Dagblaðið - 20.09.1980, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980.
Síðan þá hafa stjórnvöld í Egypta-
landi reynt að komast hjá miklum
hækkunum á þeim og gjarnan beitt
ýmsum niðurgreiðsluaðferðum.
Blöð i Egyptalandi hafa nú hafið
mikla herferð gegn kjötkaupmönn-
um og kallað þá feit svín sem fitni af
því að græða á fátæklingum.
Stjórnarandstaðan, sem venjulega
hefur hægt um sig í Egyptalandi,
hefur einnig hafið andróður gegn
verðhækkunum á matvörum.
Hvað varð af efndunum á loforði
Sadats forseta um hvernig árið 1980
mundi verða, spurði fyrrum mennta-
málaráðherra Egyptalands í blaði
stjórnarandstöðunnar nýlega.
í byrjun þessa mánaðar, áður en
bannað var að slátra eða flytja inn
kjöt, kostaði kílóið af því 1,45
egypzk pund í hinum ríkisreknu
kaupfélögum. Hjá einkakjötverzlun-
um var verðið hins vegar ailt að
fjögur pund fyrir hvert kíló. lllmögu-
Iegt mun hins vegar vera að fá kjöt á
hinu lága opinbera verði nema þá
skemmt eða úldið.
í vikunni birti stjórnin fyrstu hug-
myndir sínar að nýju skipulagi á kjöt-
sölunni. Kjötkaupmenn í Kairó telja
vist að það muni ekki duga. Ætlunin
er að auka kjötinnflutning úr 90 þús-
und tonnum á ári upp í 120 þúsund
tonn. Er það rúmlega þriðjungur af
heildarneyzlu Egypta á kjöti. Selja á
innflutta kjötið i kaupfélögum en
það kjöt sem fengið er innanlands á
að selja undir eftirliti í einkaverzlun-
um. Kjötkaupmenn segja að engin
leið sé að ná valdi á kjötverðinu nema
með því að ríkið taki að sér heildsölu
á kjöti. Verðákvarðanir hins opin-
bera einar sér bjarga engum vanda,
segja kaupmenn. Við hækkum verð
okkar þegar kjötheildsalar hækka
heildsöluverðið. Vilji ríkisstjórnin
raunveruiega halda verðinu niðri þá
verður hún að taka að sér hlutverk
milliliðanna.
Vestrænn sendimaður í Kairó segir
að svo virðist sem ríkisstjórn Sadats
ætli að losa sig út úr þessum vanda
vegna kjötverðsins með því að greiða
niður verðið á innfluttu kjöti. Hjá
efnahagssérfræðingum veldur þessi
húgmynd lítilli hrifningu. Egypzka
ríkisstjórnin hefur áður gripið til
slíkra ráða og á endanum hlýtur
niðurgreiðslukerfið að springa. Það
hefur ávallt mikla tilhneigingu til að
hlaða utan á sig og sifellt verður
erfiðara að snúa til baka.
11
Að þora að standa við
sannfæringu sína
Enn mun flestum jafnaðarmönn-
um vera i fersku minni það gjörn-
ingaveður, er skall yfir Alþýðuflokk-
inn úr herbúðum andstæðinganna, er
þingmenn flokksins undu eigi því
káki og algeru aðgerðaleysi er ríkti í
efnahagsmálum þjóðarinnar — og
þvi kameljónshlutverki er maddama
Framsókn lék frá upphafi til enda í
þessari síðari rikisstjórn Ólafs
Jóhannessonar í fullkominni þjónk-
un sinni við Alþýðubandalagið. Af
þessum sökuni rufu hinir ungu þing-
menn Alþýðuflokksins •stjórnarsam-
starfið í vetrarbyrjun 1979 og um leið
veldi ráðherrastólanna, en létu sam-
visku og sannfæringu ráða, þrátt
fyrir að samhljóða skoðanakannanir
spáðu Alþýðuflokknum fylgishruni.
Eigi bætti það úr skák að stjórnarslit
jafnaðarmanna þýddu aö alþingis-
kosningarnar urðu að fara fram í
svartasta skammdeginu.
Bæði Framsókn og Alþýðubanda-
lagið notuðu líka óspart þetta vopn
— og áttu vetrarkosningarnar glöggt
að sýna hið slæma innræti krata, þar
sem þeir áttu vitandi vits að hafa
sigtað út kosningar á þessum árstima
i þeim tilgangi að útiloka margt dreif-
„Steingrfmur kom með fallega
súkkulaðibrosið sitt < á sjónvarps-
skerminn og sagði að manngildishug-
sjónin væri æðsta boðorð slns flokks
— og hinn almenni kjósandi, hvort
sem hann var I afdal eða kaupstað,
kenndi alvöruþungann sem að baki
bjó...” segir greinarhöfundur.
býlisfólk frá þvi að neyta kosninga-
réltar sins. Slik og þvilík var ntann-
vonska kratanna!
0 . . En spyrja mætti nú Steingrím
Hermannsson. Hvar eygir á manngildis-
hugsjón flokks hans i núverandi stjórnar-
samstarfí? Og spyrja mætti helzta forustu-
mann Alþýöubandalagsins, Ragnar Arnalds,
núverandi íslandsmeistara i skattpíningu, um
baráttu flokks hans til verndar hinum fátæku
og smáu ...”
Bæði Maddaman og Bandalagið
gátu vart vatni haldið yfir þessum
þorparaskap og fötuðu i flýti margar
Leitis-Gróur, er riðu gandreið um
sveitir, sem kunngjörðu tíðindin af
innblásnum fjálgleik frá Óla Jó. og
Lúlla.
Að auki var öllum Itinum ntikla
blaðakosti andstæðinganna beitt að
meginmáli i áróðursherferð gegn
jafnaðarmönnum. Jafnvel Dag-
blaðið, sem ég og niargir fleiri trúð-
unt að væri frjálst og óháð, bergntál-
aði níðið.
Gegn þessum mikla blaðakosti
"höfðu jafnaðarmenn litið og litt út-
breitt blað og vissuna um að þeii
hefðu svikið sina fyrri kjósendur, ef
þeir hefðu haldið áfram stjórnarselu
á meðan verðbólgan óð áfram trölla-
skrefum.
Forystumenn jafnaðarmanna
drógu enga dul á það I kosningabar-
állunni, að ef leggja ætti út í orruslu
við verðbólguna, er bæri jákvæðan
árangur, þyrftu allir einhverju að
fórna, en þó skyldu þær fórnir axlast
eftir efnum og aðstæðum. Fyrir þess-
ari stefnu börðust þingmenn Alþýðu-
flokksins allan tímann meðan
flokkur þeirra átti setu í rikisstjórn —
og af þeim sökum voru stjórnarslit
óumflýjanleg, vegna andstöðu sam-
starfsflokkanna.
Og þá er stjórnarslitin voru orðin
staðreynd, stóð eigi á ramakveini Al-
þýðubandalagsins. Alþýðuflokkur-
inn ællaði að arðræna þá, sem verst
voru settir í þjóðfélaginu. Formaður
Framsóknar, Steingrímur Hermanns-
son, kom með fallega súkkulaði-
brosið sitt á sjónvarpsskerminn, og
sagði að manngildishugsjónin væri
æðsta boðorð sins flokks og bak við
súkkulaðibrosið kenndi liinn almenni
kjósandi, hvorl sem hann bjó í afdal
SigurjónJóhannsson
eða kaupstað, þann mikla alvöru-
þunga, er innra fyrir bjó hjá for-
manninum unga. Eftir að dómur
kjósenda var fallinn, kom í Ijós að
þrátt fyrir að nær öll blaðapressan
hamaðist gegn Alþýðuflokknum,
ásamt ötulli hjálp Leitisgróa i öllum
landshlutum hélt Alþýðuflokkurinn
velli, þrált fyrir nokkurt fylgistap. En
þakka ber hinum ungu þingmönnum
hans.að þeir vildu heldur l'órna þing-
mennsku og ráðherrastólum heldur
en samvisku sinni og sannfæringu.
En spyrja mætti nú Steingrím Her-
mannsson: Hvar eygir á manngildis-
hugsjón flokks hans i núverandi
stjórnarsamstarfi? — Og spyrja
mætti einnig lielsta forustumann Al-
þýðubandalagsins, Ragnar Arnalds,
núverandi íslandsmeistara i skatlpín-
ingu, um baráttu flokks lians til
verndar hinum fátæku og smáu?
Nær hún aðeins til flekafuglanna, er
Bandalagið og Maddaman náðu til
sin úr Sjálfstæðisflokknum, því að
vissulega þarf að fóðra þá Gunnar,
Friðjón, Pálma og Haukdal vel, svo
þeir l'ari ekki að skrækja á flekanum
og reyna að veifa stýfðum vængjum.
Allt i lagi með verðbólguna og arð-
ránið á meðan unnt er að halda fleka-
fuglunuin rólegum. Hið eina og
sanna sameiningarlákn Framsóknar
og Alþýðubandalagsins. Alveg santa
hvað fæðið kostar! Þjóðin borgar!
Sigurjón Jóhannsson
frá Hlíð, Svarfaöardal.
Unglingarnir íReykjavík:
„Einhvers staðar
verða
vondir að vera”
Kjallarinn
boðavinnu setið og haldið opnum al-
menningsklósettum fyrir unglingana
langt fram á nætur. Hitt lendir á lög-
reglunni, og jafnframt þá það að
taka af krökkunum áfengið sem þau
því miður eru ansi seig að ná sér í.
Fyrir lögreglumenn er þetta bæði
vandi og ábyrgðarhluti. Unglingar á
þessum aldri eru oft baldnir og allt
annað en kurteisir og þægilegir, síst
við þá sem þurfa að leika yfirvöld
fyrir þá, eins og foreldra, kennara-
og lögreglu. Þeir eru milli vita.
Svo eru þeir í gífurlegri mótun. Þeir
eru að reyna að vera fullorðnir og á
leiðinni að verða ábyrgir. Og það
skiptir miklu máli, að þeir sem hafa
með þá að gera komi fram við þá af
öryggi, mannviti og festu.
Sumir fullorönir verða tauga-
óstyrkir gagnvart unglingum. Þeir
grípa til þess að skamma þá og jafn-
vel leggja á þá hendur. Maður getur
svo sem vel skilið að ýmsir lögreglu-
menn séu alls ekki undir það búnir að
fást við þetta vandamál. Það virðist
oft á tíðum fljótlegra að þrífa krakka
sem eru með uppsteyt, stinga þeim í
salatfatið og fleygja þeim inn í læsta
fangaklefa, heldur en reyna að ræða
^ .. Fyrir lögreglumenn er þetta bæði
vandi og ábyrgöarhluti. Unglingar á þess-
um aldri eru oft baldnir og allt annað en kur-
teisir og þægilegir, sízt við þá, sem þurfa að
leika yfirvöld fyrir þá, eins og foreldra, kenn-
ara — og lögreglu. Þeir eru milli vita. Jafn-
framt eru þeir í gffurlegri mótun. Þeir eru að
reyna að vera fullorðnir og á leiðinni að verða
ábyrgir. Og það skiptir miklu máli, að þeir
sem hafa með þá að gera komi fram við þá af
öryggi, mannviti og festu...”
við þá, og fá þá með góðu til að
hegða sér prúðmannlega og sýna
öðrum sömu tillitssemi og þeir
krefjast sjálfum sér til handa.
Inga Huld
Hákonardóttir
En fljótlega lausnin hefur bara
þann galla, að hún byggir á því að
hræða til hlýðni. Jafnframt því sem
hún vekur hjá unglingunum óbeit,
jafnvel hatur, á vörðum laganna, þá
er hún sýnikennsla í ofbeldi. Hún
kennir þeim að hnefarétturinn sé lög-
mæt lausn. Og annað verra, eftir
þeim sögum, sem unglingarnir segja
mér þá er refsingunum oftast beitt
harðast gegn krökkum sem eru jafn-
vægislausir og koma úr umhverfi,
þar sem þeim er illa, jafnvel ekkert
sinnt. Mér er sagt, að krakkar, sem
leiðst hafa út á afbrotabrautir, og
eins þau sem fyrir munaðarleysi eða
nöturleg örlög hafa lent á uppeldis-
hælum, eigi undir högg að sækja hjá
lögreglunni. Lögreglubílarnir, sem
aka um bæinn, geri sér að leik að
kippa upp slíkum unglingum, ef þeir
sjá þá á götu, keyra þá á afvikna
staði í útjaðri bæjarins og fleygja
þeim þar út með formælingum, ef
ekki barsmíðum. Sérstaklega séu þeir
harðhentir við krakka, sem ekki eiga
foreldra, sem geta varið þá. Það er
ófagur og ójafn leikur, ef satt er.
En svona eru ekki allir lög-
regluþjónar. Ég veit um mjög nýlegt
dæmi þess, að nokkrir krakkar voru í
barnaskap að kveikja í öskutunnum
um hánótt. Lögreglan kom að, tók
krakkana niður á stöð, ræddi við þau
í rólegheitum og keyrði þau síðan
heim. Það er áreiðanlegt, að ekkert
af þeim börnum fékk andúð á lög-
reglunni og þau misstu gjörsamlega
áhugann fyrir vafasömum nætur-
ævintýrum.
Þarna sýndu lögreglumennirnir
sömu mannþekkingu og Júlíus Haf-
stein á Húsavík. Unglingspiltar
höfðu gengið með grjót og brotið
ljósin í götuluktum bæjarins. Júlíus
kallaði þá fyrir sig og þeir ætluðu að
hníga niður í gólfið af skelfingu við
hið borðalagða yfirvald. Þá dró
sýslumaðurinn upp appelsínur og gaf
þeim að lokinni áminningu og þarf
ekki að orðlengja, að ljósaperur
þorpsins fengu að skina í friði eftir
það.
En foreldrar og kennarar verða
líka að brýna fyrir krökkunum að
virða almennar umgengnisvenjur,
þegar þau eru að þvælast niðri í bæ á
fögrum kvöldum. Og æskilegt væri,
að í miðbænum væri þokkalegt
vínlaust diskótek fyrir þau. Gæti
ekki æskulýðsráð fengið gamla Sjálf-
stæðishúsiö? Til dæmis.
Loks geri ég það að tillögu minni,
að kaupmenn fái bætt þau rúðubrot,
sem þeir verða fyrir. Ég er ekki viss
um, að það séu eintómir unglingar,
sem brjóta þær rúður. En ég hef
heyrt að þegar vín er gert upptækt af
næturhröfnum, yngri og eldri, í
miðbænum, skuli eigandi vínsins
greiða tuttugu þúsund króna sekt.
Gæti ekki þetta sektarfé runnið til að
bæta það tjón, sem ölóðir menn
valda á rúðum, grindverkum og
görðum kringum hið segulmagnaða
Hallærisplan?
Inga Huld Hákonardóttir