Dagblaðið - 25.09.1980, Side 9

Dagblaðið - 25.09.1980, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980. 9 írakar ásælast ekki olíusvæðin í íran — íran hefur stöðvað allan olíuútflutning eftir miklar loftárásir á Khargeyju sem er höfuðútflutningsstöðin Erlendar fréttir - i Rotterdam: Engin hreyfing á olíuverði í gær varð ekki vart neinna hreyfinga á olíumarkaði í Rotterdam vegna styrj- aldarinnar á milli íraks og írans. Bent er á að vegna mikilla olíubirgða vest- rænna rikja þurfi ekki að koma til neinna örþrifaráða strax þótt olíuút- flutningur þessara tveggja miklu olíu- útflutningsríkja stöðvist eða dragist saman. Taliðer að olíubirgðirá Vestur- löndum samsvari hundrað daga venju- legri notkun. Sérfræðingum i Rotterdam ber þó saman um að vel gæti svo farið að olíu- verð þar þjóti upp vegna ótta við af- leiðingar styrjaldarinnar þegar minnst varir. Spánn: Nítján farast í jámbrautarslysi Hraðlestin á milli Madrid til Valencia á Spáni rakst í gær á hægfara farþegalest á brautarskiptum með þeim afleiðingum að nítján manns létu lífið. Varnarmálaráðherra íraks, Adnan Khairallah Talfah sagði á fundi með fréttamönnum í Bagdad i gær að írakar hefðu enga ágimd á olíusvæð- um innan landamæra írans. >eir mundu hins vegar halda áfram bar- dögum í núverandi styrjöld þar til íranir viðurkenndu rétt þeirra til ýmissa svæða sem veriö hafa innan landamæra írans um nokkurt skeið. írakar hafa skýrt frá hernaðarsigr- um sínum innan iandamæra írans og svo virðist sem þeir hafi betur í bar- dögum til þessa. Tilkynnt var í gær- kvöldi að þrjátíu og þrjár íranskar herþotur hefðu verið skotnar niður í gær, á fjórða degi styrjaldarinnar. Hefðu þær allar verið skotnar niður yfir írak — þar af hefðu tólf þeirra verið yfir oliuhöfninni við Basra. íranir tilkynntu í gærkvöldi að þeir réðu enn yfir Abadan en þar eru mikilvægustu og stærstu olíuhreins- unarstöðvar heims. >ó var tilkynnt i Teheran i gærkvöldi að útflutningi á olíu hefði verið hætt um sinn frá íran. Var það sagt eftir miklar loftár- ásir herþotna frá írak á olíubirgða- stöðina á Khargeyju. Er það mesta birgðastöA i íran. Embættismenn i olíuráðuneytinu í íran iögðu að tveir geymar á Kharg- eyju stæðu i Ijósum logum en þó hefði slökkviliðsmönnum tekizt að ná valdi á eldinum. Engar yfirlýs- ingar hafa verið gefnar út um hve lengi útflutningur olíu frá íran muni liggja niðri. Áður en til styrjaldarinnar kom fór mest allur olíuútflutningur írans um Khargeyju eða 700 þúsund olíuföt á dag. Striðsaðilum ber ekki saman um stöðu mála við Abadan og hafnar- borgina Khorramshahr. Samkvæmt heimildum frá Ankara i Tyrklandi var írönsku varnarliði í Abadan veittur sex stunda frestur til að gefast upp en að þeim fresti liðnum hafði ekkert gerzt. Að sögn frana hafa herir þeirra við Khorramshahr bætt stöðu sína en áður höfðu írakar skýrt frá því að þeir hefðu algjörlega um- kringt þessa mikilvægustu hafnar- borg írans. Vitað er um að minnsta kosti sex borgir innan landamæra írans sem flugher íraks gerði loftárásir á í gær. Mörg skotmarkanna voru herflug- vellir. Ekki er neitt vitað um tjón af loftárásunum. Rafmagn var tekið af Teheran í gær til að tryggja algjöra myrkvun borgarinnar. Vopnaðir byltingar- verðir fóru um götur og höfðu eftirlit með þeim fáu sem hættu sér út undir bert loft. Saudi- Sain. Arabía Irak Iran lurslad. Kutvail Bandarikin 1.300 40 18 237 Japan 1.370 560 — 630 1.033 V-Þýzkaland 670 105 2 28 3 Frakkland 900 450 — 210 68 Bretland 345 123 27 58 130 Ffnahagsbl. 2800 900 400 300 600 T'aflan sýnir olúiútflutning frá rikjum við Fersaflóann til nokkurra lielztu iðnríkja heims. Neðst er útflutningurinn til ríkja Efnahagsbandalagsins sainantalinn. Tðl- urnar eru i þúsundum oliufata (eitt fat er 159 lítrar). Reagan kennir Carter um írak - íran styrjöld Ronald Reagan frambjóðandi Repú- blikanaflokksins til forsetakosning- anna í Bandaríkjunum ásakaði Jimmy Carter Bandaríkjaforseta um að eiga með utanríkisstefnu sinni sök á því að styrjöld hefur nú brotizt út á milli íraks og írans. Sagði Reagan þetta á kosningaferða- lagi um Texasríki i gær. Fyrr um daginn sagði forsetaframbjóðandinn að Carter hefði látið það viðgangast að hernaðarmáttur Bandaríkjanna hefði minnkað svo að nú gætu þau engin áhrif haft á gang mála við Persaflóa og væru Bandaríkin nú á mörkum þess að geta varið hendur sínar. Sagði Reágan að styrjöldin á milli Iran og írak hefði ekki orðið ef keisarinn hefði ekki verið hrakinn frá völdum. íran var í 37 ár gikkurinn á byssunni sem gætti þess að mál við Persaflóann væru í jafnvægi, sagði Reagan. Núver- andi ríkisstjórn Bandarikjanna verður að teljast ábyrg fyrir því aö allt fór í bál og brand í fran. Reagan sagði ennfremur að utan- ríkisstefna Carters tæki of mikið mið af mannréttindum í heiminum en ekki nóg af hagsmunum hins vestræna heims. Bandaríkin: Me/rí komút- fíutningur ti1 Austur-Evrópu — vegna kornsölubannsins til Sovétríkjanna Ríki Austur-Evrópn hafa aukið kornkaup sín í1 Bandaríkjunum en dregið úr þeim í Sovétríkjunum eftir að stjórnvöld í Washington settu kornsölubann á Sovétríkin. >að bann var sett í janúar siðastliðnum í mót- mælaskyni við innrás sovézka hersins inn i Afganistan. Var það land- búnaðarráðherra Bandaríkjanna Bob Bergland sem upplýsti þetta í gær. Sagði ráðherrann að meginbreyt- ingarnar sem orðið hefðu vegna banns stjórnar Carters Bandaríkja- forseta á sölu korns til Sovétríkjanna væru að salan hefði færzt til. „Ýmsir halda því fram að kornsölubannið hafi ekki haft nein áhrif á korn- birgðir Sovétríkjanna,” sagði ráð- herrann. ,,>etta getur verið rétt en vegna sölubannsins hafa Sovétmenn neyðzt til að draga úr kornsölu sinni til annarra Austur-Evrópuþjóða. Korn- sala þeirra var samkvæmt fyrir- skipunum frá Moskvu og með skil- yrðum sem voru ákveðin þar. Nú kaupa þessi ríki kornið beint frá Bandaríkjunum”. Nú geta a/fír keypt húsgagn! 25% útborgun (Ath. 1/4 út) Husgagn sem markar þáttaski/ Skúla hilluskil- veggurinn hentur vel þegar skipta þarf herbergi. Skála hilluskil- veggur gefur ótrúlega mögu- leika. Fjölbreytt úrval hús- gagna, t.d. Sófasett Borðstofusett Sófaborð Skrifstofuhúsgögn o.m.fl. Veggsamstæður í úrvafí Berið saman verð og gæði Ath. hina hagstæðu greiðsiu- skiimála. íslenzk hönnun Veljum íslenzkt ÁGUÐMUNDSSON HF Húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4, Kópavogi. Sími 73100.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.