Dagblaðið - 25.09.1980, Side 11

Dagblaðið - 25.09.1980, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980. 11 Fania Fenelon óánægð með sjónvarpsmyndina af„Auschwitz- hljómsveitinni" Ævisaga mín er afskræmd Siðastliðinn mánudag sögðum við frá bók eftir Faniu Fenelon um kvenna- hljómsveitina í Auschwitz. Fania, sem var hálfur Gyðingur, var sjálf í þessari hljómsveit, sem nasistar stofnuðu meðal fanganna. Þetta bjargaði henni frá að lenda í gasofn unum. CBS keypti kvikmyndaréttinn að bókinni og fékk Arthur Miller til að skrifa handritið, Vanessu Redgrave til að leika aðalhlutverkið, Faniu sjálfa. Fania er sáróánægð með þau bæði, og segist ætla að höfða mál á hendur kvikmyndafyrirtækinu CBS. „Ég hef siðferðislegan rétt til þess,” segir hún, ,,því þau hafa afskæmt ævisögu mína.” Fania býr nú í úthverfi Parisar, i íbúð, sem er full af minjagripum frá þeim árum sem hún ferðaðist um heim- inn og söng, frelsinu fegin eftir fanga- búðavistina. Vanessa styður Palestínu-Araba, og þ'að er Faniu mikill þyrnir í augum. Hún hefði heldur viljað sjá sjálfa sig leikna af Jane Fonda (henni var boðið hlutverkið, en gat ekki tekið því vegna skuldbindinga annars staðar). „Þá hefði ég viljað Lizu Minelli,” segir Fania. Öll þessi deila verður gífurleg auglýsing fyrir bók hennar, sem nú selst í risastóru upplagi. -IHH. Eiginkona Lee Marvins handtekin: Stal peysum og brjósta- haldi Michelle Triola Marvin eiginkona Lee Marvins sem er 47 ára að aldri var handtekin ekki alls fyrir löngu vegna þjófnaðar. Hún var handtekin i stóru vöruhúsi í Beverly Hills þar sem hún hafði stungið á sig þremur peysum og brjóstahaldara. Verðmæti varningsins var um 10.000 krónur. Kevin Keegan BEZT KLÆDDI MAÐURINN Knattspyrnustjaman eftirsóknar- verða, Kevin Keegan, bætti á sig einum titlinum til viðbótar um dag- inn. Þá var hann valinn bezt klæddi maðurinn á árinu. Kevin sagði við það tækifæri: „Þaðvarþá kominn tími til að einn úr sportinu fengi þennan titil.” Kevin hefur klætt sig fyrir fimm milljónir á þessu ári og þykir ekki mikið. Knattspyrnuhetjan fékk að vonum miklar hamingjuóskir með þennan nýja titil. Þessar tvær yngismeyjar sem báðar eru vel þekktar fyrirsætur voru með þeim fyrstu sem óskuðu stjörnunni til hamingju. Þær heita Sheree Boyland og Tessa Hewitt. Kevin gengur ævinlega í dökkum fötum og um það segir hann: „Dóttur minni Lauru Jane, sem er 22 mánaða, líkar betur við mig í dökkum fötum, þvi þá sér hún þegar ég kem með is. Hundunum minum líkar einnig betur við mig í dökkum fötum,” segir þessi vel klæddi maður. Arthur Hailey á batavegi eftir skurðaðgerð Arthur Hailey höfundur Airporl, Wheels, Hotel og fleiri vinsælla skáld- sagna, sem kvikmyndaðar hafa verið, er nú sem óðast að ná sér eftir alvarlega skurðaðgerð. Hún fór fram í hjarta- rannsóknastofnuninni í Texas i Banda- ríkjunum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.