Dagblaðið - 19.09.1980, Page 1
Sjónvarp
Laugardagur
20. september
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
18.30 Fred Flintstone í nýjum
ævintýrum. Sautjándi og síðasti
þáttur. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
18.55 Enska knattspyrnan.
Hlé.
20.00 Fréttirogveður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Shelley. Gamanþáttur. Þýð-
andi Guðni Kolbeinsson.
21.00 Einu sinni var. . . Trad
kompaníið leikur gamlan jass.
Kompaníið skipa: Ágúst Elías-
son, trompet; Helgi G. Kristjáns-
son, gítar; Friðrik Theodórsson,
bassi og söngur; Kristján
Magnússon, píanó; Júlíus K.
Yaldimarsson, klarínetta; Sveinn
Óli Jónsson, trommur, og Þór
Benediktsson, básúna. Stjórn
upptöku Tage Ammendrup.
21.30 Mávurinn. Bresk bíómynd
fráárinu 1968, byggð áeinhverju
þekktasta leikriti Tjekovs. Leik-
félag Reykjavíkur sýndi ieikritið
árið 1971. Leikstjóri Sidney
Lumet. Aðalhlutverk James
Mason, Simone Signoret,
Vanessa Redgrave og David
Warner. Þýðandi Rannveig
Tryggvadóttir.
23.45 Dagskrárlok.
Sunnudagur
21. september
18.00 Sunnudagshugvekja. Séra
Ólafur Oddur Jónsson, prestur í
Keflavík, flytur hugvekjuna.
18.10 Fyrirmyndarframkoma.
Hégómagirnd. Þýðandi Kristín
Mántyla. Sögumaður Tinna
Gunnlaugsdóttir.
18.15 Óvæntur gestur. Áttundi
þáttur. Þýðandi Jón Gunnars-
son.
18.40 Frá Fidji-eyjum. Heimilda-
mynd um lifið á Suðurhafseyj-
um. Þýðandi Óskar Ingimars-
son. Þulur Katrin Árnadóttir.
19.05 Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 ,,Við skulum til gleðinnar
gá”. Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð flytur íslensk tón-
verk. Stjórnandi Þorgerður
Ingólfsdóttir. Stjórn upptöku
Andrés Indriðason.
21.00 Dýrin mín stór og smá.
Sjöundi þáttur. Háll eins og áll.
Efni sjötta þáttar: Tristan
kynnist ungri stúlku, Júlíu
Tavaener, dóttur milljóna-
masrings. Siegfried þekkir
föður hennar og líst ekki meira
en svo á stúlkuna, en hvað skal
gera þegar,,ástin grípur ungling-
ana”? Óheppnin eltir James.
Hann fer í vitjanir og verður of
seinn til að fara með konu sinni í
kirkju að hlusta á „Messías”, og
veikur páfagaukur drepst í
höndunum á honum. Honum
tekst þó að bæta úr því með
góðri hjálp ráðskonunnar.
Astarumleitanir Tristans ganga
hálfskrykkjótt, þangað til hann
segir stúlkunni sannleikann: að
hann sé fátækur námsmaður. En
það sem á eftir fer verður jafnvel
Tristan um megn, svo hann
grípur fegins hendi fyrsta tæki-
Beðið eftir hinu daglega brauði i Varsjá: oft er ekkert til þegar til kemur.
SJÖ DAGAR í GDANSK — sjónvarp þriðjudag kl. 22,00:
Hin ómögulegu verkföll
— sem skóku máttarstoðir hins sósíalíska þjóðskipulags í Póllandi
Þegar fram í sækir er líklegt, að
fátt verði talið merkilegra en „hin
ómögulegu verkföll” pólskra verka-
manna. Tii þessa hefur verið talið
óhugsandi, að verkamenn í kommún-
istalöndunum fari i verkföll, en
pólskir verkamenn sönnuðu það enn
einu sinni, að þeir meta brauð í tóma
maga sína meira en hugmyndafræði
flokksins.
Væntanlega eru flestir lesendur og
sjónvarpsáhorfendur allvel kunnugir
gangi mála í Póllandi að undanförnu,
þar sem verkamenn víðs vegar um
landið — einkum þó í skipasmíða-
stöðvum á Eystrasaltsströndinni —
skóku máttarstoðir hins sósíalíska
þjóðskipulags. Þeir knúðu fram —
friðsamlega og með þrautskipu-
lögðum aðgerðum — verulegar til-
slakanir í frelsisátt, auk kjarabóta.
Verkföllunum í Póllandi er ekki
lokið. Efnahagslegar afleiðingar
verkfallsaðgerðanna og samning-
anna, sem tókust í kjölfar þeirra, eiga
enn eftir að koma í ljós. Forystu-
menn kommúnistaflokksins í landinu
hafa lýst því yfir, að efnahagslífið
þoli engan veginn þær launahækk-
anir og aðrar kjarabætur, sem fallizt
hefur verið á (og minnir það nokkuð
á Sólstöðusamningana svokölluðu
hérlendis fyrir fáum árum). Þá eru
pólitiskar afleiðingar enn óljósari.
Drottnarar landsins í Kreml hafa lýst
megnri óánægju sinni með verkföllin
og tilslakanir pólskra stjórnvalda og
Rússar hafa til þessa ekki hikað við
að beita sínum eigin ráðum til að
halda ástandinu í skefjum, sbr. Ung-
verjaland, Tékkóslóvakíu og Afgan-
istan. Enn sem komið er þykir þó
hæpið að herir Varsjárbandalagsins
verði sendir inn í Pólland, enda má
búast við að Pólverjar grípi til vopn-
aðrar andspyrnu. En það á líka eftir
að koma í ljós á hvern hátt pólsk
stjórnvöld standa við gerða samn-
inga.
í brezku fréttamyndinni Sjö dagar
í Gdansk, sem sýnd verður í sjón-
varpinu á þriðjudagskvöldið, lýsa
sjónvarpsfréttamenn atburðum í
skipasmiðastöðvum í Gdansk og
ræða við verkfallsmenn. Pólsk yfir-
vöid meinuðu brezkum sjónvarps-
mönnum að fylgjast með gangi verk-
fallanna, en þeir fóru engu að síður á
staðinn sem ferðamenn. Myndin er
afrakstur þeirrar ferðar. . -ÓV
færi til að sleppa. Þýðandi Óskar
Ingimarsson.
21.50 Heilablóðfall. (Explosions
in the Mind). Heimildamynd frá
BBC. Mannsheilinn er viðkvæm-
ur, og jafnvel lítils háttar truflun
getur valdið miklu tjóni. það
kallast „slag”, þegar æðar
j bresta, og leiðir oft til lömunar
eða dauða. En heilinn reynir af
sjálfsdáðum að rétta sig við eftir
áfallið, og vísindamenn kapp-
kosta að greiða fyrir endur-
hæfingunni. Þýðandi og þulur
Bogi Arnar Finnbogason.
22.40 Dagskrárlok.
Mánudagur
22. september
20.00 Fréttirogveður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 ívar Gull. Sænsk teikni-
mynd. ívar er einn af þessum ná-
ungum, sem taka stórt upp í sig
og verða að taka afleiðingunum.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið).
20.40 íþróttir. Umsjónarmaður
Jón B. Stefánsson.
21.15 Styrjaldarbarn. Finnskt
sjónvarpsleikrit, byggt á bók
eftir Annu Edvardsen. Höfundur
handrits og leikstjóri Eija-Elina
Bergholm. Aðalhlutverk Ritva
Vepsá, Mirka Markkula, Maria
Kemmo og Marja-Sisko Aimon-
en. Á stríðsárunum voru um
70.000 finnsk börn send til Sví-
þjóðar. Að loknum ófriðnum
sneru flest barnanna heim, en
sum ílentust í Svíþjóð. Þetta er
saga eins „styrjaldarbarnanna”,
Önju Dahl. Þýðandi Kristín
Mántylá. (Nordvision — Finnska
sjonvarpið).
22.40 Hrun Bretaveldis (Decline
and Fall). Bresk heimildamynd.
Stefna sú, sem rikisstjórn Marga-
ret Thatcher fylgir, er mjög i
anda Nobelsverðlaunahafans
Miltons Friedmans. Ýmsir hag-
fræðingar telja nú, að hún muni
leiða Breta út í miklar ógöngur
og jafnvel efnahagslegt hrun.
Þýðandi Sonja Diego.
23.10 Dagskrárlok.
Þriðjudagur
23. september
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
.20,35 Fræið. Sýning Leikbrúðu-
lands. Áður í Stundinni okkar
29. nóvember 1978.
20.40 Dýrðardagar kvikmynd-
anna. Vitskertu vísindamenn-
irnir. Þýðandi Jón O. Edwald.
t21.15 Sýkn eða sekur? í heima-
högum. Þýðandi Ellert Sigur-
björnsson.
22.00 Sjö dagar í Gdansk (The Im-
possible Strike). Bresk frétta-
mynd. Pólsk yfirvöld meinuðu
breskum sjónvarpsmönnum að
fylgjast með gangi verkfallanna
miklu, sem skóku sjálfar máttar-
stoðir hins sósialíska þjóðskipu-
lags. Þeir fóru engu að síður á
vettvang sem skemmtiferða-
menn, tóku kvikmyndir í skipa-
smíðastöðunni í Gdansk og
ræddu við verkfallsmenn. Þýð-
andi Bogi Arnar Finnbogason.
J22.30 Dagskrárlok.
Miðvikudagur
24. september
20.00 Fréttir og veður.
'20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Börnin, byggðin og snjórinn
j s/h. Myndir af börnum og dýr-
| um að leik í snjónum í Reykja-
vík. Umsjónarmaður Hinrik
| Bjarnason. Myndin var áður
sýnd árið 1968.
(21.00 Djúpköfun (Divers Do It
Deeper). Bresk heimildamynd
um framfarir í djúpköfun. Með-
al annars er fylgst með köfurum
sem vinna erfitt og hættulegt
starf við oliuborun í hafdjúpinu
fyrir norðan Hjaltland. Þýðandi
Björn Baldursson.
22.00 Hjól. Bandarískur fram-
haldsmyndafiokkur, byggður á
skáldsögu eftir Arthur Hailey.
f
Annar þéttur framhaldsmyndaflokksln.
HJdl ar á dagskrá á mlflvikudagakv&idlð kl.
22. Þnttirnir eru byggflér á ekáldsögu hins
vinsnla bandarfska rithöfundar Arthurs
Hailey.
HRUN BRETAVELDIS — sjónvarp mánudag kl. 22,40:
UODIR THATCHER BRETA ÚT
í EFNAHAGSLEGT HRUN?
helming. Eru atvinnuleysingjar nú
rúmlega tvær milljónir i landinu.
Auk þess eiga flestir atvinnuvegir
Bretlands við mikla erfiðleika að
stríða. Brezkar vörur eru ekki lengur
samkeppnisfærar á erlendum mörk-
uðum og innfluttar vörur eru tiltölu-
lega ódýrari en þær sem eru
framleiddar heima fyrir.
Að mörgu leyti er þessi stefna ríkis-
stjórnar Margaretar Thatcher í anda
kenninga hagfræðingsins og nóbels-
verðlaunahafans Miltons Friedmans.
f sjónvarpinu á mánudagskvöld
kl. 22.40 verður sýnd brezk heim-
ildarmynd um stefnu rikisstjórnar
Margaretar Thatcher sem nefnist
Hrun Bretaveldis eða Decline and
Fal! og er þýðandi Sonja Diego.
-ELA / ÓG
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Breta, er ákveðin kona, sem
fylgir stefnu sinni eftir til hins ýtr-
asta. í efnahagsmálum telur hún að
halda megi niðri verðbólgunni með
sérstökum og ákveðnum aðgerðum í
peningamálum. Þessar aðgerðir
byggjast m.a. á háum vöxtum og
verulegum samdrætti í lánafyrir-
greiðslu banka. Auk þess hefur ríkis-
stjórn Thatcher aukið mjög sparnað í
opinberum rekstri.
Þrátt fyrir þessar aðgerðir gegn
verðbólgunni i Bretlandi hefur sama
sem ekkert dregið úr henni. Auk þess
hefur atvinnuleysi aukizt um allan
Margaret Thatcher forsætisráðhcrra
Bretlands er ákveðin kona og fylgir
stefnu sinni eftir til hins ýtrasta.