Dagblaðið - 19.09.1980, Blaðsíða 6
Hvað er á seyðium helgina?
Matreiðslumeistararnir á Hótel Holti og Þingholti, Ingvar Jakobsson og
Sverrir Þorláksson, hafa sjálfir prófað sig áfram i matreióslunni á hinum óvenju-
legu fisktegundum sem boðið er upp á i Hótel Holti. Fyrir utan islenzkar fisk-
tegundir má einnig fá þar froskalappir, sem ættaðar eru frá Indónesiu.
DB-mynd Ragnar Th.
Veitingahús helgarinnar:
ÓVENJULEGIR
FISKRÉTTIR Á
HÓTEL HOLTI
Engin þjóð í heimi getur boðið
upp á jafngóðan og ferskan fisk og
Íslendingar. Samt hefur löngum
borið við að á veitingahúsum hefur
varla verið boðið upp á annað en
annaðhvort djúp- eða pönnusteiktan
fisk. Nú hefur orðið á breyting.
Hótel Holt býður upp á fjölbreyttan
fiskmatseðil, þar sem finna má alls
kyns fisktegundir sem ekki hafa áður
verið algengar á matseðlum. Nefna
má ufsa, lýsu, löngu, keilu, steinbít,
hlýra, grálúðu, ókæsta skötu,
sólkola, sandkola og smokkfisk.
Matreiðslumennirnir á Holti hafa
sjálfir prófað sig áfram með upp-
skriftirnar og er ekki hægt að segja
annað en að þeim hafi tekizt alveg
sérlega vel upp.
Ekki má gleyma gratíneruðu
gellunum, sem eru hreinasta lostæti.
— Og hvað kostar svo óvenjuleg fisk-
máltíð á Holti? Milli 4 og 5 þúsund
krónur. -A.Bj.
Aðalfundir
Aðalfundur Prestafélags
Suðurlands
Prestafélag Suðurlands heldur aðalfund sinn dag
ana 21. og 22. septcmber i Skálholti.
Aðalfundur Skautafélags
Reykjavtkur
verður haldinn I félagsheimilinu Þróttheimum við
Holtaveg (Sæviðarsund) I kvöld, föstudag 19. sept-
ember, kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf,
kvikmýndasýning, Ishockey.
Aðalfundur handknattleiks-
deildar Hauka
Handknattleiksdeild Hauka heldur aðalfund sinn i
Haukahúsinu laugardaginn 20. septcmber kl. 14.
Flóamarkaður
Stjornmalafundir
Fundur Félags framsóknar-
kvenna í Reykjavík
Félag framsóknarkvenna i Reykjavik heldur fund i
kaffiteriunni aö Rauðarárstig 18 laugardaginn 20.
september kl. 16. Rætt verður um vetrarstörfin og
Ger3ur Steinþórsdóttir segir frá bók sinni Kvenlýs
ingar i sex Reykjavikurskáldsögum.
Félagskonur eru beðnar að athuga breyttan fund
ardag.
Tilkynningar
Breiðabliksdagurinn
á laugardag
Hinn árlegi Breiðabliksdagur verður haldinn laugar-
daginn 20. september á Kópavogsvelli og hefst hann
kl. 13. Keppt verður i handknattleik, knattspyrnu,’
frjálsum Iþróttum og blaki.
Hornaflokkur Kópavogs leikur undir stjórn Björns,
Guðjónssonar kl. 14.
Knattspyrnuleikur bæjarstjórnar Kópavogs gegn
stjórn Breiöabliks kl. 14.15.
Breiöablikskonur standa fyrir kaffisölu á Blika-
stöðum frá kl. 15.
Héraðsmót á Suðureyri
Laugardaginn 20. september heldur Framsóknarfélag
Súgandafjarðar sinn árlega haustfagnaö. Hefst hann í(
félagsheimilinu Suðureyri kl. 21.00.
Ávörp flytja: Steingrimur Hermannsson sjávarútvegs
ráðherra og Magnús Reynir Guðmundsson.
Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál.
Guðmundur Hagalinsson syngur gamanvísur.
Fyrir dansi leika Ásgeir Sigurðsson og félagar.
Þróttarkvenna
Okkar vinsæli flóamarkaður verður i félagsheimili
Þróttar við Sæviöarsund kl. 14 laugardaginn 20.
september.
Frá Hvöt félagi
sjálfstæðiskvenna
Föstudaginn 19. setpember verður markaður meðalls
konar muni og fatnaðá útimarkaðnum á Lækjartorgi.
Þeir sem vilja láta eitthvaö af hendi rakna hafi sam
band við skrifstofu félagsins í Valhöll, frá 15. sept. n.k.
frákl. 9-12 f.h.isima 82900. -
Réttir
Fyrstu réttir haustsins eru afstaðnar og nasstu daga
verður réttað á eftirtöldum stöðum:
19. september:
Rauðsgilsrétt i Hálsasveit, Borg.
19. og 20. september:
Auðkúlurétt í Svinadal, A.-Hún.
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A-Hún.
Víöidalstungurétt i Viöidal, V Hún.
21. september:
Fossvallarétt við Lögberg (Rvik/Kóp).
Gillastaðarétt i Laxárdal, Dal.
Kaldárrétt við Hafnarfjörð
Kirkjufellsrétt i Haukadal. Dal.
Tungurétt í Svarfaöardal. Eyjaf.
22. september:
Fellsendarétt i Miðdölum, Dal.
Hafravatnsrétt í Mosfellssveit, Kjós.
Húsmúlarétt við Kolviðarhól, Árn.
Nesjavallarétt í Grafningi, Árn.
Þingvallarétt i Þingvallasveit, Árn.
Þórkötlustaðarétt viðGrindavik.
23. september:
Arnarhólsrétt i Helgafellssveit. Snæf.
Kjósarrétt i Kjós, Kjós.
Kollafjaröarrétt i Kjalarneshr. Kjós.
24. september:
Langþoltsrétt i Miklaholtshr., Snæf.
Selflatarétt í Grafningi, Árn.
Selvogsrétt i Selvogi, Árn.
Skaftártungurétt í Skaftártungu, V-Skaft.
Vatnsleysustrandarrétt. Vatnslstr., Gull.
25. september:
ölfusrétt í ölfusi, Árn.
ölkeldurétt i Staðarsveit, Snæf.
Þá verða einnig stóðréttir í þessum mánuði og hefj-
ast þær 27. september. Þá verður réttað i Undirfells-
rétt i Vatnsdal, A Hún., Viðidalstungurétt í Viðidal
V-Hún og Auðkúlurétt i Svinadal, A Hún. 12.
október verða siðan stóðréttir i Laufskálarétt í Hjalta
dal, Skag.
Sammi er týndur
Kötturinn Sammi fór á flakk á föstudaginn 5. septem
060 Hann er grábröndóttur með gula hálsól með
spjaldi sem stendur á heimilisfang hans Urðarbraut 2
Smálöndum, simi 84059. Allir þeir sem geta gefið upp-
lýsingar um Samma eru beðnir að hringja í sima
84059.
Fjalakötturinn af stað á ný
Þær breytingar hafa nú orðiðá högum klúbbsins að
sýningarnar flytjast úr Tjarnarbiói og i aðalsal Regn
bogans. Sýningar verða þrisvar í viku: fimmtudaga kl.
18.50 laugardaga kl. 13.00 og sunnudaga kl. 18.50
Klúbburinn mun í vetur fyrst og fremst sýna nýjar
myndir frá áttunda áratugnum. Fyrsta sýningin
verður á fimmtudag eins og áður segir. Þá verður sýnd
myndin 1900 eftir Bernardo Bertolucci.
Dómaranafnd HSÍ
Námskeiö fyrir landsdómara hefst föstudaginn 26.
september nk. kl. 14 að Hótel Loftleiðum. Leiðbein-
andi veröur Carl E. Wang formaður dómaranefndar
IHF. öllum þjálfurum deildarliða er einnig boðin þátt-
taka og hvattir til að mæta.
Útivera helgarinnar:
HÁLFTÍMI í BIÐRÖÐ
Tími: Laust eftir miðnætti, laugar-
dagskvöld.
Staður: Stéttin fyrir framan diskó-
tekið Hollywood.
Erindi: Að reyna að komast inn á
staðinn, þar sem allir eru stjörnur.
Veður: Skítkalt.
Röðin er allbreið um sig. Á að
gizka áttatiu til eitt hundrað manns
standa fyrir utan dyr diskóteksins
Hollywood. Allir vona það sama: að
dyrnar fari bráðum að opnast og að
sem flestum verði nú hleypt inn.
Kuldinn næðir um hvert bein og ber-
fættar konur i götóttum skóm reyna
að hlifa tánum með því að færa ann-
an fótinn yfir hinn. Bersýnilegt er að
skólar eru nýbyrjaðir, því að fólk
kallast á yfir þvera og endilanga bið-
röðina, falast eftir sjúss af kunningj-
anum eða spyr almæltra tíðinda.
Fyrir aftan mig ræða tvær stúlkur
um, að þær skiiji ekkert i vitleysunni
i sjálfum sér að koma í Hollywood
helgi eftir helgi og lenda alltaf í bið-
röð. Heilsan hljóti bara að fara að
bila af þessari útiveru.
„Helvítið hann Óli ætti að vera
hérna i biðröðinni öðru hverju i stað-
inn fyrir að fara alltaf inn bakdyra-
megin,” segja þær um eiganda diskó-
teksins. Það hvarflar bersýnilega
ekki að þeim, að ef þær væru hálf-
tíma fyrr á ferðinni gætu þær gengið
rakleitt inn.
Öðru hvoru opnast dyr diskóteks-
ins og fólk skýzt út. Hitastrauminn
leggur af því. Það er greinilega heitt í
kolunum innan dyra. Úr útihátölur-
unum glymur diskótónlistin og á
milli laga röfiar einhver á útlenzku.
— Loksins er eins og dyraverðirnir
uppgötvi norpandi hópinn fyrir
framan dyrnar og væn slumma fær
að skjótast innfyrir. Við þokumst
framar.
Öðruhvoru kemur fólk aðvífandi,
sem engum biðröðum sinnir. Fyrir
nokkrum minútum skunduðu til
dæmis nokkrar sýningarstúlkur af
eldri kynslóðinni framhjá. Þær sýna
tízkuföt i Hollywood á sunnudögum í
félagsskapnum Model ’79. Þærbiðu í
fimm mínútur til hliðar við biðröðina
og var siðan hleypt inn á undan sauð-
svörtum almúganum. Þær eru varla
komnar inn í hlýjuna, þegar kvenna-
hópur úr öðrum tizkufiokki kemur á
fullri fart. Einnig þeim er hleypt inn
án nokkurra málalenginga. Það er
bölvað og pípt í óánægjutóni víða í
röðinni. Tízkusýningastúlkur hljóta
að hiksta mikið á föstudögum og
laugardögum ef það er satt að illt
umtal valdi krampa í þindinni.
„Við skulum bara fara fremst og
þykjast vera úr einhverjum sýningar-
flokknum,” segir stúlkan fyrir aftan
mig.
„Noj, það þýðir ekkert. Við erum
ekki nógu fallegar,” svarar vinkona
hennar.
Áfram þokast mínúturnar og þeir,
sem hafa þolinmæði að bíða, þokast
einnig áfram upp tröppurnar. Ein af
fegurðardrottningum þjóðarinnar
kemur nú stormandi í fylgd með hátt-
settum starfsmanni hjá Flugleiðum.
Þau virðast ekki vera i náðinni, því
að þó að þau gangi beint að dyrunum
er þeim ekki hleypt inn strax.
„Sjáiði greyið, hvað henni er
kalt,” segir einhver fyrir aftan mig.
„Henni er nær,” er svarað. „Hún
ætti kannski að gera sér grein fyrir
því að það er ekki alltaf hægt að
trana sér fremst.”
Hálftimi er liðinn. Loksins sýna
dyraverðir diskóteksins vinsæla ein-
hverja miskunn. Ég kemst alveg upp
að húsveggnum, áður en skellt er í
lás. Eftir nokkrar mínútur verður
opnað aftur og þá kemst ég alla leið
inn.- Plötusnúðurinn spilar Another
Brick In The Wall. -ÁT
Klukkan tifar og áfram sniglast biðröðin unz langþráðum áfanga er náð. (Myndin er ekki tekin utan viðHollywood).
DB-mynd: Björgvin.