Dagblaðið - 20.09.1980, Side 10
MMBIABa
Utgefandi: DagblaÖið fif.
Framkvasmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfason. Ritstjóri: Jónas Krtstjánaaon.
RitstjómarfuMtrúi: Haukur Halgason. Fréttastjórt: ómar Vaidimarsson.
Skrtf stofustjóri rttatjómar: Jóhannas Raykdal.
(þróttlr: HaMur Slmonarson. Mannlng: Aflalstalnn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Asgrfmur Pálsson. Hönnun: HUmar Karisson.
Blaflamann: Anna Bjamason, Atll Rúnar Haldórsson, AtM 8tainarsson, Ásgair Tómasson, Bragi'
Slgurflsson, Dóra Stafánsdóttk, EMn Afcartsdóttlr, Ema V. Ingólfsdóttlr, Gunnlaugur A. Jónsson,
ólafur Galrsson, 8igurflur 8varrisson.
Ljósmyndir: Bjamlaifur Bjamleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson,
og Svainn Þormóflason '
Skrtfstofustjórí: ólafur EyjóHsson. Gjaldkari: Þrálnn ÞorlaHsson. Sökistjórl: Ingvar Svainsson. DreHing-
arstjórt: Már E.M. HaMdórsson. /
Enn eitt Parkinsonsfrumvarpið
Enn er verið að smíða fjárlaga-
frumvarp og enn er það samið í anda
lögmáls Parkinsons. Stjórnendur
opinberra stofnana hafa skilað
skýrslum um áætlaða fjárþörf þessara
stofnana á næsta ári. í þessum
áætlunum er mikið um dýrðir.
Alls staðar þarf fleiri starfsmenn til að búa til
verkefni fyrir þá, sem fyrir eru. Alls staðar er nóg af
verkefnum, sem gaman væri að vinna að. Og alltaf
hefur alþingi samþykkt lög, sem leiða til nýrra útgjalda
á fjárlögum.
Ofan á allt þetta bætist svo vissa stjórnenda
opinberra stofnana, að áætlanir þeirra verði skornar
niður um 10—20%. Þeir gera ráð fyrir niður-
skurðinum með því að ofáætla fjárþörf sína, sem þessu
nemur.
Niðurstaðan verður því samansöfnuð óskhyggja
stjórnenda opinberra stofnana og alþingismanna.
Þessi samansafnaða óskhyggja er kölluð fjárlaga-
frumvarp. Þetta frumvarp er ár eftir ár langt umfram
greiðslugetu þjóðarinnar.
Til þess að minna beri á þessu tíðkast í vaxandi
mæli, að fjárfestingarþættir séu teknir úr hinu venju-
lega fjárlagafrumvarpi. Þeir eru settir í annað fjárlaga-
frumvarp, sem kallað er lánsfjáráætlun, í sjón-
hverfingaskyni.
Afleiðingarnar eru margþættar. 15% útflutnings-
tekna þjóðarinnar fara í afborganir og vexti af
löngum, erlendum lánum. Þetta hlutfall var 13% í
fyrra. Jafnframt þyngist skattbyrðin. Á þessu ári
hækka beinir skattar um 5 %.
Alvarlegast er þó, að útþensla hins opinbera kemur
niður á hinum tveimur aðilum þjóðarbúsins, at-
vinnuvegum og almenningi. Þeir berjast í vinnudeilum
um, hvernig skipta skuli köku, sem ríkið lætur minnka
ár eftir ár.
Margoft er búið að benda á, að fjárlög má ekki
byggja á samansafnaðri óskhyggju. Þau á að smíða á
þveröfugan hátt, með því að byrja á niðurstöðu-
tölunum og énda á einstökum greiðsluliðum. Alveg
eins og launamaðurinn byggir á launaumslaginu.
Fyrst þarf að taka pólitíska ákvörðun um, hve
mikill eigi að vera hlutur ríkisins af þjóðartekjunum,
til dæmis 10%. Síðan þarf að ákveða, hve mikið eigi að
fara til rekstrar og hve mikið til fjárfestingar, til dæmis
6% og 4%.
Næst þarf að skipta þessum upphæðum milli
ráðuneyta. Það þarf ekki endilega að gerast í sömu
hlutföllum og árið áður, heldur breyttum. Væri þá
tekið tillit til pólitískra forgangsatriða á borð við
orkubúskap þjóðarinnar.
Einnig þurfa ráðamenn að fá tækifæri til að íhuga,
hvort nokkur heil brú sé í að verja 10% fjárlaga til
styrkja, uppbóta og niðurgreiðslna í landbúnaði og
auka þannig enn framtíðarkostnaðinn af þessu þjóðar-
meini.
Þegar loksins er búið að brjóta fjárlagafrumvarpið
niður í smæstu einingar, sjá menn til dæmis, hve mikið
fé þjóðin getur lagt í heimavistarskóla á næsta ári. Þá
væru hálftómir Hafralækjarskóli og Stóru-Tjarnaskóli
ekki byggðir í senn.
Við slíkar aðstæður mundu embættismenn og
stjórnmálamenn vanda sig mun betur og gera meira að
því að velja og hafna. Þeir gætu jafnvel látið sér detta í
hug, að leggja megi niður óþarfar stofnanir til að ná fé
til þarfari hluta.
Fjárlagafrumvarp á að byggjast á þrennu. í fyrsta
lagi fastri hlutdeild ríkisbús í þjóðarbúi. í öðru lagi
vinnslu frá niðurstöðutölu í átt til einstakra útgjalda-
liða. í þriðja lagi, að greiðslur verði ekki að hefð,
heldur séu endurmetnar á gagnrýninn hátt á hverju
ári.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980.
f
Egyptaland:
Skemmt kjöt á
opinberu verði
Á hverjum morgni birtir ríkisút-
varpið í Kairó í Egyptalandi lista yfir
opinbert verð á graenmeti og ávöxt-
um. Flestir Egyptar líta á þessar
fregnir eins og hvern annan hallæris-
brandara þar sem ekki er nokkur leið
að nálgast þessar vörur á auglýstu
verði. Fáist þær á þvi eru þær yfirleitt
ónýtar.
Nýlega hefur verið hafin auglýsing
á kjötverði ásamt grænmetinu og
ávöxtunum. Kjöt hefur mjög hækk-
að i verði í Egyptalandi að undan-
förnu og þykir mjög mega ráða
frammistöðu ríkisstjórnar Anwar
Sadats af því hvernig henni gengur að
halda niðri verði á kjöti i nánustu
framtið.
Vegna verðhækkana hefur kjöt
orðið hálfgerð lúxusvara hjá egypzk-
um almenningi. Verðhækkanir eru af
opinberri hálfu sagðar hafa verið
30% að undanförnu. Fyrr i þessum
mánuði tilkynnti Sadat forseti sjálfur
að næstu tuttugu og átta dagana væri
öll slátrun bönnuð í Egyptalandi og
einnig allur innflutningur á kjöti.
Landsmenn allir yrðu að sætta sig við
kjötleysi á meðan opinber nefnd
gengi frá nýju verð-, dreifingar- og
birgðakerfi á kjöti.
Sadat forseti kenndi ýmsum milli-
liðum um að hafa hækkað verð á
kjöti upp úr öllu valdi. Skýrði hann
frá kjötkaupmanni einum sem hefði
grætt svo mikið á kjötviðskiptunum
að hann hefði getað keypt sér hús á
jafnvirði 500 milljóna islenzkra
króna.
>ó að matvara sé yfirleitt ódýr í
Egyptalandi, mælt á vestrænan
mælikvarða, hefur hún hækkað
mjög í verði þar að undanförnu. í
janúar árið 1977 urðu miklar mót-
mælaaðgerðir gegn stjórn Sadats.
Stöfuðu þær af óánægju fólks með
verðhækkanir á matvörum.
— er Anwar Sadat að leiða
Egypta ofan í
niðurgreiðslugryfjuna?
r
Skil ekki hvernig fólk getur gleymt
unglingsárum sínum — vildi óska
þess að ég gæti gleymt árunum milli
15 og 19 — þegar maður æddi á
hverju kvöldi niður í bæ og sat
á kaffihúsunum er í mína tið voru
Hressó og Laugavegur 11 og fannst
alltaf að maður væri að missa af ein-
hverju og eitthvað stórkostlegt væri í
þann veginn að gerast. — Og svo
gekk maður rúntinn og hékk á
Hressó — og aldrei gerðist nokkur
skapaður hlutur!
Og nú er ég orðin móðir þriggja
unglinga á aldrinum 14 til 22ja sem
þjóta út á hverju kvöldi eins og
snæljós og geta ekki flýtt sér nóg til
að komast út „og skoða lífið.”
En hvert geta þau farið? Hvar fá
þau aðgang að einhverju skemmtana-
lífi? Það er ekki um auðugan garð að
gresja. Ekkert samkomuhús í
miðbænum býður þeim upp á diskó
og kók. Það eru alls staðar áfengis-
veitingar, svo þau verða að sanna að
þau séu orðin tuttugu ára til að kom-
ast í gegnum nálaraugu dyra-
varðanna. Sem sagt, frá fermingunni
þar sem þau eru að vissu leyti tekin í
fullorðinna manna tölu, lfða sex ár
þar sem boYgarlifið er takmarkað við
göturoggangstéttir.
En sautján ára fær maður bílpróf
— og hvílíkir möguleikar opnast
ekki? Maður fer nú og sýnir sig á
kagganum þar sem allir hinir eru —
og þeir eru náttúrlega niðri á
Hallærisplani!!!
Þar er þrennt sem hin lífsþyrstu
ungmenni angra samborgarana með.
Þau halda vöku fyrir íbúum
miðbæjarins með flauti, brjóta rúður
fyrir kaupmönnunum á sama stað og
pissa og kúka í garöana í kring.
Siðasta vandamálið hefur að nokkru
verið leyst með þvi að sæmdarhjón i
Grjótaþorpi, Laufey Jakobsd. og
Magnús Finnbogason hafa í sjálf-
Um hverja helgi fyllist miðbærinn af ungu fólki. Sumir ráfa þar um I algeru eirðarleysi og I leit að viðburðum. Margir bera
kókblandað brennivin sér I hönd eða bara flösku I beltisstreng. Lögreglan vappar I kring og við hvern atburð verður múg-
æsing og mannþyrpingin vill fylgjast með og jafnvel blanda sér I málin. DB-mynd Ragnar Th. Sig.