Dagblaðið - 20.09.1980, Side 23

Dagblaðið - 20.09.1980, Side 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980. 23 Sjónvarp D VID EIGUM SAMLEIÐ - útvarp sunnudag kl. 14,00: „Auðugur af öllu öðru en peningum” — segir Sigfús Halldórsson, tónskáld „Eg hef alltaf verið blankur af peningum en auðugur af öllu öðru.” Þannig meðal annars komst Sigfús Halldórsson að orði í samtali við blaðamann DB í tilefni af sextugs- afmæli hans 7. september síðast- liðinn. j útvarpinu á sunnudag verður endurtekinn dagskrárþáttur, sem Atli Heimir Sveinsson annaðist á sextugs- afmæli Sigfúsar Halldórssonar tónskálds. í þættinum er rætt við Sigfús, og leikin og sungin lög eftir hann. Kunnastur er Sigfús fyrir Litlu fluguna sina sem allir íslendingar kunna og lögin hans eru alltaf jafn- vinsæl. En Sigfúsi er ýmislegt fleira til lista lagt en að semja lög. Hann ætlaði að verða leiktjaldamálari en það þróaðist yfir í málverk, ýmist olíu- eða vatnsliti. Mest málar hann hús og borgarumhverfi. Þannig voru flestar myndirnar á afmælis- sýningunni á Kjarvalsstöðum úr gamla miðbænum i Reykjavík. Sigfús vann i mörg ár á skrif- stofum, mest í Útvegsbankanum og á Skattstofunni, en er nú teikni- kennari. Hann segist aldrei hafa haft. það betra en núna og er að byggja vinnustofu við húsið sitt í Kópa- voginum. „Það hefur mig alltaf dreymt um en aldrei getað fyrr,” segir hann. Þáttur Atla Heimis, „Við eigum samleið ” dregur nafn sitt af einu laga Sigfúsar. -GAJ. Raimonde Ponte, Nottingham Forest, og Glen Hoddle, Tottenham, kljást um knöttinn. ÍÞRÓTTIR 0G ENSKA KNATTSPYRNAN — sjónvarp í dag kl. 16,30 og 18,55: Markaregn í knattspymu Knattspyrnuunnendur ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með ensku knattspyrnuna í dag því þeir fá að sjá ^jjs tólf mörk i þremur leikjum. Það verða heldur engin slorlið, sem leika listir sínar. Evrópumeistarar Notting- Tíám Forest mæta Manchester City, efsta lið 1. deildar Ipswich sækir Crystal Palace heim og Englands- meistararnir Liverpool fá West Bromwich Albion i heimsókn. í íþróttaþættinum verður aðal- myndin um tvo mestu afreksmenn síðari ára, sundkappann bandaríska Mark Spitz, sem vann sjö gullverðlaun á ólympiuleikunum i Múnchen, og langhlauparann finnska Lasse Viren sem sigraði tvívegis bæði í 5 og 10 km hlaupi á ólympíuleikum. Einnig verða sýndar myndir frá ólympíuleikunum i Moskvu. Sýnt verður frá keppni i handbolta, blaki, kajakróðri og siglingum. -GAJ. Benz 29 manna árg. 1961 til sölu, 2ja drifa. Uppl. í síma 97-4217 og 97-4250. Pípulagningamenn Óskum eftir að ráða vana pípulagningamenn sem fyrst. Mikil vinna, gott kaup. Upplýsingar í síma 94-3298 og 94-3802. RÖRVERK HF. Isafirði. Kór Menntaskólans 1 Hamranuo neiur lengio upptðku f heióurssamstök ungra kóra I Evrópu. VIÐ SKULUM TIL GLEÐINNAR GÁ — sjónvarp sunnudag M. 20,35: „Eins og vítamín fyrír sálina” Þorgerður Ingólfsdóttir hefur stjórnað mer.ntaskólakórnum i Hamra- hlíð í rúm þrettán ár og náð svo góðum árangri að kórinn hefur hlotið upptöku í heiðurssamtök ungra kór í Evrópu. Kórinn hefur sungið næstum árlega er- lendis og lengst komizt til israel. Kórinn hefur einnig sungið inn á plötu. Allt ber þetta starfi Þorgerðar Ingólfsdóttur fagurt vitni og árangur hennar með kórinn verður að teljast mjög góður, ekki sízt þegar haft er í huga, að árlega hverfa margir nemendur úr skólanum og þar með kórnum — og nýir og óvanir koma í staðinn. Annað kvöld gef-.i íslenzkum sjón- varpsáhorfendum enn tækilxri til að hlýða á kórinn i þætti er nefnist Við skulum til gleðinnar gá. í samtaii er blaðamaður DB átti við Þorgerði Ingólfsdóttur í fyrra er hún hafði hlotið menningarverðlaun Dag- blaðsins lýsti hún nokkuð æfingum kórsins: „Krakkarnir koma á æfingar um fimmleytið svöng og þreytt eftir að vera í skólanum frá þvi klukkan átla um morguninn, flest að deyja úr of mikilli eða of lítilli ást. Þau leggja frá sér skólatöskurnar, fara að baksa við að ná hreinum tón í einhverju litlu lagi og þá er eins og þú lyftist upp. Söngur er nefnilega eins og vitamín fyrir sálina.” -GAJ. NYIR ÞÆTTIR UM VEÐURFAR - útvarp M. 10,25 sunnudag: Hvernig urðu veðurspár til? „Hugmyndin er sú að 7 veður- fræðingar munu flytja erindi um veðurfræði. Ég mun fjalla um veður- spá í mínu erindi. Fjallað verður um veðurspá vítt og breitt og m.a. komið inn á sögulegan aðdraganda, hvað veðurspár fela í sér og vandkvæði við gerð veðurspáa. Ég mun koma víða við og þó ég komi við í útlöndum, mun ég að mestu fjalla um okkar vandamál,” sagði Markús Á. Einars- son veðurfræðingur í samtali við DB. Á sunnudagsmorgun kl. 10.25 hefst fyrsti þáttur af sjö um veðurfar. Markús var inntur eftir því hvort þessir þættir væru svipaðir þáttunum sem voru í sjónvarpinu i fyrravetur, en hann kvað þá þætti mjög ólíka. „Það er tvennt ólíkt að starfa við sjónvarp og hljóðvarp. Sjónvarps- þættirnir i fyrravetur voru fræðslu- þættir þar sem notað var myndefnið. Þessir þættir eru meira almennt yfir- lit,” sagði Markús. -ELA. ÐANSE Innritun er hafin Kenns/ustaðir: Reykjavík: Ingólfskaffi, Þróttheimar, Seljabraut 54 (Kjöt og fiskur), Bústaðir. Mosfellssveit: Hlégarður Hafnarfjörður Sjálfstæðishúsið Akranes Rein \nor itunarS 'vcfl&'- 50 29505 53158 66469 K\. K\. \0- \0- K\- K\. 1.30- Takið eftír Kenndir verða allir nýjustu diskö- og rokkdansarnir. Dömur, 20 ára og eldri: Allir nýjustu beat-dansarnir. Þ^kaiandi ^ Fjörug °g skemmtíleg sp°r í rokki t

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.