Dagblaðið - 25.09.1980, Qupperneq 8

Dagblaðið - 25.09.1980, Qupperneq 8
8* DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980. KEIMNSLUGREINAR Á HAUSTÖNN 1980 íslenska. I. og 2. flokkur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Danska. I,—5. flokkur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Norska. I,—3. flokkur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Sænska. I,—3. flokkur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Færeyska. Byrjendaflokkur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. l nska. I.—6. flokkur. Kennslustaðir: Miöbæjarskóli, Fellaltellir. Breið holtsskóli, Laugalækjarskóli. Þýska. I,—4. flokkur. Kennslustaðir: Miðbæjarskóli, Breiðholtsskóli. Latina. Byrjendaflokkur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Franska. I.—3. flokkur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. ítalska. I.—5. flokkur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Spænska I,—5. flokkur. Kennslustaðir: Miðbæjarskóli. Laugalækjar skóli. Rússneska. Byrjendaflokkur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Vélritun. I. og 2. flokkur. Kennslustaður: Laugalækjarskóli. Stærðfræði fyrir grunnskólastig og iðnskólastig. Kennslustaður: Mið bæjarskóli. ATH! Dagkennsla i stærðfræði á grunnskólastigi verður i Fellahelli. Bókfærsla I . og2. flokkur. Kennslustaður: Laugalækjarskóli. Ættfræði. Kennsluslaður: Miðbæjarskóli. Jarðfræði. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Félagsfræði. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Leikfimi. Kennslustaður: Fellahellir. Slökun. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Hjálp í viðlögum. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. tslenska f. útlendinga. Kennsluslaður: Miðbæjarskóli. Hnýtingar. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Teikning og akrílmálun. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Bótasaumur. Kennslustaður: Miöbæjarskóli. Myndvefnaður. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Leirmunagerð. Kcnnsluslaður: Fellahellir. Postulinsmálning. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Sníðar og saumar. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Barnafatasaumur. Kennslustaður: Miðbæjarskóli. Símar 12992,14106 og 14862. Opið kl. 13-21. Smurbrauðstofan BJORNINN NjáUgötu 49 — Sími 15105 SKRIFSTOFUSTARF Dagblaðið óskar að ráða starfsmann á ritstjórn til starfa við móttöku, vélritun og sjálfstæða úr- vinnslu efnis. Umsóknir sendist Dagblaðinu Síðumúla 12, fyrir 2. október. BIAÐIÐ Sovétmenn flýja loftárásimar — hundruð þeirra farnir frá Suður-írak yfir til Kuwait, i hópi annarra flóttamanna Hundruð sovézkra ríkisborgara hafa tekið þann kostinn aö slást I hópinn með öðrum flóttamönnum frá suðurhluta íraks og fara yfir landamærin til Kuwait. Er fólk þetta að flýja loftárásir íranskra herflug- véla. Að sögn sjónarvotta fóru um það bil fimm hundruð sovézkir borgarar yfir landamærin í nótt. Voru þetta oliutæknimenn ásamt fjölskyldum sinum. Munu þeir hafa starfað við olíuvinnslu í Rumailah en þar eru auðugustu olíulindir í írak. Haft var eftir einum fióttamannin- um að loftárásir hafi verið oft á dag í Suður-írak, bæði morgna, miðjan dag og á kvöldin. Talið er að rúmlega þrjú þúsund flóttamenn hafi nú komið til Kuwait frá írak síðan styrjöldin brauzt út á milli landanna. Landamæraverðir höfðu mjög mikið að gera og sögðust í nótt ekki hafa neinn tíma til að upplýsa þjóðerni þeirra sem komið hefðu yfir landamærin. Hressingarleikfimi kvenna og karla Haustnámskeið hefjast fimmtudaginn 2. október nk. í leikfimisal Laugarnes- skólans. Fjölbreyttar æfingar — músík — slökun. Verið með frá byrjun. Innritun og upplýsingar í síma 33290 kl. 10—14 dag- lega. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir íþróttakennari. Styrkið og fegrið iíkamann DÖMUR, HERRAR! Ný 4ra vikna námskeið hefjast 29. sept. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt jóga og megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mælinj^-- sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi InnrTtun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 8-3295. JúdódeiidÁrmanns Ármúla 32. Íranskir sjúkraliðar sjást hér bera félaga sinn að sjúkrabifreið. Hal'ði hann le'! i handsprengjuárás irakskra hermanna í Khuzestanhéraði við landamæri ríkjanna. Pólland: Walesa hótar allsherjar- verkfóllum Lech Walesa leiðtogi verkamanna i Póllandi varaði í gær pólsk stjórn- völd við því að reyna að leggja stein í götu hinna nýju frjálsu verkalýðs- félaga í landinu. Sagði Walesa að því yrði svarað með allsherjarverk- falli sem ná mundi um allt Pólland. Walesa var leiðtogi verkamanna í Leninskipasmíðastöðvunum I Gdansk en þeir voru í forustu fyrir verkfalli 200 þúsund Pólverja sem fengu því framgengt meðal annars að heimiluð voru verkföll í landinu og leyft að stofna frjáls verkalýðsfélög óháðríkisvaldinu. Lech Walesa kom til Varsjár, höfuðborgar Póllands, i gær til að láta skrá verkalýðssamtökin form- lega hjá yfirvöldum. Eftir að hann hafði lagt fram beiðni um skráningu ávarpaði hann um það bil fimm þúsund verkamenn sem safnazt höfðu saman fyrir utan Varsjá og sagði að tilraunir væru nú gerðar til að draga úr völdum og áhrifum hinna frjálsu verkalýðsfélaga. „Ef þörf er á getum við hafið verk- föllin að nýju,” sagði Lech Walesa. ,,Við getum komið á allsherjarverk- falli í Póllandi.” Að sögn kunnugra sýna þessi orð Walesa og annarra verkalýðsleiðtoga þann kraft sem nú er orðinn í pólskri verkalýðshreyfingu og það sjálfs- traust sem óhugsandi hefði verið fyrir aðeins nokkrum vikum. „Héðan i frá er engin leið að snúa til baka,” hrópaði Walesa til stuðningsmanna sinna. „Það eru að vísu til öfl sem geta tafið okkur en enginn getur stöðvað okkur.”

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.