Dagblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980.
5
Deiíur foreldra
og skólastjómar
i Grindavík
um kennslu
Ragnars
Ágústssonar
Jltmm-
Grunnskólinn i Grindavik: „Lausn deilunnar þar fundin en ef til vill ágreiningur um framkvæmd hennar,” segir fræðsiustjórinn á Reykjanesi. DB-mynd: Ragnar Th.
OEDULEGAR AÐFARIR AÐ RAGNARI
— segir Guðmundur Árnason hjá Landssambandi framhaldsskólakennara
,,Við höfum talsverðar áhyggjur af
þessu máli og munum skoða það
betur, enda er þarna um að raeða
mikið prinsipmál fyrir okkar sam-
tök,” sagði Guðmundur Árnason hjá
Landssambandi framhaldsskóla-
kennara, er hann var inntur eftir við-
brögðum sambandsins vegna kenn-
aramálsins í Grindavík. Þar í bæ hafa
foreldrar barna í einum Bekk staðið
fyrir mótmælaaðgerðum gegn Ragn-
ari Ágústssyni og krafizt þess að
hann víki sem kennari, eins og Dag-
blaðið hefur greint frá undanfarna
daga.
„Okkur var kynnt málið eins og
það horfir við kennaranum og rædd-
um það, en engar ákvarðanir voru
teknar.
Samtökunum ber skylda til þess að
standa vörð um réttindi félaganna og
okkur virðast aðfarirnar að kennar-
anum i Grindavík í alla staði óeðli-
legar. Hann er settur í kennarastöð-
una til eins árs í senn og hafi lians
ekki verið óskað í vetur þurfti að til-
kynna það fyrir I. júní. Kennarinn
hefur því allan rétt til að halda stöð-
unni að þvi er virðist.”
- ARH
Fundur um kennaradeiluna í Grindavík í dag:
Krafan um að Ragnar víki óhögguð
,,Ég er sannfærður um að lausn
deilunnar er fundin en það er ef til
vill ágreiningur um framkvæmd
hennar,” sagði Helgi Jónasson,
fræðslustjóri í Reykjanesumdæmi,
um kennaradeiluna í Grindavik.
Þar í bæ verður fundur kl. 14 í dag
þar sem mæta skólastjóri, skóla-
nefnd, foreldrarnir, sem beita sér
fyrir mótmælaaðgerðum gegn Ragn-
ari Ágústssyni og ef til vill Helgi
Jónasson fræðslustjóri. Helgi vildi
ekki ræða i hverju lausn deilunnar
væri fólgin og ekki heldur hefur
Gunnlaugur Dan skólastjóri í
Grindavík viljað gera tillögur sinar
um lausn málsins opinberar. Ragnar
Ágústsson kennari sagðist í samtali
við blaðið vera ókunnugur hug-
myndum um lausn málsins, þær hafi
ekki verið kynntar sér.
Hugmynd Gunnlaugs Dan var
upphaflega sú að einn eða fleiri kenn-
arar tækju að sér kennslu í 4. bekk A
á móti Ragnari, en upphaflega átti
Ragnar einn að kenna þeim bekk.
Vildu foreldrar barnanna ekki una
því að Ragnar kenndi þeim og
kröfðust þess að hann viki. Foreldr-
arnir fallast ekki heldur á að Ragnar
kenni aðeins hluta af timunum og
ítreka kröfuna um að hann víki
alveg. Eftir því sem Dagblaðið hefur
heyrt mun skólastjórinn nú leggja til
að Ragnar hætti alveg kennslu í
bekknum og annar kennari taki við.
- ARH
„Forseti ríkis er setur ofar öðru að lifa í friði og viðhalda
heimsfriðnum”
Vigdís fékk
friðarverðlaun
— sem kennd eru við Dag Hammerskjöld
Vigdís Finnbogadóttir, for-
seti íslands, tók fyrir skömmu á móti
friðarverðlaunum, sem kennd eru við
Dag Hammarskjöld, fyrrum fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Eru verðlaunin veitt árlega þeim, sem
samtökin telja að hafi áeinn eða annan
hátt ,,lagt sitt af mörkum til heilla
mannkynsins — til eflingar friði eða á
sviði miíliríkjasamskipta, lista, vísinda,
bókmennta, blaðamennsku, læknis-
fræði eða allrar fræðslu almennt.”
Vigdfs Finnbogadóttir sýndi Dagblaðsmönnum gullkeðjuna góðu á skrifstofu for-
setaembættisins i gær. Á keðjuna eru grafin latnesku orðin Pax Mundi — Heims-
friður.
DB-mynd: Einar Ólafsson.
Nei takk..
ég er á bflnunt-
Ákveðið var að veita Vigdísi
Finnbogadóttur verðlaunin að þessu
sinni: „sem fyrstu konu sem kjörin er
forseti ríkis er setur öðru ofar að lifa í
friði og viðhalda heimsfriðnum með
fordæmi sínu og samskiptum við er-
lend ríki,” eins og segir i rökstuðningi
Dag Hammarskjöld-samtakanna fyrir
ákvörðunsinni.
Forseti Evrópudeildar samtakanna
og heiðursforseti þeirra komu til
Island i siðustu viku og gengu á fund
forsta íslands. Var honum afhent skjal
og hálskeðja úr gulli. Eru latnesku
orðin Pax Mundi (heimsfriður) grafin á
keðjuna.
Fjölmargir þjóðhöfðingjar og
forystumenn á sviði visinda, lista og
menningarmála hafa verið heiðraðir af
Dag-Hammarskjöld-samtökunum á
þennan hátt. Má þar nefna John F.
Kennedy fyrrum Bandaríkjaforseta,
Leonard Bernstein hljómsveitarstjóra,
Herbert Von Karajan hljómsveitar-
stjóra, Werner Von Braun eldflaugna-
sérfræðing, George Simenon
rithöfund, Aristoteles Onassis, gríska
auðkýfinginn, Haile Selassie fyrrum
Eþíópíukeisara, Milfred Scheel forseta-
frú í Vestur-Þýzkalandi og Sadat
Egyptalandsforseta, sem verðlaunin
hlaut á síðasta ári.
-ARH.
Sundlaug af sömu gerd og sú sem John Lewis, Dagblaðiö og fleiri söfnuðu fyrir á
sinum tima.
Rúm tvö ár frá sundlaugasöfnun Johns Lewis
plötusnúðs fyrir Kópavogshælið:
Laugin var
seld—þótti
ekkinógugóð
,,Það var byrjað að grafa á
miðvikudag og viö vonumst til að
sundlaugin verði komin i gagnið um
áramótin,” sagði Símon Steingríms-
son hjá Rikisspítulum i samtali við
DB.
Sundlaug við Kópavogshæli,
hefur verið blaðamál allt frá því í
febrúar 1978. Þá hóf John Lewis þá-
verandi plötusnúður I Óðali fjársöfn-
un til slyrktar sundlaug fyrir Kópa-
vogshælið. Mörg fyrirtæki, þar á
meðal Dagblaðið, og einstaklingar
lögðu fram fé í söfnunina og var m.a.
lagt upp í Keflavikurgöngu í þeim
tilgangi að safna fé fyrir hvern kíló-
metra sem genginn var.
Á stjórnarfundi rikisspitalanna í
marz '78 vr • ái:veðið að taka við
sundlauginni en þá hafði tekizt að
safna nægj: ilefu fé. Laugin sem
safnararnir keyptu var plastlaug 6
metrar á breidd, 12 metrar á lengd,
og 1,2 m á dýpt. Ári síðar skýrir Dag-
blaðið frá því að laugin sé enn I
pakkhúsinu hjá Gunnari Ásgeirssyni
og þá lágu tillöguteikningar ennþá á
borðinu á skrifstofu rikisspítalanna.
Var þá talið að sundlaugin kæmi ekki
að notum nema hún væri yfirbyggð.
Núna, tveimur og hálfu ári eftir að
söfnunin stóð yfir, er loks byrjað að
grafa, en þá var sú sundlaug sem
safnað var fyrir og keypt á sinum
tímackki nothæf.
„Það var alveg Ijóst að við gátum
ekki notað plastlaugina. Hvort við
steypum laug er ekki fullljóst ennþá.
Plastlaugin hentaði okkur alls ekki til
sjúkraþjálfunar og þess vegna
seldum við hana, en það er leyndar-
mál,” sagði Símon. „Við viljum
engin leiðindi vegna þess.
„Söfnunarféð dugði skammt; við
þurftum aö grafa niður og ganga frá
lögnum. Það þarfbakka fvrirsjúkra-
þjálfarann og skýli yfir laugina og
það kallar aftur á baðaðstöðu. Það er
mjög nauðsynlegt aö hafa skýli yfir
lauginni þar sem þelta fólk er mjög
viðkvæmt."
— Hjálpaði fjársöfjunin ykkur
ekki af stað?
„Fjársöfnunin gerði það ásamt
öðru. Ákveðin uppbygging fyrir
þroskahefta undanfarið hcfur komið
þessu fyrirtæki í gang.
-ELA.