Dagblaðið - 19.09.1980, Page 2
14. - DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER1980.
Sjónvaip næstaviku • ••
Annar þáttur.
Efni fyrsta þáttar: Sagan gerist í
iðnaðarborginni Detroit og snýst
einkum um fólk, sem starfar í
bílaverksmiðju. Adam Trenton
hefur áhuga á að kynna nýjan
bil, sem hann telur að valda
muni straumhvörfum i bílaiðn-
aði, en keppinautar hans um
æðstu stöður reyna að gera litið
úr hugmyndum hans. Þýðandi
Jón O. Edwald.
23.35 Dagskrárlok.
Föstudagur
26. september
20.00 Fréttir og veflur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Stjörnuprýdd knattspyrna.
Vegur knattspyrnunnar fer hrað-
vaxandi fyrir vestan haf, og.
áköfustu fylgismenn hennar þar
heita þvi, að Bandarikjamenn
vinni heimsmeistarakeppnina,
áður en langt um liður. Þýðandi
Guðni Kolbeinsson.
21.05 Raufli keisarinn. Fimmti og
siðasti þáttur. (1945—53 og eftir-
leikurinn). Að heimsstyrjöldinni
lokinni stóð Stalin á hátindi
valda sinna. Hann drottnaði yfir
Sovétríkjunum og ríkjum Aust-
ur-Evrópu með harðri hendi og
kæfði ailar vonir manna um lýð-
ræðisþróun í þessum löndum.
Stalín lést árið 1953. Innan
þriggja ára höfðu arftakar hans
rúið hann æru og orðstir, en
þjóðskipulagið, sem hann studdi
til sigurs, er enn við lýði. Þýð-
andi og þulur Gylfi Pálsson.
21.50 Stalin. Umræðuþáttur um
Stalinstímabilið og framvindu
kommúnismans eftir daga hans.
Ilollendingurinn Johan Cruyff, sem talinn er einn frem.sti knattspyrnumaður
hcimsins, er i hópi þeirra knattspyrnusnillingasem keyptir hafa verið til Banda-
rikjanna á siðustu árum.
STJÖRNUMPRÝDD KNATTSPYRNA
— sjónvarp föstudag kl. 20,40:
Ómældum peninga-
upphæðum varið til
knattspyrnunnar
— Bandaríkjamenn ætla sér heims-
meistaratitilinn innan fárra ára
Bandaríkjamenn hafa verið kunnir
fyrir flest annað en mikla getu í
knattspyrnu enda hefur sú íþrótt
lengst af ekkert verið stunduð þar i
landi. Á því hefur þó orðið mikil
breyting á allra síðustu árum. Banda-
rikjamenn hafa reynt að byggja
knattspymuíþróttina upp með því að
verja ómældum peningaupphæðum í
þessa vinsælu íþrótt. Margir af
fremstu knattspyrnumönnum heims
hafa verið keyptir til Bandaríkjanna
og árangurinn hefur ekki látið á sér
standa.
Aðsókn að knattspyrnuleikjum í
Bandaríkjunum hefur vaxið jafnt og
þétt enda hafa stórstjörnur eins og
Pele, Cruyff, Beckenbauer og
George Best allir leikið með þarlend-
unt liðum. Þess má og geta til gamans
að nokkrir ijlenzkir knattspyrnu-
menn hafa leikið með bandariskum
liðum. Þórólfur Beck varð fyrstur ís-
lendinga til að leika þar í landi, Guð-
geir Leifsson fetaði nokkrum árum
síðar í fótspor hans og nú leikur fyrr-
um fyrirliði íslenzka tandsliðsins Jó-
hannes Eðvaldsson i Bandarikjunum
við góðan orðstir.
Hvergi í heiminum er eins vel búið
að áhorfendum á knattspyrnuleikjum
og einmitt i Bandaríkjunum. Knatt-
spyrnuíþróttin hefur nú hafið innreið
sína í skólana og þá verður þess lík-
lega ekki langt að bíða að Banda-
ríkjamenn eignist sjálfir stórstjörnur
á knattspyrnuvöllunum og þurft ekki
að flytja þær inn. Ýmsir forystumenn
knattspyrnuíþróttarinnar i Banda-
rikjunum hafa enda heitið því að
Bandaríkjamenn verði heimsmeist-
arar í þessari íþróttagrein innan fárra
ára.
-GAJ
Stjórnandi Bogi Agústsson
fréttamaður.
22.35 Alltaf (il í tuskið (A Fine
Madness). Bandarísk gaman-
mynd frá árinu 1966. Aðalhlut-
verk Sean Connery, Joanne
Woodward og Jean Seberg. Sam-
son er ljóðskáld í fremur litlum
metum. Hann er kvensamur,
skuldum vafinn og ekki eins og
fólk er flest, en hann á góða
konu, sem stendur með honum í
bliðu og stríðu. Þýðandi Dóra
Hafsteinsdóttir.
00.15 Dagskrárlok.
Laugardagur
27. september
16.30 Iþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
18.30 Að gæta bróður síns. Mynd
um strák, sem þarf að gæta
bróður síns meðan móðir hans
vinnur úti og gelur ekki alltaf
gert hvað sem hann vill. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nord-
vision — Danska sjónvarpið)
18.50 Enska knattspyrnan.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingarogdagskrá.
20.35 Sheliey. Lokaþáttur. Þýð-
andi Guðni Kolbeinsson.
21.00 í minningu Peters Sellers.
Viðtal, sem sjónvarpsmaðurinn
Alan Whickers átti við hinn
heimskunna gamanleikara, Peter
Sellers, skömmu fyrir andlát
hans. í þættinum eru einnig
sýndir kaflar úr nokkrum mynda
Sellers. Þýðandi Guðni Kolbeins-
son.
21.25 Sammi á suðurleið (A Boy
Ten Feet Tall). Bresk bíómynd
fráárinu 1965. Aðalhlutverk Ed-
ward G. Robinson og Fergus Mc-
Clelland. Sammi er tíu ára gam-
all. Foreldrar hans láta lífið í
loftárás á Port Said í Egypta-
landi, og drengurinn heldur af
stað að finna frænku sína, sem
búsett er í Suður-Afríku. Þýð-
andi Ingi Karl Jóhannesson.
23.20 Dagskrárlok.
Sunnudagur
28. september
18.00 Sunnudagshugvekja. Séra
Ólafur Oddur Jónsson, prestur í
Keflavík, flytur hugvekjuna.
18.10 Fyrirmyndarframkoma.
Ólund. Þýðandi Kristín Mántylá.
Sögumaður Tinna Gunnlaugs-
dóttir.
18.15 Óvæntur gestur. Níundi
þáttur. Þýðandi Jón Gunnars-
son.
18.40 Apar i Afríku. Norsk dýra-
lífsmynd. Þýðandi og þulur
Óskar Ingimarsson. (Nordvision
— Norska sjónvarpið).
19.05 Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 ,,Ó, mín flaskan fríða”.
Fyrri þáttur um drykkjusýki og
drykkjusjúklinga. Rætt er við
alkóhólista og aðstandendur
þeirra, sérfræðinga á sviði áfeng-
ismála og fólk á förnum vegi.
Umsjónarmenn Helga Ágústs-
dóttir félagsráðgjafi og Magnús
Bjarnfreðsson. Stjórn upptöku
Valdimar Leifsson. Siðari þáttur
verður sýndur mánudagskvöldið
29. september kl. 21.10.
21.30 Dýrin mín stór og smá. Átt-
undi þáttur. Stoltir eigendur.
Efni sjöunda þáttar: Siegfried er
í slæmu skapi. Það líður að
greiðsludegi viðskiptavinanna,
og þeir eru ekki allir lambið að
leika sér við, þegar á að borga,
Sérstaklega er Dennis Pratt af-
leitur. Hingað til hefur enginn
getað séð við honum, en nú skal
hann ekki sleppa. James leitar til
læknis í öðrum bæ, þegar gera
þarf hættulegan uppskurð á tik
einni. Honum kemur á óvart hve
allt er fullkomið þarna, gerólíkt
því sem hann á að venjast heima í
Darrowby. Greiðsludagurinn
rennur upp og Pratt er mættur,
auðvitað ekki til að borga reikn-
inga sína, því fer fjarri. Honum
tekst ekki aðeins að snúa á Sieg-
fried; Tristan og James verða
líka að bíta í súrt epli. Þýðandi
Óskar Ingimarsson.
22.25 Stórborgin Róm. Rómaborg
er eitt af höfuðbólum vestrænnar
menningar, og fáar borgir eiga
sér jafn-stórkostlega sögu. Það
er Anthony Burgess, hinn kunni,
breski rithöfundur, sem er leið-
sögumaður okkar í Róm. Þýð-
andi Dóra Hafsteinsdóttir.
23.15 Dagskrárlok.
SK BÆJARINS
Friðríksson nrCTI I
oglngólfur BtLO I U
Hjörleifsson
Knipplingastúlkan
Leikstjórí: Claude Goretta, •vbeneek/frönek 1977.
Sýningarstaflun Háskólabió; mánudagsmynd.
Svissnesk kvikmyndagerð hefur verið í miklum uppgangi síðustu ár.
Þar hefur mest borið á myndum Claude Goretta og Alain Tanner.
Hingað til lands hafa komið tvær myndir eftir Tanner og aðrar
tvær eftir Goretta þ.e.a.s. Heimboðið, sýnd sem mánudagsmynd
1975; og Útlaginn, sýnd á kvikmyndahátið Listahátíðar. Knipp-
lingastúlkan er af flestum talin bezta mynd Goretta en hún fjallar
um samband ungrar stúlku af alþýðustétt við ungan menntamann.
Stúlkan er mjög innhverf og pilturinn óttalegur klunni þannig að
hún reynir aðeins að leysa vandamálin í eigin hugarheimi en hann
kúgar hana ómeðvitað og gerir ekkert til þess að nálgast vandamá!
hennar. Eftir stutta sambúð leysist sambandið upp. Hún verður
innhverfari en nokkru sinni fyrr og lifir gersamlega í eigin hugar-
heimi: Eftir nokkra daga er hún siðan sett á geðsjúkrahús. Þetta er
feikilega sterk mynd sem enginn kvikmyndaunnandi má láta fram
hjá sér fara.
Norma Rae
Nýja Bfó: Norma Rae.
Leikstjórí: Martin Ritt.
Handrít: Irving Ravethc og Harriet Frank, JR.
'Aðalhlutverk: Sally Field, Ron Leibman og Beau Brídges.
Einhvers staðar hefur þvi verið fleygt að myndin Norma Rae sé
fyrst og fremst verkalýðsmynd og því jafnvel bætt við að þessi
mynd sé einna fremst í flokki á nýjum og betri timum bandariskra
verkalýðsmynda. Fullyrðingum sem þessum verður nú að taka með
nokkurri varúð. Myndin segir fyrst og fremst frá persónunni
Normu Rae og þeim áhrifum sem kynni hennar af verkalýðsbarátt-
unni hafa á hana sjálfa. Verkalýðsbaráttan og barátta fólksins sem
heildar er alltaf númer tvö í myndinni. Norma Rae er þrátt fyrir
þetta mjög góð mynd, með allra bestu melódrömum (sætsúra!) sem
sést hefur síðustu ár, mikil upplifun. Hjálpast þar allt að, hug-
myndarík jafnt sem fagmannleg kvikmyndataka, falleg tónlist og
áfram má telja. Lang hæst ber þó afburðagóður leikur Sally Field í
aðalhlutverkinu. Túikun hennar á þessari sterku alþýðukonu er
jérstaklega minnisstæð. Þetta er mynd sem allir ættu að sjá.
Frisco Kid
Austurbaajarbló: Frísco Kid.
Leikstjórí: Robert Aldrích.
Handrit: Michael ESas og Frank Shaw.
Aðatikitvark: Gene WHdar og Harrison Ford.
Frisco Kid segir frá pólskum gyðingi, Avram Belinski, sem er ný-
útskrifaður úr prestaskóla gyðinga einhvers staðar í Póllandi. Hann
hefur hlotið næstlægstu einkunn á lokaprófinu og verður þvi úr að
. ákveðið er að senda hann til San Francisco sem er á þessum tíma,
1850, aðeins lítið þorp. Hugsunin í þessu er sú að koma þessum
manni sem Iengst í burtu. Og það er langt frá Póliandi til Frisco,
sérstaklega þegar farið er yfir endilöng Bandarikin á tveimur jafn-
fljótum jafnt sem á hestbaki. En myndin segir s.s. frá þessum hrak-
förum pólska rabbians i villta vestrinu. Það sem gerir þessa mynd
svo bráðskemmtilega er óborganleg túlkun Gene Wilders á hinum
hægláta og friðsama en jafnframt ótrúlega þrjóska rabbia. Og ekki
spillir fyrir að hafa gamalreyndan kappa eins og Robert Aldrich við
^týrið.
Flóttinn f rá Alcatraz
Sýningarstaflur Htekólabifl.
LalksIJórf og framtalflandl: Don Slagal.
Handrlt: Rlchard Tuggla, byggt é bók aftlr J. CampeH Bruca.
Aflalilutvark: Cllnt Eaatwood, Patrlck McGoohan, Paul Banjamln.
Út vil ek, stendur einhvers staðar og þau orð eiga vel við um
mynd Don Siegels, Escape from Alcatraz, mjög nýleg mynd sem
sýnderi Háskólabíói þessa dagana. Hún telst til svokallaðra flótta-
mynda, í henni er notuð hugmynd sem margoft hefur sést áður á
hvita tjaldinu. Myndin gerist árið 1960 þegar Frank nokkur Morris
er fluttur til Alcatraz fangelsisins á San Fransiscoflóa, fangelsisins
sem enginn fer frá aftur. En Morris er ekki sérlega hrifinn af því að
sitja í læstum klefa og þá er bara að strjúka. Ekki svo flókinn efnis-
þráður en það getur nú samt reynt nokkuð á hæfileika manns til að
halda rétt á hlutunum. Siegel er hins vegar á heimaslóðum í þessum
efnum, þær eru orðnar ófáar „spennumyndirnar” sem hann hefur
leikstýrt, spennan kemur hér hægt og sígandi, hárnákvæmt upp- •
byggð. Clint Eastwood er hér í sínu sígilda hlutverki, þögli maður-
inn sem býöur yfirvöldunum byrginn og kemst upp með það. Góð
hasarmynd sem svíkur ekki.