurinn hefði síðan verið að hossa sér i stiganum og hefði.hann þá hrunið á milli hæða. Hjalti sagði að komið hefði í ljós að gat hefði verið í eftirliti byggingarfulltrúa á Selfossi, hann hefði látið hjá líða að athuga hvort járnin væru rétt sett i, en það væri í hans verkahring. Að öðru ieyti væri ekkert athugavert við þessa gerð stiga frá öryggissjónarmiði. - JH Snurða hljóp á þráð í samningum við málm- iðnaðarmenn í gær: Strandaði á „túlkun- arvanda- málum” Samningafundir Málm- og skipa- smiðasambandsins og atvinnurekenda stóðu allan daginn í gær og var árangurslaust reynt að sættast á röðun starfsheita i launaflokka. Strandaði á „einhverjum túlkunarvandamálum” eins og það var orðað. Áfram verður reynt að semja í dag við málmiðnaðar- menn. Þá lögðu matreiðslumenn fram hug- myndir sínar um launaflokkaröðun hjá sáttasemjara í gær. Er boðaður fundur þeirra og viðsemjendanna kl. 14 í dag. Samband byggingamanna og Vinnuveitendasambandið eru langt komin aðsemja um launaflokkaröðun. Er búizt við að smiðshöggið á samninga þeirra verði rekið í dag. 14 manna nefnd ASÍ hittist á fundi í dag og sömuleiðis samninganefnd VSÍ. Viðræður um kauptölur, vísitölu og félagsleg réttindi hefjast ekki fyrr en lokið er samningum um launaflokka- röðun við öll aðildarsambönd ASÍ. -ARH. LUKKUDAGAH: 18. SEPTEMBER 511 Vöruúttekt að eigin vali frá Liverpool. Vinningshafar hringi ísima 33622.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.