Dagblaðið - 20.09.1980, Síða 3

Dagblaðið - 20.09.1980, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980. 3 ARKITEKTAINN A BARNAHEIMIU — hús farin að leka áður en nótkun hefst ENGIN KRÆKI- BER? Sólveig JóhannsdóKir spyr: Er hvergi hægt að fá krækiber i Reykjavik? Svar: Blómaskálinn v/Nýbýlaveg og Blómaval v/Sigtún hafa selt kræki- ber í sumar en öll ber eru búin í báðum verzlununum og ekki væntan- leg meiri. Hafi einhver krækiber til sölu ntá hann hafa samband við DB. TE FYRIR TVO Jens Kristinssun (4917-0602) hringdi: Mig langar að benda á verðmismun sem cr á Torfunni og Kránni við Hlemmtorg. Te fyrir tvo og þrjár rist- aðar brauðsneiðar með kosta á Torf- unni 4100 kr. en á Kránni 2300 kr. Að vísu er borið á borð í Torfunni en þjónustan á Kránni er ekki siðri. Hefurðu farifl í fjall- göngu nýlega? Páll Kristjánsson bílstjóri: Ég fór i sumar upp á eitthvert fjall í Kjós, búinn að gleyma nafninu á því. Jónína Guðmundsdóttir matmóðlr: Ekki beint í fjallgöngu, ég fór á fjall á Einhyrningsflatir í Fljótshliðarafrétti. Pélur Óskarsson, Neskaupstað, hringdi: „Þegar fyrsta rigningin að ráði í langan tíma kom yfir Austfirðina kom nokkuð alvarlegt í Ijós. Tvö af nýjustu húsunum á Neskaupstað láku. Vinur minn kom inn á skrif- stofu bankastjóra Landsbankans og sá þar hvar skjóla var á gólfinu til að taka við vatni. Landsbankahúsið er tveggja ára gamalt. Sömu sögu er að segja af nýja sjúkrahúsinu sem Svavar Gestsson var að taka í notkun fyrir nokkrum dögum. Það er grátlegt að sjá hundruða milljóna hús leka um leið og það er tekið í notkun. Það er ábyrgðarhluti Raddir lesenda að láta arkitekta teikna svona hús. Byggingarnefndir, sem yfirleitt eru skipaðar mönnum úr byggingariðn- aði, eiga að taka fram fyrir hend- urnar á arkitektum. Að láta teikn- ingar af húsum, sem fyrirfram er vitaðað munileka, fara i gegn er ekk- ert nema snobb fyrir arkitektum. Flöt þök eru ekki þaðeina sem valda leka, heldur einnig alls konar kantar og bitar sem verða til i hugarheimi arki- tekta. Reyndir menn í byggingariðn- aði vita af reynslu hvers konar þök munu ekki þola íslenzka veðráttu og það fer að verða spurning hvort ekki. sé betra að þjóðin notfæri sér kunn- áttu arkitekta við teiknikennslu smá- barna á barnaheimilum. Það gæti hindrað fleiri „18 bala hús” og þau forkastanlegu vinnubrögð sem siðan valda tugmilljóna viðgerðakostn- aði.” Þakkir til Böðvars 6273-4515 hringdi: Mig langar til að koma á framfæri þakklæti til Böðvars Guðmunds- sonar vegna sunnudagsþátla hans og til þess sveitafólks sem hann hefur tafað við. Þættirnir eru hafsjór af fróðluk. Einnig vil ég óska Hilmari Ingólfs- syni, nýja skólastjóranum i Garða- bæ, til hamingju með stöðuna og Ingvari Gíslasyni ráðherra flyt ég þakklæti mitt fyrir að hafa horft framhjá allri pólitik. „Ég er ekkert leikfang,” gæti hún verið að segja, þessi kisa. Dýr eru engin barna- leikföng — heldur við- kvæmar sálir Björg P. Tryggvason skrifar: Laugardaginn 13. september fannst örlítill kettlingur nær ósjálf- bjarga í stigagangi í blokk að Suður- braut 12, Hafnarfirði. Hvernig stendur á því að fólk lætur svona andstyggilega við dýr sin? Siðan segir það eftir á að þvi þyki vænt um dýrin og hafi svo gaman af þeim. En sú hræsni! Fólk ætti að hugsa áður en það hendir dýrum út því það er heldur ekki sama hjá hverjum þau lenda. Dýr eru engin leikföng, þau eru við- kvæmar sálir og ef fólk ætlar að hafa dýr barnanna vegna ætti það frekar að gefa börnunum leikföng, því það er ábyrgðarleysi að ætla börnum að hugsa um dýr á eigin spýtur. SÓLAÐIR OG IMÝIR HJÓLBARÐAR A Uar hjólbaröa viógeröir Snjónaglar of> jafn vœgisstillins• Sendum sólaöa hjólbaröa í póstkröfu Opið kl. 7.30 til kl. 19.00 Lauf'ardaf'a kl. 7.30— /6.00 Hjólbarðasólun Hafnarfjarðar Trönuhrauni 2 — Sími 52222 Margrét Hjaltadóttir kennari: Já, ég hef það, þó ekki klifið fjöll, en farið í berjamó Hansson deildarstjóri: Nei, það er langt síðan, um 4—5 ár. Kristinn Hannesson verzlunarmaður: Nei, það eru um 10 ár síðan ég gerði það. Ármann Ólafsson bóndl: Já, það er stutt síðan. Ég fór á Póristungur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.