Dagblaðið - 19.09.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 19.09.1980, Blaðsíða 3
Messur Sýningar DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR Í9. SEPTEMBER 1980. Anders Tinsbo á sýningunni i Listmunahúsinu. (DB-mvnd Þorri). USTIN Á AÐ VERfl UIÍF — segir danski myndasmiðurinn Anders Tinsbo „Landskabet er helt fantastisk,” sagði danski myndhöggvarinn And- ers Tinsbo um ferðalag sitt umhverfis ísland, en þá ferð endaði hann með sýningu á verkum sínum og nokkurra danskra vefara í List- munahúsinu sem opnar nú um helgina. „íslenzk birta á eftir aðgjörbreyta skúlptúrum minum,” sagði Tinsbo ennfremur. „Ég er þegar farinn að sjá fyrir mér áhrif Ijóssins á þau.” Hann er enginn nýgræðingur í list- inni, á að baki 20 ára feril. ,,Ég hef unnið talsvert af útiverkum og opinberum skúiptúrum í Danmörku og m.a. selt verk til Frakklands. Hvort ég lifi á listinni? Tja, ég skrimti á henni.” Hingað komin kosta skúlptúrar Tinsbos eitthvað á aðra milljón íslenzkra króna. Hvers konar skúlptör er hann? „Menn mega kalla mig „konkret” myndsmið. Ég hef alltaf haft dálæti á þeirri stefnu,” segir hann. Hefur hann áhuga á list annarra myndhöggvara í list- heiminum? „Já, vissulega. En ég kann bezt við það sem ég er sjálfur að fást við.” Tinsbo glottir striðnislega þar sem hann stendur í skærgrænum fötum og fer höndum um einn skúlp- túrinn. Eitt verkið er skærgult. Er ekki hætta á að slíkur skúlptúr verði aðsætsúpu? „Ég hef ánægju af því að lita skúlptúr og er ekkert hræddur við að fara yfir mörkin stöku sinnum. List á að vera ljúf og innileg og bera með sér Ijóðrænt andrúmsloft. Þannig gegnir hún bezt þjóðfélagslegu hlut- verki sínu.” Á sýningunni i Listmunahúsinu eru átta verk eftir Anders Tinsbo, steypt i brons og ál, auk vefnaðar nokkurra kollega hans. -AI. Hvad er á seyöium helgina? Knattspyrnan: Veröa það Víking- ar eða Skagamenn — sem hreppa 3. sætið? í Guðsþjónustur í Reykjavikurprófastsdæmi sunnudaginn 21. september 1980. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðsþjónusta i safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Sr. Guð mundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjónusta i Breiðholtsskóla kl. 2 e.h. Athugið breyttan messutíma. Sr. Lárus Halldórsson. BUSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. II árd. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. ólafur Skúlason. DÓMKIRKJAN: Kl. II messa. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Þórir Stephensen. FELLA Og HÓLAPRESTAKALL: Guðsþjónusta i safnaðarheimilinu að Keilufelli 1 kl. II árd. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. II, altaris ganga. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Almenn sam- koma nk. fimmtudag kl. 20.30. Haustfermingarbörn hafi samband við sóknarprestinn. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRlMSKlRKJA: Messa kl. ll.Sr. Karl Sigur björnsson. Þriðjudagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPlTALINN: Messa kl. 10 árd. Sr. Karl Sigur- björnsson. ÁSPRESTAKALL: Messa kl. 11 að Norðurbrún I. Sr. Grímur Grímsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organleikari Ulf Prunner. Sr. Tómas Sveinsson. BORGARSPlTALINN: Guðsþjónusta kl. 10. Organ- leikari Jón G. Þórarinsson. Sr. TómasSveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þor bergur Kristjánsson. LANGHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjónusta kl. 2. Athugið breyttan messutíma. Organleikari Jón Stefánsson. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardagur 20. sept.: Guðsþjónusta að Hátúni lOb niundu hæð kl. 11 árd. Sunnud. 21. sept.: Messa kl. II. Þriðjud. 23. sept.: Bænaguösþjónusta kl. 18, altarisganga. Æskulýðs- fundur kl. 20.30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. II. Sr. Frank M. Halldórsson. FRÍKIRKJAN I REYKJAVlK: Fjölskyldu guðsþjónusta kl. 2. Væntanleg fermingarbörn og fjöl skyldur þeirra eru sérstaklega velkomin til guðs þjónustunnar. Safnaðarstjórn. FlLADELFlUKIRKJAN: Safnaðarguðsþjónusta kl. 14. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Einar J. Gislason safnaðarprestur. NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háaleitisbraut 58:. Messa sunnudag kl. 11 og 17. Kaffi á eftir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjölskylduguösþjón- usta kl. 14 á sunnudag. Vænzt er þátttöku fermingar- bama og forráðamanna þeirra. Sóknarprestur. DÓMKIRKJA KRISTS KONUNGS, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árdegis. Hámessa kl. 10.30 árdegis. Lágmessa kl. 14. Alla virka daga er lágmessa kl. 18, nema laugardaga, þá kl. 14. FELLAHELLIR: Káþólsk messa kl. 11 árdegis. KAPELLA ST. JÓSPESSYSTRA, Hafnarfirði: Há messakl. 14. FlM-SALURINN, Laugarnesvegi 112: örn lngi, málverk, teikningar. vatnslitir, pastel og skúlptúrar. Lýkur sunnudagskvöld og er opin frá 16—22 alla virka daga, 14—22 um helgar. Handknattleikur: Úrslit Reykjavíkur- mótsins á sunnudag Þá er handknattleiksvertíðin hafin fyrir alvöru og á miðvikudagskvöld hófst Reykjavíkurmótið. Það voru stórliðin Valur og Víkingur, sem stálu senunni á miðvikudagskvöld er 'fyrsta umferðin fór fram þvi þá sigraði Valur Fylki 31—13 og Víkingur vann Ármann 36—16. Óvenjulega stór munur í Reykja- víkurmóti. En það eru ekki bara Víkingur og Valur, sem berjast um sigurinn í mót- inu. Nýbakaðir íslandsmeistarar utanhúss, Fram, og sigurvegarar úr Adidas-mótinu á Selfossi eru líklegir til afreka í vetur. Þá eru KR-ingar í vígahug undir stjórn landsliðsþjálfar- ans, Hilmars Björnssonar. I kvöld fara fram þrír leikir og hefst prógrammið með leik Vals og Þróttar kl. 19. Þá leika Fram og Fylkir og lokaleikur kvöldsins er viðureign ÍR og Ármanns. Loka- umferðin i riðlakeppninni verður síðan á morgun og hefst hún kl. 14 með leik Fylkis og Þróttar. Þá leika Fram og Valur og má telja víst að þau skipi tvö efstu sæti B-riðilsins. Síðasti leikurinn á morgun er viður- eign KR og Víkings, sem einnig má telja víst að skipi tvö efstu sætin í A- riðlinum. Á sunnudagskvöld kl. 19 hefst svo sjálf úrslitakeppnin og leika þar allir við alla. Verður henni fram haldið á þriðjudags- og fimmtudagskvöld. Á sunnudag leika sigurvegarar A-riðils i við lið nr. 2 i T-riðli og síðan sigur- vegarar B-riði!s við lið nr. 2 úr A- riðli. Úrslitalt kirnir ættu að geta orðið góð ske nmtun, því öll liðin hafa æft geysilega vel að undanförnu þótt varla komist nokkrir í hálfkvisti við Valsmenn serh æfa baki brotnu alla daga undir sijórn nýja sovézka þjálfarans. Allir í Höllina! -SSv. "■■" Víkingar og Skagamenn kljást i tslandsmótinu i knattspyrnu i sumar. Þeir leiða satnan hesta sina á ný i kvöld. DB-mvnd: Bj. Bj. Einn af mikilvægustu leikjum sumarsins í knattspyrnunni fer fram í kvöld á Laugardalsvellinum, en þá leika Víkingur og Akranes um þriðja sætið í I. deild. Það lið sem sigrar hreppir sætið og þar með réttinn til að leika í UEFA-keppninni næsta ár. UEFA-keppnin er af sumum talin sterkari en Evrópukeppni meistara- liða, og vist er að hart verður barizt á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18. Skaga- menn sýndu hvers þeir eru megnugir í fyrri hálfleik á móti Köln á þriðju- dag, en Víkingar hafa einnig fullan hug á að næla í sætið, sem gekk þeim úr höndum er þeir töpuðu 1—3 fyrir Val í síðasta leik sinum í íslands- mótinu. SA. Jónas Guövaróarson heldur sýningu I Norrsna hús- inu, sem opnar um helgina. KJARVALSSTAÐIR: Austursalur: Septem 80, Þor- valdur Skúlason, Sigurjón Ólafsson, Jóhannes Jó- hannésson, Kristján Daviðsson, Guðmunda Andrés- dóttir, Valtýr Pétursson. Lýkur sunnudagskvöld 21.. sept. Vestursalur: Vilhjálmur Bergsson, „Ljtjs og viddir". Lýkursunnudagskvöld. NORRÆNA HCSIÐ: Jónas Guðvarðarson. ný verk- Opnar laugardag. Anddyri: Una Dóra Copley, mál-' verk, klippimyndir og vatnslitir. LISTASAFN ÍSLANDS: Málverk, höggmyndir, grafík og teikningar eftir innlenda og erlenda lista- menn. Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. frá 13.30—16. ÞJÖÐMINJASAFNIÐ: Opið þriðjud., fimmtud., laugard. ogsunnud frá 13.30—16. r* Sigurður Örlygsson sýnir I fyrsta sinn um langan tima I Hamraborg 7, Kópavogi. Hér er mynd af siðustu sýn- ingu hans að Kjarvalsstððum. ÁSMUNDARSALUR: Kristján Jón Guðnason, vatnslitamyndir, opnar iaugard. kl. 14. Opið til 28. scpt. kl. 16—22 virka daga, 14—22 um helgar. SAFN EINARS JÓNSSONAR, Skólavörðuholti: Opið miðvikud. og sunnud. frá kl. 13.30—16. Ibúð Einars Jónssonar á efri hæö opin almenningi. DJUPIÐ, Hafnarstræti (Horniðh Sjöfn Haraldsdótt ir, keramíkverk. Lýkur sunnudagskvöld. Opið 11 — 23.30 alla daga. ÁSGRÍMSSAFN, Bergstaðastræti 74: Sýning á vcrk um Ásgríms Jónssonar. Opið þriðjud., fimmtud. og laugard.Jrá 13.30—16. LISTASAFN ALÞÝÐU, Grensásvegi 16: Sýning á listaverkaeign safnsins. Opið virka daga frá 14—18, T4—22 úm helgar. GALLERt SUÐURGATA 7: Ilkka Juhani. Verk með blandaðri tækni. Opið 16—18 virka daga, 16—22 um helgar. LISTMUNAHUSIÐ, Lækjargötu 2: Þrir vefarar og einn myndhöggvari frá Danmörku: Anette Holden- sen, Kim Naver, Margarete Agger og Anders Tinsbo. Opnar laugardag kl. 14. Opið 10—18 virkadaga, 14— 18 um helgar. Vilhjálmur BtrgKon sýnlr ný verk a« Kjarvalsslöó- um. Örn Ingi sltur glaðbeittur undir lágmynd i sýningu sinni 1 FlM-salnum, en henni lýkur á sunnudag.sk völd- ið. Listasötn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.