Dagblaðið - 20.09.1980, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980.
TO YOTA-SALURINN
Opið
laugardaga
kl. 1-5.
Nýbýlavegi 8 fí portinu)
AUGLÝS/R
Toyota Cressido station
Toyota Cressida station
Toyota Cressida Hardtop sjáffsk.
Toyota Cressida 4ra dyra
Toyta Cressida 4ra dyra sjáffsk.
Toyota Cressida 4ra dyra
Toyota Cressida 4ra dyra
Toyota Cressida 4ra dyra
Toyota Carina 4ra dyra
Toyota Carina 4ra dyra
Toyota Cressida 4ra dyra
Toyota Corona Mark II
Toyota High Ace sendibíll
Toyota Land Crusier, disil
Toyota Starlet 1000
78 84 5.7
78 52 5.8
78 46 6.3
78 56 6.0
77 58 6,0
77 33 5.8
78 93 5.6'
78 46 5,5
77 51 4,5
77 78 4.5
76 65 3.8
77 60 4.6
74 116 2,9
77 92 6J
■80 6 5,7
TOYOTA-SALURINN
NÝBÝLAVEGI8, KÓP. SÍMI44144.
KVIKMYNDIR
8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur til leigu i mjög miklu úr-
vali í stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með
hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla,
m.a Gög og Gokke, Chaplin, Walt Disney, Bleiki
Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir fullorðna m.a. Jaws, Deep,
Grease, Godfather, China Town o.fl. Filmur til sölu og
skipta. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi.
Opiðalla daga kl. 1—7.
Sími 36521
Smurbrauðstofan
BJORNINN
NjáEsgötu 49 — Sími 15105
BreiðhoKsbúar
Kennslugreinar í Fellahelli verða:
ENSKA 1.—4. flokkur.
LEIKFIMI
LEIRMUNAGERÐ
STÆRÐFRÆÐI Á GRUNNSKÓLASTIGI
Kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl. 1 —
4 síðdegis.
Kennslugreinar í Breiðholtsskóla verða:
ENSKA 1.—4. flokkur.
ÞÝSKA 1. og 2. flokkur.
BARNAFATASAUMUR
Kennt verður mánudaga og fimmtudaga kl.
19.30—22.30.
Innritun í síma 12992 og 14106 mánudag 22.
sept. og þriðjudag 23. sept.
Leiklist
Þetta er nú sjálfsagt vel meint,
alveg prýðileg siðaskoðun, allténd ef
tekst að gera kenninguna að verki.
Það er ekki reynt í leiknum, og kann-
ski ekki von. Allténd eins og kollótt-
ur endir á þeirri leiksögu, leikrænu
frásagnaraðferð sem lögð var upp í
fyrrihlutanum: stílfært og skáldlegt
raunsæi, veruleikatúlkun fyrri hlut-
ans snýst í þeim seinni upp í siðferðis-
legt melódrama, borgaralegan real-
isma af siðustu«sort.
Ljóta lagið hvað leikhúsmenn eru í
seinni tíð gefnir fyrir að prakka upp á
mann skoðunum sem þeir þykjast
hafa á siðferðisefnum, gengur ekki á
öðru en leikara-leikritum sem endi-
lega vilja „predika móral fyrir al-
menningi”, Snjór um daginn,
Rommí í vor, Gamaldags kómedía í
fyrrahaust. Eiginlega eru samt allir
aðrir betur til þess fallnir, eins og
Halldór Laxness hefur sagt, að inn-
ræta mönnum rétta meðalhegðun í
þjóðfélaginu. Ef þess gerist þá yfir-
leitt nokkur þörf.
Emil Gunnar Guðmundsson og Siguröur Karlsson i hlutverkum sinum sem sonurinn Lúðvik og faðirinn Ottó.
Allt fram til kl. tíu
Manneskja
eða múrari
Efnið er sótt í hversdaginn sjálfan,
fólkið í leiknum verkamannshjón og
sonur þeirra, atburðirnir allt raun-
hæfar svipmyndir af leiksviði lífsins
sjálfs, málið sem fólkið talar ort úr
tungutaki daglegs lifs. Hægt og hægt
birtist manni á sviðinu hnitmiðuð
mynd mannlegrar einangrunar, lífs-
firringar, leiða sem er að verða að
neyð.
Maðurinn vinnur í bílasmiðju og
býr við öll þau harðræði sem verða á
slíkum stöðum: fólkinu fækkað,
handbrögðum fjölgað og hert á
bandinu. Minnsta kosti þeir sem
aldrei hafa unnið í verksmiðju eru
alveg tilbúnir að trúa því að líf hans
þar sé víti sjálft. Á meðan er konan
hans heima í litlu laglegu íbúðinni
þeirra þar sem allt er til alls, að fága
og pússa, stoppa og staga, snúast í
búðir og jagast í stráknum. Strákur-
inn er nýbúinn í skóla, vill fá að læra
múrverk, en foreldrar hans vilja að
hann komist á skrifstofu eða i banka.
Hann á ekki að þurfa að verða eins
og þau. Þeim finnst báðum jafn-
óþolandi að hafa strák sífellt yfir sér
iðjulausan.
Strákurinn segir undir lok leiksins
lærdómsrík orð: hann vill ekki bara
vera múrari, hann vill verða mann-
eskja líka. Honum er að minnsta
kosti orðið ljóst hversu ómannlegu
lífi foreldrar hans lifa. Og þau bera
að sinum hluta sök á því sjálf: halda
sjálf uppi þeim sambýlis- og sam-
félagsháttum sem gerir líf þeirra eins
og það er. Faðir hans líkir lífi sínu og
sinna líka við verksmiðjuna: það er
kveikt á þeim og slökkt eftir þörfum
þeirra sem öllu ráða og allt eiga, og
þegar vinnunni sleppir á daginn tekur
sjónvarpið við heima á kvöldin.
Mórall handa
almenningi
í lok fyrri hluta bresta taugarnar
óg með þeim fjölskylduböndin:
strákurinn hrökklast að heiman,
maðurinn gengur af göflunum og
mölvar sjónvarpið, konunni er um
síðir nóg boðið og fer frá honum. Og
þá byrjar eiginlega annað leikrit eftir
hléð: í stað hins almenna dæmis sem
ekki haft hugmynd um það hvað vat
að gerast á milli þeirra mínúturnar á
undan, það sem fram fer innra með
fólkinu i leiknum og það getur sjálfl
með engu móti tjáð berum orðum.
En eftir hlé er sem sé farið að leika
annað leikrit sem er að vísu auðveld-
ara i meðförum, en því miður miklu
ómerkara, óskemmtilegra en það sem
fyrr var fram komið.
Tilviks-íslenska
og tjaldaballett
Og sýningin á að fást við fleiri
vandkvæði. Tungutakið í leiknum
skiptir áreiðanlega miklu, málfar
þess kann að lýsa í hug fólksins sem
það getur ekki sjálft látið uppi í orð-
um. Á þýðingu Ásthildar Egilson og
Vigdísar Finnbogadóttur eru á stöku
stað ljótir og óþarfir hnökrar, og um-
fram allt hefur hún ríka hneigð til til-
viks-íslensku sem svo hefur verið
kölluð, alveg merglaust málfar og
laust við að auðkenna eða sérkenna
fólkið í leiknum á nokkurn hátt. Þar
hygg ég að mikils geti verið misst i
hlutverkunum.
Leikmynd Jóns Þórissonar er út at
fyrir sig bráðhaganlegt verk, hvei
einstök mynd og búningar leikend-
anna, næmlega samin að anda og
stefnu leiksins. En á milli hinna ör-
stuttu leikatriða þarf sifellt að vera
að forfæra leikmyndina, einstaka
fleka og hluta hennar, og fylgir þessu
fjölmenni, skrölt og fyrirgangur. Alll
í einu er maður farinn að horfa á enn
eitt leikrit innan í hinu! Hér var
áreiðanlega þörf á ailt annarskonar
verklagi — leikritið á heima á hring-
sviði, sjónvarpi, eða intímu sára-ein-
földu sviði með fastri leikmynd.
En samt sem áður, sem sé: fram til
klukkan tíu var þetta þrátt fyrir allt
ansi ásjáleg, nýstárleg leiksýning í
Iðnó.
Leikfólag ReykjavBtur:
AÐ SJÁ TIL ÞÍN, MAÐURI
eftir Franz Xaver Kroetz
Þýðing: Asthildur Egilson og Vigdls Finnboga-
dóttir
Lýsing: Danlel WUIiamsson
Leikmynd og búningar: Jón Þórisson
Leikstjóri: Hallmar Sigurösson
Að sjá til þín, maður! er
saman sett úr fjölmörgum, örstuttum
leikatriðum, sum eintöl, sum alveg
þögul, en öllum þannig háttað að
myndin sem augað nemur, fas og
svipur, þögn fólksins á sviðinu,
skiptir að minnsta kosti jafnmiklu
máli og það sem sagt er og gert i
leiknum. Þetta er sjálfsagt vandmeð-
farið svo vel sé. En fram eftir sýningu
Leikfélags Reykjavíkur í fyrrakvöld
fannst mér byggjast upp með þessum
hætti sérkennilega hrífandi leiksýn-
ing og áhrifamikil á köflum.
dregið var upp í fyrri hluta er þá tekið
að fjalla um sérstök vandamál hjóna-
skilnaðarins. í stað almennrar lýs-
ingar á sambýlisháttum sem sýkja og
spilla, Meier-hjónin eru i alvörunni
vænsta fólk og sonur þeirra góður
strákur, kemur sérstök saga af heim-
ilistýranna sem steypt er af stóli og
verður um síðir að vorkennast, alls
umkomulaus þegar hann hefur misst
frá sér fjölskylduna sem hélt honum
á loft. Og þessu lýkur öllu saman
með mórölskum spýtubrjóstsykri:
Við verðum að læra, sonur sæll, segir
móðirin við son sinn í leikslokin —
Iíkast til eigum við að læra að verða
manneskjur I múrverki hversdagslífs-
ins. Þá er von til þess að við náum
saman um síðir.
En, en, en . . . En það er með köfl-
um eins og eftirfylgdina vanti, eins og
aldrei sé tekið til fulls á efninu þótt
höndin spanni það, aldrei lögð í frá-
sögnina, hlutverkin öll sú orka og
alúð líkama og sálar sem á þarf að
halda. Skrýtilegt dæmi um þetta
fannst mér langa þögnin, þrjár
mínútur að sögn, undir lok fyrri hlut-
ans. Þá heyrði ég ekki betur en hvers-
dagsleikinn væri enn farinn að lala
sínum myrka og hola rómi á milli
hjónanna. En bittinú, það ætlaði
höfundur sér að gera sjálfur, seinna,
það var allt annað að ske í leiknum.
Um siðir reis Margrét Helga öndverð
og fór að gera uppreisn á móti Sig-
urði, og var svo sem ekki að sjá að
hann yrði neitt hissa. Maður hafði þá
Talað milli hjóna
Hvað um það: að ýmsu leyti er all-
vel með efnið farið, þó það sé kollótt,
á sýningunni í Iðnó. Að sjá til þin
maður! er frumraun Hallmars
Sigurðssonar í Reykjavík, og virðist
mér hann hafa lagt nosturslega rækt
við allan hinn ytri umbúnað og frá-
sagnarmátann á leiknum. Emil
Gunnar Guðmundsson: Lúðvík.son-
urinn, er efnilegur nýliði og hefur
mjög gott útlit í hlutverkið, Margrét
Helga Jóhannsdóttir og Sigurður
Karlsson, Marta og Ottó, mjög vax-
andi leikarar að undanförnu, og fara
líka bæði ágætlega i hlutverkum
hjónanna. Stöku Ieikatriði þeirra í
milli og einslega fékk í sýningunni
eins og rafmagnað líf, neyðarleg og
hrópleg tjáning hversdagsleika, veru-
leikans. Og alveg fannst mér merki-
legt hvað Margrét Helga gat gert sig
„þýskulega” í fasi og framgöngu.