Dagblaðið - 20.09.1980, Qupperneq 1
?
I
6. ÁRG. — LAUGARDAGIJR 20. SEPTEMBER 1980 — 215. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÍJLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALStMI 27022.
Enn hitnar í kolunum í Grindavík:
HENTIROTTV FRAMAN
í HEILBRIGDISFVLLTRÚANN
— svínabóndinn hugðist hefna íkveikjunnar
HeilbrigðisfuUtrúinn í Grindavík,
Hjalti Magnússon, kom til lögregl-
unnar á staðnum í fyrradag og kærði
árás sem hann hafði orðiö fyrir þá
um daginn af hendi Jóns Óskars
Ágústssonar, sjómanns og svina-
bónda. Hafði Jón ráðizt að honum
eftir nokkur orðaskipti þeirra i milli i
Kaupfélaginu og dengt rottu framan í
hann þannig að sá á Hjalta.
Lögreglan i Grindavík staðfesti i
samtali við blaðamann DB í gær að
þessi atburður hefði átt sér stað. Hef-
ur rannsóknarlögreglan í Keflavík nú
málið til meðferðar. DB reyndi ár-
angurslaust að ná sambandi við þá
Hjalta og Jón Óskar í gær vegna
þessa máls.
Eins og greint hefur verið frá í DB
var í síðustu viku kveikt í svínakofa
þar sem Jón Óskar hafði fengið inni
með svín sín til bráðabirgða. Taldi
Jón Óskar að heilbrigðisfulltrúinn
Jiefði átt þar einhvern hlut að máli
enda hefði hann heyrzt hóta íkveikju
nokkrum dögum áður. ,,Við höfum
ekki haft nokkurn frið fyrir þessum
manni. Hann hefur jafnvel brúkað
munn við dóttur okkar,” sagði
Guðrún Kristinsdóttir, eiginkona
Jóns Óskars í samtali við blaðamann
DB í gær en kvaðst ekki vilja ræða
málið frekar. Eins og komið hefur
fram í DB er Jón Óskar bróðir
Ragnars Ágústssonar kennara sem
nú er krafizt að víki úr starfi sínu við
skólann.
Eitt foreldranna, sem nú láta börn
sín sitja heima til að mótmæla störf-
um Ragnars, sagði i samtali við
blaðamann DB að engin tengsl væru
ámilliþessaratveggjamála. -GAJ
— sjánánarábis. S
Sumarmynd DB '80:
Sumar
viö Heklu
1980
Dómnefnd Sumarmyndakeppni DB
’80 varð sammála um að Ijósmynd
Gunnars Arnar Gunnarssonar, Sumar
við Heklu 1980, vœri sú bezta, sem
barst í keppnina á þessu ári. Hún var
tekin stuttu eftir að Heklugosið hófst
og þykir lýsa þeim atburði sem hœst
bar á liðandi sumri.
í öðru sœti varð mynd eftir Sigurð
Stefán Jónsson og I þriðja sœti mynd
eftir Kristján Glslason. Nánar er
greint firú úrslitum Sumarmynda-
keppninnar á bls. 13 i blaðinu I dag.
.
9* 11. ij
y~ /•—
!'■pí.
í—~ f**
Flugleiðamenn koma heim frá Lux í
gær. DB-mynd: Sig. Þorri.
Josy Barthel samgönguráðherra Luxemborgar:
„Sérdeild um Atíantshafsflugtö er
nánast sama og nýtt flugfélag”
— Luxemborgarar telja miklu ráða hverjir og hvernig nýju Atlantshafsflugi verði stjórnað
,,í samþykktum ríkisstjórnar
Luxemborgar frá 27. júní var
ákveðið að vinna að stofnun nýs flug-
félags sem sæi um tengsl Luxemborg-
ar við Ameríku. Viðræður okkar við
samgönguráðherra íslands og hans
menn í gær og í dag hafa gengið út á
þetta. í samræmi við þetta er
ákveðið að Atlantshafsflugið verði
innan sérstaks og aðskilins ramma í
rekstri Flugleiða. Luxair og við í
ríkisstjórninni munum siðan halda á-
fram okkar könnun á málinu og bera
niðurstöður okkar saman við niður-
stöður íslendinga.”
Þetta voru orð Josy Barthel, sam-
gönguráðherra Luxemborgar er
íslenzku blaðamennirnir í Luxem-
.borg stöðvuðu hann á gangi frá ríkis-
stjórnarfundi í gær.
„Atlantshafsflugið getur ekki
haldið áfram eins og það hefur verið
rekið,” sagði Barthel. „Nýtt fyrir-
tæki, sem um þetta mál fjallaði, væri
að mörgu leyti ákjósanlegt. Þetta er
ekki aðeins spurning um stjórnendur
fyrirtækisins heldur einnig flugvéla-
tegundir og fyrirkomulag flugsins.
Við Luxemborgarar teljum að það
verði að koma til blandað farþega og
flutningaflugfélag. Markaðskönnun
verður nú að fara fram bæði í Banda-
ríkjunum og í Luxemborg og ná-
grenni.”
Barthel lagði mikla áherzlu á, að
það skipti miklu máli, hverjir og
hvernig þessu nýja Atlantshafsflugi
yrði stjórnað.
Barthel kvað Flugleiðir nú þurfa
að þróa hugmyndir, sem upp hefðu
komið í viðræðunum. Slíkt hið sama
mundu Luxemborgarar gera. Ríkis-
stjórn Luxemborgar mundi mikið
byggja á samanburði á þeim niður-
stöðum.
„Þær niðurstöður munu ráða
framhaldinu eftir eilt ár, en Luxem-
borgarar geta ekki lofað fjárhagslegri
aðstoð við Atlantshafsflug erlends
flugfélags nema til eins árs í senn. Við
höfum mjög góða reynslu af íslenzku
flugliði í 25 ár, en nú er Atlantshafs-
flugið orðið spurning um peninga,”
sagði Josy Barthel.
,,Ég er mjög hissa á, að ríkisstjórn
íslands skuli ekki hafa vitað, hvernig
málin höfðu þróazt innan Flugleiða
fyrr en í júlí- eða ágústmánuði
síðastliðnum. Það er því ekki hægt
að skella skuldinni á okkur Luxem-
borgara um seinagang í þessum
málum,” sagði Josy Barthel, sam-
gönguráðherra Luxemborgar.
-A.St., Luxemborg.